Hver er okkar framtíðarsýn?

Guðrún Schmidt fjallar um leiðarljós fyrir alvöru og réttlátar loftslagsaðgerðir.

Auglýsing

Það hljómar svo þægi­lega að geta haldið áfram með okkar sóun­ar- og neyslu­lífs­stíl. Við bara raf­væðum sam­göng­urn­ar, kaupum „græn­ar“ vörur og kolefn­is­jöfnum okkur þegar við fáum sam­visku­bit. Geggj­að. Þannig reyna rík­is­stjórnir vest­rænna ríkja að selja okkur þeirra aðgerða­á­ætl­anir sem lausn á lofts­lags­vand­an­um. Lofts­lags­málin eru stærsta áskorun ald­ar­innar og innst inni vitum við von­andi öll að boð­aðar aðgerðir eru ekki nóg og taka ekki á rót vand­ans.

Skýr skila­boð Sam­ein­uðu þjóð­anna

Skila­boð Sam­ein­uðu þjóð­anna til heims­byggð­ar­innar eru að við þurfum að gera rót­tækar breyt­ingar innan sam­fé­lags­ins ef við ætlum að sleppa við verstu afleið­ingar lofts­lags­ham­fara og stuðla að sjálf­bærri þró­un. Gríð­ar­legar kerf­is­breyt­ingar þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Heims­mark­miðin eru heild­stæður leið­ar­vísir á þess­ari veg­ferð þar sem rétt­læti innan og á milli kyn­slóða er haft að leið­ar­ljósi.

Við getum ekki nálg­ast lofts­lags­málin með því að minnka ein­göngu kolefn­is­spor eig­ins lands ef við horfum ekki á allt í sam­hengi við sjálf­bæra þróun og heims­mark­mið­in. Á meðan hag­kerfið byggir á hag­vexti, arð­semi og gróða, hvort sem hag­vöxt­ur­inn fær nýja heitið „grænn hag­vöxt­ur“ eður ei, munum við halda áfram að ofnýta nátt­úru­legar auð­lindir og arð­ræna fátæk lönd og fátækt fólk til að þjóna þessu kerfi og gildum þess. Hagn­aður hnatt­ræna kap­ít­al­ism­ans verður nefni­lega að hluta til í gegnum og vegna arð­ráns, mann­rétt­inda­brota og eyði­legg­ingar nátt­úr­unn­ar. En nátt­úru­legar auð­lindir jarð­ar­innar eru tak­mark­aðar og vernd og við­hald þeirra ætti að vera grund­vall­ar­mark­mið okkar enda byggir til­vera okkar á því.

Hver ber ábyrgð­ina?

Höfum við misst stjórn á hag­kerf­inu eða skortir stjórn­mála­menn bara vilj­ann til að grípa inn í? Hvernig stendur á því að ríki eru ennþá að nið­ur­greiða jarð­efna­elds­neyti? Af hverju má menga án þess borga fyrir afleið­ing­arn­ar? Af hverju má stunda þaul­eldi á dýrum vel vit­andi að þetta er dýra­níð? Af hverju má stunda ósjálf­bæra fram­leiðslu­hætti sem hafa hnignun og mengun vist­kerfa og stór­fellda skóg­areyð­ingu víðs vegar um heim­inn í för með sér? Af hverju erum við í vest­rænum heimi áfram að arð­ræna fátæku lönd­in, auð­lindir og íbúa þess, til að byggja upp og við­halda hag­vexti, okkar eigin ríki­dæmi og eyðslu-lífs­stíl? Af hverju getum við ekki treyst því að það sem við kaupum og neytum hafi ekki skaðað annað fólk, dýr eða nátt­úr­una? Í sífellu er reynt að yfir­færa ábyrgð­ina á ein­stak­linga sem eiga með kaupum sínum að reyna að breyta kerf­inu í stað­inn fyrir að ríkin setji stefn­ur, lög og reglur og verji með því almannahagsmuni.

Auglýsing

Við þurfum að skapa raun­veru­legan þrýst­ing

Við­horfs- og lífs­stíls­breyt­ingar ein­stak­linga í vest­rænum heimi eru gíf­ur­lega mik­il­vægar og þær eiga eig­in­lega að vera sjálf­sagðar og að verða að normi. En þær munu ekki koma í stað­inn fyrir alvöru kerf­is­breyt­ingar sem rík­is­stjórnir bera ábyrgð á. Ein­stak­lings­að­gerðir og kerf­is­breyt­ingar hald­ast í hendur og styðja hvort ann­að. Það eru stjórn­völd sem setja regl­urnar sem hag­kerfið fer eftir og það er hag­kerfið sem þarf að breytast!

Stór hópur fólks um allan heim, ekki síst unga fólk­ið, skilur nauð­syn þess að fara í rót­tækar kerf­is­breyt­ingar á meðan stjórn­mála­fólk skýlir sér á bak­við „græn­an“ hag­vöxt og áætl­anir og fyr­ir­heit sem eru á dag­skrá „seinna“. Í ljósi þess geta ein­stak­lings­að­gerðir núna jafn­vel verið for­senda fyrir kerf­is­breyt­ing­um. Með því að þrýsta á stjórn­völd og krefja þau um alvöru lofts­lags­að­gerðir getum við lagt okkar af mörkum í bar­átt­unni fyrir betri heim. Við verðum að byggja upp stærstu fjölda­hreyf­ingu sög­unn­ar!

Hver er okkar fram­tíð­ar­sýn?

Við þurfum að opna augun okkar fyrir mik­il­vægi rót­tækra kerf­is­breyt­inga. Við þurfum að átta okkur á því að þær eru raun­hæfar og að máttur okkar er mik­ill. Hér er gott að horfa til baka á sögu mann­kyns. Fall Berlín­ar­múrs­ins er fjölda­hreyf­ingu fólks­ins í land­inu að þakka, eins afnám á aðskiln­að­ar­stefnu í Suð­ur­-Afr­íku og kyn­þátta­bar­áttan í Banda­ríkj­unum svo fáein dæmi séu nefnd. Það sem getur hjálpað okkur mikið í því að finna bar­áttu­anda er að búa til eigin fram­tíð­ar­sýn. Hvernig viljum við að heim­ur­inn líti út eftir 20-40 ár með heims­mark­miðin að leið­ar­ljósi? Búðu til fram­tíð­ar­sýn sem lætur þig hugsa út fyrir rammann og stíga skref út fyrir hamstra­hjól hins dag­legs lífs.

Fram­tíðin er það sem við stefnum að og búum til á hverjum degi. Það er kúnst að ímynda sér ákveðna óska­stöðu sem er ekki til staðar í nútíð­inni og læra hvernig væri hægt að raun­gera hana. Með slíka fram­tíð­ar­sýn í huga vitum við hvert við stefn­um, getum búið til mark­miða- og aðgerða­á­ætlun sem vörður að mark­inu og tekið áhrifa­mikil skref í átt að sjálf­bærri þróun og mik­il­vægum lofts­lags­mark­mið­um. Slík fram­tíð­ar­sýn hjálpar okkur einnig í því að norm­gera það sem nú virð­ist rót­tækt og fjar­lægt.

Það eru ekki öfgar að krefj­ast rót­tækra breyt­inga svo að afleið­ingar lofts­lags­ham­fara verði ekki svo geig­væn­legar að eng­inn muni vilja búa í slíkum heimi. Við erum komin á þann tíma­punkt þar sem drauma­fram­tíð­ar­sýn er orðin raun­hæf­ari val­kostur en óbreyttir lifn­að­ar­hætt­ir. Látum stjórn­völd vita að við sam­þykkjum ekki óbreyttar leik­regl­ur! Við þurfum að finna kraft­inn innra með okkur og hafa trú á okkur sjálfum og getu okkar til aðgerða. Við þurfum öll að rísa upp og berj­ast fyrir fram­tíð­inni, drauma­fram­tíð­inni okk­ar. Við getum öll lagt eitt­hvað af mörk­um, núna!

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar