Pírataárið 2021 í Reykjavík

Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021 fyrir hönd borgarstjórnarflokksins.

Auglýsing

Píratar í borg­ar­stjórn hafa í góðri sam­vinnu fjög­urra flokka skilað miklum árangri. Ætla ég fyrir hönd borg­ar­stjórn­ar­flokks Pírata að fara yfir tíu mál­efni sem standa upp úr á árinu 2021 en þó er af nógu að taka.

1) Efl­ing lýð­ræðis

Fyrsta lýð­ræð­is­stefna Reykja­víkur var sam­þykkt á árinu. Meðal aðgerða eru rót­tækar nýj­ungar eins og íbúa­dóm­nefnd, aðgengi­legri lýð­ræð­is­gátt og borg­ara­þing auk verk­efna sem munu styðja við aukið gagn­sæi og lýð­ræð­is­þátt­töku ungs fólks.

Hverfið mitt gekk í end­ur­nýjun líf­daga með meira sam­ráði, breyttri tíma­línu og stærri pen­inga­potti í hvert sinn með fjöl­breytt­ari og stærri verk­efn­um. Þátt­takan hefur aldrei verið betri og tók stórt stökk frá síð­ustu umferð.

Auglýsing

Síð­ast en ekki síst er lýð­ræð­i­svæð­ing Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og byggða­sam­laga sveit­ar­fé­lag­anna eins og Sorpu og Strætó. Píratar komu að nýrri umgjörð sem styrkir lýð­ræð­is­lega aðkomu kjör­inna full­trúa að stefnu­mótun og stórum verk­efnum byggða­sam­lag­anna með reglu­legum stefnu­þingum kjör­inna full­trúa sem og stefnu­ráði.

2) Aukið gagn­sæi og aðhald með spill­ingu

Gagn­sjá Reykja­víkur var full­fjár­mögnuð og hönnuð á árinu og mun fyrsta útgáfa fljót­lega líta dags­ins ljós sem mun efla upp­lýsta ákvarð­ana­töku.

Ný vef­síða var sett á lagg­irnar með auð­skild­ari texta og þýð­ingum á önnur tungu­mál en íslensku.

Reykja­vík­ur­borg er metn­að­ar­full þegar kemur að vernd upp­ljóstr­ara. Ný upp­ljóstr­un­ar­gátt var tekin í gagnið hjá Reykja­vík­ur­borg sam­hliða nýjum reglum um vernd upp­ljóstr­ara sem gengur lengra en ný lög um vernd upp­ljóstr­ara kveða á um.

3) Lofts­lags­málin

Píratar leggja mikið kapp á lofts­lags­málin og hefur stefna Pírata í bæði skiptin verið talin best út frá ,,Sól­inn­i,” matskvarða Ungra umhverf­is­sinna.

Breytt aðal­skipu­lag Reykja­víkur var sam­þykkt á árinu með metn­að­ar­fyllri mark­mið­um. Að sam­göngur verði kolefn­is­hlut­lausar án jarð­efna­elds­neytis og að hlut­deild einka­bíls­ins fari undir 50% af öllum ferð­um.

Píratar áttu lyk­il­þátt í sam­þykktri lofts­lags­á­ætlun Reykja­víkur með meira fjár­magni í inn­viði fyrir gang­andi og hjólandi, umhverf­is­vott­uðum hverf­um, ræktun lofts­lags­skóga og end­ur­heimt 60% vot­lendis fyrir 2040. Hjól­reiða­á­ætlun sem einnig var sam­þykkt gengur út á aukið fjár­magn í gerð hjóla­stíga, fleiri hjóla­stæði, aukna vetr­ar­þjón­ustu á hjóla­stígum og metn­að­ar­fyllri mark­mið um hlut­deild hjól­reiða.

Píratar voru leið­andi í áætlun um lækkun hámarks­hraða og fjölgun vist­gatna í borg­inni til að minnka mengun og bæta öryggi fyrir gang­andi og hjólandi.

Á árinu var brúna tunnan fyrir líf­ræna úrgang loks tekin í gagnið í Reykja­vík. Úr þessum úrgangi á að útbúa nýti­lega moltu auk met­ans í nýrri Gas- og jarð­gerð­ar­stöð.

4) Skaða­minnkun

Skaða­minnkun er Pírötum hjart­ans mál en orðið kom varla fyrir í gögnum Reykja­víkur fyrir tíð Pírata í borg­ar­stjórn.

Hús­næði fyrir heim­il­is­lausa og fjár­magn í mála­flokk­inn hefur verið tvö­faldað á kjör­tíma­bil­inu. Unnið er að því að finna smá­hýs­unum stað byggt á hug­mynda­fræði um hús­næði fyrst án skil­yrða.

Rótin fékk auk­inn fjár­stuðn­ing til að styrkja Konu­kot með mik­il­vægum end­ur­bótum auk þjón­ustu við tvö glæný smá­hýsi fyrir konur sem stað­sett verða við Konu­kot.

Þau tíma­mót urðu að borg­ar­stjórn sam­þykkti að opna neyslu­rými í Reykja­vík. Næsta skref er afglæpa­væð­ing neyslu­skammta svo rétt­ar­staða not­enda sé skýr­ari enda lög­legt að neyta innan veggja neyslu­rýmis en ólög­legt að bera efni fyrir utan það. Píratar á þingi hafa lagt fram frum­varp þess efnis sem nýtur von­andi braut­ar­geng­is.

5) Jafn­rétti í víðum skiln­ingi

Unnið hefur verið ötul­lega að jafn­rétti í víðum skiln­ingi á árinu undir stjórn Pírata í mann­réttinda­ráði borg­ar­inn­ar. Borg­ar­stjórn sam­þykkti aukið fjár­magn í hinsegin félags­mið­stöð­ina svo efla mætti félags­mið­stöð­ina og mæta auk­inni aðsókn.

Áfram heldur þrýst­ingur á reglu­gerð­ar­breyt­ingar vegna inn­leið­ingu laga um kyn­rænt sjálf­ræði til að geta haft sal­erni Reykja­víkur ókyn­greind.

Ókyn­greindir klefar verið útbúnir í öllum sund­laugum Reykja­víkum og lauk því verk­efni loks á árinu.

Gerðar voru leið­bein­ingar fyrir starfs­fólk íþrótta­mann­virkja Reykja­víkur til að efla starfs­fólkið í því að standa með mann­rétt­indum og koma í veg fyrir óþægi­legar upp­lif­anir trans og kynsegin fólks sem geta eðli­lega valið um ókyn­greinda eða kyn­greinda klefa.

Sam­þykkt var að bjóða upp á fríar tíða­vörur í grunn­skólum og félags­mið­stöðv­um, íslensku­kennsla fyrir börn sem tala ekki íslensku var aukin og nýr aðgeng­is­sjóður ramp­aði upp Reykja­vík.

6) Staf­ræn bylt­ing

Risa­á­tak Reykja­víkur í staf­rænni bylt­ingu hófst á árinu undir for­ystu Pírata með tíu millj­örðum á þremur árum. Við nýtum tækn­ina og hug­vitið til að nútíma­væða og betrumbæta þjón­ustu á for­sendum íbúans og minnka um leið ves­en, sóun og meng­un.

Reykja­vík var á árinu valin ásamt Amster­dam úr hópi borga í Evr­ópu í stórt staf­rænt þróun­ar­verk­efni á vegum Bloomberg Philantrophies og Harvard háskóla með sex leið­andi borgum á heims­vísu. Í þessu felst klapp á bakið fyrir vel unnið verk en líka trú á getu borg­ar­innar til að fylgja eftir metn­að­ar­fullum áætl­unum næstu þrjú árin. Þessi fylgdi stór styrkur upp á 2,2 millj­ónir doll­ara eða tæpar 300 millj­ónir króna, ásamt stuðn­ingi helstu sér­fræð­inga í heimi og mik­il­vægu sam­starfs­neti.

7) Myglu­mál í hús­næði borg­ar­innar

Útbú­inn var nýr verk­fer­ill til fram­tíðar um við­brögð og verk­lag og hvernig beri að bregð­ast við þegar koma upp raka- og myglu­mál í hús­næði borg­ar­innar með aðstoð helstu sér­fræð­inga lands­ins í mála­flokkn­um.

Þetta er mik­il­vægur áfangi í því að draga lær­dóm af Foss­vogs­skóla­mál­inu þar sem ýmis­legt hefði betur mátt fara varð­andi verk­stjórn, vinnu­brögð, upp­lýs­inga­miðlun og sam­skipti við for­eldra. Við erum með þessu að axla okkar ábyrgð svo að öll börn megi búa við heil­næmt hús­næði og líða vel í skól­an­um.

Að sama skapi var ákveðið að ráð­ast í mikið við­halds­á­tak í skóla­hús­næði byggt á heild­ar­út­tekt á ástandi skóla­mann­virkja til kom­ast á undan vand­an­um. Verið er að verja 25-30 millj­örðum í það verk­efni á næstu 5-7 árum auk þess sem á að upp­færa og bæta hús­næð­is­að­stöð­una í skólum og stuðla að algildri hönnun og aðgengi fyrir alla.

8) Mál­efni dýra

Dýra­þjón­usta Reykja­víkur sem var ein af kosn­inga­á­herslum Pírata fyrir síð­ustu kosn­ingar var sett á lagg­irnar á árinu. Þar var öll þjón­usta við dýr og dýra­eig­endur sam­einuð á einum stað til að bæta, ein­falda og auka skil­virkni þjón­ustu við dýr og dýra­eig­end­ur.

Mál­efni katta voru með þessu flutt frá Mein­dýra­eft­ir­lit­inu og Hunda­eft­ir­litið lagt nið­ur. Sam­hliða því var hunda­hald loks­ins form­lega leyft í Reykja­vík, hunda­gjöld lækkuð um allt að helm­ing sem eru nú lægst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með auk­inni fjár­fest­ingu í betri og fleiri hunda­gerð­um.

Með þessu viljum við gera dýrum og gælu­dýra­eig­endum hærra undir höfði enda dýr mik­il­vægur hluti af borg­ar­sam­fé­lag­inu.

9) Vald­eflum fólk með öfl­ugri vel­ferð­ar­þjón­ustu

Aðgerðir gegn sára­fá­tækt voru sam­þykktar í Reykja­vík á árinu með auknum stuðn­ingi, rýmkun reglna um fjár­hags­að­stoð og auk­ins sveigj­an­leika.

Sam­hliða er stuðlað að betri þjón­ustu við börn sem eiga for­eldra á fjár­hags­að­stoð. Skil­yrði fyrir styrki vegna náms á fram­halds­skóla­stigi voru rýmkuð og ald­urs­þak fjar­lægt í takt við áherslur Pírata. Það vald­eflir og aðstoðar fólk við að verða sjálf­bjarga en okkar skýrasta dæmi er vara­borg­ar­full­trú­inn okkar Rann­veig Ernu­dóttir sem studdi hana sem ein­stæða móður við að klára stúd­ent­inn.

Á árinu var sam­þykkt fyrsta vel­ferð­ar­stefna borg­ar­innar sem unnin var í þver­fa­gegri sam­vinnu við not­endur og snýst um aðgengi­lega vel­ferð­ar­þjón­ustu út frá þörfum hvers og eins.

Öll áhersla var lögð á að tryggja efna­minni hópum þak yfir höf­uð­ið. Borgin hefur úr að skipa 78% félags­legra íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en þó aðeins 56% íbúa. Reykja­vík byggir lang­mest af íbúðum fyrir efna­minni hópa byggt á lögum um almennar íbúðir í sam­vinnu við meðal ann­ars verka­lýðs­hreyf­ing­una og stúd­enta eða 73% slíkra íbúða á öllu land­inu en 86,7% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

10) Jafn­rétti til náms

Nýtt og gagn­særra grunn­skóla­líkan var sam­þykkt á árinu með full­fjár­mögn­uðum grunn­skólum til að mæta börnum óháð grein­ingum og grípa þau með snemmtækri íhlutun að leið­ar­ljósi. Með þessu er tekið mið af félags­legum aðstæðum í hverfum svo að öll börn hafi sömu tæki­færi óháð efna­hag.

Við höfum á árinu tekið skref í átt að bættri þjón­ustu við börn þar sem kerfin vinna þvert á að þeirra vel­ferð á hverf­is­grund­velli með verk­efn­inu Betri borg fyrir börn.

Píratar leiddu gerð nýrrar og metn­að­ar­fullrar stefnu um fram­tíð tón­list­ar­náms með áherslu á aukið aðgengi barna að tón­list­ar­námi óháð efna­hag með efl­ingu skóla­hljóm­sveita, stofnun barna­kóra og fjölgun plássa í tón­list­ar­skól­um.

Nú árið er liðið

Píratar í borg­ar­stjórn hafa sann­ar­lega lagt sín lóð á vog­ar­skál­arnar til að skapa rétt­lát­ara, grænna og betra lífs­gæða­sam­fé­lag fyrir öll með gagn­sæi og lýð­ræði að leið­ar­ljósi. Síðan Píratar sett­ust í borg­ar­stjórn árið 2014 hefur margt í borg­inni breyst til hins betra en á núver­andi kjör­tíma­bili bætt­ist enn í kraft­inn með auknum liðs­styrk Pírata. Árið 2021 var sér­stakt ár sem mót­aði líf okkar allra en við nýttum það til góðs.

Gleði­leg jól kæru borg­ar­búar og Íslend­ingar all­ir. Gott og far­sælt kom­andi ár með kærri þökk fyrir það sem er að líða.

Höf­undur er odd­viti Pírata í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiÁlit