Besta leiðin

Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir hér upp árið 2021. Hún segir að jöfnuður þurfi að vera í forgrunni við endurreisnina eftir kórónuveirufaraldurinn.

Auglýsing

Í lok síð­asta árs von­uðum við mörg að lok þessa heims­far­ald­urs, sem við helst viljum ekki nefna á nafn leng­ur, væri á næsta leyti. Bólu­setn­ingar stóðu fyrir dyrum og vonir okkar margra stóðu til þess að við gætum á ný notið sam­vista, ferðast, unnið og hvað það er sem við sökn­uðum mest. Það reynd­ist ekki alveg raunin en ný afbrigði virð­ast nú leysa hin sigr­uðu eldri af hólmi og lífið eins og við þekktum það verður fjar­læg­ara í minn­ing­unni. Það er margt sem þessi heims­far­aldur hefur kennt okkur og umfram annað kannski að stórar breyt­ingar eru mögu­leg­ar. Við getum breytt venjum okkar og reglum á til­tölu­lega stuttum tíma þegar við þurfum þess.

Nýtum reynsl­una

Þetta hefur verið erfitt, sér­stak­lega auð­vitað fyrir þau sem hafa veikst, misst nákomna, glatað lífs­við­ur­væri sínu eða heilsu. En getum við nýtt þessa reynslu heims­ins á umpólun við úrlausnir á fleiri vanda­málum sem við svo sann­ar­lega stöndum frammi fyr­ir?

Mér er þar efst í huga hlýnun jarðar með öllum þeim grafal­var­legu afleið­ingum sem við sem mann­kyn munum á end­anum ekki lifa af, ef ekk­ert verður að gert. Sú stað­reynd að á jörð­inni ríkir gríð­ar­legur ójöfn­uður sem auk­ist hefur í kjöl­far heims­far­ald­urs, sama hvort horft er til mis­skipt­ingu fjár­magns, aðgengis að mat­vælum og svo fram­veg­is. Átök og stríð með hrylli­legum afleið­ing­um, ofbeldi og mann­rétt­inda­brot sem við vissu­lega for­dæmum almennt en með sam­hentu átaki alþjóða­sam­fé­lags­ins mætti koma í veg fyr­ir. Kyn­bundið ofbeldi er þar á með­al, ein helsta ógnin við heilsu kvenna og hún hefur því miður bara auk­ist í far­aldr­in­um.

Ára­tugur aðgerða

Lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum eru hnatt­rænn vandi rétt eins og kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og við getum og eigum að bregð­ast við honum sem slík­um. Hér­lendis hefur Reykja­vík haft for­ystu um að leggja til metn­að­ar­fullaar aðgerða­á­ætl­anir og stefnur en rík­is­stjórnin þarf að gera bet­ur. Setja fram skýr metn­að­ar­full mark­mið og mæli­kvarða sem og kalla eftir að við bregð­umst við því neyð­ar­á­standi sem ríkir í lofts­lags­mál­um. Þær aðgerðir sem farið verður í þurfa að stuðla að rétt­látum umskipt­um, byggja á jafn­ræði þar sem allir taka þátt í því að draga úr los­un, fyr­ir­tæki og neyt­end­ur, en um leið er byrðum og tæki­færum sem fel­ast í aðgerð­unum dreift með jöfnum og sann­gjörnum hætti. Nauð­syn­legt er að fram­kvæmdar verði kostn­að­ar- og ábata­grein­ingar sem nái til sam­fé­lags­legra áhrifa auk þess­ara efna­hags­legu og að gripið sé til mót­væg­is­að­gerða til að tryggja að aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum auki ekki ójöfn­uð. Ein­hver störf munu hverfa á næstu árum og önnur breyt­ast og ný verða til. Nauð­syn­legt er að breyt­ingar á vinnu­mark­aði leiði til fjölg­unar á góðum grænum störfum sem standa undir góðum lífs­kjörum og auka vel­ferð og jafn­rétti.

Auglýsing

Jöfnum stöðu okkar við end­ur­reisn­ina

Síð­ustu tvö ár höfum við öll fundið hve gríð­ar­lega mik­il­væg sam­neyslan er, vel­ferð­ar­kerfið okkar sem hélt sam­fé­lag­inu gang­andi þegar allt fór í lás. Þar er ég ekki bara að tala um heil­brigð­is­starfs­fólk sem sann­ar­lega vann þrek­virki heldur líka fólk í Vel­ferð­ar­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga sem sinnti börn­um, fjöl­skyld­um, föt­uðu fólki, öldruðum og öllum þeim sem þurftu að aðlaga sig að nýjum veru­leika eftir hverjar nýjar sótt­varn­ar­regl­ur. Fólk sem vinnur í mennta­kerf­inu sem aðlag­aði sig að alveg nýjum veru­leika sem og fólk í fram­línu­störfum sem mætti á sínar vakt­ir. Nor­ræna vel­ferð­ar­sam­fé­lagið sýndi sína styrk­leika og ég held við höfum vel­flest fundið að þetta rót­gróna sam­fé­lag sam­hjálpar og sam­stöðu, var það sem mestu máli skipti þegar áföllin dundu yfir.

Frelsi, jafn­rétti, sam­staða

Við jafn­að­ar­fólk höfum reyndar haldið þessum gildum á lofti alla tíð, að jöfn­uð­ur, rétt­læti, sterkir inn­við­ir, sam­neysla og sam­staða fólks geri okkur öllum gott og að allir eigi að vera með. Við viljum ekki bara skapa öllum jöfn tæki­færi til að taka þátt í okkar sam­fé­lagi heldur jafna stöðu fólks til að nýta þau tæki­færi með raun­veru­legum aðgerð­um. Árið 2021 var að mörgu leyti upp­haf nýrra tíma fyrir jafn­að­ar­stefn­una, þó alþing­is­kosn­ingar á Íslandi hafi ekki farið eins og í lönd­unum í kringum okkur þá gleðj­umst við yfir góðum sigrum þeirra og styðjum öll góð mál sem byggja á okkar grunn­hug­sjónum og stuðla að því að okkar fram­tíð­ar­sýn nái fram að ganga.

Mótum fram­tíð­ina saman

Sam­fylk­ingin er í meiri­hluta við stjórn sveit­ar­fé­laga þar sem flestir Íslend­ingar búa og við höfum sann­ar­lega lagt okkur fram um að standa vörð um þá gríð­ar­lega mik­il­vægu þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög veita, því miður oft við lít­inn skiln­ing rík­is­stjórn­ar­innar á mik­il­vægi sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og áhrif sam­dráttar þar á mann­rétt­indi, heil­brigði, ofbeldi, menntun og atvinnustig um land­ið. Framundan er nýtt ár og ný tæki­færi fyrir öfl­uga for­ystu­sveit jafn­að­ar­fólks í öllum sveit­ar­fé­lögum að sækja umboð til kjós­enda til þess að gera sam­fé­lag okkar enn betra og rétt­lát­ara.

Ég er bjart­sýn á að við fáum umboð til þess og um leið og ég horfi til baka með þakk­læti og kannski smá trega á liðið ár, get ég ekki beðið eftir því næsta því það mun von­andi færa okkur mörg ný tæki­færi til sam­stöðu um fram­farir og jafn­rétti öllum til handa.

Höf­undur er vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit