Nýjar sögur á nýju ári

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að það sé okkar að spinna nýjan söguþráð með hagsmuni allra að leiðarljósi. Krafan um velsæld sé grundvallarkrafa sem skili auknum framförum og velferð fyrir okkur öll.

Auglýsing

Sögur hafa fylgt mann­kyn­inu frá örófi alda og þær fylgja okkur sjálfum út ævina. Við segjum sögur til að reyna að skilja heim­inn, að koma reglu á óreið­una og búa til teng­ing­ar. Og við segjum sög­ur, til að auka sam­kennd og skiln­ing gagn­vart öðru fólki og þeirra aðstæð­um.

Stundum eru sög­urnar sem við segjum of ein­faldar og þessar sögur geta ýtt undir for­dóma og stuðlað að sundr­ung. Það hefur alvar­legar afleið­ingar fyrir sam­fé­lagið ef þess­konar sögur ná und­ir­tökum í umræð­unni. Þetta er ekki nýr sann­leik­ur, eins og hag­fræð­ing­ur­inn Mari­ana Mazzucato hefur bent á. Sög­urnar sem við segjum um hvernig verð­mætin eru sköpuð eru að stórum hluta ekk­ert annað en mýt­ur, eins og hún færir rök fyrir í skrifum sín­um.

Þeir sem segja sög­urnar stjórna heim­in­um. Á nýju ári þurfum við að end­ur­hugsa hvaðan hinn raun­veru­legi auður kemur og hvernig við sem sam­fé­lag eigum að skipta hon­um. Saman þurfum við að semja nýja sögu fyrir fram­tíð­ina.

Auglýsing

Gamlar tuggur sem við­halda ójöfn­uði

Það hefur ekki verið neinn skortur á sögum sem sagðar hafa verið í heims­far­aldr­in­um. Þau sem telja að sér­hags­munir eigi að ganga framar sam­eig­in­legum hags­munum lands­manna hafa farið mik­inn til að tryggja sína stöðu og segja ein­faldar sög­ur, sögur sem eiga við engin rök að styðj­ast.

Ein af lífseig­ari sög­unum er að einka­væð­ing og útvistun verk­efna í heil­brigð­is­þjón­ustu muni leysa þann vanda sem heil­brigð­is­kerfið okkar stendur frammi fyr­ir. Í þeim sögum hefur ekk­ert til­lit verið tekið til þess að kerfið hefur verið veru­lega van­fjár­magnað síð­ustu ár. Ekki er minnst á stór­aukið álag vegna heims­far­ald­ur­ins eða rann­sóknir sem hafa sýnt nei­kvæð áhrif arð­sem­is­kröfu á þjón­ustu, laun og starfs­að­stæður fólks­ins sem veitir þjón­ust­una.

Nú í aðdrag­anda kjara­samn­inga er okkur enn einu sinni sagt að atvinnu­rek­endur geti ekki staðið undir launa­hækk­un­um. Það kann að hljóma kunn­ug­lega enda er þetta sama gamla tuggan sem við heyrum úr þeirri átt í hvert ein­asta skipti sem kemur að því að end­ur­nýja kjara­samn­inga, algjör­lega óháð því hvernig árar. Það er útaf fyrir sig merki­legt að enn sé tekið mark á því enda sýnir reynslan okkur að síð­ast­liðin 30 ár hafa kjara­samn­ingar bæði aukið vel­sæld og stuðlað að stöð­ug­leika.

Enn önnur sagan teng­ist mýt­unni um að stjórn­völd eigi að hafa sem minnst afskipti af mark­aðnum og raunar lífi fólks almennt. Það er í raun óskilj­an­legt að þess­ari sögu hafi ekki verið kastað í sjó­inn þegar bank­arnir hrundu árið 2008. Fyrir þau sem ekki lærðu af reynsl­unni í hrun­inu má nefna önnur dæmi þar sem stjórn­völd verða að vera í aðal­hlut­verki, svo sem til að bregð­ast við áskor­unum tengdum heims­far­aldr­in­um, ham­fara­hlýn­un, tækni­breyt­ing­um, nýsköpun og auknum ójöfn­uði. Mark­að­ur­inn er ekki töfra­lausn á öllum vanda eins og flest ættu að vera farin að sjá.

Nú hefur sprottið upp ný saga sem hefur verið end­ur­tekin und­an­farnar vikur og mán­uði með mis­mun­andi til­brigð­um. Þessi nýja saga gengur út á að alltof mörg starfi hjá hinu opin­bera og hversu ótrú­lega há laun þetta fólk fái. Eins og með aðrar sögur úr svip­aðri átt sýna allar tölur að þetta er upp­spuni. Fjöldi opin­berra starfs­manna hefur hald­ist í hendur við fjölgun þjóð­ar­innar und­an­farin ár og laun eru hæst á almennum vinnu­mark­aði en ekki opin­ber­um.

Sögur hafa áhrif. Líka þær sem eru rang­ar, eins og dæmin hér að ofan sýna. Sögur sem þessar hafa til dæmis leitt til þess að skattar hafa verið lækk­aðir á þá rík­ustu á sama tíma og gerðar eru aðhalds- og nið­ur­skurð­ar­kröfur til mik­il­vægra stofn­ana í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu og mennta­kerf­inu með aug­ljósum nei­kvæðum áhrifum á þjón­ust­una og þau sem þar starfa. Þetta eru stofn­anir sem hafa verið í auga storms­ins í far­aldr­inum en samt er þörfum þeirra ekki sýndur skiln­ing­ur.

Sögur sem þessar ýta einnig undir það við­horf að ekki megi jafna laun milli mark­aða eða leið­rétta laun starf­stétta sem hafa búið við ára­langt mis­rétti vegna þess að rangt var metið í upp­hafi. Laun kvenna­stétta í dag byggja á kerf­is­bundnu og sögu­legu mis­rétti. Þegar atvinnu­þátt­taka kvenna jókst á síð­ari helm­ing 20. ald­ar­innar var það oft í lág­launa- og þjón­ustu­störfum sem áður var sinnt innan veggja heim­il­is­ins, og fólk sagði sér að þessi störf væru lít­ils virði.

Allar þessar sög­ur, þessar gömlu tugg­ur, ýta undir það við­horf að hver ein­stak­lingur beri sjálfur ábyrgð á því að ná endum saman og það sé engum um að kenna nema þeim sjálfum ef ekki er til pen­ingur fyrir mat, þaki yfir höf­uðið eða kulda­skóm á barn­ið. Þetta er rangt. Það er á ábyrgð sam­fé­lags­ins að tryggja vel­ferð og það ætti að vera nýja sagan sem við semjum saman á nýju ári.

Semjum saman nýja sögu fyrir fram­tíð­ina

Eins og oft ger­ist þegar á móti blæs höfum við öll hugsað mikið um hvað það er sem skiptir okkur raun­veru­legu máli. Ef taka á mið af meg­in­á­herslum kjós­enda í aðdrag­anda þing­kosn­inga á árinu sem nú er að líða er heilsan okkur efst í huga. Öll viljum við eiga mögu­leika á að sækja okkur heil­brigð­is­þjón­ustu óháð því hvar við búum eða hvað við höfum í laun. Einnig er skýr krafa kjós­enda um jöfnuð og að fólk nái endum sam­an, enda sýnir fjöldi rann­sókna að Íslend­ingar telja að ójöfn­uður í sam­fé­lag­inu sé mun meiri en hægt er að búa við.

Sögum um kvíða og streitu sem herjar á fólk vegna óvissunn­ar, sótt­kvíar og veik­inda sem fylgja útbreiðslu far­ald­urs­ins og of miklu álagi í vinnu eða heima fyrir fer fjölg­andi. Það hefur lík­lega aldrei verið jafn­ljóst að það er for­gangs­verk­efni að stuðla að því að öllum líði vel og búi við nægi­legan stuðn­ing. Þar skipta fyr­ir­byggj­andi aðgerðir mestu máli. Við verðum að ráð­ast í slíkar aðgerðir á vinnu­stöð­um, í skóla­kerf­inu og í vel­ferð­ar­kerf­inu.

Sagan um stytt­ingu vinnu­vik­unnar á Íslandi vakti heims­at­hygli hér á árinu. Við sem hér búum vitum að hún er enn verk í vinnslu á sumum vinnu­stöðum en það er ljóst að stytt­ingin hefur vakið athygli og vonir um breyt­ingar á vinnu­mark­aði til góðs fyrir launa­fólk. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er liður í að skapa vinnu­markað fram­tíð­ar­innar með nýrri nálgun á hvernig við högum okkar dag­lega lífi, hversu miklum tíma við verjum í vinnu og hversu mik­inn tíma við höfum fyrir okkur sjálf og fjöl­skyldu okk­ar.

Semjum saman nýja sögu fyrir fram­tíð­ina á nýju ári. Sögu sem snýst um fólkið í land­inu. Það er okkar að spinna sögu­þráð­inn með hags­muni allra að leið­ar­ljósi. Krafan um vel­sæld er grund­vall­ar­krafa sem skilar auknum fram­förum og vel­ferð fyrir okkur öll. Hvernig við deilum gæð­unum hverju sinni, hvort heldur sem er í gegnum kjara­samn­inga eða stuðn­ing stjórn­valda, á að snú­ast um að fólk nái endum sam­an, eigi öruggt heim­ili og búi við lífs­skil­yrði og starfs­um­hverfi sem tryggir þeim og fjöl­skyldum þeirra góða heilsu og gott líf.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit