Reykjavík 2021

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir hér upp árið 2021.

Auglýsing

Síð­asta heila ár þessa kjör­tíma­bils er eft­ir­minni­legt. Borg­ar­stjórn­ar­fundir geta verið 12 tíma lang­ir. Borg­ar­full­trúar eru 23 og flokk­arnir 8. Við Sjálf­stæð­is­menn lögðum fram fjöl­margar til­lögur sem flestar voru felld­ar, en ein­staka til­lögur fengu þó braut­ar­gengi. Stundum sjá menn ljós­ið.

Á árinu voru teknar í notkun fyrstu „snjöllu gang­braut­irn­ar“, en þær lýsa upp þá sem ganga yfir þá líkt og á sviði. Ljósin kvikna þegar gengið er yfir. Þessi tækni eykur öryggi þeirra sem ganga yfir á ein­faldan hátt. Við lögðum þetta til vorið 2019 og það var sam­þykkt sam­hljóða í borg­ar­stjórn. Nú eru fyrstu ljósin komin upp og sjá má dæmi um það á nýrri gang­braut milli Mela­skóla og Haga­skóla. Annað lítið dæmi um hug­mynd sem ekki var slegin af borð­inu er til­laga um bætt aðgengi að strönd­inni vest­ast í vest­ur­bæn­um. Strand­lengjan við Ána­naust og Eiðs­granda er meira en kíló­meter að lengd. Hún er með miklum sjó­varn­ar­garði, en aðgengi fólks að sjónum og fal­legu útsýn­inu er lítið og erfitt yfir­ferð­ar. Við erum borgin við sund­in, en þessi strönd hefur verið óað­gengi­leg fólki um nokkurn tíma. Ég lagði til í skipu­lags­ráði að þetta yrði bætt og sam­þykkt var að vinna að því. Þegar komið er niður fyrir varn­ar­garð­inn blasir við fal­leg sjáv­ar­sýn og kyrrð. Sól­ar­lagið er fal­legt á sum­ar­kvöldum á þessum stað. Í Lissa­bon er aðgengi að sjónum víða stallað í bergi sem flæðir að við sjáv­ar­flóð út á fjöru. Það færi vel að hafa slíkan stað við Ána­naust. Þó átök séu lík­leg­ust til að rata í fjöl­miðla eru mér ekki síður eft­ir­minni­leg þau mál sem ná að miða okkur áfram í átt að betri borg.

Breyt­ingar í borg­inni

Í síð­ustu kosn­ingum náðum við því mark­miði að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn yrði stærsti flokk­ur­inn í borg­inni á ný, en hann hafði ekki verið það frá því 2006. Hitt mark­miðið sem var að fella meiri­hlut­ann tók­st, en mörgum að óvörum tók Við­reisn saman við Sam­fylk­ing­una um sam­starf. Við höfum leitt stjórn­ar­and­stöð­una með mál­efna­legri gagn­rýni en líka með upp­byggi­legum til­lög­um. Á síð­asta fundi borg­ar­stjórnar lögðum við til form­legan sam­ráðs­vett­vang borg­ar­innar við aðila vinnu­mark­að­ar­ins um hús­næð­is- og sam­göngu­mál. Ljóst er að næstu kjara­samn­ingar munu snú­ast um kaup­mátt og verð­bólgu. Hús­næði er þar mjög stórt atriði, enda hefur hús­næð­is­verð verið drif­kraftur verð­bólg­unnar á kjör­tíma­bil­inu. Leiðin út úr höfr­unga­hlaup­inu er fólgin í því að tryggja nægt fram­boð af bygg­ing­ar­lóð­um. Það er sú leið sem við höfum bent á. Sam­tök iðn­að­ar­ins og verka­lýðs­hreyf­ingin hafa tekið undir okkar sjónarmið. Seðla­bank­inn hefur jafn­framt bent á að brjóta þurfi nýtt land undir bygg­ingar og við­skipta­bank­arnir sáu sig knúna til að leið­rétta borg­ar­stjóra um lána­mál. Við vildum leiða þessi mál í form­legan far­veg í stað þess að borgin sé að munn­höggvast við aðila á mark­aði. Því miður var mál­inu vísað frá.

Auglýsing

Á árinu var farið að huga að næsta kjör­tíma­bili og kosn­ing­unum og þegar þetta er skrifað hefur borg­ar­stjóri ekki ákveðið hvort hann ætli að halda áfram. Umræða um mögu­legt próf­kjör fór snemma af stað hjá okkur Sjálf­stæð­is­mönnum og voru ýmsar útfærslur rædd­ar. Ég var eini fram­bjóð­and­inn fyrir síð­ustu kosn­ingar sem fór í gegnum próf­kjör. Öðrum var stillt upp á lista af kjör­nefnd. Ég var spurður um hvort ég ætl­aði áfram og svar­aði því til að ég gerði það að óbreyttu. Nú hef ég hins vegar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það sé best að láta þetta kjör­tíma­bil duga og kveð núna sáttur eftir eft­ir­minni­legan og við­burða­ríkan tíma. Framundan eru kosn­ingar þar sem kosið verður um breyt­ing­ar. Ég er viss um að borg­ar­búar vilji opna Reykja­vík og breyta um kúrs.

Reykja­vík 2050

Í lok árs­ins er við hæfi að horfa fram á við. Flest bendir til þess að Ísland verði áfram eft­ir­sóttur staður til að búa á og til að ferð­ast til. Ný mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar var birt núna í des­em­ber og nær hún til 2070. Sam­kvæmt mið­spánni verða Íslend­ingar 453 þús­und árið 2050. Það er fjölgun upp á 85 þús­und manns á 28 árum. Ef háspáin ræt­ist verða Íslend­ingar 538 þúsúnd árið 2050 og hefur þeim þá fjölgað um 170 þús­und. Rétt er að rifja upp að heild­ar­fjöldi á Íslandi var um 170 þús­und árið 1960.

Reykja­vík­ur­borg hefur gert ráð fyrir hóf­legri vexti en raunin hefur ver­ið. Van­metið þörf­ina fyrir hús­næði og sam­göngu­bæt­ur. Fyrstu vís­bend­ingar um þetta koma fram þegar fjölgun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er borin saman við fjölgun á lands­byggð­inni, en frá árinu 2019 hefur fimm ára með­al­tal verið hærra á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hærra hús­næð­is­verð er önnur vís­bend­ing, en skýrasta dæmið er þó minna fram­boð af hús­næði, en það hefur dreg­ist saman um 70% á síð­ustu tveimur árum. Ísland er bara eyja í land­fræði­legum skiln­ingi. Við erum hluti af EES-­svæð­inu, en þar búa 453 millj­ónir íbúa. Við erum með öðrum orðum innan við 0,1% af EES svæð­inu hvað mann­fjölda varð­ar. Á Íslandi eru laun með hæsta móti, kaup­máttur mik­ill og þjón­ustu góð. Sam­kvæmt lög­málum osmósunnar leitar vatnið þangað sem styrkur efna­blöndu er meiri. Það er með öðrum orðum lík­legt að fólk muni áfram leita hingað í leit að vinnu og fram­tíð. Síðan bæt­ist það við að fæð­ing­ar­tíðni á Íslandi er ein sú hæsta í Evr­ópu.

Nýsam­þykkt aðal­skipu­lag gildir til 2040. Þar er gert ráð fyrir frekar hóf­legum vexti og er gert ráð fyrir að byggðar verði 1 þús­und íbúðir á ári. Á árinu sem er að líða eru aðeins 450 lóðir afhent­ar. Það er langt undir við­miði borg­ar­innar sjálfr­ar. Þetta er meðal ann­ars vegna þess að ekki er byggt á nýju landi, en ein­göngu byggt á þétt­ing­ar­reitum sem taka langan tíma í þró­un. Borgin þarf að horfa lengra fram í tím­ann og skipu­leggja nýtt land til að vera sá val­kostur sem henni ber að vera. Ef við trúum því að það sé gott og öruggt að búa á Íslandi munum við sjá kröft­ugan vöxt. Þegar hús­næð­is­á­ætlun borg­ar­innar er skoðuð er ljóst að borgin er engan veg­inn til­búin að bregð­ast við slíkum vexti. Hér er því verk að vinna. Það sem þarf að gera er að skipu­leggja Keld­ur, Úlf­arsár­dal, BSÍ-reit­inn og Laug­ar­nestang­ann. Auk þess verða Ártúns­höfði og Skeifan mik­il­vægir þétt­ing­ar­reit­ir, en nýju svæðin sem við höfum lagt til að verði byggð eru lyk­il­at­riði til að ná jafn­vægi á mark­aði. Sama er að segja um sam­göng­urn­ar. Það er furðu­leg stað­reynd að Sunda­braut sé ekki inn á aðal­skipu­lag­inu eins og það er núna. Nýsam­þykkt.

Sunda­braut er arð­bær fram­kvæmd og jafn­framt talin fjár­hags­lega sjálf­bær. Þegar borin er saman bæt­ing umferðar í Ártúns­brekku vegna Sunda­brautar ann­ars vegar og borg­ar­línu hins vegar kemur í ljós að Sunda­braut bætir umferð í Ártúns­brekku 20X meira. Hún er því for­gangs­verk­efni sem þarf að koma á kortið og í gagn­ið. Reykja­vík er borgin við sund­in. Sunda­braut tengir tanga og nes og er hluti af hring­teng­ingu með Sæbraut. Í dag erum við með enga slíka teng­ingu. Madríd, London og París eru land­luktar borgir sem hafa hring­vegi í kringum sig svo fólk þurfi ekki að alltaf að aka í gegnum borg­irn­ar. Sunda­braut virkar eins og hring­teng­ing og léttir á álag­inu.

Sumir segja að það sé langt í að sjálf­keyr­andi bílar verði að veru­leika. Tíu ár segja sum­ir. En tíu ár er mjög stuttur tími í borg­ar­þró­un. Nú er einmitt rétti tím­inn til að und­ir­búa borg­ina undir fram­tíð­ina. Á sama hátt og við vorum fljót að til­einka okkur nýja fjar­skipta­tækni eigum við að til­einka okkur nýja sam­göngu­tækni. Orku­skipti eru að verða að veru­leika í bílum og síðan flug­vélum og bát­um. Þessi þróun verður hrað­ari á Íslandi en í flestum öðrum lönd­um. Á sama tíma er sjálf­virkni­væð­ing sem mun lækka kostnað í sam­göng­um, en jafn­framt létta á umferð og bæta öryggi. Þetta er ekk­ert minna en bylt­ing. Almenn­ings­sam­göngur fram­tíð­ar­innar verða fjöl­breyttar og snjall­ar. Þær verða sjálf­virkar og aðeins og hluta til línu­leg­ar.

Gleði­legt nýtt ár.

Höf­undur er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit