Stóru málin leysa sig ekki sjálf

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru í íslensku efnahagslífi.

Auglýsing

Það hefur verið lyg­inni lík­ast að fylgj­ast með end­ur­reisn og upp­gangi íslensk efna­hags­lífs á und­an­förnum árum. Okkur hefur í sam­ein­ingu tek­ist að vinna okkur hratt upp úr djúpri lægð árin eftir hrun, eitt­hvað sem fáir sáu fyrir að myndi takast á jafn­skömmum tíma. Að sama skapi hefur við­var­andi efna­hags­upp­gangur síð­ustu ára gert það að verkum að efna­hagur lands­manna hefur aldrei verið traust­ari. Kaup­máttur launa hefur aldrei verið meiri, hrein eign erlendis er í fyrsta sinn jákvæð, atvinnu­leysi hverf­andi og þrátt fyrir sterka krónu og mik­inn kaup­mátt er enn afgangur af við­skiptum okkar við útlönd. Þessu ber að halda til haga í árs­lok.

Rík­is­sjóður hefur ekki farið var­hluta af þessum upp­gangi. Frá árinu 2009 hafa tekjur rík­is­sjóðs á hvern Íslend­ing vaxið um 43% að raun­virði. Er það útgjalda­vöxtur upp á meira en 2,5 millj­ónir króna á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Þessi tekju­auki rík­is­sjóðs hefur þó að mjög tak­mörk­uðu leyti gengið upp í þær skuldir sem rík­is­sjóður safn­aði árin á und­an. Þess í stað hafa útgjöld rík­is­sjóðs vaxið svo hratt að hverf­andi afgangur hefur verið af rekstri rík­is­sjóðs. Á næsta ári er gert ráð fyrir mestu frum­tekjum sög­unnar en ein­ungis 25 ma.kr. afgangi. Skuldir rík­is­sjóðs verða áfram meiri en þær voru á haust­mán­uðum 2008. 

Þrátt fyrir góða stöðu íslenska hag­kerf­is­ins er því full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu rík­is­sjóðs. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að útgjöld eru treg­breyt­an­legri en tekj­ur. Lítið má út því út af bregða á tekju­hlið­inni til þess að skulda­söfnun hefj­ist á ný. Ekki er val­mögu­leiki að hækka skatta frekar en skatta­hækk­anir eft­ir­hrunsár­anna standa flestar óhreyfðar og er skatt­heimta hins opin­bera á Íslandi ein sú mesta með­al OECD ríkja. Það eru því von­brigði að sjá að í fjár­laga­frum­varpi fyrir 2018 er gert ráð fyrir áfram­hald­andi útgjalda­aukn­ingu og frek­ari skatta­hækk­un­um. Hag­sveiflu­leið­réttur afgangur dregst saman og munu rík­is­fjár­málin auka þenslu fjórða árið í röð. 

Auglýsing

Sveita­stjórn­ar­kosn­ingar

Kosn­ingar til sveita­stjórna eru fyrir dyrum á kom­andi ári. Líkt og með rík­is­fjár­málin þá er mik­il­vægt efna­hags­legum stöð­ug­leika að sleg­inn verði ábyrgur tónn í aðdrag­anda kosn­inga. Sveita­stjórn­ar­stigið hefur um langa hríð átt í miklum fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Eru von­brigði að sjá að mörg sveit­ar­fé­lög hafa ekki náð að rétt almenni­lega úr kútnum í þess­ari lengstu upp­sveiflu Íslands­sög­unn­ar. Það er sér­stakt áhyggju­efni að stærsta sveit­ar­fé­lag­ið, Reykja­vík, hugi á stór­tækar lán­tökur á kom­andi ári. Við erum nú lík­lega að toppa núver­andi upp­sveiflu og er því ekki boð­legt að stærsta sveit­ar­fé­lagið geti ekki fjár­magnað sig án þess að auka skuldir nú þegar tekju­stofnar eru þand­ir. Auk þess að velta kostn­aði á kyn­slóðir fram­tíðar þá er skuld­sett útgjalda­aukn­ing hins opin­bera síst til þess fallin að halda aftur af þenslu og tryggja hér stöð­ug­leika.

Áskor­anir á vinnu­mark­aði

Kjara­samn­ingar næstu miss­era munu hafa afger­andi áhrif á efna­hags­lega umgjörð atvinnu­lífs og heim­ila. Nið­ur­stöður þeirra munu ákvarða hvort hér á landi verður stöð­ug­leiki eða ekki. Það er á­byrgð­ar­hlut­i ­sem atvinnu­rek­end­ur, hið opin­bera og við­semj­endur þeirra standa frammi fyr­ir. 

Launa­hækk­anir umfram getu efna­hags­lífs­ins valda verð­bólgu. Frek­ari skerð­ing en þegar er orðin á sam­keppn­is­stöðu atvinnu­lífs­ins, vegna mik­illar hækk­unar launa­kostn­aðar und­an­farin ár og styrk­ingar krón­unn­ar, er ekki sjálf­bær, stuðlar að við­skipta­halla og erlendri skulda­söfn­un. Það gerð­ist síð­ast á upp­gangs­ár­unum 2004-2007 og hefur ítrekað gerst á árum áður. Ójafn­vægið leið­rétt­ist ávallt með geng­is­falli krón­unn­ar, verð­bólgu og rýrnun lífs­kjara. Þessi leið er full­reynd og finna má mýmörg dæmi um hana í hag­sögu Íslands.

Und­ir­staða lífs­kjara fólks er góð sam­keppn­is­staða útflutn­ings­greina og upp­bygg­ing kaup­máttar launa þar sem saman fer jafn­vægi inn­an­lands og í við­skiptum við útlönd. Þannig má forð­ast efna­hags­skelli for­tíð­ar.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiÁlit