Stóru málin leysa sig ekki sjálf

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru í íslensku efnahagslífi.

Auglýsing

Það hefur verið lyg­inni lík­ast að fylgj­ast með end­ur­reisn og upp­gangi íslensk efna­hags­lífs á und­an­förnum árum. Okkur hefur í sam­ein­ingu tek­ist að vinna okkur hratt upp úr djúpri lægð árin eftir hrun, eitt­hvað sem fáir sáu fyrir að myndi takast á jafn­skömmum tíma. Að sama skapi hefur við­var­andi efna­hags­upp­gangur síð­ustu ára gert það að verkum að efna­hagur lands­manna hefur aldrei verið traust­ari. Kaup­máttur launa hefur aldrei verið meiri, hrein eign erlendis er í fyrsta sinn jákvæð, atvinnu­leysi hverf­andi og þrátt fyrir sterka krónu og mik­inn kaup­mátt er enn afgangur af við­skiptum okkar við útlönd. Þessu ber að halda til haga í árs­lok.

Rík­is­sjóður hefur ekki farið var­hluta af þessum upp­gangi. Frá árinu 2009 hafa tekjur rík­is­sjóðs á hvern Íslend­ing vaxið um 43% að raun­virði. Er það útgjalda­vöxtur upp á meira en 2,5 millj­ónir króna á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Þessi tekju­auki rík­is­sjóðs hefur þó að mjög tak­mörk­uðu leyti gengið upp í þær skuldir sem rík­is­sjóður safn­aði árin á und­an. Þess í stað hafa útgjöld rík­is­sjóðs vaxið svo hratt að hverf­andi afgangur hefur verið af rekstri rík­is­sjóðs. Á næsta ári er gert ráð fyrir mestu frum­tekjum sög­unnar en ein­ungis 25 ma.kr. afgangi. Skuldir rík­is­sjóðs verða áfram meiri en þær voru á haust­mán­uðum 2008. 

Þrátt fyrir góða stöðu íslenska hag­kerf­is­ins er því full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu rík­is­sjóðs. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að útgjöld eru treg­breyt­an­legri en tekj­ur. Lítið má út því út af bregða á tekju­hlið­inni til þess að skulda­söfnun hefj­ist á ný. Ekki er val­mögu­leiki að hækka skatta frekar en skatta­hækk­anir eft­ir­hrunsár­anna standa flestar óhreyfðar og er skatt­heimta hins opin­bera á Íslandi ein sú mesta með­al OECD ríkja. Það eru því von­brigði að sjá að í fjár­laga­frum­varpi fyrir 2018 er gert ráð fyrir áfram­hald­andi útgjalda­aukn­ingu og frek­ari skatta­hækk­un­um. Hag­sveiflu­leið­réttur afgangur dregst saman og munu rík­is­fjár­málin auka þenslu fjórða árið í röð. 

Auglýsing

Sveita­stjórn­ar­kosn­ingar

Kosn­ingar til sveita­stjórna eru fyrir dyrum á kom­andi ári. Líkt og með rík­is­fjár­málin þá er mik­il­vægt efna­hags­legum stöð­ug­leika að sleg­inn verði ábyrgur tónn í aðdrag­anda kosn­inga. Sveita­stjórn­ar­stigið hefur um langa hríð átt í miklum fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Eru von­brigði að sjá að mörg sveit­ar­fé­lög hafa ekki náð að rétt almenni­lega úr kútnum í þess­ari lengstu upp­sveiflu Íslands­sög­unn­ar. Það er sér­stakt áhyggju­efni að stærsta sveit­ar­fé­lag­ið, Reykja­vík, hugi á stór­tækar lán­tökur á kom­andi ári. Við erum nú lík­lega að toppa núver­andi upp­sveiflu og er því ekki boð­legt að stærsta sveit­ar­fé­lagið geti ekki fjár­magnað sig án þess að auka skuldir nú þegar tekju­stofnar eru þand­ir. Auk þess að velta kostn­aði á kyn­slóðir fram­tíðar þá er skuld­sett útgjalda­aukn­ing hins opin­bera síst til þess fallin að halda aftur af þenslu og tryggja hér stöð­ug­leika.

Áskor­anir á vinnu­mark­aði

Kjara­samn­ingar næstu miss­era munu hafa afger­andi áhrif á efna­hags­lega umgjörð atvinnu­lífs og heim­ila. Nið­ur­stöður þeirra munu ákvarða hvort hér á landi verður stöð­ug­leiki eða ekki. Það er á­byrgð­ar­hlut­i ­sem atvinnu­rek­end­ur, hið opin­bera og við­semj­endur þeirra standa frammi fyr­ir. 

Launa­hækk­anir umfram getu efna­hags­lífs­ins valda verð­bólgu. Frek­ari skerð­ing en þegar er orðin á sam­keppn­is­stöðu atvinnu­lífs­ins, vegna mik­illar hækk­unar launa­kostn­aðar und­an­farin ár og styrk­ingar krón­unn­ar, er ekki sjálf­bær, stuðlar að við­skipta­halla og erlendri skulda­söfn­un. Það gerð­ist síð­ast á upp­gangs­ár­unum 2004-2007 og hefur ítrekað gerst á árum áður. Ójafn­vægið leið­rétt­ist ávallt með geng­is­falli krón­unn­ar, verð­bólgu og rýrnun lífs­kjara. Þessi leið er full­reynd og finna má mýmörg dæmi um hana í hag­sögu Íslands.

Und­ir­staða lífs­kjara fólks er góð sam­keppn­is­staða útflutn­ings­greina og upp­bygg­ing kaup­máttar launa þar sem saman fer jafn­vægi inn­an­lands og í við­skiptum við útlönd. Þannig má forð­ast efna­hags­skelli for­tíð­ar.

Meira úr sama flokkiÁlit