Stóru málin leysa sig ekki sjálf

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru í íslensku efnahagslífi.

Auglýsing

Það hefur verið lyg­inni lík­ast að fylgj­ast með end­ur­reisn og upp­gangi íslensk efna­hags­lífs á und­an­förnum árum. Okkur hefur í sam­ein­ingu tek­ist að vinna okkur hratt upp úr djúpri lægð árin eftir hrun, eitt­hvað sem fáir sáu fyrir að myndi takast á jafn­skömmum tíma. Að sama skapi hefur við­var­andi efna­hags­upp­gangur síð­ustu ára gert það að verkum að efna­hagur lands­manna hefur aldrei verið traust­ari. Kaup­máttur launa hefur aldrei verið meiri, hrein eign erlendis er í fyrsta sinn jákvæð, atvinnu­leysi hverf­andi og þrátt fyrir sterka krónu og mik­inn kaup­mátt er enn afgangur af við­skiptum okkar við útlönd. Þessu ber að halda til haga í árs­lok.

Rík­is­sjóður hefur ekki farið var­hluta af þessum upp­gangi. Frá árinu 2009 hafa tekjur rík­is­sjóðs á hvern Íslend­ing vaxið um 43% að raun­virði. Er það útgjalda­vöxtur upp á meira en 2,5 millj­ónir króna á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Þessi tekju­auki rík­is­sjóðs hefur þó að mjög tak­mörk­uðu leyti gengið upp í þær skuldir sem rík­is­sjóður safn­aði árin á und­an. Þess í stað hafa útgjöld rík­is­sjóðs vaxið svo hratt að hverf­andi afgangur hefur verið af rekstri rík­is­sjóðs. Á næsta ári er gert ráð fyrir mestu frum­tekjum sög­unnar en ein­ungis 25 ma.kr. afgangi. Skuldir rík­is­sjóðs verða áfram meiri en þær voru á haust­mán­uðum 2008. 

Þrátt fyrir góða stöðu íslenska hag­kerf­is­ins er því full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu rík­is­sjóðs. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að útgjöld eru treg­breyt­an­legri en tekj­ur. Lítið má út því út af bregða á tekju­hlið­inni til þess að skulda­söfnun hefj­ist á ný. Ekki er val­mögu­leiki að hækka skatta frekar en skatta­hækk­anir eft­ir­hrunsár­anna standa flestar óhreyfðar og er skatt­heimta hins opin­bera á Íslandi ein sú mesta með­al OECD ríkja. Það eru því von­brigði að sjá að í fjár­laga­frum­varpi fyrir 2018 er gert ráð fyrir áfram­hald­andi útgjalda­aukn­ingu og frek­ari skatta­hækk­un­um. Hag­sveiflu­leið­réttur afgangur dregst saman og munu rík­is­fjár­málin auka þenslu fjórða árið í röð. 

Auglýsing

Sveita­stjórn­ar­kosn­ingar

Kosn­ingar til sveita­stjórna eru fyrir dyrum á kom­andi ári. Líkt og með rík­is­fjár­málin þá er mik­il­vægt efna­hags­legum stöð­ug­leika að sleg­inn verði ábyrgur tónn í aðdrag­anda kosn­inga. Sveita­stjórn­ar­stigið hefur um langa hríð átt í miklum fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Eru von­brigði að sjá að mörg sveit­ar­fé­lög hafa ekki náð að rétt almenni­lega úr kútnum í þess­ari lengstu upp­sveiflu Íslands­sög­unn­ar. Það er sér­stakt áhyggju­efni að stærsta sveit­ar­fé­lag­ið, Reykja­vík, hugi á stór­tækar lán­tökur á kom­andi ári. Við erum nú lík­lega að toppa núver­andi upp­sveiflu og er því ekki boð­legt að stærsta sveit­ar­fé­lagið geti ekki fjár­magnað sig án þess að auka skuldir nú þegar tekju­stofnar eru þand­ir. Auk þess að velta kostn­aði á kyn­slóðir fram­tíðar þá er skuld­sett útgjalda­aukn­ing hins opin­bera síst til þess fallin að halda aftur af þenslu og tryggja hér stöð­ug­leika.

Áskor­anir á vinnu­mark­aði

Kjara­samn­ingar næstu miss­era munu hafa afger­andi áhrif á efna­hags­lega umgjörð atvinnu­lífs og heim­ila. Nið­ur­stöður þeirra munu ákvarða hvort hér á landi verður stöð­ug­leiki eða ekki. Það er á­byrgð­ar­hlut­i ­sem atvinnu­rek­end­ur, hið opin­bera og við­semj­endur þeirra standa frammi fyr­ir. 

Launa­hækk­anir umfram getu efna­hags­lífs­ins valda verð­bólgu. Frek­ari skerð­ing en þegar er orðin á sam­keppn­is­stöðu atvinnu­lífs­ins, vegna mik­illar hækk­unar launa­kostn­aðar und­an­farin ár og styrk­ingar krón­unn­ar, er ekki sjálf­bær, stuðlar að við­skipta­halla og erlendri skulda­söfn­un. Það gerð­ist síð­ast á upp­gangs­ár­unum 2004-2007 og hefur ítrekað gerst á árum áður. Ójafn­vægið leið­rétt­ist ávallt með geng­is­falli krón­unn­ar, verð­bólgu og rýrnun lífs­kjara. Þessi leið er full­reynd og finna má mýmörg dæmi um hana í hag­sögu Íslands.

Und­ir­staða lífs­kjara fólks er góð sam­keppn­is­staða útflutn­ings­greina og upp­bygg­ing kaup­máttar launa þar sem saman fer jafn­vægi inn­an­lands og í við­skiptum við útlönd. Þannig má forð­ast efna­hags­skelli for­tíð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit