Auglýsing

Lands­rétt­ar­málið hefur tekið nýja beygju á síð­ustu dög­um. Nú liggur ekki bara fyrir að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra hafi brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga þegar hún vék frá hæfn­is­mati dóm­­nefndar um skipun 15 dóm­­ara í Lands­rétt, heldur virð­ist blasa við að ákvarð­anir hennar geti mögu­lega kostað íslenska ríkið feiki­lega háar fjár­hæð­ir.

Ást­ráður Har­alds­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem urðu báðir af dóm­ara­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­ar, stefndu rík­inu vegna þeirra. Þeir eru báðir starf­andi lög­menn og lögðu ekki fram nein gögn sem gátu sýnt fram á fjár­hagstjón vegna ákvörð­unar ráð­herra. Skorað var á þá fyrir dómi að leggja fram skatt­fram­töl og þar með upp­lýs­ingar um tekjur sínar þannig að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort þeir hefðu beðið „fjár­tjón vegna þeirra ákvarð­ana dóms­mála­ráð­herra sem um ræðir í mál­in­u“. Hvor­ugur þeirra gerði slíkt og þess vegna var íslenska ríkið sýknað af við­ur­kenn­ing­ar­kröfu um fjár­tjón.

Tveir aðrir menn sem voru á lista dóm­nefndar yfir þá sem átti að skipa dóm­ara höfð­uðu ekki mál. Annar þeirra, Jón Hösk­ulds­son hér­aðs­dóm­ari, hefur nú sent kröfu á íslenska ríkið þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Jón krefst þess að fá bætt mis­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­ara við Lands­rétt ann­ars vegar og hér­aðs­dóm­ara hins veg­ar. Jón krefst þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Ljóst er að krafa Jóns hleypur á tugum millj­óna króna. Lands­rétt­ar­dóm­arar fá 1,7 millj­ónir króna í laun á mán­uði en hér­aðs­dóm­arar 1,3 millj­ónir króna. Bara launa­mun­ur­inn er því um 280 þús­und á mán­uði, eða yfir 30 millj­ónir króna á níu árum.

Auglýsing

Jón verður ekki í neinum vand­ræðum með að sýna fram á fjár­tjón sitt. Laun hans eru opin­ber og ákvörðuð af kjara­ráði, alveg eins og laun dóm­ara við Lands­rétt.

Úr sjö­unda sæt­inu og út í kuld­ann

Þá stendur einn þeirra fjög­urra sem færðir voru af lista dóm­nefndar eft­ir, Eiríkur Jóns­son. Hann var tal­inn sjö­undi hæf­asti umsækj­and­inn af dóm­nefnd, en hlaut samt sem áður ekki náð fyrir augum Sig­ríðar Á. And­er­sen.

Þess í stað ákvað Sig­ríður að leggja til að meðal ann­ars Jón Finn­björns­son, sem lenti í 30. sæti á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar­inn­ar, yrði einn af þeim 15 sem skip­aðir verða í dóm­ara­emb­ætt­in. Í rök­stuðn­ingi sínum fyrir þess­ari, og fleiri, breyt­ingum á röðun umsækj­enda til­tók Sig­ríður að nið­ur­staða hennar væru sú að fleiri en þeir 15 sem dóm­nefndin hefði mælt með væru hæfir til að verða dóm­arar við Lands­rétt, og að hún teldi að dóm­ara­reynsla ætti að hafa meira vægi en nefndin hefði ákveð­ið.

Vanda­málið við þennan rök­stuðn­ing er að í 117 blað­síðna ítar­legri umsögn dóm­nefndar um umsækj­endur um emb­ætti 15 dóm­ara við Lands­rétt, sem er aðgengi­leg á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, er reynsla umsækj­enda af dóms­störfum meðal ann­ars borin sam­an. Þar kemur í ljós að þrír umsækj­endur sem lentu neðar en Eiríkur í heild­ar­hæfn­is­mati nefnd­ar­innar voru með minni dóm­ara­reynslu en hann, en röt­uðu samt sem áður inn á lista Sig­ríðar yfir þá sem hún vildi skipa í dóm­ara­sætin 15. Það er eina rann­sóknin sem gerð hefur verið á dóm­ara­reynslu í mál­inu.

Ofan á það hefur Hæsti­réttur Íslands síðan kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að dóms­mála­ráð­herra hafi brotið gegn stjórn­­­sýslu­lögum þegar hún vék frá hæfn­is­mati dóm­­nefndar um skipun 15 dóm­­ara í Lands­rétt. Rök­­stuðn­­ingur Sig­ríð­­ar, sem hún færði fyrir því að til­­­nefna ekki ofan­greinda fjóra menn, sem dóm­­nefnd hafði metið á meðal þeirra hæfustu, en skipa þess í stað fjóra aðra sem voru ekki jafn hæfir, er að mati Hæsta­réttar ekki nálægt því full­nægj­andi og upp­­­fyllir ekki lág­­marks­­kröfur sem til slíks eru gerð­­ar.

Það var því aldrei kannað almenn­i­­lega, né rök­­stutt með við­eig­andi hætti, hvort þeir fjórir sem Sig­ríður hand­­valdi til að sitja í rétt­inum í trássi við nið­­ur­­stöðu dóm­­nefndar væru hæf­­ari en hin­­ir. Hún sinnti ekki rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni heldur tók geð­þótta­á­kvörðun við umfangs­­mestu nýskipun dóm­­ara í Íslands­­­sög­unni.

Gríð­ar­legt fjár­hags­legt tjón

Eiríkur er pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands. Hann er fæddur árið 1977 og er því fer­tugur að aldri. Eiríkur á því um 27 ár eftir á vinnu­mark­aði miðað við hefð­bund­inn eft­ir­launa­ald­ur. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á heima­síðu félags pró­fess­ora ætti Eiríkur að vera með á bil­inu 659.683 til 727.572 krónur í mán­að­ar­laun. Það er um einni milljón króna frá þeim mán­að­ar­launum sem hann hefði haft sem dóm­ari við Lands­rétt. Bara launin sem Eiríkur verður af vegna ólög­mætrar ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra eru því um tólf millj­ónir á ári.

Eiríkur hefur ekki lagt fram kröfu á íslenska rík­ið. Ef hann myndi gera það, og honum yrði t.d. bætt tíu ára tekju­missi, þá myndi það þýða að fjár­tón vegna launa sem höfð voru af honum yrði um 120 millj­ónir króna. Ef honum yrði bætt 20 ára tekju­missi yrði sú tala 240 millj­ónir króna. Og svo fram­veg­is. Þá á eftir að taka til­lit til líf­eyr­is­greiðslna og ann­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­ara sem Eiríkur mun ekki fá vegna ólög­mætrar ákvörð­unar Sig­ríð­ar.

Og miska­bóta. Það er nefni­lega þannig að Hæsti­réttur komst að þeirra nið­ur­stöðu að Ást­ráður og Jóhannes Rúnar ættu að fá miska­bætur frá rík­inu. Auk þess var íslenska rík­inu gert að greiða allan máls­kostnað í máli þeirra, og þyrfti því vænt­an­lega að gera slíkt hið sama færi mögu­leg skaða- og miska­bótakrafa Eiríks fyrir dóm­stóla.

Sam­an­dregið getur fjár­hags­legt tjón af ólög­mætri ákvörðun Sig­ríðar Á. And­er­sen í Lands­rétt­ar­mál­inu því hlaupið á hund­ruðum millj­ónum króna.

Við­búin við­brögð

Því var spáð á þessum vett­vangi að við­brögð sitj­andi stjórn­valda yrðu þau að nið­ur­staða Hæsta­réttar myndi ekki hafa áhrif á setu Sig­ríðar í rík­is­stjórn. Það reynd­ist rétt mat og reynt er að láta eins og að krafa um slíkt sé bein­línis fjar­stæðu­kennd.

Samt á að taka nið­ur­stöðu Hæsta­réttar „mjög alvar­lega“ og „gaum­gæfa“ hana og „læra af þess­­ari nið­­ur­­stöðu til að svona mál end­­ur­taki sig ekki“, án þess þó að útskýrt sé hvað það þýði nákvæm­lega. Enda oft erfitt að lag­færa skaða sem þegar er búið að valda. Dóms­mála­ráð­herra er auð­vitað með „fullt traust“ frá for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og „allt of langt geng­ið“ er að krefj­ast afsagnar hennar að mati sjálf­skip­aðs lög­fræði­legs yfir­valds flokks­ins.

Í júní 2017 skrif­uðu Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra, og Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, nú heil­brigð­is­ráð­herra, grein á vef Vinstri grænna sem fjall­aði meðal ann­ars um Lands­rétt­ar­mál­ið. Þar stóð: „Upp­­­­­nám milli­­­­­dóm­­­stigs­ins er nú algjört, á ábyrgð dóms­­­mála­ráð­herr­ans og rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar all­r­­­ar. Enn er ekki séð fyrir end­an á mála­­­lyktum þessa og gæti svo farið að Lands­­­réttur yrði að glíma við van­­­traust og skort á trú­verð­ug­­­leika um ára­bil.“

Nú segir Katrín hins vegar að hún telji að málið rýri ekki traust almenn­ings til Lands­rétt­ar. Í við­tali við RÚV segir for­sæt­is­ráð­herra: „Það er auð­vitað ekki heppi­leg byrjun en ég vænti þess að þetta eigi ekki endi­lega að hafa áhrif á traustið á dóm­stól­inn sem slík­an.“

Þetta er ansi skörp U-beygja á örfáum mán­uð­um.

Hvað er ásætt­an­legur kostn­aður við ráð­herra?

Ólög­mæt geð­þótta­á­kvörðun dóms­mála­ráð­herra er að verða ansi kostn­að­ar­söm. Hún hefur aug­ljós­lega dregið úr trausti á dóms­kerf­inu í heild og sér­stak­lega nýju milli­dóm­stigi.

Hún seg­ist vera efn­is­lega ósam­mála nið­ur­stöðu Hæsta­réttar og að hún muni setja nýjar reglur sem heim­ila frekar svona fúsk. Ráð­herr­ann hefur ekki sýnt snefil af auð­mýkt heldur komið fram af miklum hroka. Það van­traust sem er til staðar gagn­vart dóms­kerf­inu vegna ákvarð­ana hennar mun því áfram vaxa á meðan ráð­herra sem við­hefur slíka stjórn­sýslu, og virð­ist ekki sjá neitt athuga­vert við það, situr við völd.

Póli­tískt hefur fram­ganga Sig­ríðar Á. And­er­sen verið mjög kostn­að­ar­söm fyrir þá flokka sem setið hafa með Sjálf­stæð­is­flokknum í rík­is­stjórn á þessu ári. Fyrst fyrir Við­reisn og Bjarta fram­tíð, sem stillt var upp við vegg í einka­sam­tölum í mál­inu og sagt að það þyrfti að fara í gegn til að rík­is­stjórn flokk­anna þriggja myndi lifa af. Báðir flokkar kyngdu þessu og reyndu meira að segja að rök­styðja ákvörðun sína með fjar­stæðu­kenndum rökum sem stóð­ust enga nán­ari skoð­un. Það er krist­al­tært að fram­ganga Bjartrar fram­tíðar í Lands­rétt­ar­mál­inu spil­aði stóra rullu í því að sá flokkur þurrk­að­ist nán­ast út í síð­ustu kosn­ing­um. Og fram­ganga Við­reisnar hafði bein áhrif á þá fækkun þing­manna sem sá flokkur varð fyr­ir.

Nú er gengið á póli­tíska inn­eign Vinstri grænna í mál­inu. Þing­menn flokks­ins, sumir hverjir nokk­urs konar sjálf­skip­aðir heilagir sið­ferð­is­vitar þjóð­ar­innar á und­an­förnum árum, stíga nú fram hver á fætur öðrum og verja það að Sig­ríður sitji áfram sem dóms­mála­ráð­herra. Ansi margir flokks­menn Vinstri grænna rifja nú upp orð Drífu Snædal, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra flokks­ins og lyk­il­mann­eskju í upp­bygg­ingu hans, þegar hún sagði sig úr honum vegna stjórn­ar­sam­starfs­ins við Sjálf­stæð­is­flokk. Drífa sagði óum­flýj­an­legt að Vinstri græn myndu verða í þeirri stöðu að verja sam­starfs­flokk­inn og mörkin myndu sífellt fær­ast til í sam­starf­inu líkt og í ofbeld­is­sam­bandi. „Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo leng­i,“ sagði Drífa.

Og þá er ótal­inn sá kostn­aður sem íslenska ríkið þarf lík­ast til að leggja út í í bein­hörðum pen­ingum vegna ákvörð­unar Sig­ríðar Á. And­er­sen. Þ.e. greiddar miska­bætur og máls­kostn­aður og þær bætur sem nið­ur­staða Hæsta­réttar virð­ist benda til að Jón Hösk­ulds­son og Eiríkur Jóns­son eigi mögu­lega rétt á. Bætur sem gætu hlaupið á hund­ruðum millj­óna króna.

Eftir stendur því spurn­ing­in: Hvað má einn ráð­herra kosta án þess að það hafi neinar afleið­ingar fyrir hann?

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari