Auðvitað má ráðherra brjóta lög, það er hluti af menningunni

Auglýsing

Nú liggur það fyrir að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra braut gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún vék frá hæfn­is­mati dóm­nefndar um skipun 15 dóm­ara í Lands­rétt. Þetta er nið­ur­staða Hæsta­réttar Íslands. Sú nið­ur­staða er afger­andi og hún er áfell­is­dómur yfir vald­níðslu ráð­herr­ans.

Rök­stuðn­ingur Sig­ríð­ar, sem hún færði fyrir því að til­nefna ekki fjóra menn sem dóm­nefnd hafði metið á meðal þeirra hæfustu, en skipa þess í stað fjóra aðra sem voru ekki jafn hæfir, er að mati Hæsta­réttar ekki nálægt því full­nægj­andi og upp­fyllir ekki lág­marks­kröfur sem til slíks eru gerð­ar.

Hvað þýðir það? Jú, það var ein­fald­lega aldrei kannað almenni­lega, né rök­stutt með við­eig­andi hætti, hvort þeir fjórir sem Sig­ríður hand­valdi til að sitja í rétt­inum í trássi við nið­ur­stöðu dóm­nefndar væru hæf­ari en hin­ir. Hún sinnti ekki rann­sókn­ar­skyldu sinni heldur tók geð­þótta­á­kvörðun við umfangs­mestu nýskipun dóm­ara í Íslands­sög­unni. Um er að ræða fúsk sem hefur þær alvar­legu afleið­ingar að traust á nýjan dóm­stól er lask­að. Þess utan hefur traust á allt dóms­kerfið beðið hnekki með því að hafa yfir sér dóms­mála­ráð­herra sem við­hefur stjórn­sýslu af þessu tagi.

Auglýsing

Við­brögð ráð­herr­ans, sem sett voru fram í frétt á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, eru út í hött. Þar talar hún eins og það sé nægj­an­legt að bregð­ast við nið­ur­stöðu Hæsta­réttar með „því að setja reglur innan dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins sem taka á því þegar ráð­herra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar til­lögur en þær sem hæf­is­nefnd leggur til við skipun dóm­ara.“

Þetta er ekki bara nið­ur­staða Hæsta­rétt­ar. Heldur ákvæði stjórn­sýslu­laga. Á Sig­ríði hvíldi skylda til að kynna sér málið almenni­lega, afla gagna og taka svo rétt­mæta ákvörðun líkt og rann­sókn­ar­regla stjórn­sýslu­laga kveður á um. Það gerði hún ekki. Þess í stað braut hún lög. Og við­bragð hennar við því er að breyta reglum svo að lög­brotið verði lög­legt næst þegar það verður framið.

Ráð­herrar mega ekki brjóta lög

Það er mjög mik­il­vægt að ráð­herrar brjóti ekki lög. Og ef þeir gera það þá eiga þeir að axla ábyrgð með við­eig­andi hætti. Allir aðrir þurfa að gera það þegar þeir brjóta lög. Mjög nauð­syn­legt er að þeir sem fara með valdið sýni skýrt for­dæmi.

Það er mun mik­il­væg­ara að traust ríki gagn­vart fram­kvæmd­ar­vald­inu en að nákvæm­lega þeir ein­stak­lingar sem sitji á ráð­herra­stólum hverju sinni, geri það. Með því að axla póli­tíska ábyrgð á ólög­mætum ákvörð­un­um, og segja af sér emb­ætti, þá taka ráð­herrar heild­ar­hags­muni fram yfir eigin og þá trú að þeir séu þannig yfir­burð­ar­fólk að þjóðin geti ekki verið án þeirra á valda­stóli. Með því eiga þeir líka frekar aft­ur­kvæmt í valda­stöður síðar meir ef eft­ir­spurn er eftir þeim.

Ögmundur Jón­a­s­­son átti að segja af sér þegar hann var inn­­an­­rík­­is­ráð­herra og braut jafn­rétt­islög þegar hann skip­aði sýslu­­mann á Húsa­vík. Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir átti líka að gera það þegar hún braut lög sam­kvæmt nið­ur­stöðu Hæsta­réttar sem umhverf­is­ráð­herra þegar hún synj­aði aðal­­­skipu­lagi Fló­a­hrepps stað­­fest­ing­­ar.

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, átti meira að segja að segja af sér þegar hún braut gegn ákvæði jafn­rétt­islaga þegar hún skip­aði karl í emb­ætti skrif­­stofu­­stjóra á skrif­­stofu stjórn­­­sýslu og þró­unar árið 2011.

Þegar Jóhanna varð upp­vís af sínu lög­broti í emb­ætti var hún spurð út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á þingi. Sá sem spurði sagði: „Stað­­reynd máls­ins er hins vegar sú að það blasir við allri þjóð­inni að for­­sæt­is­ráð­herra hlýtur að vera að íhuga afsögn vegna þessa máls.“ Síðar í ræðu við­kom­andi sagði hann: „Ábyrgðin er ráð­herr­ans.[...]Hann getur ekki tekið nið­­ur­­stöðu sér­­fræð­ing­anna athuga­­semda­­laust án allra fyr­ir­vara og lagt hana til grund­vallar nið­­ur­­stöðu í ráðn­­ing­­ar­­ferli eins og þessu og skotið sér síðan á bak við slíka nið­­ur­­stöðu þegar spurt er um póli­­tíska ábyrgð.“

Sá sem setti fram þetta mat var Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Mat hans var rétt. Það breytti því þó ekki að nokkrum árum síðar þegar Bjarni gerð­ist brot­legur við sama ákvæði jafn­rétt­islaga og Jóhanna þá fannst honum ekk­ert til­efni til afsagn­ar.

Og nú nota stuðn­ings­menn Sig­ríðar Á. And­er­sen það sem átyllu fyrir því að hún eigi að sitja áfram að aðrir ráð­herrar sem hafi framið lög­brot hafi ekki sagt af sér.

Með sömu rökum þarf aldrei að taka á neinu sem er að, svo lengi sem ein­hver annar hefur gert það slæma ein­hverju sinni áður. Og til verður eilífð­ar­vel mis­taka og óheil­inda.

Við­reisn og Björt fram­tíð kol­féllu á próf­inu

Þegar Lands­rétt­ar­málið kom upp í fyrra­vor var það próf­steinn fyrir þá tvo flokka sem mynd­uðu þá rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þeir kol­féllu á því prófi. Ekki endi­lega bara vegna þess að þeir hafi ákveðið að standa með ólög­legri máls­með­ferð Sig­ríðar Á. And­er­sen við val á dóm­ur­um, heldur vegna þeirra raka sem þeir beittu fyrir sig við afgreiðslu máls­ins. Einn þing­maður Við­reisnar ætl­aði ekki að gera athuga­semd vegna þess að honum fannst að lögin ættu að vera öðru­vísi en þau væru. Þáver­andi for­maður Bjartrar fram­tíðar sagði að hann væri ánægður með rök­stuðn­ing ráð­herr­ans, sem Hæsti­réttur hefur nú hafnað og sagt að hafi ekki upp­fyllt lág­marks­kröf­ur.

Þá gripu fjöl­margir þing­menn beggja flokka til kynja­sjón­ar­miða sem rök­stuðn­ings, þrátt fyrir að slík hafi ekki einu sinni verið hluti af rök­stuðn­ingi Sig­ríðar Á. And­er­sen fyrir breyttum lista. Þess utan fjallar Hæsti­réttur efn­is­lega um slík sjón­ar­mið í dómi sínum og vísar út í hafs­auga. Í dómi hans segir að sjón­ar­mið um jafna stöðu karla og kvenna hafi ekki getað komið til álita við veit­ingu ráð­herra á dóm­ara­emb­ætt­unum nema tveir eða fleiri umsækj­endur hefðu áður verið metnir jafn­hæfir til að gegna því. Ekki hafi verið um það að ræða í mál­inu.

Við blasti því að þorri þing­­manna þáver­andi stjórn­ar­flokk­a sem ákváðu að taka afstöðu í mál­inu höfðu ekk­ert kynnt sér það. Eða töl­uðu gegn betri sann­­fær­ingu. Erfitt er að sjá hvort sé verra.

Grafal­var­legt í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi

Sex dögum eftir að Alþingi sam­þykkti til­lögu Sig­ríðar Á. And­er­sen um skipan dóm­ara í Lands­rétt skrif­uðu tveir þing­menn Vinstri grænna grein á á vef flokks­ins.

Þar sögðu þeir að Sig­ríður hefði þver­brotið það ferli sáttar sem Ólöf Nor­dal, fyr­ir­renn­­ari hennar í starfi, hafði leitt fram varð­andi lagaum­­gjörð og inn­­­tak nýs milli­­­dóm­­stigs. Hún hefði gengið á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum máls­ins. „Upp­­­nám milli­­­dóm­­stigs­ins er nú algjört, á ábyrgð dóms­­mála­ráð­herr­ans og rík­­is­­stjórn­­­ar­innar all­r­­ar. Enn er ekki séð fyrir end­an á mála­­lyktum þessa og gæti svo farið að Lands­­réttur yrði að glíma við van­­traust og skort á trú­verð­ug­­leika um ára­bil.“

Þessir tveir þing­menn sögðu það grafal­var­legt í lýð­ræð­is­­sam­­fé­lagi að svo naumur meiri­hluti skuli fara fram með slíkum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opin­bera valds, dóms­­vald­ið, og skipan þess.

Þessir þing­menn voru Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­maður Vinstri grænna, og Svan­­dís Svav­­­ar­s­dótt­ir, þáver­andi þing­­flokks­­for­­maður flokks­ins. Þær sitja nú báðar í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Sig­ríði Á. And­er­sen.

Þess utan hafa margir liðs­menn/­stuðn­ings­menn Vinstri grænna nú tekið upp sömu rök­semd­ar­færslur og liðs­menn/­stuðn­ings­menn Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar beittu í vor. Nú, líkt og þá, ber mál­flutn­ing­ur­inn öll þess merki að við­kom­andi hafi ekki kynnt sér málið efn­is­lega. Að verki sé fyrst og síð­ast vilj­inn til að halda saman rík­is­stjórn í stað þess að takast á við þá nú ófrá­víkj­an­legu, og til­tölu­lega ein­földu, stað­reynd að dóms­mála­ráð­herra braut lög og mis­beitti valdi sín­u. 

Ekki hluti af menn­ing­unni að segja af sér

Dóms­mála­ráð­herra braut lög. Það er nú stað­fest með dómi Hæsta­rétt­ar. Fjórir dóm­arar sem munu setj­ast í Lands­rétt um ára­mót gera það ekki vegna lög­legrar og eðli­legrar máls­með­ferð­ar, heldur vegna órök­studdrar geð­þótta­á­kvörð­unar Sig­ríðar Á. And­er­sen. Vert er að taka fram að nær allir lög­fróðir menn sem rætt var við á þeim tíma sem hin ólög­lega ákvörðun var tekin voru sann­færðir um að hún stæð­ist ekki lög. 

Hvernig tekið verður á þess­ari stöðu verður próf­steinn á það hvernig Vinstri græn ætla að haga sér nú þegar flokk­ur­inn er sestur við völd. For­sæt­is­ráð­herra sagði í sjón­varps­þætti Kjarn­ans fyrir skemmstu að á Íslandi hafi „auð­vitað ekki verið mikil hefð fyrir því til að mynda að ráð­herrar segi af sér eða eitt­hvað slíkt. Það hefur ekki verið hluti af menn­ing­unni. Ég held að það sé mjög erfitt að breyta því yfir nótt. Svo maður segi það alveg hreint út.“

Það verður því að telj­ast ólík­legt að ólög­legt athæfi dóms­mála­ráð­herra muni leiða til þess að hún þurfi að axla eðli­lega póli­tíska ábyrgð. Hún hefur að minnsta kosti sjálf sagt að ekki komi til greina að segja af sér. Hún sé bara efn­is­lega ósam­mála nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Og þar með stjórn­sýslu­lögum.

Í aðdrag­anda síð­­­ustu tveggja kosn­­inga hafa framá­­menn í Vinstri grænum talað hver ofan í annan um spill­ingu, sið­­­ferði, póli­­tíska ábyrgð, afnám leynd­­­ar­hyggju og nauð­­syn þess að útrýma eigi frænd­hygli. Þáver­andi vara­for­maður flokks­ins sagði í pistli 31. maí að með athæfi sínu í Lands­rétt­ar­mál­inu hafi Sig­ríður Á. And­er­sen vegið að sjálf­stæði dóm­stóla og um væri að ræða aðför Sjálf­stæð­is­flokks að þeim.

Allt það tal virð­ist nú hljóm eitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari