Hver stóð vaktina þetta árið?

Sandra Bryndísardóttir Franks segir að með vísindin að vopni munum við ráða niðurlögum kórónuveirunnar en þörfin fyrir gott heilbrigðiskerfi verði enn við lýði.

Auglýsing

Ýmis­legt gekk á árinu. Kosn­ingar og Covid. Eld­gos og Euró­visjón. Blóð­merar og bit­mý. Næsta ár verður von­andi betra. Árið 2021 er ár heil­brigð­is­starfs­fólks. Aft­ur! Heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn var maður árs­ins í fyrra, og líka nú. Enn og aftur sér þjóðin hversu mik­il­vægt það er að búa að þeim mannauð sem býr í íslensku heil­brigð­is­starfs­fólki. Ítrekað sjáum við hvað opin­berir inn­viðir eru okkur mik­il­væg­ir. Hvort sem það er í heims­far­aldri eða þegar við eigum okkar við­kvæm­ustu stund­ir. Þá viljum við og þurfum á góðu og færu heil­brigð­is­starfs­fólki að halda.

Sein­þreytt til vand­ræða

Sjúkra­liðar eru þeir sem standa með ykkur þegar þið þurfið á okkur að halda. Við sinnum nær­hjúkrun og aðstoðum sjúk­linga við athafnir dag­legs lífs. Við virðum þarfir fólks og leggjum áherslu á að bæta líðan hvers og eins. Við erum bæði í nær­þjón­ust­unni og í fram­lín­unni. Árið í ár sýndi það vel.

Við erum með kol­legum okk­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, læknum og öðru heil­brigð­is­starfs­fólki uppi­staðan í hinu svoköll­uðu heil­brigð­is­kerfi. Við erum ekki hít, og við kvörtum ekki að ástæðu­lausu. Við erum sein­þreytt til vand­ræða enda erum við þjálfuð í að vera lausn­a­miðuð og að vinna undir álagi. Við viljum vel, sem end­ur­spegl­ast í þjón­ustu­við­horfi okk­ar. Við viljum að allir fái heil­brigð­is­þjón­ustu í sam­ræmi við þörf­ina hverju sinni.

Auglýsing

Mann­anna verk

Okkur finnst sjúkra­liða­starfið skipta máli. Okkur finnst það krefj­andi en jafn­framt afar gef­andi á sama tíma. En hvað vant­ar? Jú, það vantar fleiri sjúkra­liða til vinnu. Sjúkra­liða sem eru nú þegar til, þar sem um helm­ingur okkar sem útskrif­ast kýs að starfa við annað en fag­ið. Hinn marg­um­tal­aði mönn­un­ar­vandi er því ekki skortur á mennt­uðum sjúkra­lið­um, heldur skortur á fjár­magni og betri aðstæðum til vinnu.

Hinn kyn­skipti vinnu­mark­aður með sínum kyn­bundna launa­mun er mann­anna verk og við getum leyst þetta sam­an. En það ger­ist ekki af sjálfu sér. Stuðn­ingur og þrýst­ingur almenn­ings gagn­vart stjórn­völdum skiptir hér máli.

Sam­fé­lags­leg sam­staða

Við sem sinnum hjúkrun stöndum vaktir í Covid og höldum okkur til hlés í jólakúlum og sum­ar­búbblum, á sama tíma og aðrir í sam­fé­lag­inu ferð­ast um og njóta við­burða. Við erum reiðu­búin að standa vörð um heil­brigð­is­kerfið og höfum lagt okkar að mörk­um. Nú er komið að því að sam­fé­lagið standi með okk­ur.

Með vís­indin að vopni munum við ráða nið­ur­lögum þess­arar veiru. En þörfin fyrir gott heil­brigð­is­kerfi verður enn við lýði. Við munum enn veikj­ast og slasast, og ef við erum heppin fáum við að eldast, og þá er eins gott að ein­hver standi vakt­ina.

Höf­undur er for­maður Sjúkra­liða­fé­lags Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiÁlit