Aukin tækifæri í menntun og uppbygging innviða

Kristján Þórður Snæbjarnarson segir að við sem samfélag þurfum að nýta nýja árið til að rýna vel inn á við og byggja upp réttlátt samfélag með trausta innviði þar sem mannsæmandi laun eru greidd fyrir störfin.

Auglýsing

Árið 2021 hefur að mörgu leyti orðið allt öðru­vísi en mann grun­aði. Við bárum lík­lega flest miklar vænt­ingar til þess að geta átt eðli­legra líf í kjöl­far þess að við fengum fréttir af því í lok árs 2020 að bólu­setn­ingar voru að hefj­ast víðs­vegar um heim­inn og þar með að bar­áttan við vágest­inn sem hefur herjað á heims­byggð­ina var farin að ganga bet­ur. Okkur hefur tek­ist með miklum sam­taka­mætti sem sam­fé­lag að halda flestum þáttum sam­fé­lags­ins gang­andi og má skrifa þann árangur á mik­inn vilja fólks til bólu­setn­ing­ar. Án bólu­setn­inga værum við á allt öðrum stað í dag og hefðum lík­lega þurft að greiða miklu hærra gjald í bar­átt­unni. Síbreyti­leg veira herjar nú enn á okkur og af enn meiri þunga en áður. Sem betur fer veita bólu­efni vörn gegn alvar­legum veik­indum en við þurfum samt sem áður að leggja þó nokkuð mikið á okkur til að hamla útbreiðsl­unni.

Þrátt fyrir að okkur hafi gengið nokkuð vel í þess­ari bar­áttu þá er mér þó hugsað til sam­ferða­fólks okkar á jörð­inni sem ekki býr við jafn góðar aðstæður og okkur bjóð­ast hér á Íslandi. Fólk sem býr í fátæk­ari ríkjum heims stendur ber­skjaldað í þess­ari bar­áttu við veiruna. Það má segja að það sé áfell­is­dómur yfir rík­ari þjóðum heims að við höfum gleymt sam­stöð­unni sem þarf að ríkja á heims­vísu hvað varðar dreif­ingu bólu­efnis og þátt­töku í bólu­setn­ingu. Á meðan fjöl­mennar þjóð­ir, fátækar þjóð­ir, geta ekki byggt upp varn­ar­kerfi þá gefum við veirunni færi á að þró­ast enn frekar, stökk­breyt­ast og ná þannig að kom­ast hjá þeim vörnum sem við erum að byggja upp. Það er að sjálf­sögðu von okkar að veiran veik­ist og hún deyji út og það mjög fljót­lega en sam­staða á heims­vísu skiptir sköpum í þess­ari bar­áttu.

Á árinu sem er að líða höfum við séð fjölda áskor­ana í sam­fé­lag­inu. Hús­næð­is­málin hafa verið í brennid­epli á und­an­förnum árum. Skortur á íbúð­ar­hús­næði hefur verið við­var­andi vanda­mál of lengi. Lít­ill form­legur leigu­mark­aður hér á landi hefur auk þess gert það að verkum að oftar en ekki telur fólk það ekki val­kost að vera á leigu­mark­aði. Nú stöndum við frammi fyrir því að fast­eigna­verð hefur hækkað gríð­ar­lega á und­an­förnum miss­er­um. Leigu­verð hefur jafn­framt hækkað og við búum við hærri verð­bólgu en við áttum von á. Ástæður hærri verð­bólgu má finna fyrst og fremst í hækkun á vöru­verði vegna aðkeyptra aðfanga, erlendis frá, sem og að fast­eigna­verð hefur kynt undir verð­bólg­unni. Elds­neyt­is­verð hefur hækkað mjög að und­an­förnu sem telj­ast til áhrifa af heims­far­aldr­in­um.

Auglýsing

Því miður sjáum við ofan í þessa stöðu að vextir hafa hækkað tölu­vert á und­an­förnum mán­uð­um. Er það til­ætlun Seðla­banka Íslands að stuðla að lægri verð­bólgu með hækkun stýri­vaxta. Draga úr þenslu í sam­fé­lag­inu. Því miður virð­ist sem Seðla­bank­inn ætli að veðja fyrst og fremst á þennan þátt sem er lík­legt að muni jafn­framt ýta undir hækkun á verð­lagi ann­arra þátta. Að stemma stigu við hærra fast­eigna­verði og koma böndum á mark­að­inn hefði þurft að koma til miklu fyrr.

Nú þegar nýtt ár tekur við þá er auk þess gott að rifja það upp að all­flestir kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði renna út í lok árs­ins. Því er vinna hafin við und­ir­bún­ing að end­ur­nýjun kjara­samn­inga þar sem horft verður til þess­ara þátta sem skipta miklu máli. Að halda í kaup­mátt launa hér á landi mun skipta afar miklu máli en auk þess mun skipta sköpum að halda áfram þeirri veg­ferð að bæta stöðu fólks hvað varðar hús­næð­is­mál. Sam­fé­lagið þarf auk þess að umb­una launa­fólki fyrir þá menntun sem það hefur sótt sér. Launa­kjör iðn­mennt­aðs fólks þarf svo sann­ar­lega að bæta, þannig að launa­kjör haldi í við launa­skrið í sam­fé­lag­inu á und­an­förnum árum.

Við höfum lengi heyrt það hljóma, jafn­vel á bestu stöðum í sam­fé­lag­inu, að við þurfum að gera iðn- og tækni­námi hærra undir höfði í mennta­kerf­inu. Ég hef barist fyrir því um mjög langt skeið að gera hvað ég get til þess að auka aðsókn í nám­ið. Nú er svo komið að aðsókn hefur auk­ist veru­lega í iðn- og starfs­nám. Við viljum fá enn fleiri í grein­arnar okkar því þarna liggja mikil sókn­ar­færi fyrir sam­fé­lag­ið. Nú biðlum við til stjórn­valda að tryggja raun­veru­lega bætt aðgengi í iðn- og tækni­nám þannig að mögu­legt verði að fjölga á vinnu­mark­aði.

Nýverið kynnti Hag­stofa Íslands færnispá sína fyrir árin 2021 – 2035. Gert er ráð fyrir að fjölgun á vinnu­mark­aði verði um 36 þús­und manns. Það sem veldur hins vegar miklum áhyggjum er að Hag­stofan áætlar að mest fjöglun verði í fjár­mála- og vátrygg­ing­ar­starf­semi, eða sem nemur 99% aukn­ing. Aukn­ing í bygg­inga- og mann­virkja­gerð er áætluð upp á tæp 20%. Hvernig er áætlun sem þessi gerð? Ætlum við að stefna aftur á sama stað og fyrir rúmum ára­tug? Sam­fé­lagið verður að taka krappa beygju nú þegar og sækja á mið tækni­þró­un­ar, nýsköp­unar og upp­bygg­ingu inn­viða í stað þess að lifa á vátrygg­ing­um.

Við sem sam­fé­lag þurfum að nýta nýja árið til að rýna vel inná við og byggja upp rétt­látt sam­fé­lag með trausta inn­viði þar sem mann­sæm­andi laun eru greidd fyrir störf­in. Veitum fólki tæki­færi til náms í spenn­andi greinum óháð aldri.

Höf­undur er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands og 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit