Aukin tækifæri í menntun og uppbygging innviða

Kristján Þórður Snæbjarnarson segir að við sem samfélag þurfum að nýta nýja árið til að rýna vel inn á við og byggja upp réttlátt samfélag með trausta innviði þar sem mannsæmandi laun eru greidd fyrir störfin.

Auglýsing

Árið 2021 hefur að mörgu leyti orðið allt öðru­vísi en mann grun­aði. Við bárum lík­lega flest miklar vænt­ingar til þess að geta átt eðli­legra líf í kjöl­far þess að við fengum fréttir af því í lok árs 2020 að bólu­setn­ingar voru að hefj­ast víðs­vegar um heim­inn og þar með að bar­áttan við vágest­inn sem hefur herjað á heims­byggð­ina var farin að ganga bet­ur. Okkur hefur tek­ist með miklum sam­taka­mætti sem sam­fé­lag að halda flestum þáttum sam­fé­lags­ins gang­andi og má skrifa þann árangur á mik­inn vilja fólks til bólu­setn­ing­ar. Án bólu­setn­inga værum við á allt öðrum stað í dag og hefðum lík­lega þurft að greiða miklu hærra gjald í bar­átt­unni. Síbreyti­leg veira herjar nú enn á okkur og af enn meiri þunga en áður. Sem betur fer veita bólu­efni vörn gegn alvar­legum veik­indum en við þurfum samt sem áður að leggja þó nokkuð mikið á okkur til að hamla útbreiðsl­unni.

Þrátt fyrir að okkur hafi gengið nokkuð vel í þess­ari bar­áttu þá er mér þó hugsað til sam­ferða­fólks okkar á jörð­inni sem ekki býr við jafn góðar aðstæður og okkur bjóð­ast hér á Íslandi. Fólk sem býr í fátæk­ari ríkjum heims stendur ber­skjaldað í þess­ari bar­áttu við veiruna. Það má segja að það sé áfell­is­dómur yfir rík­ari þjóðum heims að við höfum gleymt sam­stöð­unni sem þarf að ríkja á heims­vísu hvað varðar dreif­ingu bólu­efnis og þátt­töku í bólu­setn­ingu. Á meðan fjöl­mennar þjóð­ir, fátækar þjóð­ir, geta ekki byggt upp varn­ar­kerfi þá gefum við veirunni færi á að þró­ast enn frekar, stökk­breyt­ast og ná þannig að kom­ast hjá þeim vörnum sem við erum að byggja upp. Það er að sjálf­sögðu von okkar að veiran veik­ist og hún deyji út og það mjög fljót­lega en sam­staða á heims­vísu skiptir sköpum í þess­ari bar­áttu.

Á árinu sem er að líða höfum við séð fjölda áskor­ana í sam­fé­lag­inu. Hús­næð­is­málin hafa verið í brennid­epli á und­an­förnum árum. Skortur á íbúð­ar­hús­næði hefur verið við­var­andi vanda­mál of lengi. Lít­ill form­legur leigu­mark­aður hér á landi hefur auk þess gert það að verkum að oftar en ekki telur fólk það ekki val­kost að vera á leigu­mark­aði. Nú stöndum við frammi fyrir því að fast­eigna­verð hefur hækkað gríð­ar­lega á und­an­förnum miss­er­um. Leigu­verð hefur jafn­framt hækkað og við búum við hærri verð­bólgu en við áttum von á. Ástæður hærri verð­bólgu má finna fyrst og fremst í hækkun á vöru­verði vegna aðkeyptra aðfanga, erlendis frá, sem og að fast­eigna­verð hefur kynt undir verð­bólg­unni. Elds­neyt­is­verð hefur hækkað mjög að und­an­förnu sem telj­ast til áhrifa af heims­far­aldr­in­um.

Auglýsing

Því miður sjáum við ofan í þessa stöðu að vextir hafa hækkað tölu­vert á und­an­förnum mán­uð­um. Er það til­ætlun Seðla­banka Íslands að stuðla að lægri verð­bólgu með hækkun stýri­vaxta. Draga úr þenslu í sam­fé­lag­inu. Því miður virð­ist sem Seðla­bank­inn ætli að veðja fyrst og fremst á þennan þátt sem er lík­legt að muni jafn­framt ýta undir hækkun á verð­lagi ann­arra þátta. Að stemma stigu við hærra fast­eigna­verði og koma böndum á mark­að­inn hefði þurft að koma til miklu fyrr.

Nú þegar nýtt ár tekur við þá er auk þess gott að rifja það upp að all­flestir kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði renna út í lok árs­ins. Því er vinna hafin við und­ir­bún­ing að end­ur­nýjun kjara­samn­inga þar sem horft verður til þess­ara þátta sem skipta miklu máli. Að halda í kaup­mátt launa hér á landi mun skipta afar miklu máli en auk þess mun skipta sköpum að halda áfram þeirri veg­ferð að bæta stöðu fólks hvað varðar hús­næð­is­mál. Sam­fé­lagið þarf auk þess að umb­una launa­fólki fyrir þá menntun sem það hefur sótt sér. Launa­kjör iðn­mennt­aðs fólks þarf svo sann­ar­lega að bæta, þannig að launa­kjör haldi í við launa­skrið í sam­fé­lag­inu á und­an­förnum árum.

Við höfum lengi heyrt það hljóma, jafn­vel á bestu stöðum í sam­fé­lag­inu, að við þurfum að gera iðn- og tækni­námi hærra undir höfði í mennta­kerf­inu. Ég hef barist fyrir því um mjög langt skeið að gera hvað ég get til þess að auka aðsókn í nám­ið. Nú er svo komið að aðsókn hefur auk­ist veru­lega í iðn- og starfs­nám. Við viljum fá enn fleiri í grein­arnar okkar því þarna liggja mikil sókn­ar­færi fyrir sam­fé­lag­ið. Nú biðlum við til stjórn­valda að tryggja raun­veru­lega bætt aðgengi í iðn- og tækni­nám þannig að mögu­legt verði að fjölga á vinnu­mark­aði.

Nýverið kynnti Hag­stofa Íslands færnispá sína fyrir árin 2021 – 2035. Gert er ráð fyrir að fjölgun á vinnu­mark­aði verði um 36 þús­und manns. Það sem veldur hins vegar miklum áhyggjum er að Hag­stofan áætlar að mest fjöglun verði í fjár­mála- og vátrygg­ing­ar­starf­semi, eða sem nemur 99% aukn­ing. Aukn­ing í bygg­inga- og mann­virkja­gerð er áætluð upp á tæp 20%. Hvernig er áætlun sem þessi gerð? Ætlum við að stefna aftur á sama stað og fyrir rúmum ára­tug? Sam­fé­lagið verður að taka krappa beygju nú þegar og sækja á mið tækni­þró­un­ar, nýsköp­unar og upp­bygg­ingu inn­viða í stað þess að lifa á vátrygg­ing­um.

Við sem sam­fé­lag þurfum að nýta nýja árið til að rýna vel inná við og byggja upp rétt­látt sam­fé­lag með trausta inn­viði þar sem mann­sæm­andi laun eru greidd fyrir störf­in. Veitum fólki tæki­færi til náms í spenn­andi greinum óháð aldri.

Höf­undur er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands og 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiÁlit