Farsæl leið út úr kreppu

Stefán Ólafsson segir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirukreppunnar hafi almennt verið til góðs, en kaupmáttur almennings hafi einnig leikið stórt hlutverk í að vinna gegn kreppuáhrifunum.

Auglýsing

Með auk­inni alþjóða­væð­ingu og auknu frelsi fjár­magns aukast hættur á fjár­málakrepp­um. Það sýnir reynsl­an. Við fengum okkar eld­skírn á þessu sviði í banka­hrun­inu 2008 og krepp­unni sem í kjöl­farið fylgdi. Kóvid far­ald­ur­inn hefur svo valdið annarri djúpri kreppu rétt rúmum ára­tug síð­ar. Þar er orsökin auð­vitað af öðrum toga en ekki síður alvar­leg. Við­búið er að við þurfum að glíma við fleiri djúpar kreppur á næstu árum, oft með alþjóð­legum upp­runa. Mörgum þykir nóg um.

Það er því mik­il­vægt að læra af reynsl­unni og finna far­sælar leiðir til að glíma við slíkar krepp­ur. Hér er því litið til baka og spurt um fram­vind­una út úr Kóvid­krepp­unni.

Eftir harka­legan sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu í fyrra og mikla aukn­ingu atvinnu­leys­is, sem þó var að mestu tengt ferða­þjón­ust­unni og skyldum grein­um, þá hefur nú rofað mikið til í efna­hags­líf­inu á Íslandi. Veiran veldur ekki eins alvar­legum veik­indum í kjöl­far víð­tækra bólu­setn­inga og hægt er að halda atvinnu­líf­inu betur gang­andi, að öllu óbreyttu.

Þannig er atvinnu­leysi nú orðið svipað og var fyrir far­ald­ur­inn og hag­vöxtur hefur verið góður á þessu ári og enn betri horfur virð­ast lík­legar á næsta ári, svo fram­ar­lega sem veiran sjái ekki við öllum okkar vörnum með öfl­ugum árásum nýrra afbrigða. 

Staðan er þannig að tíma­bært er að draga lær­dóm af fram­vind­unni.

Kenn­ingar um kreppu­við­brögð

Í hag­stjórn­ar­fræð­unum (e: polit­ical economy) eru tvö megin sjón­ar­horn um það hvernig best er að bregð­ast við djúpum efna­hag­skrepp­um. Ann­ars vegar er sjón­ar­horn enska hag­fræð­ings­ins John M. Key­nes sem mót­að­ist á árum Krepp­unnar miklu á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. Sú kreppa var í grunn­inn fjár­málakreppa sem orsak­að­ist einkum af of miklu frelsi á fjár­mála­mörk­uðum og óhóf­legu braski, sem byggð­ist á of mik­illi skulda­söfn­un. Bólan sprakk og djúp efna­hag­skreppa tók við. For­skrift Key­nes var sú að ríkið eitt gæti tekið í taumana og hleypt nýju lífi í þjóð­ar­bú­skap­inn, með örv­un­ar­að­gerð­um. Auknar skuldir rík­is­ins sem af þessum aðgerðum yrðu skyldu greiddar niður á hag­sælli tímum í kjöl­far sam­drátt­ar­ins, jafn­vel á löngum tíma. Rík­is­valdið ætti sem sagt að taka for­ystu og stýra hag­kerf­inu upp úr krepp­unni.

Auglýsing
Hitt sjón­ar­miðið kemur frá afskipta­leys­is­stefnu nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Þar er hugs­unin sú að kreppur séu leið­rétt­ing mark­aðsafl­anna í kjöl­far ofþenslu, leið­rétt­ing sem sé gagn­leg þó sárs­auka­full kunni að vera. Mik­il­vægt sé að krepp­urnar fái að hafa sinn gang, til að hreinsa út þann fúa­við sem safn­ast hafi upp í góð­ær­inu í aðdrag­anda krepp­unn­ar, eins og hag­fræð­ing­ur­inn Jos­eph Schumpeter orð­aði það. Kreppur eru eins og hressandi steypi­bað, sagði hann. Rík­is­stjórnir ættu því ekki að aðhaf­ast neitt. Menn yrði ein­fald­lega að þreyja þorr­ann og þeir atvinnu­lausu ættu ein­fald­lega að bíða þol­in­móðir eftir upp­sveifl­unn­i. 

Key­nes hafn­aði þessu sjón­ar­horni afskipta­leys­is­stefn­unn­ar, á þeirri for­sendu að kreppan væri sam­fé­lag­inu of dýr og of sárs­auka­full. Víð­tækt atvinnu­leysi fæli í sér mikla sóun á fram­leiðslu­getu sam­fé­lags­ins og stefndi póli­tískum stöð­ug­leika að auki í hættu. Best væri að koma þjóð­ar­bú­skapnum sem fyrst í lag á ný. Öflug við­brögð rík­is­valds­ins væru því sér­stak­lega þýð­ing­ar­mikil í djúpri kreppu, til að aftra því að allt fari á versta veg. 

Lær­dómur af kreppu­við­brögðum

Þegar borin eru saman við­brögð á alþjóða­vett­vangi við fjár­málakrepp­unni sem hófst 2008 og Kóvid­krepp­unni þá blasir nú við önnur fram­vinda en síð­ast. Í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar gripu stjórn­völd víð­ast til örv­un­ar­að­gerða fyrir efna­hags­lífið í fyrstu, sam­kvæmt for­skrift Key­nes. En tveimur árum síðar hófust í allri Evr­ópu nið­ur­skurð­ar­að­gerðir opin­berra útgjalda, sam­kvæmt til­mælum Evr­ópska seðla­bank­ans og Fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta var sagt nauð­syn­legt vegna auk­inna opin­berra skulda og hafði þær afleið­ingar frá og með árinu 2010 að kreppan tók aðra dýfu niður á við. 

Atvinnu­leysi og fjár­hags­þreng­ingar heim­ila juk­ust enn frekar en orðið var. Þarna var sem sagt gripið til nýfrjáls­hyggju­við­bragða og kreppan dýpkað­i.  Þreng­ingar lág­tekju­hópa juk­ust mest og kreppan dróst á lang­inn (sjá nánar um þetta hér). Slík fram­vinda var mest afger­andi í Grikk­landi en flestar Evr­ópu­þjóðir fundu fyrir þessum afleið­ing­um.

Nú í Kóvid­krepp­unni hefur fram­vindan hins vegar verið önn­ur. Meira hefur borið á við­brögðum í anda Key­nes og minna hefur verið um víð­tækan nið­ur­skurð - enn sem komið er. Því hefur efna­hags­þró­unin víð­ast tekið betur við sér en var eftir fjár­málakrepp­una. Hins vegar eru nýfrjáls­hyggju­menn því miður ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir hamra enn á nauð­syn þess að stöðva aðgerðir stjórn­valda, bæði efna­hags­að­gerðir og sótt­varn­ar­að­gerð­ir. Þetta er vegna þess að trú­ar­brögð nýfrjáls­hyggj­unnar boða að allt sem ríkið gerir sé slæmt en allt sem mark­að­ur­inn gerir sé gott. 

Þeir sem falla fyrir þessum trú­ar­brögðum spyrja ekki um lær­dóm reynsl­unn­ar, heldur festa sig í afskipta­leys­is­stefn­unni alla leið og hirða ekk­ert um afleið­ingar fyrir heim­ili, þjóð­ar­bú­skap eða lýð­heilsu. Þá þyrstir öðru fremur í nið­ur­skurð vel­ferð­ar­rík­is­ins og tak­mörkun lýð­kjör­inna stjórn­valda. Um leið vilja þeir sleppa mark­aðs- og fjár­mála­öfl­unum lausum, eins og gert var í aðdrag­anda hruns­ins hér á landi. Þetta er fólk sem neitar að læra af reynsl­unni.

Hér á Íslandi hafa stjórn­völd hingað til að mestu verið með örv­un­ar- og stuðn­ings­að­gerðir í anda Key­nes, þó þau hafi ekki sett nein heims­met á því sviði. En sótt­varn­ar­að­gerðir hafa einnig verið vel heppn­aðar til þessa. 

Mik­il­vægt hefur verið að tekið var mið af því að sam­drátt­ar­kreppan var bundin við afmark­aðan geira atvinnu­lífs­ins og að aðgerðir stjórn­valda beindust að honum en ekki þvert yfir allt atvinnu­líf­ið. Þorri fyr­ir­tækja hefur staðið vel og ekki þurft á stuðn­ingi stjórn­valda að halda. Seðla­bank­inn hefur gert vel í að verja gengi krón­unnar gegn of miklu falli, sem hefur verið mik­il­vægt. Hins vegar kynnti bank­inn um of undir hækkun hús­næð­is­verðs með pen­inga­stefnu sinni, sem er stór þáttur verð­bólg­unnar í dag. Bank­inn er nú full fljótur að fara í vaxta­hækk­an­ir, miðað við seðla­banka grann­ríkj­anna. Að­gerðir stjórn­valda hafa þannig almennt verið til góðs, en kaup­máttur almenn­ings hefur einnig leikið stórt hlut­verk í að vinna gegn kreppu­á­hrif­un­um. Skoðum það nán­ar.

Fyrsta kreppan án almennrar kjara­skerð­ingar

Kóvid­kreppan er ein­stök hvað snertir þróun kaup­mátt­ar. Þetta er fyrsta stóra kreppan á lýð­veld­is­tím­anum á Íslandi sem ekki er brugð­ist við með því að skerða stór­lega kaup­mátt alls þorra almenn­ings. Þetta hefur venju­lega gerst með stórri geng­is­fell­ingu sem hefur getið af sér verð­bólgu­kúf sem hefur rýrt kaup­mátt launa­fólks. Í krepp­unni í kjöl­far hruns­ins rýrn­aði kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna í kringum 25% (að með­taldri auk­inni skulda­byrð­i). Um 10-20% kaup­mátt­arrýrnun var algeng í fyrri kreppum á lýð­veld­is­tím­an­um.

Nú er öldin önnur og kaup­máttur launa­fólks hefur haldið í gegnum Kóvid­krepp­una. Það eru tíma­mót. Í raun hefur kaup­máttur með­al­launa auk­ist hóf­lega en hjá lægri launa­hópum hefur hann auk­ist meira. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn frá 2019 var þeim eig­in­leikum gæddur að færa lægstu launa­hóp­unum hlut­falls­lega mesta hækkun sem er góður eig­in­leiki almennt, en ekki síst í krepp­um. Fólk á lægri launum eyðir öllum sínum tekjum til dag­legrar fram­færslu og því eru meiri örv­un­ar­á­hrif af kaup­hækkun þeirra fyrir efna­hags­lífið en af hækkun til hærri launa­hópa. Það er gagn­legur eig­in­leiki í kreppu, eykur eft­ir­spurn og verndar fleiri störf. 

Auglýsing
Öðru fremur er það verka­lýðs­hreyf­ing­unni að þakka að kaup­máttur hefur þró­ast svona vel í gegnum þessa djúpu kreppu sem Kóvid veiran orsak­aði. Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og ýmsir hag­spek­ingar og stjórn­mála­menn þrýstu mjög á um að kjara­samn­ing­arnir yrðu teknir úr sam­bandi strax í upp­hafi krepp­unnar og síðan aftur þegar kjara­samn­ing­arnir komu til end­ur­skoð­unar í sept­em­ber á síð­asta ári. Verka­lýðs­hreyf­ingin stóð saman sem ein heild og þvertók fyrir það - og hafði sig­ur.

Rík­is­stjórn­inni má einnig þakka fyrir að hafa ekki beitt ofríki og þvingað fram rof á lífs­kjara­samn­ingnum að beiðni SA. Í stað­inn kom rík­is­stjórnin til móts við Sam­tök atvinnu­lífs­ins með íviln­andi aðgerðum þegar á hólm­inn var komið og SA-­menn hót­uðu að fella samn­ing­inn við end­ur­skoð­un­ina. Það er mat mitt að vera VG í rík­is­stjórn­inni hafi hjálpað til við að fá fram þessa nið­ur­stöðu. Sagan hefur sýnt í gegnum tíð­ina að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafa yfir­leitt verið viljugri en aðrir til að fara að kröfum sam­taka atvinnu­rek­enda við slíkar aðstæð­ur.

En nið­ur­staðan varð þessi. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hélt og hjálp­aði til við að milda áhrif krepp­unn­ar, ásamt mót­væg­is­að­gerðum rík­is­valds­ins. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn á enn eftir að skila frek­ari örv­un­ar­að­gerðum á næsta ári, sem verða mik­il­vægar fyrir launa­fólk í ljósi þeirrar auknu verð­bólgu og vaxta­hækk­ana sem orðið hafa. Það verður gagn­legt, hvort sem kreppan dregst á lang­inn vegna nýrra afbrigða veirunnar eða sem elds­neyti á upp­sveifl­una.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit