Forréttindastéttin er blind á samfélagið

Agnieszka Ewa Ziółkowska segir að íslenska for­rétt­inda­stéttin virðist enn ekki hafa komið auga á það hverjir það raun­veru­lega eru sem halda sam­fé­lag­inu gang­andi. Lík­legra sé að hún vilji ekki við­ur­kenna það.

Auglýsing

Í febr­ú­ar­mán­uði birt­ist merki­leg könnun sem Varða, rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins, gerði á högum og stöðu launa­fólks í aðild­ar­fé­lögum ASÍ og BSRB. Könn­unin leiddi í ljós skelfi­lega stöðu hjá atvinnu­lausum og inn­flytj­endum sem borið hafa þyngstu byrð­arnar í krepp­unni sem COVID-far­ald­ur­inn hefur orsak­að. Tæpur fjórð­ungur aðspurðra sögð­ust eiga frekar erfitt eða erfitt með að láta enda ná saman og var hlut­fallið mun hærra meðal kvenna.

Rúm­lega helm­ingur atvinnu­lausra sagð­ist eiga frekar erfitt eða erfitt með að láta enda ná saman og þeir voru líka mun lík­legri til að þurfa að leita til sveit­ar­fé­laga eða vina og ætt­ingja eftir fjár­hags­að­stoð, þiggja aðstoð hjálp­ar­sam­taka eða fá mat­ar­að­stoð.

Alls sögð­ust um 35% inn­flytj­enda eiga erfitt eða frekar erfitt með að láta enda ná sam­an. Atvinnu­leysi var – og er enn – mun hærra meðal inn­flytj­enda en inn­fæddra. Sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar var almennt atvinnu­leysi í októ­ber í ár 4,9%. Það var hins vegar um 11% meðal erlendra rík­is­borg­ara. Hlut­fall þeirra á atvinnu­leys­is­skrá var um 40% í októ­ber.

Auglýsing

Hrika­legar afleið­ingar atvinnu­leysis

Í könn­un­inni kemur einnig skýrt fram hvað atvinnu­leysi og óör­ugg afkoma getur haft hrika­legar afleið­ingar í för með sér. Ríf­lega helm­ingur atvinnu­lausra hafði neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu. And­leg heilsa fjög­urra af hverjum tíu atvinnu­lausra mæld­ist slæm en sú tala var um tveir af tíu í til­viki launa­fólks. Lík­am­legt heilsu­far 15,6 pró­sent atvinnu­lausra var slæmt eða frekar slæmt.

Þessar nið­ur­stöður í könnun Vörðu vöktu veru­lega athygli. Þær sýndu greini­lega hversu ójafnt byrð­unum vegna COVID-far­ald­urs­ins er skipt en drógu einnig fram erfið kjör og óör­ugga afkomu margra sem eru í fullri vinnu. Okkur hjá Efl­ingu var auð­vitað kunn­ugt um að okkar félags­menn væru að verða fyrir þungum höggum vegna far­ald­urs­ins og inn­flytj­endur eru fjöl­mennir í okkar félagi. Upp­lýs­ing­arnar um slæma and­lega og lík­am­lega heilsu bæði atvinnu­leit­enda og kvenna á vinnu­mark­aði voru engu að síður slá­andi.

Þótt atvinnu­leysi hafi bless­un­ar­lega minnkað frá því að könnun Vörðu var gerð opin­ber er mik­il­vægt að halda þessum upp­lýs­ingum til haga. Þær sýna að stórir hópar launa­fólks sem minnst bera úr býtum fyrir störf sín búa við veru­lega erfið kjör og margir líða skort. Könn­unin leiddi í ljós raun­veru­lega fátækt hópa fólks á Íslandi.

Könnun Vörðu setur fram með skipu­lögðum hætti upp­lýs­ingar um raun­veru­lega stöðu fólks á vinnu­mark­aði og dregur fram stað­reyndir sem allt of margir hafa hingað til með­vitað forð­ast að horfast í augu við.

Lág­tekju­fólk í fram­línu­störfum

En eins og und­ar­legt og það nú er, virð­ist það gleym­ast hratt að það er lág­tekju­fólk sem vinnur erf­ið­ustu og mik­il­væg­ustu fram­línu­störfin á tímum veiru­far­ald­urs og óvissu; sér um börnin á leik­skólum og á frí­stunda­heim­il­um, veitir öldruðum þjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­il­um, afgreiðir í búð­um, raðar vörum í hill­urn­ar, ræstir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, vinnur á lag­ern­um, flytur vörur í versl­an­ir, fram­leiðir mat­væli og aðrar lífs­nauð­synjar og heldur uppi almenn­ings­sam­göng­um.

Að minnsta kosti virð­ist íslenska for­rétt­inda­stéttin enn ekki hafa komið auga á það hverjir það raun­veru­lega eru sem halda sam­fé­lag­inu gang­andi. Lík­legra er að hún vilji ekki við­ur­kenna það. Full­trúar atvinnu­rek­enda og aðrir valda­menn nýta hvert tæki­færi til að hnýta í launa­fólk og kenna því og verka­lýðs­hreyf­ing­unni um flest sem aflaga fer. Nú er því haldið fram að verka­fólk á Íslandi ógni afkomu þjóð­ar­bús­ins. Seðla­banka­stjóri sagði um dag­inn að umsamdar launa­hækk­anir verka­fólks gætu kallað „hörm­ungar yfir þjóð­ina“. For­rétt­inda­blindan er orðin all­mikil þegar fólk með millj­ónir í mán­að­ar­tekjur telur sig geta kvartað undan frekj­unni í launa­fólki sem á allt sitt undir kjara­samn­ings­bundnum hækk­un­um.

Kjara­samn­ingar og „stöð­ug­leiki“

Skýrsla kjara­töl­fræði­nefndar frá því haust sýndi að kjara­samn­ing­arnir frá árinu 2019 stóðu undir því mark­miði að hækka lægstu laun í land­inu umfram önn­ur. Þetta ætti að telj­ast sam­eig­in­legt fagn­að­ar­efni samn­ings­að­ila, bæði atvinnu­rek­enda og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. En nú mæta tals­menn atvinnu­rek­enda og segja þjóð­inni að það sé lág­launa­fólkið sem ógni „stöð­ug­leik­an­um“ í land­inu. Samt töldu Sam­tök atvinnu­lífs­ins ekki vera for­sendur til að slíta lífs­kjara­samn­ing­unum fyrir rétt um tveimur mán­uðum síð­an, sem auð­vitað hefði verið mikið ábyrgð­ar­leysi að gera. Þar með ítrek­uðu atvinnu­rek­endur stuðn­ing við for­sendur samn­ing­anna. Við fögnum því en bætum við: orð skulu standa. Það þýðir ekki að mæta í fjöl­miðla og kvarta undan eigin samn­ingi.

Það kemur ekki til greina að hverfa frá umsömdum hag­vaxt­ar­auka í samn­ing­un­um. Verð­bólgan er ekki launa­fólki að kenna og það ákveður ekki að hækka vext­ina. Það skrúfar ekki heldur upp hús­næð­is­verðið og skapar bólu á mark­að­in­um. Það hefur ekk­ert yfir stöðu krón­unnar að segja. En rangar ákvarð­anir við hag­stjórn lands­ins bitna harð­ast á lág­tekju­fólki, sem hefur með sparn­aði, lán­tökum eða með því að und­ir­gang­ast íþyngj­andi leigu­samn­inga tek­ist að koma sér þaki yfir höf­uðið með botn­lausri vinnu og þarf um leið að neita sér um flest það sem for­rétt­inda­stéttin telur sjálf­sagt að hún njóti. Þetta leggst þungt á okkur öll sem horfum fram á hratt minnk­andi kaup­mátt vegna verð­bólgu, auk­innar vaxta­byrði og mik­illa verð­hækk­ana nú um ára­mót­in, bæði á vörum og þjón­ustu, þar á meðal opin­berri þjón­ustu sem er hækkuð í verði án til­lits til áhrifa á afkomu þeirra sem minnst hafa.

Leigj­endur og búseta í atvinnu­hús­næði

Kaup­mátta­rýrn­unin er algjör vendi­punktur sem verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að takast á við á nýju ári. Við þurfum líka að herða róð­ur­inn í mál­efnum leigj­enda. Skertur kaup­máttur kemur einna verst við leigj­endur sem nú þegar verja stærstum hluta tekna sinna í hús­næð­is­kostn­að.

Nú í haust var hrint af stað sam­vinnu­verk­efni Alþýðu­sam­bands Íslands, Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar og Reykja­vík­ur­borgar um kort­lagn­ingu á búsetu í atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Við vitum að erlent verka­fólk er mik­ill meiri­hluti þeirra sem þarf að gera sér að góðu að búa við þessar aðstæð­ur. Verka­lýðs­hreyf­ingin leggur tvo eft­ir­lits­full­trúa í verk­efnið og þar á meðal er full­trúi frá Efl­ingu en hinn kemur frá Raf­iðn­að­ar­sam­band­inu. Mér þykir mik­il­vægt að verka­lýðs­hreyf­ingin og sam­starfs­að­ilar leggi nú þunga áherslu á að ná til þessa jað­ar­setta hóps sem á sér fáa málsvara og er nán­ast eins og ósýni­legur í sam­fé­lag­inu. Þó er skýrt að með þessu verk­efni er ekki ætl­unin að ýta undir hús­næð­is- eða atvinnu­ó­ör­yggi fólks, heldur þvert á móti að tryggja öryggi þess. Hér verður engum hent út af heim­ilum sín­um. Það er óhætt að segja að víða er pottur brot­inn og sumt af þessu fólki býr við aðstæður sem eru með öllu óboð­legar og fela í sér lög­brot og jafn­vel hreina glæpa­mennsku. Bruna­vörnum er oft ábóta­vant og staða íbúa gagn­vart leigu­sölum veik. Skemmst er minn­ast hins hrylli­lega atburðar á Bræðra­borg­ar­stíg þar sem þrír létu lífið í bruna

Kjör þessa fólks eru stjórn­mála­mönnum og ráð­andi öflum í land­inu algjör­lega lokuð bók. Við hin skulum ekki gleyma þeim sem verst standa.

Upp­sögn trún­að­ar­manns alvar­leg árás

Verka­fólk þarf öfl­uga málsvara. Ólöf Helga Adolfs­dótt­ir, sem nú er vara­for­maður Efl­ingar var í ágúst­mán­uði sagt upp störfum hjá Icelanda­ir. Hún var þá búin að vera trún­að­ar­maður í rúm þrjú ár og var að vinna í ákveðnum málum fyrir félaga sína í hlað­deild­inni á Reykja­vík­ur­flug­velli þegar henni var sagt upp án nokk­urra mark­tækra skýr­inga. Að auki gegndi hún því ábyrgð­ar­hlut­verki að vera örygg­is­trún­að­ar­mað­ur.

Ég ætla ekki að rekja það mál frekar, en öll fram­ganga Icelandair og Sam­taka atvinnu­lífs­ins í mál­inu hefur í einu orði sagt verið ömur­leg.

Mál Ólafar Helgu ætti að minna okkur öll á hversu mik­il­vægt það er að við stöndum saman þegar atvinnu­rek­endur reyna að þrengja að rétti okkar og kjör­um. Það er ekki að ástæðu­lausu sem trún­að­ar­menn njóta ákveð­innar verndar enda eru þeir iðu­lega í erf­iðum aðstæðum og vinna gríð­ar­lega mik­il­vægt starf. Við munum áfram standa þétt við bakið á Ólöfu Helgu og öðrum trún­að­ar­mönnum sem við eigum svo mikið að þakka. Jafn­framt munum við hjá Efl­ingu áfram leggja mikla áherslu á að veita trún­að­ar­mönnum fræðslu á sviði kjara- og félags­mála og styrkja þau í sínu starfi eins og við frekast get­um.

Kjara­f­réttir Efl­ingar

Við hjá Efl­ingu hófum núna í des­em­ber­mán­uði útgáfu á Kjara­f­rétt­um. Mark­mið útgáf­unnar er að koma á fram­færi stað­reyndum um lífs­kjör lág­launa­fólks. Ég vil nota tæki­færið til að vekja athygli á þess­ari nýj­ung og hvetja launa­fólk til að kynna sér það sem þar er til umfjöll­un­ar.

Í fyrsta tölu­blaði kemur fram að sam­kvæmt OECD er mun minni stuðn­ingur við barna­fjöl­skyldur á Íslandi en í flestum vest­rænum ríkj­um. Ísland er langt undir með­al­tali OECD-­ríkj­anna og hin Norð­ur­löndin eru með mun ríf­legri barna­bætur fyrir fjöl­skyldur með lágar tekj­ur. Stundum talar valda­fólk hér um „löndin sem við berum okkur saman við“ en þegar fram koma upp­lýs­ingar eins og þessar á sá sam­an­burður allt í einu ekki við. Þetta er óþol­andi blekk­inga­leikur og hræsni.

Óvæntar áskor­anir

Á liðnu ári varð ég óvænt for­maður Efl­ing­ar. Þetta hefur verið mikil reynsla og ég hef þurft að læra margt á skömmum tíma. Ég er þakk­lát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt. Sem verka­kona og inn­flytj­andi hef ég öðl­ast skýra sýn á sam­fé­lagið og þau kjör sem lág­launa­fólki eru búin. Ég trúi því að reynsla mín geti verið mik­il­væg í bar­átt­unni. Og ég er stolt af því að við Ólöf Helga komum beint úr hópi þess fólks sem við erum nú í for­svari fyr­ir.

Við Ólöf Helga kunnum vel að meta allan þann stuðn­ing sem við höfum fengið frá félögum í Efl­ingu, stjórn­inni, starfs­fólki á skrif­stof­unni og venju­legu fólki úti í bæ. Við munum hér eftir sem hingað til standa við þær skyldur okkar að vinna fyrir fólkið í félag­inu. Nýja árið verður ábyggi­lega krefj­andi m.a. með til­liti til kjara­samn­inga næsta hausts. Við vitum að sam­staðan er öfl­ug­asta vopn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og við í Efl­ingu munum ekk­ert gefa eftir í bar­átt­unni fyrir bættum kjörum og hags­munum lág­launa­fólks­ins sem heldur sam­fé­lag­inu gang­andi.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit