Ljós og skuggar líðandi árs

Þórarinn Eyfjörð segir Samtök atvinnulífsins halda úti áróðri gegn velferðarkerfinu og opinberum starfsmönnum. Stærstu fjölmiðlar landsins taki síðan gagnrýnislaust undir áróðurinn og halda málflutningi samtakanna og fleiri hagsmunaaðila á lofti.

Auglýsing

Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu er stærsta stétt­ar­fé­lag opin­berra starfs­manna á Íslandi með um 12 þús­und félags­menn þannig að fjöl­margt ger­ist á vinnu­mark­aði sem snertir svo stóran hóp. Af mörgu er að taka og ætla ég að minn­ast hér á nokkur atrið­i. 

Bylt­ing á vinnu­mark­aði

Á árinu sem nú er senn á enda stendur upp úr sá áfangi sem samið var um í síð­ustu kjara­samn­ing­um, þ.e. að vinnu­vikan hjá flestum félags­mönnum var stytt í 36 vinnu­stundir hjá dag­vinnu­fólki og allt niður í 32 stundir hjá vakta­vinnu­fólki. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er mikið fram­fara­skref og bylt­ing á íslenskum vinnu­mark­aði. Styttri vinnu­vika er mik­il­vægur áfangi til að styrkja vel­ferð almenn­ings með betra jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs. Styttri vinnu­vika verður til heilla fyrir allt launa­fólk sem gefst nú tæki­færi til að njóta meiri frí­tíma í einka­lífi og með fjöl­skyldum sín­um. Þessi aðgerð er ein­hver sú mesta og jákvæð­asta kerf­is­breyt­ing sem gerð hefur verið síð­ustu fimm­tíu ár á íslenskum vinnu­mark­aði.

Her­ferðin gegn opin­berum starfs­mönnum

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Sam­tök atvinnu­lífs­ins og tagl­hnýt­ingar þeirra halda úti áróðri gegn vel­ferð­ar­kerfi okkar og opin­berum starfs­mönn­um. Sam­tökin ráð­ast á opin­bera starfs­menn heimt­andi að launum hins opin­bera starfs­manns verði haldið niðri og helst lækk­uð. Þetta er gert með völdum talna­brellum og útúr­snún­ingum og því haldið fram að laun á opin­bera mark­aðnum séu hærri en á almenna mark­aðn­um. Stærstu fjöl­miðlar lands­ins taka síð­an, gagn­rýn­is­laust að því er best verður séð, undir áróð­ur­inn og halda mál­flutn­ingi Sam­taka atvinnu­lífs­ins og fleiri hags­muna­að­ila á lofti. Við þessum áróðri þarf að bregð­ast. Stað­reyndin er sú að launa­fólk á opin­bera mark­aðnum er að með­al­tali með 16,7 pró­sent lægri laun en á almenna mark­aðn­um.

Auglýsing
Samtök atvinnu­lífs­ins halda því einnig fram að opin­berum starfs­mönnum fjölgi stjórn­laust. Sá mál­flutn­ingur er auð­vitað út úr öllu korti. Vel­ferð­ar­kerfið okkar og opin­berir starfs­menn halda innviðum sam­fé­lags­ins gang­andi sem er grunnur að allri almennri vel­sæld. Öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi, mennta­kerfi, öflug sam­trygg­ing og öll sú fjöl­þætta opin­bera þjón­usta sem tryggir örygg­is­net okkar allra, skapar réttar for­sendur fyrir traust og vöxt í sam­fé­lagi sið­aðra. Stað­reyndin er síðan sú að opin­berum starfs­mönnum fækkar sé tekið mið af árs­verkum miðað við hverja 1000 íbúa lands­ins. Árið 2011 voru opin­berir starfs­menn þannig 52,8 á hverja 1000 íbúa en árið 2020 voru þeir 50,3.

Stað­reyndir máls um laun

Árið 2016 tókst sam­komu­lag milli rík­is, Reykja­vík­ur­borgar og sveit­ar­fé­laga ann­ars vegar og heild­ar­sam­taka opin­berra starfs­manna hins vegar um að jafna kjör, bæði hvað varðar launa­setn­ingu á starfsæv­inni og einnig hvað varðar líf­eyr­is­rétt­indi. Fyrir hönd rík­is­ins und­ir­rit­uðu for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­herra sam­komu­lag­ið, en fyrir hönd allra sveit­ar­fé­laga í land­inu und­ir­rit­uðu for­maður og fram­kvæmda­stjóri Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga. Nú eru 6 ár liðin og ríkið og sveit­ar­fé­lögin hafa dregið lapp­irnar við að leið­rétta áður­nefndan 16,7% með­al­tals launa­mun, á meðan opin­berir starfs­menn hafa staðið við sinn hluta að fullu – og Sam­tök atvinnu­lífs­ins halda áfram fals­fréttum sínum um laun opin­berra starfs­manna með stuðn­ingi bæði ráð­herra og helstu fjöl­miðla lands­ins. Mark­miðið með þessu er aug­ljós­lega að veikja stétt­ar­fé­lög og bar­áttu launa­fólks fyrir betra sam­fé­lagi og rétt­lát­ari skipt­ingu auðs­ins. 

Reynt að draga úr mætti stétt­ar­fé­laga

Bar­átta næstu ára mun áfram fel­ast í því að vernda rétt­indi og bæta kjör launa­fólks bæði á opin­bera og almenna vinnu­mark­aðn­um. Það verður engin sátt um þá stefnu stjórn­valda og hags­muna­að­ila atvinnu­rek­enda að reyna að draga úr mætti stétt­ar­fé­laga í land­inu. Það verður ekki annað séð en að þau stjórn­völd sem nú sitja við rík­is­stjórn­ar­borðið ætli sér að veikja verka­lýðs­hreyf­ing­una með því að gefa rík­is­sátta­semj­ara boð­vald í kjara­samn­ings­við­ræð­um. Hug­myndin virð­ist vera sú að kokka upp eins­konar yfir­vald sem felst í myndun gerð­ar­dóms eins og lesa má í sátt­mála um rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið, en þar segir á bls. 50: „Styrkja þarf hlut­verk rík­is­sátta­semj­ara til að bæta und­ir­bún­ing og verk­lag við gerð kjara­samn­inga, fækka málum sem lenda í ágrein­ingi og tryggja að kjara­við­ræður drag­ist ekki úr hófi fram, til að mynda með stand­andi gerð­ar­dómi í kjara­deilum sem eykur fyr­ir­sjá­an­leika og réttaröryggi deilu­að­ila.“

Þetta verður varla skilið á annan hátt en að stjórn­völd ætli sér að veikja mátt og lýð­ræð­is­legan rétt stétt­ar­fé­lag­anna, sem fara með samn­ings­um­boð launa­fólks í kjara­við­ræð­um. Sam­tök atvinnu­lífs­ins ljóma af hrifn­ingu og hylla þessi áform. Ljóst er að mark­viss her­ferð er hafin gegn rétt­indum launa­fólks, stétt­ar­fé­lögum og heild­ar­sam­tökum þeirra á Íslandi.

Hús­næð­is­mark­að­ur­inn

Sam­eyki er í heild­ar­sam­tökum opin­berra starfs­manna innan BSRB, sem ásamt ASÍ stofn­aði Bjarg íbúða­fé­lag til að vinna gegn þeirri miklu kreppu á leigu­mark­aði sem margar fjöl­skyldur búa við. Félagið er rekið án hagn­að­ar­mark­miða og er ætlað að tryggja tekju­lágum fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að öruggu íbúð­ar­hús­næði í lang­tíma­leig­u. 

Íslensk stjórn­völd hafa ekki markað sér stefnu til fram­tíðar varð­andi hús­næði fyrir tekju­lágt fólk á vinnu­mark­aði. Þess vegna brugð­ust sam­tök launa­fólks við og hófu mikla upp­bygg­ingu á hús­næð­is­mark­aði þar sem þörfin fyrir óhagn­að­ar­drifin leigu­markað var aðkallandi. Bjarg íbúða­fé­lag afhenti á haust­mán­uðum íbúð númer 500 og er með annan eins fjölda í und­ir­bún­ingi á ýmsum bygg­ing­ar­stig­um. Bjarg hefur þess utan lækkað húsa­leigu leigj­enda sinna um allt að 14 pró­sent á árinu. Áfram verður unnið með þessa hug­mynda- og aðferða­fræði og hún höfð að leið­ar­ljósi hjá Bjargi.

En betur má ef duga skal. Það þarf að tryggja áfram upp­bygg­ingu á óhagn­að­ar­drifnum íbúða­fé­lögum og þar eru BSRB og ASÍ að teikna upp fyrstu skrefin að nýrri hug­mynd um íbúða­fé­lag sem náð getur til fjöl­menn­ari hóps launa­fólks. Á sama tíma er nauð­syn­legt að stjórn­völd og reglu­verkið tryggi kaup­endum fast­eigna festu og öryggi þannig að stjórn­leysi og græðgi mark­að­ar­ins og vísi­tölu­trygg­ing hús­næð­is­lána setji fjöl­skyldur ekki út á guð og gadd­inn. Í það verk þarf stjórn­völd sem hafa dug og þor til að bera hag almenn­ings fyrir brjósti og setja upp reglu­verk sem heldur utan um almenn­ing á þessum trufl­aða mark­að­i. 

Bar­áttan fyrir bættu sam­fé­lagi og rétt­indum launa­fólks, bæði á opin­bera- og almenna mark­aðn­um, heldur áfram.

Höf­undur er for­maður Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit