Í kjólinn eftir jólin

Jóhannes Þór Skúlason skrifar um viðspyrnuna eftir faraldurinn, sem hann segir ekki gerast að sjálfu sér.

Auglýsing

Þetta er orð­inn vel þekktur vandi. Afleið­ing­arnar aug­ljós­ar. Jólakílóin hrann­ast upp þegar setið er við hrokuð trog af söltu kjöti og kræs­ingum í tvær vik­ur. Allan des­em­ber tölum við um hvað þarf að taka við til að ná fyrri styrk, það er bévít­ans ræktin í jan­ú­ar. Þessi kíló leka ekki burt af sjálfum sér í sóf­anum fyrir framan sjón­varp­ið. Það þarf lóð og hlaup og palla­þrek og vinnu og breytt mat­ar­ræði. Lífs­stíls­breyt­ingu. Ljóst að árangri verður aðeins náð með aðgerð­um.

Eins er það með við­spyrn­una. Við erum búin að tala um hana í rúma 20 mán­uði. Allir grein­ing­ar­að­ilar um efna­hags­mál segja að hröð við­spyrna ferða­þjón­ust­unnar sé nauð­syn­leg til að kveikja efna­hags­lífið eftir far­ald­ur­inn. Og allir eru þeir sam­mála um að hún verði að eiga sér stað til að efna­hags­líf og atvinnu­líf kom­ist sem fyrst í fyrra horf.

En það er eitt sem virð­ist ekki hafa náð alveg í gegn. Alveg eins og með jólakílóin þá virð­ist stundum sem fólk haldi að við­spyrnan verði til af sjálfri sér, í sóf­anum fyrir framan sjón­varp­ið. En það ger­ist ekki.

Auglýsing

Grund­vall­ar­stefnu­plögg rík­is­stjórnar þurfa að tala betur saman

Það er veru­lega ánægju­legt að sjá að tekið er sér­stak­lega á ýmsum grund­vall­ar­verk­efnum og stefnu­málum í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Því miður er ekki mikið sam­ræmi milli þeirra fyr­ir­heita og fjár­laga fyrir árið 2022. Vera má að það skrif­ist á vesen vegna hins und­ar­lega fyr­ir­bæris haust­kosn­inga, en samt sem áður liggur fyrir að fjöl­mörg verk­efni til að efla við­spyrn­una þarf að vinna, m.a. á vegum ráð­herra ferða­mála, ráðu­neytis hennar og und­ir­stofn­ana.

Það eru því von­brigði að útgjöld til mál­efna­sviðs ferða­þjón­ustu lækka í fjár­lögum fyrir árið 2022. Það þýðir að ekki er lagt aukið fé til gagna­öfl­unar og rann­sókna í ferða­þjón­ustu, til að styrkja upp­bygg­ingu inn­viða í gegnum Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna­staða enn frekar, til að hægt sé að hraða upp­bygg­ingu áfanga­staða­stofa um allt land, til að auka dreif­ingu ferða­manna um land­ið, til að hraða vinnu við aðgerða­bundna stefnu­mótun í ferða­þjón­ustu og svo mætti áfram telja. Ákveðið hefur verið að leggja 200 millj­ónir króna í mark­aðs­setn­ingu fyrir ferða­þjón­ustu, sem er frá­bært, en það er þörf á svo miklu víð­tækara átaki á ýmsum sviðum atvinnu­grein­ar­inn­ar.

Það er afar mik­il­vægt að þegar fjár­mála­á­ætlun kemur til umfjöll­unar Alþingis á nýju ári verði sér­stak­lega horft til þess að sam­ræma áherslur hennar við áherslur stjórn­ar­sátt­mál­ans um ferða­þjón­ustu.

Þetta redd­ast ekki neitt

Við segjum stundum að „þetta reddast“ sé eins konar mottó íslensku þjóð­ar­inn­ar. Kynnum það ferða­mönnum ósköp stolt af eigin hug­kvæmni, dugn­aði og útsjón­ar­semi. En á köflum finnst mér eins og við höfum mis­skilið þetta mottó hrapal­lega, á sama hátt og við sem þjóð mis­skiljum Bjart í Sum­ar­hús­um. Bjartur er nefni­lega ekki hetja heldur aum­ingi. Og „þetta reddast“ barasta ekki neitt nema ein­hver standi upp úr sóf­anum og reddi því. Fari í rækt­ina. Geri eitt­hvað í mál­inu.

Það er kannski hægt að segja að hlut­irnir hafi redd­ast þótt ekk­ert hafi verið að gert, en það þýðir að redd­ingin felst í því að sætta okkur við að vera bara áfram jóla­feit í sóf­anum að hámhorfa á Net­fl­ix. Það er ekki redd­ing, það er frestun á vand­anum sem leiðir bara til meiri vanda­mála síð­ar.

Á nákvæm­lega sama hátt leiðir aðgerða­leysi núna til þess að við­spyrnan verði ekki hröð eða árang­urs­rík. Þá mun sam­fé­lags­legur kostn­aður til lengri tíma aukast, end­ur­reisn efna­hags- og atvinnu­lífs taka lengri tíma, minni tekjur koma í rík­is­kass­ann og kostn­að­ur­inn aukast. Það mun bitna óhjá­kvæmi­lega á lífs­kjörum okkar allra.

Í raun hafa efna­hags­legar aðgerðir vegna þessa far­ald­urs, vinnu­mark­aðsúr­ræði, aðstoð við fyr­ir­tæki og aðgerðir til að hraða við­spyrn­unni, alls ekki snú­ist um skamm­tíma­af­komu ein­stakra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, heldur um lífs­kjör íslensku þjóð­ar­innar í heild­ar­sam­hengi hlut­anna.

Tafir eru sama og tap

Það er ein­fald­lega þannig í litlu sam­fé­lagi með sjálf­stætt efna­hags­kerfi að til að við­halda þeim góðu lífs­kjörum sem þjóðin býr við þarf atvinnu­lífið sífellt að búa til verð­mæti. Þar eru gjald­eyr­is­tekjur sér­stak­lega mik­il­vægar því þær færa ný verð­mæti inn í sam­fé­lag­ið, bæta ein­hverju við það sem fyrir er. Ára­tugum saman var það helsta bæn þeirra sem sýsl­uðu með stjórn efna­hags- og pen­inga­mála að sterkar útflutn­ings­at­vinnu­greinar yrðu fjöl­breytt­ari en fiskur og ál. Með til­komu ferða­þjón­ustu sem vax­andi grund­vall­ar­krafts í útflutn­ingi frá árinu 2010 varð sú bæn að veru­leika. Gjald­eyr­is­öflun grein­ar­innar fyrir þjóð­ar­búið hefur gjör­bylt grunn­þáttum í efna­hags­líf­inu, aukið stöð­ug­leika og tryggt hrað­ari og meiri aukn­ingu kaup­máttar og lífs­kjara betur en áður var mögu­legt.

Hröð við­spyrna ferða­þjón­ustu þýðir á manna­máli að við þurfum að kom­ast aftur á þann stað sem allra fyrst. Að tafir eru sama og tap. Tap fyrir okkur öll.

Tím­inn er núna - tæki­færin eru núna!

Kæru alþing­is­menn og ráð­herr­ar. Stöndum nú spræk upp úr sóf­anum sam­an. Ann­ars sitjum við öll í sam­eig­in­legri súpu frestaðra og stærri vanda­mála til lengri tíma. Við vitum að eitt af stóru verk­efnum ykkar á kjör­tíma­bil­inu liggur í að stemma af útgjöld og halla rík­is­sjóðs vegna far­ald­urs­ins. En við vitum líka að besta leiðin til þess er að auka tekju­öflun rík­is­sjóðs með því að örva verð­mæta­sköpun ferða­þjón­ustu og ann­arra atvinnu­greina. Á www.vid­spyrn­an.is er hug­mynd að plani frá einka­þjálf­ar­anum um það hvernig hægt er að fara að því.

Keyr­um‘etta í gang og kveðjum jólakíló­in!

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar