2020 - árið sem sjávarútvegurinn hefði átt að skila sínu

Arnar Atlason skrifar um vendingar í sjávarútveginum á árinu sem er að líða.

Auglýsing

Nú er senn að baki árið 2020. Öll vitum við hvað ein­kenndi það og mót­aði okkar líf. 

Sam­dráttur í þjóð­ar­fram­leiðslu, aukið atvinnu­leysi og veik­ing krón­unnar eru allt afleið­ingar ástands­ins sem varir og því við­fangs­efni sem við okkur öllum blasa. Þar kemur sjáv­ar­út­veg­ur­inn meðal ann­ars inn eða ætti í það minnsta að ger­a. 

Þessi grunnatvinnu­grein okkar og langstærsta ein­staka auð­lind gæti nefni­lega spilað mun stærri rullu en hún gerir í raun. Á árinu jókst útflutn­ingur starfa vegna vinnslu sjáv­ar­af­urða frá land­inu. Að sama skapi hefðu þjóð­hags­legar tekjur okkar getað verið mun meiri af auð­lind­inni, hefðu sam­keppn­is­sjón­ar­mið verið tryggð.

Auglýsing

Árið 2020 ætti að vekja ráða­menn til umhugs­unar um hlut­verk sjáv­ar­út­vegs­ins í íslenskum veru­leika. 

Sam­herji – Namibía

Upp­haf árs­ins mót­að­ist mjög af umfjöllun og ákærum vegna starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Sam­herji og starfs­menn félags­ins hafa síðan hlotið stöðu grun­aðra. Namib­íu­málið fjallar meðal ann­ars um mút­ur, und­ir­verð­lagn­ingu og skattaund­an­skot Sam­herja.

Málið í heild sinni er álits­hnekkir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg, hvort sem sekt verður sönnuð eður ei, enda er Sam­herji flagg­skip Íslend­inga þegar að sjáv­ar­út­veg­inum kem­ur. Við Íslend­ingar höfum jafn­framt á und­an­förnum árum barið okkur á brjóst þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi og talið okkur fyr­ir­mynd ann­arra. Það sem að mínu viti ætti þó að standa upp úr umræðu þess­ari, er sú stað­reynd að Namib­íu­málið gerð­ist ekki óvart. Málið er miklu frekar afleið­ing af inn­ræt­ingu íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í íslensku sjáv­ar­út­vegs­kerfi, sem er þar af leið­andi ekki til sér­legrar eft­ir­breytni. Lík­indin með því sem Sam­herj­a­menn er grun­aðir um í Namibíu eru nefni­lega mikil með því sem á sér stað hér heima. Namibía er eins konar afleið­ing af þróun sjáv­ar­út­vegs­kerfis á Íslandi sem byggir á fákeppni, sam­keppn­is­brota­löm­um, fámenni lands­ins og veikri stefnu­mótun stjórn­valda. 

Skýrsla um afleið­ingar og aðdrag­anda banka­hruns er lið­lega 10 ára göm­ul. Síðan þá er búið að skrifa skýrslu um skýrsl­una. Lík­indin með aðdrag­anda banka­hruns­ins og þró­un­inni í íslenskum sjáv­ar­út­vegi und­an­farið eru umtals­verð. Skortur á eft­ir­liti og traust á virkni kerf­is­ins er nán­ast algjört.

Grá­sleppu­kvóti

Þegar þessi orð eru rituð í lok árs 2020 hefur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra náð að stofna til nokk­urrar úlfúðar innan Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Innan LS takast ann­ars vegar á öfl sem vilja kvóta­út­hlutun á grá­sleppu og hins vegar þeir sem vilja það ekki. Fyr­ir­komu­lag veið­anna hefur verið með þeim hætti að dögum hefur verið jafnt úthlutað milli lands­hluta og þess gætt að engin beri skarðan hlut frá borði. Þetta árið brást ráðu­neytið þó í þessu hlut­verki og mik­ill mis­brestur varð á að jafn­ræðis væri gætt. Hvers vegna er ég hér að velta þessu upp? Jú, grá­sleppan er ein af örfáum teg­undum við Íslands­strendur sem enn syndir frjáls utan kvóta­kerf­is. Þegar maður nú verður vitni að storm­inum í kringum þessa til­raun til kvóta­setn­ing­ar, áttar maður sig á því að maður hefur ítrekað á þessum árum sem maður hefur starfað við íslenskan sjáv­ar­út­veg orðið vitni að svip­uðum atburð­u­m. 

Kvóta­setn­ing byrjar ætíð með ein­hvers konar skorti, í þessu til­felli til­búnum skorti. Hlut­að­eig­andi sjó­menn sjá sér þar af leið­andi tæki­færi til verð­mæta­aukn­ingar til skamms tíma með sölu eigna í kjöl­far kvóta­setn­ingar og mögu­lega útleið úr grein­inni. Það sem á eftir fylgir er svo und­an­tekn­ing­ar­laust þróun í átt til fákeppni, nei­kvæð byggða­þróun og minnk­andi jákvæð áhrif á þjóð­ar­af­komu sökum mark­aðs­brest­anna. Í ár nýttu um 200 bátar rétt til veiða á grá­sleppu og afl­inn var um 5000 tonn. Ef grá­sleppan verður kvóta­sett má gera ráð fyrir því að bátum og störfum fækki um allt að 90% og að veiðar á henni muni ekki ná helm­ingi þess afla sem náð­ist í land þetta árið. Þessu til stuðn­ings þá var með­al­afli þorsks við Ísland 30 árin áður en kvóta­kerfi var tekið upp 409 þús­und tonn per ár. Með­al­afli þorsks við Ísland síð­ustu 30 ár eru 222 þús­und tonn per ár. Um fjölda báta í flota okkar þarf ekki að fjöl­yrða.

Strand­veiðar og við­bót­ar­dagar

Strand­veiðar eru önnur teg­und veiða utan kvóta­kerf­is. Veið­arnar eru stund­aðar á sumrin með mjög tak­mörk­uðum hætti. Ein­ungis er veitt fjóra daga vik­unnar auk þess sem veið­arnar eru tak­mark­aðar af hámarks dagsafla og tak­mörk­uðu heild­ar­afla­marki strand­veiði­flot­ans. Um miðjan ágúst­mánuð lá fyrir að afla­mark það sem ætlað var til veið­anna myndi ekki duga til loka mán­að­ar­ins. Mynd­að­ist þá þrýst­ingur á ráð­herra að bæta við nálægt 1000 tonnum til þess að forða atvinnu­leysi hjá hópn­um. Þessi sömu tonn höfðu fallið dauð niður árið áður þar sem afli náð­ist ekki það árið. Ákvörðun þessi hefði átt að vera auð­veld enda góð leið til að minnka atvinnu­leysi til skamms tíma og auka tekj­ur. Sú ákvörðun ráð­herra að verða ekki við beiðni þess­ari kom aftur á móti ekki á óvart.

Útflutn­ingur á óunnum afla

Hvernig hljómar það að sjáv­ar­út­vegs­þjóðin Ísland, tækni­væddasta sjáv­ar­út­vegs­þjóðin með flottasta fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið og mesta sjálfs­á­lit­ið, skuli flytja 50-55 þús­und tonn af fiski til vinnslu erlendis á einu ári? Hvernig má það vera að um 8% af verð­mætasta stofn­inum okkar þorsk­inum sé þannig fyrir kom­ið? Hvernig má það vera að aukn­ing á þess lags útflutn­ingi á þorski hafi auk­ist um 80% á milli áranna 2019 og 2020? Hvernig má það vera að til þess sé ekki horft á árinu 2020 að auka atvinnu hér heima tengda sjáv­ar­út­vegi?

Hér verður ekki talað fyrir höft­um. Sá sem þessa grein skrifar hefur fulla trú á frelsi í við­skipt­um. Það skal þó sagt að til þess að ná mark­miðum um auk­inn þjóð­ar­hag, byggðan á hag­vexti, þarf að skoða kerfið okk­ar. Kerfið inni­heldur hvata til útgerð­ar­manna sem geta unnið á móti þjóð­ar­hag. Jafn­framt skal bent á að fjöldi leiða er til hvata í átt að auk­inni vinnslu og auk­inni þjóð­ar­fram­leiðslu. Gríð­ar­legur þjóð­ar­hagur felst í því að mörkuð verði stefna til auk­innar virð­is­sköp­unar hér heima. Vöru­merkið Ísland á að vera leið­ar­ljós í þeirri stefnu­mótun sem ein­ungis stjórn­völd geta leitt.

Sam­keppn­is­mál

Lands­réttur kvað upp dóm í áfrýj­uðu máli Mjólk­ur­sam­söl­unnar í mars á þessu ári, þar sem sekt MS var stað­fest. Málið byggir á áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá árinu 2016 á þá leið að MS hefði með alvar­legum hætti brotið gegn banni í sam­keppn­is­lögum við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu. Málið hlaut ekki sér­stak­lega mikla umfjöllun í fjöl­miðlum en er athygl­is­vert. 

Sér­stak­lega er það þó athygl­is­vert í sam­hengi við sjáv­ar­út­veg­inn en Sam­keppn­is­eft­ir­litið gaf árið 2012 út álit sem fjallar um lóð­rétt sam­þætt útgerð­ar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki. Lík­indin með þeim fyr­ir­tækjum og sam­stæðu MS eru mikil og sér­stak­lega athygl­is­verð, sér­stak­lega  í því ein­falda ljósi sem varpa má á málið með því að SE talar um stærstu íslensku útgerð­ar­fé­lögin sem lóð­rétt sam­þætt fyr­ir­tæki sem inni­fela hættu á innri und­ir­verð­lagn­ingu. Á sama tíma tala þau sjálf um sig sem virð­is­keðju sem sé órjúf­an­leg og óend­an­lega mik­il­væg fyrir íslenskt sam­fé­lag. For­dæmi um slíkar keðjur í mann­kyns­sög­unni eru það mörg að fólk ætti að hrökkva við þegar slíkt er nefnt með jákvæðum for­merkj­um.

Nefnd um ljótu hliðar sjáv­ar­út­vegs­ins

Í jan­úar 2019 skil­aði Rík­is­end­ur­skoðun úttekt um Fiski­stofu. Þar var bent á að Fiski­stofa hefði ekki rækt hlut­verk sitt við eft­ir­lit með yfir­ráðum tengdra aðila. Við sem með sjáv­ar­út­vegi fylgj­umst vitum að þetta þýðir það að í íslenskum sjáv­ar­út­vegi halda nú þrjár stærstu blokk­irnar á fast að helm­ingi veiði­heim­ilda okk­ar. Nýjar tölur benda til þess að þessi tala sé allt að 43%. Ráðu­neytið setti á stofn sér­staka verk­efna­stjórn í kjöl­far úttekt­ar­innar sem skyldi huga að þremur ljótum hliðum kerf­is­ins; sam­þjöpp­un, brott­kasti og brotum á reglum um vigt­un. Til­lögur sem verk­efna­stjórnin skil­aði af sér á árinu eru svo veikar að einn af þremur mönnum í verk­efna­stjórn­inni skil­aði sér­at­kvæði um álit­ið. Þing­mað­ur­inn Páll Magn­ús­son hefur síðan komið fram með frum­varp um sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi. Páll lét af því til­efni hafa eftir sér í lok nóv­em­ber: „Með öðrum orðum það gengur ekki fyrir stórt fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, sem væri kannski komið upp undir þessi mörk, 12 pró­sent, að kaupa síðan 49 pró­sent í öðru stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki án þess að sá hlutur teld­ist með þeim afla­heim­ildum sem fyr­ir­tækið átti fyr­ir. Með öðrum orðum að koma í veg fyrir frek­ari sam­þjöpp­un.“

Ljóst er að stefnu­leysi ríkir varð­andi íslenskan sjáv­ar­út­veg. Margir þing­menn telja að best sé að treysta útveg­inum fyrir auð­lind­inni, meðan aðrir sjá að svo er alls ekki.

Skaða­bóta­málið

Um páska­helg­ina birti Krist­ján Þór Júl­í­us­son svar við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttir um bóta­kröfu útgerða vegna mak­rílút­hlut­un­ar. Þar kom fram að til­teknar útgerðir hafi sett fram skaða­bóta­kröfu á íslenska rík­ið. Skaða­bótakrafan hljóð­aði upp á rúma 10 millj­arða. Síðan þá hafa mál þró­ast á þann veg að eitt­hvað hefur hljóðnað yfir kröf­unni. Stað­reynd máls­ins er þó sú að Hæsti­réttur felldi dóm í mál­inu sem skaða­bóta­málið byggir á. Þar kom fram að þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra var óheim­ilt að úthluta mak­ríl­kvóta með þeim hætti sem hann gerði. Bótakrafan er því sterk og hlýtur að kalla á end­ur­skoðun laga, sem snúa að grund­vall­ar­rétt­indum fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Like

Fés­bókin er af mörgum talin helsti vett­vangur þjóð­fé­lags­um­ræðu sam­tím­ans. Nú í lok árs bár­ust þaðan stór­tíð­indi. Krist­ján Þór Júl­í­us­son hafði þar líkað við gagn­rýna umfjöllun um rann­sókn­ar­vinnu og umfjöllun RÚV um Sam­herj­a­málið svo­kall­aða. Sam­kvæmt skil­grein­ingum dóm­stóla þykir full­víst að með því lýsi hann því yfir að hann sé sam­mála. Gagn­rýnin umfjöllun um stærstu fyr­ir­tæki lands­ins er óþol­andi. Þetta minnir mig á lend­ingu manns­ins á tungl­in­u. 

Eitt lítið pikk fyrir mann á lykla­borð, ein risa­stór upp­ljóstrun fyrir heila sjáv­ar­út­vegs­þjóð.

Höf­undur er for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit