Á grænni grein

Sigurður Hannesson skrifar um áskoranirnar sem eru fram undan í loftslags- og orkumálum.

Auglýsing

Lofts­lags- og orku­mál verða eitt stærsta við­fangs­efni nýs árs. Þessi mál eru sam­ofin enda er nýt­ing end­ur­nýj­an­legrar orku lyk­ill­inn að árangri í lofts­lags­málum á heims­vísu. Önnur ríki vinna hörðum höndum að því að fram­leiða hreina orku í meira mæli. Þar hefur okkar stærsta fram­lag til lofts­lags­mála legið hingað til en við, líkt og önnur ríki þurfum að afla meiri hreinnar orku. Fram undan eru þriðju orku­skiptin sem eiga sér stað í sam­göngum þegar olíu er skipt út fyrir hreina orku­gjafa eða raf­elds­neyti. Fram­tíðin er háð orku og því þarf nauð­syn­lega að bregð­ast við með auk­inni orku­öflun og upp­bygg­ingu inn­viða í takt við orku­spár hins opin­bera og þarfir lands­manna. Það er sann­ar­lega verk að vinna enda er fram­kvæmda­tími mældur í árum.

Tæki­færi í grænum umskiptum

Grænu umskiptin sem nú eiga sér stað eru iðn­bylt­ing út af fyrir sig en þau eru komin til vegna ákalls ríkja heims til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Vilji ríkja heims og atvinnu­lífs til aðgerða kallar á miklar fjár­fest­ingar á næstu árum og ára­tugum í nýsköpun og nýrri tækni sem og í orku­skiptum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Grænu umskiptin munu eiga það sam­eig­in­legt með öðrum iðn­bylt­ingum að drif­kraftur breyt­inga er efna­hags­legur ávinn­ing­ur. Það þýðir að nýjar lausnir verða bæði hag­kvæm­ari en þær sem fyrir eru auk þess að hafa minni umhverf­is­leg áhrif og helst eng­in. Í þessu fel­ast tæki­færi. Á móti kemur að það verður áskorun að tryggja að umskiptin séu rétt­lát. Ólíkt öðrum iðn­bylt­ingum þá er þessi skipu­lögð af stjórn­völdum og árangur mun ekki nást nema með sam­vinnu við atvinnu­líf­ið. Stofnun Græn­vangs, sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og atvinnu­lífs um orku­þekk­ingu og grænar lausnir, var því mik­il­vægt skref í átt að árangri. Þannig eru tæki­færin á þessu sviði sótt á sama tíma og atvinnu­líf og stjórn­völd ganga í takt og hvetja hvort annað til aðgerða í lofts­lags­mál­um. Vit­und­ar­vakn­ing hefur skilað til­ætl­uðum árangri en tími aðgerða er runn­inn upp.

Atvinnu­lífið er á fleygi­ferð

Lofts­lags­veg­vísir atvinnu­lífs­ins var gef­inn út um mitt ár 2021 og er eitt skref atvinnu­lífs­ins á leið kolefn­is­hlut­leys­is. Helstu greinar atvinnu­lífs hafa lagt af stað og mátað sig við verk­efn­ið. Innan iðn­aðar má nefna fyr­ir­tæki í stór­iðju sem hafa náð miklum árangri nú þegar við að draga úr útblæstri en losun hefur dreg­ist saman um 75% á hvert fram­leitt tonn frá árinu 1990, fyr­ir­tæki í bygg­ing­ar­iðn­aði sem vinna af metn­aði að aðgerða­á­ætlun um kolefn­is­hlut­leysi og svo tækni­fyr­ir­tæki sem hafa þróað grænar lausnir til dæmis á sviði raf­elds­neytis og nið­ur­dæl­ingar koltví­oxíðs. Á vett­vangi Græn­vangs hafa hátt í eitt hund­rað lausnir á þessu sviði í íslensku atvinnu­lífi verið kort­lagðar sem sýnir glöggt þá grósku sem er til stað­ar. Fyr­ir­tæki lands­ins hafa metnað og vilja til að gera meira og betur í þessum málum eins og dæmin sanna. Á sviðum orku­skipta og nýsköp­unar liggja helstu tæki­færi atvinnu­lífs­ins til aðgerða.

Auglýsing

Stjórn­völd móta hvata

Til að ná til­settum árangri þurfa stjórn­völd að móta umgjörð sem er hvetj­andi til nýsköp­unar og fjár­fest­inga í nýrri tækni og orku­skipt­um. Það er ekki nóg að setja upp boð og bönn heldur þarf jákvæða hvata. Beina þarf fjár­munum í réttan far­veg grænna lausna. Það er umhugs­un­ar­efni í því sam­hengi hversu lít­ill Lofts­lags­sjóður er og hve miklum fjár­munum hann hefur varið í vit­und­ar­vakn­ingu á sama tíma og beinna aðgerða er þörf. Á sama tíma verja fyr­ir­tækin á annan millj­arð króna á ári í kaup á los­un­ar­heim­ildum en þeir fjár­munir rata hins vegar ekki í græn verk­efni sem er þó til­gangur kerf­is­ins. Þessu þarf að breyta ef ná á settum mark­mið­um.

Aðgerða er þörf í orku­málum

Helsta fram­lag Íslands í lofts­lags­málum hingað til felst í orku­skipt­um, ann­ars vegar nýt­ingu hreinnar raf­orku og svo nýt­ingu jarð­varma til hús­hit­un­ar. Þessi umskipti urðu löngu áður en nokkur vissi um lofts­lagsvá en drif­kraft­ur­inn var af efna­hags­legum toga. Það er hag­kvæmara að nýta ork­una í fall­vötnum og jarð­varma en að flytja inn olíu og kol til brennslu. Fram­tíðin er orku­háð eins og orku­spá hins opin­bera sýnir svart á hvítu, bæði vegna fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar sem nú stendur yfir og vegna grænna umskipta þar sem spurn eftir hreinni orku er nær ótæm­andi. Þegar við bæt­ast nýlegar fréttir af raf­orku­málum lands­ins hlýtur öllum að vera ljóst að aðgerða er þörf. Eft­ir­spurn eftir orku vegna orku­skipta og grænna skrefa fram á við árið 2022 verður ekki mætt með hátt í hálfrar aldar byggða­línu. Ekki verður lengur beðið með nauð­syn­legar aðgerðir hvað varðar öflun orku og styrk­ingu inn­viða til að tryggja landsmönnum næga orku og örugga orku. Þegar fram­kvæmda­tími er mældur í árum liggur í hlut­ar­ins eðli að ákvarð­anir í þessum málum eru ekki teknar í flýti. Við eflum sam­keppn­is­hæfni Íslands og þar með lífs­kjör allra lands­manna með aðgengi að nægu magni raf­orku til að mæta kröfum fram­tíð­ar­inn­ar. Slík nálgun er líka eitt mik­il­væg­asta fram­lag okkar til umhverf­is- og lofts­lags­mála.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit