Ó, borg mín borg

Kolbrún Baldursdóttir fer yfir árið í borginni en hún segir að Flokkur fólksins vilji sjá meira samráð við borgarbúa til að mynda hversu langt á að ganga í þéttingu byggðar og þrengingu gatna eða skreytingu torga.

Auglýsing

Nú líður að lokum þessa árs. Nýtt kjör­tíma­bil hófst á árinu og stimpl­aði Flokkur fólks­ins sig aftur inn í borg­ar­stjórn. Vonir stóðu til að fá tæki­færi til að kom­ast í meiri­hluta borg­ar­stjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörð­unum sem leiða mættu til bættra lífs­kjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlut­skipti borg­ar­full­trúa Flokks fólks­ins. Fáum óraði fyrir hversu slæm staða borg­ar­innar er í kjöl­far stjórn­ar­setu Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisnar og VG. Allt of stór hópur barna, öryrkja og eldra fólks á um sárt að binda og líður ekki vel. Of margar fjöl­skyldur og ein­stak­lingar geta ekki séð sér far­borða og hafa áhyggjur af grunn­þörfum sem eru fæði, klæði og hús­næði.

Vissu­lega er ekki allt svart. Ýmis­legt gengur vel í Reykja­vík og margir hafa það gott. Börnum upp til hópa líður vel í sínum aðstæðum og mörgum fjöl­skyldum og eldra fólki finnst gott að búa í Reykja­vík.

Óveð­urs­ský hafa hrann­ast upp

Þrátt fyrir það hafa óveð­urs­ský hrann­ast upp und­an­farin ár sem rekja má til slakrar stjórn­unar borg­ar­inn­ar. Fátækt hefur auk­ist og sýna rann­sóknir að van­líðan barna, öryrkja og ákveð­ins hóps eldri borg­ara vex. Fjár­hagur Reykja­vík­ur­borgar hefur tekið lóð­rétta stefnu niður á við. Lengi hefur verið ljóst hvert stefndi og sýndu vís­bend­ingar það áður en far­ald­ur­inn skall á. Flokkur fólks­ins hefur bent á óábyrga fjár­mála­stjórnun Reykja­vík­ur­borgar frá árinu 2018. Ákveðin svið t.d. þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­svið hafa nán­ast leikið sér með útsvarsfé borg­ar­búa. Einnig má nefna mikla þenslu á skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara. Það hlaut að koma að skulda­dög­um.

Auglýsing

Fátækt er stað­reynd

Ógn fátækt­ar­innar leggst mis­mun­andi á fjöl­skyldur en verst á börnin í þeim fjöl­skyldum sem bág­ast standa. Iðu­lega eru það ein­stæðir for­eldr­ar, börn for­eldra sem eru á örorku­bót­um, börn með fötl­un, börn inn­flytj­enda og börn sem til­heyra fjöl­skyldum með flóknar og umfangs­miklar ­þjón­ustu­þarf­ir. Talið er að ein­stæðir for­eldr­ar, öryrkjar, atvinnu­lausir og annað lág­tekju­fólk þar sem er ein­ungis ein fyr­ir­vinna búi við fátækt eða hættu á að ­falla í fátækt­ar­gildr­una. Sýnt hefur verið fram á með rann­sóknum að ójöfn­uður hefur auk­ist og þá einnig innan mennta­kerf­is­ins. Um­ræða um hús­næð­is­skort í Reykja­vík hefur verið hávær allt árið. Þeir sem koma verst út eru ein­stæðir for­eldrar og öryrkjar sem eru á leigu­mark­aði. Ekki bólar á neinum úrræðum til að styðja ­sér­stak­lega við þessa hópa.

Flokkur fólks­ins vill að gripið verði til sér­tækra og ­mark­vissra aðgerða í þágu þeirra verst settu. Horfa þarf sér­stak­lega til barna­fjöl­skyldna þar sem áhrifin eru nei­kvæð­ust á börn. Efla þarf félags­legan stuðn­ing við börn og ung­linga sem eru jað­ar­sett og félags­lega útskúf­uð. Til þess þarf skýra stefnu í sam­ræmi við ákvæði Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Flokkur fólks­ins lagði til að farið verði með kerf­is­bundnum hætti í að vinna að inn­leið­ingu Barna­sátt­mál­ans. Til­lög­unni var vísað til borg­ar­stjórnar og er þar enn óaf­greidd.

Flokkur fólks­ins er óþreyt­andi í umræð­unni um biðlista

Áhersla þessa og síð­asta borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta snýst um aðra hluti en grunn­þarfir fólks. Biðlistar barna eftir þjón­ustu fag­fólks, einna helst sál­fræð­inga og tal­meina­fræð­inga, hefur farið frá 400 börnum árið 2018 í 2049 börn í lok árs 2022.  

Ástandið hefur tekið toll af and­legri heilsu for­eldra og barna. Til­kynn­ingar um van­rækslu, ofbeldi og áhættu­hegðun hafa einnig auk­ist. Ein af afleið­ingum þess ástands sem ríkir nú í Reykja­vík­ur­borg er vopna­burður egg­vopna og bar­efla ung­menna. Í borg­ar­stjórn á haust­dögum lagði flokk­ur­inn fram til­lögu um að ­stýri­hópur yrði settur á lagg­irnar sem myndi kort­leggja auk­inn vopna­burð egg­vopna meðal ung­menna í Reykja­vík. Til­lög­unni var vísað til­ of­beld­is­varna­ráðs en hefur ekki fengið frek­ari skoðun þar.

Strætó úr byggða­sam­lags­kerf­inu og kanna hag­kvæmni með útboð hjá SORPU

Strætó og SORP­A eru byggða­sam­lög sem eru í eigu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Byggða­sam­lag er ólýð­ræð­is­legt kerfi og hefur Flokkur fólks­ins verið óþreyt­andi í að benda á dæmi þess. Reykja­vík, sem er stærsti eig­and­inn, hefur miklar fjár­hags­legar skuld­bind­ingar vegna stærðar sinnar en hlut­falls­lega minnstu aðkomu að ákvarð­ana­töku. Minni­hlut­inn í borg­inni hefur þess utan engan aðgang og fær aldrei tæki­færi til að hafa áhrif.

Nú hefur það verið við­ur­kennt af æ fleirum að byggða­sam­lags­kerfið hentar illa í rekstri t.d. Strætó. Eins var­lega og Flokkur fólks­ins vill stíga til jarðar þegar kemur að út­vist­un er sjálf­sagt að skoða hvort ein­hver hluti af rekstri þess­ara fyr­ir­tækja væri hag­kvæm­ari ef þeim væri útvi­stað. Nefna má við­hald vagna Strætó og einnig sorp­hirðu, að hluta til eða öllu leyti.

Var­huga­vert yrði þó að bjóða að fullu út rekstur Strætó enda er þar um að ræða beina þjón­ustu við fólkið (maður á mann þjón­usta).

Þjón­usta við við­kvæma hópa skert á meðan staðið er vörð um mið­læga stjórn­sýslu og þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­svið

Við fyrri umræðu voru teknar ákvarð­anir um gjald­skrár. ­Flokkur fólks­ins lagði til breyt­ingu á við­mið­un­ar­tekjum til lækk­unar fast­eigna­skatts og frá­veitu­gjalds elli- og örorku­líf­eyr­is­þega. Einnig var lagt til að frysta gjald­skrár­hækk­anir á vetr­ar­starfi frí­stunda­heim­ila og hjá sér­tækum félags­mið­stöðvum um eitt ár vegna mik­illar verð­bólgu. Meðal ann­arra til­lagna var að hætt verði að inn­heimta skrán­ing­ar- og eft­ir­lits­gjald af hunda­eig­endum þar sem flestir hunda­eig­endur þiggja enga þjón­ustu frá Reykja­vík­ur­borg. Flokkur fólks­ins vill einnig að gjald­skrá Árbæj­ar­safns verði breytt þannig að hjón/pör sem heim­sækja safnið með barn/­börn greiði ein­göngu gjald fyrir annað for­eldrið og að börn frá 0 til 17 ára og nem­endur með gilt skóla­skír­teini fái ókeypis aðgang.

Við síð­ari umræðu um fjár­hags­á­ætlun 2022 lagði full­trúi Flokks fólks­ins fram 17 sparn­að­ar­til­lögur um breytta for­gangs­röðun í þágu við­kvæmra hópa. Lagt var til að for­eldrar undir ákveðnu tekju­við­miði fái fríar skóla­mál­tíðir fyrir börn sín. Meðal til­lagna var að hag­ræða og for­gangs­raða í þágu lög­bund­innar þjón­ustu og að ekki komi til upp­sagna starfs­fólks á leik­skól­um. Margt smátt gerir eitt stórt og vill full­trúi Flokks fólks­ins að dregið verði úr útgjöldum vegna leigu­bíla­ferða starfs­manna og utan­lands­ferða. Styrkja þarf dag­for­eldra­kerfið og gera úttekt á hús­næð­is­málum öryrkja. Fara þarf í nauð­syn­legar úrbætur á aðgengi í skólum Reykja­vík­ur­borg­ar. Úrbóta­til­lögur Flokks fólks­ins við fyrri og seinni umræðu fjár­hags­á­ætl­unar voru allar felld­ar.  

Flokkur fólks­ins lagði til að sótt verði fjár­magn til Þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs með því að hætta kaupum á áskrift erlendrar ráð­gjafar sem þar hefur verið í gangi í heilan ára­tug án sýni­legs ávinn­ings þeirrar ráð­gjaf­ar. For­gangs­röðun á verk­efnum virð­ist fara að mestu leyti eftir því hvað sé skemmti­leg­ast að gera í stað þess hvað sé brýn­ast að gera, eins og ber­lega hefur komið í ljós í allri hug­mynda­vinnu og rann­sóknum sviðs­ins sem lítið hefur komið út úr.

Fara hefði átt strax í náið sam­starf við hin sveit­ar­fé­lögin og Staf­ræna Ísland í stað þess að vera ein á ferð í staf­rænni veg­ferð eins og þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­svið lagði upp með og kostað hefur borg­ina háar fjár­hæð­ir. Flokkur fólks­ins lagði til við seinni umræðu að breyt­ingar yrðu gerðar á skipu­riti og innra skipu­lagi Þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs og skrif­stofur og deildir sam­ein­aðar sem höfðu með sömu mála­flokka að gera auk þess sem milli­stjórn­endum yrði fækk­að.

Staf­rænar lausnir eru fram­tíðin og munu flýta fyrir þjón­ustu. Það sem hefur hins vegar skilað sér í til­búnum staf­rænum lausnum er í engu sam­ræmi við þær fjár­hæðir sem búið er að ausa í svið­ið.

Það virð­ist vera sem stór hluti þeirra fjár­muna sem úthlutað hefur verið í staf­ræna umbreyt­ingu hafi endað inn á svið­inu sjálfu í marg­vís­legar innri breyt­ingar sem margar hverjar munu þýða enn meiri útgjöld þegar fram líða stund­ir. Það er hlut­verk innri end­ur­skoð­unar að fara gaum­gæfi­lega yfir rekstur sviðs­ins með fram­an­greinda kostn­að­ar­aukn­ingu í huga.

Úrbóta­til­lögur meiri­hlut­ans voru margar en því miður voru einnig til­lögur sem skerða mik­il­væga þjón­ustu til barna og ann­arra við­kvæmra hópa. Leggja á niður starf­semi ung­linga­smiðja, stytta opn­un­ar­tíma félags­mið­stöðva og segja upp eða breyta til lækk­unar þjón­ustu­samn­ingi vegna rekstrar þjón­ustu­mið­stöðvar fyrir eldri borg­ara við Sléttu­veg 25-27. Leggja á niður starf­semi Vinjar og ung­linga­smiðj­urnar Tröð og Stíg­ur. Flokkur fólks­ins hefur lagt fram til­lögu um að hvort tveggja verði end­ur­skoð­að.

Nýi meiri­hlut­inn og fram­tíðin

Flokkur fólks­ins vill sjá meira sam­ráð við borg­ar­búa t.d. hversu langt á að ganga í þétt­ingu byggðar og þreng­ingu gatna eða skreyt­ingu torga. Ótal margir þættir fara í gegn án þess að hags­muna­sam­tök fatl­aðs fólks fái nokkuð um það að segja. Stæð­iskort­höfum er gert að greiða gjald í bíla­stæða­húsum sem er brot á lögum og aðgeng­is­mál flestra bið­stöðva er á­bóta­vant svo dæmi séu tek­in. Það gleymd­ist að huga að þessum hópi þegar Klapp greiðslu­kerfi Strætó var tekið í notk­un.

Nú er hálft ár liðið með örlítið breyttum meiri­hluta og reyna margir án efa að sjá fyrir sér hvernig þetta kjör­tíma­bil verð­ur. Verða áherslur allar þær sömu eða verður eitt­hvað nýtt ívaf? Ef marka má þá mán­uði sem eru liðnir er hér um afskap­lega svip­aðan meiri­hluta að ræða og áður. Fram­sókn­ar­flokknum er þó vor­kunn því ­full­trúum hans óraði senni­lega ekki fyrir hversu alvar­leg fjár­hags­staða Reykja­vík­ur­borgar er. Í þessu ástandi verðum við að huga að fólk­inu í borg­inni.

Hér hafa verið reifuð helstu mál Flokks fólks­ins á árinu sem er að líða og reynt að draga upp raun­sæja mynd af ástand­inu í borg­inni eins og það birt­ist í dag. Flokkur fólks­ins í borg­ar­stjórn þakkar sam­starf og sam­veru á árinu sem er að líða og óskar lands­mönnum öllum gleði­legs nýs árs og frið­ar.

Höf­undur er odd­viti Flokks fólks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit