Síbreytilegar áskoranir

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að Íslendingar séu afar tilbúnir til þess að tileinka sér nýjar leiðir í rafrænni þjónustu, en þessari auknu notkun fylgi einnig áskoranir og þörf á breytingu á reglugerðum.

Auglýsing

Miklar breyt­ingar hafa orðið í íslensku þjóð­fé­lagi og heim­inum und­an­farið ár, á sviði fjár­mála og trygg­inga­starf­semi eru staf­rænar breyt­ingar og þau tæki­færi og þær áskor­anir sem þeim fylgja efst í huga. Við­skipta­vinir banka og trygg­inga­fé­laga hafa tekið þessum breyt­ingum fagn­andi og nýta sér óspart í við­skiptum sín­um. Dæmi um þessa auknu notkun má meðal ann­ars sjá í tölum eins við­skipta­bank­anna frá síð­asta ári þar sem 99% snert­inga við bank­ann voru á raf­rænu formi. Einnig birti eitt vátrygg­inga­fé­lag­anna að 60% tjóna hafi verið til­kynnt með raf­rænum hætti árið 2021. Aukin notkun á raf­rænni þjón­ustu hefur í för með sér tíma­sparnað og betri þjón­ustu. Þá minnkar raf­ræn þjón­usta kolefn­is­spor fjár­mála­geirans, sem aug­ljós­lega verður sífellt mik­il­væg­ara atriði.

Íslend­ingar eru afar til­búnir til þess að til­einka sér nýjar leiðir í raf­rænni þjón­ustu, en þess­ari auknu notkun fylgja einnig áskor­anir og þörf á breyt­ingu á reglu­gerð­um. Staf­rænar breyt­ingar kalla á auknar örygg­is­kröfur en ný tækni býr til nýjar leiðir til þess að stunda pen­inga­þvætti og fjár­svik. Um mitt ár voru til að mynda inn­leiddar reglur um sterka auð­kenn­ingu til þess að auka öryggi í raf­rænum við­skiptum og þjón­ustu. Þá hefur áreið­an­leika­könn­unum verið beitt sem lið í því að berj­ast gegn pen­inga­þvætti og stuðla að gagn­sæi í við­skipt­um. Til að koma í veg fyrir pen­inga­þvætti þurfa fjár­mála­fyr­ir­tæki að treysta á sam­vinnu við við­skipta­vini sína. Erfitt er að sníða reglur þannig að allir verði ánægðir og geti nýtt sér nýjar þjón­ustu­leiðir til fulls. Ein­hverjir gætu saknað þess að gera sér ferð hver mán­að­ar­mót í útibú sitt og ekki má gleyma þeim sem ekki geta nýtt sér einir og óstuddir staf­rænar leið­ir. Mik­il­vægt er að tryggja aðgengi allra og eiga SFF nú sam­tal við stjórn­völd um laga­legar úrbætur til að tryggja aðgengi fatl­aðra og ann­arra með færniskerð­ingu sem leiðir til þess að við­kom­andi geta ekki nýtt staf­rænar leiðir í fjár­mála­þjón­ustu óstudd­ir.

Auglýsing

Þróun staf­rænnar fjár­mála­þjón­ustu helst í hendur við stefnu stjórn­valda um staf­ræna þjón­ustu hins opin­bera. Þar kemur sú sýn fram að staf­ræn þjón­usta nýt­ist til þess að skapa öfl­ugt sam­fé­lag með auk­inni sam­keppn­is­hæfni sem leiðir til verð­mæta­sköp­unar og myndar grund­völl hag­sæld­ar. SFF taka undir með stjórn­völdum að staf­ræn þjón­usta þarf að vera allt í senn skýr, örugg, ein­föld og hrað­virk. SFF leggja líka ríka áherslu á að staf­ræn þjón­usta þarf að vera ódýr fyrir not­and­ann. Nú tíðkast að við­skipta­vinir feli fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, fyrir sína hönd, að sækja gögn til hins opin­bera sem varða fjár­hags­mál­efni þeirra t.d. í tengslum við vinnslu greiðslu­mats fyrir lána­fyr­ir­greiðslu. Í þessu sam­hengi leggja SFF ríka áherslu á að stjórn­völd hefji sem fyrst heild­ar­end­ur­skoðun á fyr­ir­komu­lagi gjald­töku hins opin­bera vegna afhend­ingar staf­rænna gagna frá hinu opin­bera til fjár­mála­fyr­ir­tækja að beiðni viðskipta­vina þeirra. Eðli­legt er að gjald­takan verði löguð að nýjum staf­rænum veru­leika í opin­berri þjón­ustu og fjár­mála­þjón­ustu. Hóf­leg og gagnsæ gjald­taka er leið­ar­stef í þessu sam­bandi. Að mati SFF er eðli­legt að líta svo á að ein­stak­lingar eigi sjálfir sín gögn hjá hinu opin­bera og geti falið fjár­mála­fyr­ir­tækjum að sækja gögnin fyrir sína hönd án þess að það leiði til hærri verð­lagn­ingar af hálfu hins opin­bera en þegar ein­stak­ling­arnir kalla sjálfir eftir gögnum frá hinu opin­bera.

Staf­ræna veg­ferðin mun halda áfram á næstu árum. Fyrstu íbúða­lán­unum var þing­lýst raf­rænt á árinu og munu raf­rænar þing­lýs­ingar halda áfram að þró­ast á næstu miss­er­um. Sam­tökin binda vonir við að á næsta ári líti dags­ins ljós frum­varp um raf­rænar skulda­við­ur­kenn­ingar sem mun búa til lag­ara­mma um lána­skjöl á staf­rænu formi. Mark­miðið er að fá lög­gjöf um nýtt lána­form, raf­rænar skulda­við­ur­kenn­ing­ar, sem veitir sam­bæri­legt rétt­ar­fars­hag­ræði og skulda­bréf, og miðar að því að auka skil­virkni í við­skipt­um, ein­falda lána­um­sýslu, hafa jákvæð umhverf­is­á­hrif og skapa hag­ræði fyrir almenn­ing, lán­veit­endur og opin­bera aðila.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit