Ár veirunnar og áratugur g(l)eymdra verkefna

Indriði H. Þorláksson gerir upp árið sem er að líða.

Auglýsing

Um ára­tug eftir banka­hrunið leiddi COVID-19 veiran aðra kreppu yfir heims­byggð­ina. Á þeim tíma hafa þrjár rík­is­stjórnir stýrt land­inu að fáum mán­uðum slepptum og haft tæki­færi til að draga lær­dóm af hrun­inu og koma hér á ein­hverjum af þeim umbótum sem kraf­ist var í bús­á­halda­bylt­ing­unni. Hefur það gengið eft­ir?

Vel­ferð­ar­stjórnin

Ísland náði vopnum sínum í efna­hags­málum fljót­lega eftir hrun­ið. Aðgerðir í rík­is­fjár­málum og banka­málum og stað­festa í gjald­eyr­is­málum báru þann árangur að í lok kjör­tíma­bils fyrstu stjórnar eftir hrunið voru rík­is­fjár­málin komin í jafn­vægi, góður afgangur var á við­skipta­jöfn­uði og atvinnu­leysi fór stöðugt minnk­andi. Í öðrum málum var staðan verri. Ásetn­ingur um að læra af hrun­inu kom fram í ákvörðun Alþingis um að rann­saka aðdrag­anda þess. Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis árið 2010 ver gott verk sem greindi feril og ástæður hruns­ins svo ítar­lega að draga mátti lær­dóm af. Skýrslan afhjúpaði sam­tvinnun fjár­mála og stjórn­mála og lýsti því hvernig fámennur hópur fjár­mála­spek­úlanta með tak­markað þekk­ingu á efna­hags­málum og litla reynslu af banka­starf­semi fékk eign­ar­haldi á íslensku bönk­unum afhent á silf­ur­fati stjórn­valda sem blinduð af græðg­is­hug­sjón nýfrjáls­hyggj­unnar hlýddu kalli nýrra eig­enda um hömlu­leysi í fjár­mála­starf­semi. Á fáum árum tókst þeim að slá umheim­inn um nærri tífalda lands­fram­leiðslu Íslands. Þegar að skulda­dögum kom var gengið í sjóði almenn­ings í leit að björgun en allt var orðið um sein­an. Við upp­gjör þrota­búa bank­anna, stærsta gjald­þroti til þess tíma, reynd­ust þau eiga fyrir innan við helm­ingi skulda sinna.

Skýrsla RNA vakti vonir um til­tekt á stjórn­mála­svið­inu og end­ur­nýjað traust í sam­fé­lag­inu á stjórn­völd en þær vonir brugð­ust. Hlutur stjórn­mála og stjórn­sýslu í aðdrag­anda hruns­ins kann að hafa gert það að verkum að ekki var hjá öllum vilji til að horfast í augu við þann djúp­stæða vanda sem birt­ist í skýrslu RNA. Flestar stjórn­mála­hreyf­ingar lands­ins höfðu tekið þátt í dans­inum um gull­kálfa útrás­ar­innar og sam­samað sig þeim með einum eða öðrum hætti, rutt þeim braut og lofsung­ið. Þrátt fyrir háværar kröfur um að stjórn­völd öxl­uðu ábyrgð varð nið­ur­staða fyrstu kosn­inga eftir hrun að kjarn­inn úr for­ysta gömlu flokk­anna sat áfram á þingi í skjóli kosn­inga­reglna hér á landi og meðal nýlið­anna reynd­ust margir ekki valda því verk­efni sem þeirra beið. 

Auglýsing

Þessa þróun má lík­lega að nokkru kenna ofætl­unar rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur. Það að leysa á stuttum tíma mörg stór­mál eins og end­ur­nýjun stjórn­ar­skrár­inn­ar, auð­linda­mál­in, gjald­mið­ils­málin og aðild að ESB auk þessa að end­ur­reisa efna­hags­lífið og vinna að fjöl­mörgum umbótum á sviði félags­mála var ein­fald­lega of mik­ið. Sumt af þessu kom við kaunin á aðilum sem sterkar stjórn­mála­hreyf­ingar eru bundnar traustum bönd­um. And­stæð­ingar stjórn­ar­innar höfðu því úr nægu að moða til að ala á óánægju. Í mál­rófi um allt annað en skýrslu RNA dó hún drottni sínum lítt lesin en leiði hennar varð frjór jarð­vegur fyrir gam­al­kunna sér­hyggju og þjóð­ern­is­remb­ing sem kom m.a. fram í því að við kenndum öllum öðrum en okkur sjálfum um það sem illa hafði far­ið.

Ár silf­ur­skeið­anna

Að skýrslu RNA gleymdri og lof­orði um nýja stjórn­ar­skrá sviknu hófst tími silf­ur­skeið­anna. Völdin í þjóð­fé­lag­inu færð­ust í hendur arf­taka þeirrar stjórn­mála­afla sem ríkt höfðu á ára­tug­unum fyrir hrun, selt fjár­mála­kerfið í hendur fjár­glæfram­anna og greitt götu þeirra allt til hruns­ins. Arf­tak­arnir reynd­ust ekki ætt­lerar og voru trúir sín­um. Brutu þeir niður það sem áunn­ist hafði í jafn­að­ar­átt hjá vel­ferð­ar­stjórn­inn­i.  Hóf­leg skatta­hækkun á lág­skattað stór­efna­fólk var afnum­in, gjöld kvóta­greifa fyrir aðgang að fisk­veiði­auð­lind­inni voru lækkuð og stór­iðj­unni tryggt að geta flutt allan arð af vatns­orku­auð­lind­inni úr landi. Sam­tímis var dregið úr stíg­anda almenna tekju­skatts­ins og bótaliðir skertir sem ásamt inn­byggðum áhrifum verð­lags­breyt­inga á skatta flutti millj­arða­tuga skatt­greiðslur af breiðu bök­unum yfir á hin veik­ari. Tekjur rík­is­ins af auknum umsvifum í hag­kerf­inu gerði stjórn­völdum einnig kleift að leika jóla­sveina með „leið­rétt­ing­unni miklu“ ­sem að vísu lenti að mestu í skóm þeirra sem mest áttu fyr­ir.

Eitt af því sem hrunið hafði varp­aði ljósi á var hve útbreitt það var að fjár­spek­úlantar festu í skatta­skjólum fé sem þeir drógu út úr fyr­ir­tækjum og fjár­mála­stofn­unum með upp­blásnum launa­greiðsl­um, bón­usum og sölu­hagn­aði hluta­bréfa. Þessi gluggi inn í skugga­ver­öld fjár­mál­anna  hafði orðið til þess að á fyrstu árum eftir hrunið náð­ist að gera tak­mark­aðar breyt­ingar á skatta­lögum til að stemma stigu við stór­felldum skatt­und­anskot­um. Frek­ari úrbætur dög­uðu uppi hjá næstu stjórn en for­tíðin kom for­sæt­is­ráð­herra hennar í bak í beinni sjón­varps­út­send­ingu þegar hann varð upp­vís að því að hafa falið fé í skatta­skjóli og snið­gengið skatta­lög­in. Lauk ráð­herra­dómi hans að því er virð­ist fremur vegna klaufa­legrar sviðs­fram­komu en sið­ferð­is­brests því annar ráð­herra sem einnig var í Panama­skjöl­unum sat sem fastast, styrkti stöðu sína innan Flokks­ins og leiddi síðan skamm­lífa hægri­m­iðju­stjórn sem sprakk svo innan árs vegna frænd­hygli­mála og trún­að­ar­brests.

Stjórnir áranna 2013 til 2017 tóku við þjóð­ar­búi sem var koma út úr kreppu eftir hrunið og öll teikn bentu til hag­vaxtar og góð­ær­is. Merkúri, guði ferða­langa, hafði þókn­ast að bæta Íslandi á landa­kort lággjalda­flug­fé­laga og fyllt­ist landið brátt af ferða­fólki, hót­el­um, rútum og erlendu far­and­verka­fólki og gildn­uðu sjóðir fyr­ir­tækja, banka og hins opin­bera. En í stjórn­málum voru þessi ár glat­aður tími. Traust almenn­ings á Alþingi og stofn­unum sam­fé­lags­ins hafði ekki batn­að. Umbætur á grund­velli skýrslu RNA urðu engar og gömlu valda­blokk­irnar sátu við stýrið jafn hug­mynda­fræði­lega gjald­þrota og áður. Góð stað í efna­hags­málum hafði verið notuð til að taka til baka jöfn­un­ar­að­gerðir vel­ferð­ar­stjórn­ar­innar en ekk­ert gert til að bæta efna­hags­lega og félags­lega inn­viði, sam­göngu­kerfið látið molna niður og heil­brigð­is­kerfið fjársvelt þrátt fyrir ákall meiri­hluta þjóð­ar­innar um úrbæt­ur. Sinnu­leysi og aft­ur­hald ein­kenndi einnig önnur mál. Stjórn­ar­skránni var haldið í gísl­ingu og í utan­rík­is­málum var helst horft til ein­angr­un­ar­stefnu Breta sem fyr­ir­mynd­ar.

Stjórn mála­miðl­ana

Að afstöðnum kosn­ing­unum 2017 horfði ekki vel fyrir myndun nýrrar stjórn­ar. Staða gömlu aft­ur­halds­afl­anna var sterk og trúnað skorti milli ann­arra flokka auk þess sem forn­eskju­lega afstaða VG í Evr­ópu­mál­unum hefði orðið trú­verð­ugu sam­starfi þeirra fjötur um fót. Lauk málum svo með sam­starfi VG, D-lista og þess hluta gamla fram­sókn­ar­flokks­ins sem tald­ist húsum hæf­ur. Ekki er að efa að þokki for­manns VG hefur valdið miklu um myndun stjórn­ar­innar og lagni hans tryggt líf­daga henn­ar.

Vega­nesti hinnar nýju stjórn­ar, stjórn­ar­sátt­mál­inn, var afar kafla­skipt­ur. Ann­ars vegar var  fram­sækin og metn­að­ar­full áform í vel­ferð­ar­málum og umhverf­is­mál­um, verð­ugt fram­hald á stefnu  vel­ferð­ar­stjórn­ar­inna en hins vegar var óskrifað blað um fjár­hags­legar for­sendur til að fylgj þeirri stefnu eft­ir. Má eig­in­lega segja að stjórn­ar­sátt­mál­inn hafi aldrei verið skrif­aður nema til hálfs. Vera má að bjart­sýni hafi ráðið för. Efna­hags­lífið var í upp­sveiflu og tekjur rík­is­sjóðs höfðu vaxið umfram und­ir­liggj­andi hag­stærð­ir. Með þessu var unnt að auka fé til heil­brigð­is­mála, mennta­mála og umhverf­is­mála og taka löngu tíma­bær skref í þeim málum á árunum 2018 og 2019 en veg­ur­inn eftir það var lík­legur til að verða tor­fær þegar tekna af upp­sveifl­unni nyti ekki lengur við.

Strax í upp­hafi sýndi sig mis­ræmið milli stjórn­ar­sátt­mál­ans og rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ar. Sú áætlun var dæmi­gert hag­sveiflu­líkan þar sem sveiflu­bundnum tekju­auka er ráð­stafað í tíma­bund­inn útgjalda­auka og skulda­greiðslur en gert ráð fyrir að rifa seglin með aðhalds­kröfum þegar verr byrj­aði. Við lok kjör­tíma­bils­ins áttu útgjöld rík­is­ins til vel­ferð­ar­mála að vera komin niður í það sama og þau voru 2016. Með öðrum orðum engin var­an­leg breyt­ing, engin fram­tíð­ar­sýn um bætta inn­viði og þjón­ustu, ekki einu sinni tekið mið af fyr­ir­sjá­an­legum afleið­ingum lýð­fræði­legra breyt­inga. Með sam­þykki á nær óbreyttri rík­is­fjár­mála­á­ætlun út kjör­tíma­bilið má segja að stjórn­ar­sátt­mál­an­um  hafi verið breytt í „Mission impossi­ble“ og gjöfin til útgerð­ar­innar með afnámi allra raun­veru­legra veiði­gjalda inn­sigl­aði síðan sam­komu­lag um status quo. Veik­leiki stjór­ar­sátt­mál­ans var ekki bara það að skrifa hann ekki að fullu, þ.e. að leggja mat á tekju­þörf rík­is­ins vegna áform­aðra umbóta og skil­greina hvernig tekna yrði afl­að. Hinn var ekki minni að fela allt vald í fjár­málum flokki sem hefur verið erind­reki þeirra sem ekk­ert vilja leggja til sam­neysl­unn­ar. Af þessum ástæðum hefði síð­ari hluti kjör­tíma­bils­ins lík­lega orðið stjórn­inni erf­iður þótt COVID-19 hefði ekki komið til. Þess sáust þegar merki við afgreiðslu fjár­laga fyrir árið 2020 að tekju­sveiflan var að gefa eftir og draga varð úr upp­greiðslu rík­is­skulda og vantar þó mikið á að í fram­kvæmd séu komin öll þau fyr­ir­heit sem í stjórn­ar­sátt­mál­anum voru. Hvernig þau fjár­lög hefðu komið út í reynd verður ekki svar­að. COVID-19 yfir­tók stjórn rík­is­fjár­mála í árs­byrjun 2020. 

Á fyrri helm­ingi kjör­tíma­bils­ins hafa verið tekin stór skref í heil­brigð­is­málum og umhverf­is­málum og bætt um í mennta­mál­um, sam­göngu­málum og ýmsum félags­mál­um. Var það mögu­legt vegna hag­sveifl­unnar en var­an­leiki þeirra var óráð­inn vegna skorts á fram­tíð­ar­sýn og staðn­aðar fjár­mála­stefnu. Stefnu­leysi ríkir í ferða­mál­um, þeim geira sem átti drýgstan þátt í að bæta efna­hags­á­standið eftir hrunið en brotn­aði niður hér eins og víð­ast hvar í veiru­far­aldr­in­um. Stjórn­völd eft­ir­lét­u „­mark­aðn­um“ að ráða för. Í þessu til­viki voru það flug­fé­lög, íslensk sem erlend, hót­el­fjár­festar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og „­upp­lif­un­ar“-­iðn­að­ur­inn. Hags­munir þeirra eru að sem flestir komi til lands­ins, stoppi stutt og eyði sem mestu þann tíma. Ferða­mennska til lands­ins var þannig að þró­ast í skamm­tíma­t­úrisma þar sem gest­irnir er settir í hótel í höf­uð­borg­inni, skoða hana, fara gullna hring­inn eða áþekkar dagsferðir og eru svo bað­aðir í Bláa lón­inu og sendir burt með fullt af myndum af landi sem þeir vita lítið um. Ekk­ert hefur verið gert til að skjóta stoðum undir það að ferða­þjón­usta á lands­byggð­inni geti þró­ast á eigin for­send­um, engir skipu­legir flutn­ingar á ferða­mönnum til áfanga­staða á lands­byggð­inni eru í boði nema með gist­ingu í höf­uð­borg­inni og það virð­ist vera keppi­kefli Vatns­mýr­ar­vina að koma í veg fyrir sam­teng­ingu milli­landa­flugs og inn­an­lands­flugs.

G(l)eymdu málin

Þótt góður árangur - með óvissum var­an­leika og fram­haldi - hafi náðst í nokkrum áður­nefndum mála­flokkum hefur lítið þok­ast í stór­málum sem verið hafa efst á umbóta­lista margra flokka allt frá hruni. Stærst þeirra er án efa stjórn­ar­skráin enda er end­ur­skoðun hennar ekki aðeins for­senda nauð­syn­legra stjórn­sýslu- og lýð­ræð­isum­bóta heldur einnig það tákn um umbóta­vilja sem þarf til að traust á stjórn­völdum verði end­ur­vak­ið. Það er í reynd óskilj­an­legt að heilum ára­tug eftir að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar lýsti yfir þeim vilja sínum að fá nýja stjórn­ar­skrá og sam­þykkti öll meg­in­efn­is­at­riði hennar skuli full­trúum þess­arar sömu þjóðar á Alþingi hafa með merk­ing­ar­lausri þrætu­bók­arlist og klækjum tek­ist að víkja sér undan þeirri lýð­ræð­is­legu skyldu að fara í þessu efni að vilja þjóð­ar­inn­ar. 

Þýska stjórn­ar­skráin er að margra mati ein full­komn­asta stjórn­ar­skrá í heimi. Hún var samin af sér­stöku þingi skip­uðu 70 full­trúum stjórn­mála­flokka í fylkj­unum sem síðar mynd­uðu Þýska sam­bands­lýð­veldið og í Berlín. Stjórn­ar­skrár­þingið sam­þykkti stjórn­ar­skrána 8. maí 1949, réttum fjórum árum eftir upp­gjöf nas­ista og hafði unnið að henni frá 1. sept­em­ber árið áður og því starfað í rúma 7 mán­uði. Alþingi okkar hefur ekki tek­ist að koma sér saman um svo mikið sem eina stjórn­ar­skrár­grein á heilum ára­tug. Ein­hverju kann að hafa valdið að þýska stjórn­ar­skrár­þingið sátu hugs­uðir og hug­sjóna­menn sem síðar leiddu Þýska­landi til sam­starfs við önnur Evr­ópu­ríki, sem með því bjuggu þjóðum álf­unnar meiri frið, frelsi, félags­legt öryggi og vel­ferð en þekkst hefur áður. Þeim sem telja að „víð­tæk sátt“ þurfi að nást um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá skal bent á að nærri fimmt­ungur full­trúa á þýska stjórn­ar­skrár­þing­inu greiddi atkvæði á móti til­lög­unni sem sam­þykkt var af 53 af 65 atkvæð­is­bærum full­trúum og hún var einnig felld í einu fylkj­anna sem sá sig síðar um hönd og sam­þykkti hana.

Etv. eru auð­linda­málin ein helsta orsök þess að Alþingi hefur ekki tek­ist að ráða við stjórn­ar­skrána. Núver­andi stjórn­ar­skrá kveður ekki nógu tryggi­lega á um þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umfang þeirra og inn­tak þjóð­ar­eign­ar. Eign­ar­réttur ein­stak­linga hefur aftur á móti á grunni hennar verið blás­inn upp til hins ýtrasta þannig að farið er að selja útlend­ingum ár og læki, fjöll og dali og fela þeim yfir­ráð yfir fjörðum og ströndum og hand­lagn­ing stór­út­gerða á fisk­veiði­rétt­indum er varin sem atvinnu­rétt­indi. Auk þess hafa stjórn­völd ráð­stafað stórum hluta af vatns­orku lands­ins til erlendrar stór­iðju án þess að þjóðin fái af henni arð. Mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur lýst sig fylgj­andi því að nátt­úru­auð­lindir lands­ins, þ.m.t. nýt­ing­ar­réttur á fiski­stofnum við land­ið, verði í stjórn­ar­skránni skil­greindar sem sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Sú skil­grein­ing þarf að vera tví­mæla­laus og fela það í sér að þjóðin ein eigi til­kall til alls arðs af nátt­úru­auð­lindum lands­ins (auð­lind­arent­unn­ar). 

Fáeinar fjöl­skyldur í land­inu hafa náð undir sig stórum hluta af auð­lind­arentu lands­ins með atbeina stjórn­mála­afla. Gefur þetta þeim árlega tugi eða hund­ruð millj­arða króna í tekjur umfram það sem getur talist eðli­legur hagn­aður af fjár­fest­ingu þeirra í rekstr­in­um. Þetta má m.a. sjá í árs­reikn­ingum eign­ar­halds­fé­laga kvóta­haf­anna þar sem tug­millj­arða eigið fé þeirra bólgnar út ár frá ári og er notað til að kaupa upp aðra arð­væn­lega starf­semi í land­inu. Kvísl­ast ítök þeirra og fjár­hags­legt vald um allt efna­hags­lífið og gerir það meira og minna háð þeim. Þegar talað er um „víð­tæka sátt“ um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar ættu menn hafa í huga að þessi fámenni en öfl­ugi hópur mun beita þeim póli­tísku áhrifum sem hann hefur til þess að hindra fram­gang allra stjórn­ar­skrár­breyt­inga sem hrófla við ein­okun þeirra og mun aldrei sætt­ast á að sleppa þeim feita bita sem auð­lindaarð­ur­inn er. Þjóðin verður því milli­liða­laust að taka ákvörðun um þetta stóra grund­vall­ar­at­riði og láta afl eigin atkvæða ráða. 

Veiran

Veiran sem veldur COVID-19 greip með afger­andi hætti inn í íslenskan veru­leika. Efna­hags­leg áhrif heims­far­ald­urs­ins verða mikil hér á landi vegna þess hve ferða­þjón­usta er gildur þáttur í atvinnu­þátt­töku og gjald­eyr­is­öfl­un. Tekju­fallið mælt sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu verður til skamms tíma álíka mikið eða meira en í hrun­inu en gæti til lengri tíma reynst minna vegna eðl­is­munar á þessum tvennum áföllum og á til­tækum við­brögðum stjórn­valda. Hrunið var fjár­mála- og lána­kreppa sem þurrk­aði upp pen­inga­legar eignir og reif niður með sér aðra starf­semi sem háð var lána­fyr­ir­greiðslu. Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn varð einkum fyrir barð­inu á þessu og þurfti langan tíma til að byggja upp getu sína að nýju og ekki síst að bíða eft­ir­spurn­ar. Flestar aðrar atvinnu­greinar voru að mestu ólaskaðar þótt ein­hver fyr­ir­tæki hafi staðið illa vegna fyrri fjár­mála­ráð­staf­ana. Kreppan nú er fyrst og fremst eft­ir­spurn­ar- og tekju­fall ferða­þjón­ustu og tengdra fyr­ir­tækja en rekstr­ar­fjár­munir grein­ar­innar eru enn til staðar og líkur á að eft­ir­spurn vaxi hratt þegar pest­inni linn­ir. Þótt efna­hags­leg áhrif þess­ara áfalla séu svipuð að umfangi eru þau í ýmsu ólík og kalla á mis­mun­andi við­brögð auk þess sem aðstaða stjórn­valda þá og nú er gjör­ó­lík. Í báðum til­vikum er meg­in­at­riðið að við­halda kaup­mætti, bæði af félags­legum ástæðum og eins til þess að koma í veg fyrir keðju­verk­andi sam­drátt eft­ir­spurnar og aukið atvinnu­leysi. Staða rík­is­sjóðs var þá, ólíkt því sem nú er, í molum og Seðla­bank­inn í reynd gjald­þrota. Aðstaða og tæki til inn­gripa nú eru allt önnur og betri.

Aðgerðir stjórn­valda nú eru í stórum dráttum í lagi. Láns­fjár­mögnun fyr­ir­tækja var auð­velduð og miklu fé úr rík­is­sjóði varið til að verja kaup­mátt almenn­ings. Deila má um það hvort þær leiðir sem valdar voru til þess hafi allar verið heppi­leg­ar. Áhersla var lögð á að aðstoð rík­is­ins færi sem mest í gegnum fyr­ir­tækin í stað þess að styrkja ein­stak­ling­ana beint. Með því er hætta á að aðgerð­irnar verði ekki mark­vissar og féð hafi að ein­hverju leyti runnið til fyr­ir­tækja sem hefðu getað staðið af sér áfallið og því hafi í reynd verið að bæta þeim tekju­fall en ekki að tryggja afkomu laun­þeg­anna. Það og aðrar ráð­staf­anir til stuðn­ings fyr­ir­tækjum eru vand­með­farnar og vara­sam­ar. Tekju­tap vegna veiru­far­ald­urs­ins er end­an­legt tap. Sú þjón­usta sem ekki seld­ist árið 2020 geym­ist ekki og verður ekki seld síð­ar. Stuðn­ingur rík­is­ins við ein­stak­linga vegna tekju­missis bygg­ist á félags­legri og póli­tískri fram­færslu­skyldu og stendur öllum ein­stak­lingum til boða. Hann felur í sér eigna­til­færslu í sam­ræmi við hlut­lægar for­sendur svo sem tekjur og eignir og aðrar aðstæð­ur. Engin sam­bæri­leg skylda hvílir á rík­inu til að tryggja afkomu fyr­ir­tækja eða bæta þeim upp tap. Slíkt yrði heldur ekki gert án eigna­til­færslu frá almenn­ingi til fyr­ir­tækj­anna sem erfitt er að rök­styðja. Stuðn­ingur við fyr­ir­tæki umfram lána­fyr­ir­greiðslu eða gegn end­ur­greiðslu­kvöðum ætti ekki að koma til álita af þeim ástæðum auk þess að hann er vafa­samur frá sam­keppn­is­sjón­ar­miði.

Aðgerðir rík­is­sjóðs vegna veirunnar munu að sjálf­sögðu leiða til hærri skulda rík­is­sjóðs á næstu árum og þegar heyr­ast raddir um að nauð­syn­legt sé að herða ólina á næstu árum til að greiða þessar auknu skuldir nið­ur. Þau við­horf eru í sam­ræmi við skoð­anir stjórn­valda víða um heim á árunum fyrir og um banka­krepp­una fyrir rúmum ára­tug síðan og voru þá höfð sem rétt­læt­ing fyrir hörðum aðhalds­að­gerðum sem léku almenn­ing í mörgum löndum grátt og drógu úr hag­vext­i.  Þessar kenn­ingar hafa að mestu verið aflagðar meðal fræði­manna eftir 2010 þegar rann­sóknir AGS og fleiri sýndu fram á að aðhald á kreppu­tímum væri til þess fallið að seinka efna­hags­bata og enn fremur að kenn­ingar um nei­kvæð áhrif rík­is­skulda á hag­vöxt væru á sandi byggð­ar. Þetta ber þó ekki túlka á þann hátt að skuld­setn­ingu hins opin­bera séu engin tak­mörk sett heldur að hún verði að taka mið af aðstæðum hverju sinni í hverju landi svo sem hag­vexti, vaxta­kjörum, verð­bólgu o.fl. Oli­ver Blanchard fyrrum aðal­hag­fræð­ingur AGS er ásamt mörgum öðrum fremstu hag­fræð­inga  heims á þess­ari skoðun og hefur hann bent á að skuldir rík­is­sjóða séu sjálf­bærar (susta­ina­ble) þegar nafn­vextir skuld­anna eru lægri en nafn­vöxtur vergrar lands­fram­leiðslu. Benda má á að í rík­is­fjár­mála­á­ætlun nú er gert ráð fyrir að nafn­vöxtur vergrar lands­fram­leiðslu hér verði um 4-5% á ári til 2025, vaxta­stigið hald­ist lágt og það sé nú rúm 2%. Staða rík­is­sjóðs eftir veiru­krepp­una verður vel innan þol­marka og aðhalds­að­gerðir á næstu árum til að lækka skuldir rík­is­sjóðs eru hvorki nauð­syn­legar né æski­legar ef svo heldur fram sem horf­ir.  Svo­kall­aðar fjár­mála­reglur sem teknar voru upp fyrir nokkrum árum hafa sannað til­gangs­leysi sitt ætti hins vegar að afnema. Þær voru í hugs­un­ar­leysi apaðar eftir ESB lönd­unum en mörg þeirra hafa gefið þær upp á bátinn.

Dap­ur­legt er að sjá í nýsam­þykktri rík­is­fjár­mála­á­ætlun að skuldir rík­is­sjóðs vegna veirunnar eru not­aðar til að rétt­læta og styrkja þá stefnu fyrri áætl­ana að keyra sam­neysl­una niður þvert á yfir­lýs­ingar um bætta opin­bera þjón­ustu. Vöxtur sam­neyslu allan áætl­un­ar­tím­ann er hafður minni en vöxtur einka­neyslu og vergrar lands­fram­leiðslu. Slík áætl­ana­gerð er sjá­an­lega sprottin úr forn­eskju­legum hug­ar­heimi þeirra sem lita svo á að öll verð­mæta­sköpun eigi sér stað í „­fyr­ir­tækj­un­um“ þ.e. að störf t.d. lækna og kenn­ara séu borin uppi af hagn­aði af sölu á pylsum og kók en að þau séu ekki verð­mæti í sjálfu sér. Áætl­ana­gerð af þessum toga sýnir alvar­legan skort á þekk­ingu og skiln­ingi á sam­fé­lags­legri og efna­hags­legri þró­un. 

Skerð­ing vel­ferð­ar­þjón­ustu er einnig lítt skilj­an­leg þegar litið er til þess að næsta auð­velt væri að sækja tekjur til þess að kom­ast hjá nið­ur­skurði og það án þess að koma við pyngju almenn­ings í land­inu. Hóf­legur auð­legð­ar­skatt­ur, sann­gjörn veiði­gjöld og eðli­leg skatt­lagn­ing eign­ar­halds­fé­laga og sjálf­stætt starf­andi fjár­sýslu­manna gæti gefið rík­is­sjóði árlega tekjur sem svara til allt að 2% af vergri lands­fram­leiðslu og aukið um leið sann­girni skatt­lagn­ingar og bætt tekju­jöfnuð í land­inu.

Ótíma­bær eft­ir­mæli

Verka­fer­ill núver­andi stjórnar verður enda­sleppur sökum veirunn­ar. Til stjórn­ar­innar var ekki stofnað af ein­hug. Ann­ars vegar voru öfl sem vildu beita sér fyrir úrbótum í mjúku mál­un­um, heil­brigð­is­mál­um, umhverf­is­mál­um, mennta­málum og ýmsum félags­mál­um. Hins vegar voru öfl sem vildu varð­veita stöðnun í rík­is­fjár­mál­um, utan­rík­is­málum og lýð­rétt­inda­mál­um. Staða efna­hags­mála og fjár­mála haustið 2017 var hentug fyrir sam­stöðu þess­ara afla. Nægi­legt fé yrði til staðar í umbóta­mál  til skamms tíma og með skap­andi rík­is­fjár­mála­á­ætlun mætti tryggja það að engu yrði breytt til lengri tíma lit­ið. Gekk það eft­ir. Umbóta­armur stjórn­ar­innar vann sín verk af krafti, hleypti nýju lífi í heil­brigð­is­kerfið og mót­aði því stefnu, gerði umhverf­is­mál og nátt­úru­vernd að alvöru­málum og beitti sér fyrir félags­legum rétt­inda­málum og eins var tekið til hend­inni í sam­göngu­málum með fram­kvæmdum og sam­starfi um Borg­arlínuna. 

Verðið sem goldið var fyrir fyrir árangur í félags­legum málum var að trufla ekki stjórn­ar­sam­starfið með þeim stefnu­málum sem hefðu átt að vera í hinum óskrif­aða hluta stjórn­ar­sátt­mál­ans. Ekk­ert hefur verið hreyft við auð­linda­málum nema það að lækka veiði­gjöld­in, ekk­ert skref tekið til auk­ins jöfn­uðar í skatta­málum nema það litla sem verka­lýðs­hreyf­ingin fékk áork­að, engar umbætur í skatt­fram­kvæmd þrátt fyrir að vís­bend­ingar um skatta­snið­göngu hrúg­ist upp, stöðnun er í gjald­eyr­is­málum og unað við 2-3 pró­sentu­stiga vaxta­mun og að sjálf­sögðu komst engin hreyf­ing á stjórn­ar­skrár­málin sem enn eru í gísl­ingu kvóta­að­als­ins.

Veiran sem veldur COVID-19 breytti verk­efnum rík­is­stjórn­ar­innar á síð­ari helm­ingi kosn­inga­tíma­bils­ins. Hvort hún breytir í miklu í þeim eft­ir­mælum sem stjórnin fær er ólík­legt. Flest gekk eftir eins og til var sáð í stjórn­ar­sátt­mál­anum þar til veiran tók völd­in. Línur höfðu verið lagðar fyrir árið 2020 og ekki við stórum tíð­indum að búast á kosn­inga­ár­inu 2021. Glíman við veiruna stað­festi hins vegar leið­toga­hæfi­leika for­sæt­is­ráð­herra og atgerfi nán­ustu sam­starfs­manna hans og far­sæla for­ystu þeirra í erf­iðum mál­um. Spurn­ing er hvort það dugi til að vega upp á móti þeim gleymdu eða geymdu verk­efnum sem eftir eru skil­in. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit