Stafrænt stökk til framtíðar

Fjöldi fastheldinna manna og kvenna sem aldrei fyrr hefðu samþykkt fundarhöld á netinu, rafræna viðburði og annað slíkt, hafa verið neyddir út fyrir þægindarammann og ýtt af hörku inn í nútímann, skrifar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ um árið 2020

Auglýsing

Það verður víst nóg um greinar sem tíunda allt hið slæma sem gerst hefur á því annus horri­bilis sem 2020 hefur ver­ið. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott eins og sagði í Dýr­unum í Hálsa­skógi. Kófið hefur haft ýmsar jákvæðar auka­verk­anir og sú sem við hjá SVÞ fögnum helst er að fleiri hafa öðl­ast skiln­ing á mik­il­vægi staf­rænnar umbreyt­ingar og séð kosti hennar og þau tæki­færi sem hún skap­ar. Fjöldi fast­held­inna manna og kvenna sem aldrei fyrr hefðu sam­þykkt fund­ar­höld á net­inu, raf­ræna við­burði og annað slíkt, hafa verið neyddir út fyrir þæg­ind­ara­mmann og ýtt af hörku inn í nútím­ann. Fólk sem áður fuss­aði og svei­aði yfir frösum á borð við „sta­f­ræn þró­un” og „sta­f­ræn umbreyt­ing” gerir sér í dag ekki bara grein fyrir því að það verður að vera með, heldur einnig því að þessar breyt­ingar eru af hinu góða ef við höldum rétt á mál­un­um. 



Hið opin­bera hefur sett staf­ræna stjórn­sýslu kyrfi­lega á dag­skrá og nýlega bár­ust af því fréttir að Ísland hafi færst upp um sjö sæti á mæli­kvarða Sam­ein­uðu þjóð­anna á staf­rænni opin­berri þjón­ustu og sitji þar nú í 12. sæti af 193 lönd­um. Því ber að fagna, enda njótum við öll góðs af þeirri hag­ræð­ingu sem þessi veg­ferð hefur í för með sér, bæði í tíma og fjár­magni, svo ekki séu nefnd jákvæð umhverf­is­á­hrif. Þeir tæpu tíu millj­arðar á ári sem ríkið mun spara árlega eftir um 3-5 ár eru einnig fjár­munir sem aug­ljós­lega má nýta til betri verka í fram­tíð­inni. Staf­rænt Ísland og tengd verk­efni eru því mik­il­væg og verðug fjár­fest­ing rík­is­ins. 



Stjórn­völd hafa einnig hugað að ýmsum fleiri þátt­um, svo sem mál­tækni og gervi­greind, gagna­nýt­ingu, færni­mati á vinnu­mark­aði, tækni­legum innviðum og net­ör­yggi, að ekki sé minnst á nýsköp­un, auk þess að hafa skuld­bundið sig til nor­ræns sam­starfs sem kallar á veru­lega nýt­ingu staf­rænnar tækni - og nauð­syn­legrar til­heyr­andi hæfni. Í sumum þess­ara þátta hefur aðgerðum verið hrint af stað en öðrum ekki. 

Auglýsing

Það sem stjórn­völdum hefur hins vegar yfir­sést hingað til er að huga að stuðn­ingi við staf­ræna umbreyt­ingu atvinnu­lífs­ins. Tækni­þró­unin er ein­fald­lega svo hröð að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að hægt sé að treysta ein­göngu á mark­aðs­öflin til að atvinnu­lífið geti haldið í við hana og nýtt sér ávinn­ing hennar almenni­lega. Þátt­taka í þessu tækni­kapp­hlaupi er óhjá­kvæmi­leg - það er ein­fald­lega ekki hægt að vera ekki með - og eins og staðan er núna er íslenskt atvinnu­líf að drag­ast aftur úr. 



Hvað er þá til ráða? Til að Ísland geti verið sam­keppn­is­hæft á alþjóða­svið­inu verðum við öll að leggj­ast á eitt til að efla atvinnu­lífið í nýt­ingu staf­rænnar tækni til verð­mæta­sköp­unar - og sköp­unar starfa. Stjórn­völd víða um heim hafa þegar gert sér grein fyrir þessu, ekki á hinum Norð­ur­lönd­unum og víða ann­ars staðar í Evr­ópu þar sem til staðar er skýr skiln­ingur á mik­il­vægi staf­rænnar umbreyt­ingar atvinnu­lífs­ins sem und­ir­stöðu lífs­gæða og vel­ferð­ar. Stjórn­völd þess­ara landa hafa nú fyrir nokkrum árum bæði mótað stefnu og gripið til mark­vissra aðgerða til að tryggja að fyr­ir­tæki þeirra og starfs­fólk á vinnu­mark­aði hafi það sem þarf til þess að halda í við þró­un­ina á alþjóða­vísu og í til­felli nágranna okkar á hinum Norð­ur­land­anna, að vera í fremstu röð staf­rænnar umbreyt­ingar í heim­in­um. 



Íslenskt atvinnu­líf er því miður almennt skammt komið á staf­rænni veg­ferð og hefur hingað til ekki hlotið stuðn­ings stjórn­valda í því efni. Því lengur sem við erum að koma okkur almenni­lega af stað, því erf­ið­ara verður að ná og halda í við sam­an­burð­ar­ríki okkar og tryggja til fram­tíðar þá vel­ferð og þau lífs­gæði sem við viljum búa við.  Önnur lönd eru komin á fljúg­andi ferð - við verðum að koma okkur úr start­hol­unum sem allra fyrst. Til að íslenskt atvinnu­líf geti nýtt staf­ræna þróun sér og okkur öllum til fram­dráttar þurfa nokkrir hlutir að ger­ast: 



  • Stjórnir og stjórn­endur fyr­ir­tækja þurfa að öðl­ast grein­ar­góðan skiln­ing og þekk­ingu á staf­rænni umbreyt­ingu, ávinn­ingi henn­ar, hvernig á að stýra staf­rænum umbreyt­ing­ar­verk­efnum á far­sælan og árang­urs­ríkan hátt og síð­ast en ekki síst því að þessi þróun er ekki ein­stakt verk­efni heldur nýr veru­leiki sem kom­inn er til að vera 
  • Bæði stjórn­endur fyr­ir­tækja og starfs­fólk á vinnu­mark­aði þurfa að hafa þá staf­rænu hæfni sem þarf til að geta nýtt sér tækn­ina sér til fram­drátt­ar 
  • Fjár­magn til að fara í staf­ræn umbreyt­ing­ar­verk­efni og almennur skiln­ingur þarf að vera á að slík verk­efni eru fjár­fest­ing til fram­tíð­ar, en ekki útgjöld 



SVÞ og VR hafa hafið sam­tal við stjórn­völd um þetta mik­il­væga mál og fengið jákvæðar und­ir­tekt­ir. Við höfum lagt til sam­starf þvert á stjórn­völd, atvinnu­líf, vinnu­mark­að, háskóla­sam­fé­lag og aðra hag­að­ila um að hraða staf­rænni þróun í íslensku atvinnu­lífi og á vinnu­mark­aði með vit­und­ar­vakn­ingu og efl­ingu staf­rænnar hæfni, til að tryggja sam­keppn­is­hæfni Íslands og lífs­gæði í land­inu. Lagðar hafa verið fram mark­viss­ar, skýrar og vel ígrund­aðar til­lögur sem eru til­búnar til fram­kvæmda. Málið er til skoð­unar hjá stjórn­völdum og vonir okkar standa til að sam­starf geti haf­ist sem allra fyrst á nýju ári. 



Staf­ræn veg­ferð rík­is­ins hefur sýnt, svo ekki verður um vill­st, að ef við Íslend­ingar tökum skýra ákvörðun um að ganga í málin getum við áorkað ótrú­leg­ustu hlut­um. Á met­tíma höfum við rokið upp stiga­töfl­una í opin­berri staf­rænni stjórn­sýslu. Nú er kom­inn tími til að setja staf­ræna umbreyt­ingu atvinnu­lífs­ins á dag­skrá, rjúka upp þá stiga­töflu og verða full­gildir þátt­tak­endur með frændum okkar á Norð­ur­lönd­unum í því að leiða staf­ræna umbreyt­ingu okkur öllum til heilla. 



Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar