Nei eða já!

Kristján Friðbertsson skrifar um jákvæðni á tímum kórónuveiru.

Auglýsing

„Vertu nú jákvæð­ur“ sögðu vinnu­fé­lag­arnir þegar ég labb­aði burt, á leið í Covid-­próf. Satt að segja var ég ekki alveg viss hvernig ég átti að taka því. Varla voru þau að óska þess að ég væri veik­ur? Kannski var þetta eins og þegar leik­urum er sagt að marg­brotna á fæti fyrir leik­sýn­ingu. Reyndar hef ég aldrei skilið það almenni­lega og efast jafn­vel um að ég sæi mik­inn mun á góðum leik­ara, hvort sem hann væri marg­brot­inn eða stór­brot­inn. Það er sögð ákveðin list að oftúlka allt sér í óhag, en ætli það sé list að ofhugsa allt og ef svo er, hvernig sæki ég um lista­manna­laun?

Ég rölti í átt að bíln­um, hugsi. Jákvætt er nei­kvætt og nei­kvætt er jákvætt. Þýðir þá rautt ljós áfram og grænt ljós stopp? Er allt orðið öfugt núna, ekki bara ég? Reyndar er það ekk­ert nýtt þegar heil­brigð­is­starfs­fólk leggur fyrir okkur próf, að þar viljum við oft­ast fá nei­kvæðar nið­ur­stöð­ur. Söngur Sig­rúnar Evu og Siggu Bein­teins ómaði í koll­in­um: „Nei eða já, af eða á, erfitt er oft að finna svar­ið.“Myrkrið eykst í kringum okkur og jafnvel ljósið við enda ganganna virðist dvína líkt og sé að hverfa undir sjóndeildarhringinn. Klukkan heldur þó áfram að tifa og tími myrkursins styttist hraðar en við höldum. Upp úr myrkri moldarinnar brýst lífið aftur.

Ein­faldar flækjur

Aftur og aftur heyrir maður um mik­il­vægi jákvæðs hug­ar­fars og hvað heil­inn getur haft mikil áhrif á lík­ams­starf­sem­ina. En hvað ef ég verð of jákvæður í hugs­un, ætli ég fái þá jákvæðar nið­ur­stöður úr próf­inu í kóf­inu? Við það að fá nið­ur­stöð­urnar hlýt ég þó skjótt að verða mun nei­kvæð­ari og veiran þá von­andi helst ekki skæð­ari, eða hvað? Þetta er allt of flók­ið.

Er ekki bara lífið orðið allt of flókið und­an­far­ið? Fréttir dynja á okkur um hræði­lega hluti víða um heim, ekki síður en hér heima. Und­an­farið ár hefur svo fjand­ans far­sóttin haldið okkur í helj­ar­g­reip­um. Feg­urðin sem áður var er kannski bara að hverfa? Hvar er fal­lega ein­falda ver­öld­in? Ver­öldin sem var ekki svona íþyngj­andi, ekki svona grimm, ekki svona flók­in. 

Við nán­ari umhugsun féll ég auð­vitað þarna í ein­föld­unar gildr­una. Við eigum það jú til að ein­falda hlut­ina í minn­ing­unni. Muna að mestu það góða og fegra það sem eftir er. 

Auglýsing
Mér verður hugsað til föð­ur­móður minn­ar. Á Norð­an­verðum Vest­fjörðum í upp­hafi síð­ustu ald­ar. Erf­ið­is­vinna, veðra­víti og fátækt, á 3. heims eyju undir stjórn Dan­merk­ur. Raun­veru­lega sára fátækt upp­lifir sem betur fer bara mjög lít­ill hluti Íslend­inga í dag, miðað við það sem áður var. Betur má þó alltaf ef duga skal. Ástæðu­laust samt að ein­blína öllum stundum á þá hluti sem gætu verið enn betri. Breyt­ingin á þessum tíma til hins betra er auð­vitað stjarn­fræði­leg. Þar vísa ég auð­vitað til þess að kortið mitt verður sjóð­heitt og gló­andi eins og sólin í hvert skipti sem ég fer í Smára­lind. Nokkuð sem hefði aldrei gerst fyrir 100 árum. Enda var þá engin Smára­lind, ekk­ert greiðslu­kort og eng­inn ég !

Er grasið raun­veru­lega grænna „hinum meg­in“? Það fer ekki síst eftir því hversu dug­legir nágrann­arnir eru að bera á. En lita­tón­arnir skipta ekki öllu. Við fórum frá því að hafa ekk­ert gras, yfir í að taka því sem sjálf­sögðu að græni lit­ur­inn blasi alltaf við. „En Krist­ján, hvernig gátum við búið undir torf­þökum ef við höfðum ekk­ert gras?“ 

Úff. Ekki ofhugsa sam­lík­ing­una. Ég segi bara þetta: „Hverjum þykir sinn fíf­ill fag­ur“ og því er ráðið aug­ljós­lega að sleppa gras­inu og halda sig við ræktun tún­fífla!

Lit­laust myrkur

Jafnvel við erfiðustu aðstæður finnum við líf. Í saltaðri fjöru vaxa plöntur, þó salt sé einn versti óvinurinn. Við heita hveri vaxa lífverur, á stöðum þar sem ekkert líf var áður talið geta þrifist. Í myrkrinu halda skuggar áfram, þar til birtir á ný.Jafnvel við erfiðustu aðstæður finnum við líf. Í saltaðri fjöru vaxa plöntur, þó salt sé einn versti óvinurinn. Við heita hveri vaxa lífverur, á stöðum þar sem ekkert líf var áður talið geta þrifist. Í myrkrinu halda skuggar áfram, þar til birtir á ný.Göngutúr í nátt­úr­unni á þessum árs­tíma getur stundum virkað hálf nið­ur­drep­andi. Haust­lit­irnir farn­ir. Flestar plöntur við það að hverfa í vetr­ar­dvala, eða komnar þangað nú þeg­ar. Skamm­degið eykst. Hvað gerir maður þá? Jú, maður hugsar til lið­inna stunda og ein­beitir sér að því jákvæða. Blómin sem glöddu okkur vor, sumar og haust. Eftir vet­ur­inn kemur annað vor, fullt af slíkri gleði og feg­urð á ný. Við hugsum því líka til bjartrar fram­tíð­ar. Fram hjá óvissu dags­ins í dag. Ég geng um skóg­lendið við Hval­eyr­ar­vatn, innan um tré sem hafa séð tím­ana tvenna og halda ótrauð áfram. Allir þurfa smá hvíld til að hlaða batt­er­íin og mæta svo aftur fílefldir til leiks. 

Ég geng upp á hóla, hæð­ir, fell og fjöll og horfi um víð­átt­una. Jarð­sagan og nátt­úru­öflin blasa svo víða við á þessu landi. Ég geng í kringum Víf­ils­staða­vatn og upp að vörð­unni Gunn­hildi. Vörð­unni sem berkla­sjúkir gengu áður fyrr upp að, ef þeir höfðu til þess krafta. Berkl­arn­ir, já. Þeir snerta sál­ina meira þetta árið en flest önn­ur. Víf­ils­staðir voru teknir í notkun sama ár og áður­nefnd amma fædd­ist. Hún missti börn og aðra ætt­ingja í hendur berklanna. Hendur sem slepptu allt of sjaldan því sem þær höfðu grip­ið.

Berklafar­aldur veitir okkur ágætis speglun milli 20. og 21. ald­ar. Ein­angrun og sótt­kví var mik­il­væg þá, ekki síst þar sem um ræddi ólækn­an­legan sjúk­dóm og engin við­eig­andi lyf í boði á þeim tíma. Fyrir flest okkar eru þó yfir­stand­andi sótt­kví ekk­ert í lík­ingu við það sem áður var. Fram­farir í lækna­vís­ind­um, far­sótt­ar­fræð­um, tölv­un­ar­fræð­um, svo eitt­hvað sé nefnt, gera okkur – nei, flestum okkar - kleift að halda líf­inu gang­andi í sótt­kví sem utan. Berklafar­ald­ur­inn riðl­aði að sjálf­sögðu lífi fólks þá og erum við væg­ast sagt heppin hversu lítið þarf að breyta út af van­anum í dag. Það er kannski einna helst félags­legi hlut­inn sem þjá­ist. Þó tæknin geri okkur kleift að minnka það vanda­mál tölu­vert, frá því sem áður var. Suma vini hefur maður varla hitt á þessu ári, af var­úð­ar­á­stæð­um. Verst er þó að heyra af for­eldrum og börnum sem mega ekki hitta hvort ann­að, eða hjónum sem fá ekki að vera sam­an. Jafn­vel ekki á hinstu stund­u. 

Að sama skapi er auð­vitað erf­ið­ara að halda í jákvæðn­ina á vinnu­stöð­um. Vinnan í dag ver­andi full af tak­mörk­un­um, óvissu og jafn­vel auknu álagi. Sumir hitt­ast yfir höfuð ekk­ert, því allt fer fram í fjar­vinnu. Nema vinnu­stað­ur­inn sé hrein­lega lok­aður eða vinnan ekki lengur til stað­ar. Kannski lausnin þar sé bara að fara á sínum reglu­legu tímum að kaffi­vél heim­il­is­ins og taka mynd­rænan fjar­fund með núver­andi eða fyrr­ver­andi vinnu­fé­lög­um?Þegar laufin falla að hausti, er skammdegið ekki komið. Við skulum ekki gefa því meiri tíma en það stelur þó frá okkur. Að sumri til njótum við svo aftur samverunnar, líkt og þessi túnfífill sem nálgast breytingaskeiðið og kíkti þarna í heimsókn.

Í stóra sam­heng­inu verður þetta ekki nema eitt lítið sand­korn í stunda­glasi lífs­ins. Varla grein­an­legt frá öllu hinu, þegar yfir er stað­ið. Við eigum jú til að gleyma því hvað við erum heppin og höfum það gott hér á landi. Verst að við getum ekki í þetta skiptið bara gleymt því sem nei­kvætt er í stað­inn.

Með skyn­sem­ina að vopni sinnum við okkar mik­il­væga hlut­verki til almanna­varna sam­fé­lags­ins. Það kann að taka á og jafn­vel virð­ast enda­laust. En með kjána­skap­inn að vopni, höldum við geð­heils­unni öllu nær réttu róli á með­an. Óneit­an­lega leiðir maður stundum hug­ann að því hvort mörg börn sem fæð­ast á þessu ári hljóti nafnið Har­ald­ur, því yfir stendur jú far­ald­ur.

Nú eða þá?

Treystum því að okkur beri gæfa áfram til að lág­marka áhrif núver­andi far­ald­urs. Höldum í jákvæðn­ina og stuðlum þannig sem best að nei­kvæðni í sam­ræmdum pinna­próf­un­um. Því varla kemst jákvæðnin í pinna­próf­in, ef við höldum henni nógu fast hjá okk­ur. 

Þraukum skamm­degið eins og vana­lega, með jákvæðu hug­ar­fari um það sem áður var og bráðum aftur verð­ur. Við höfum það rosa­lega gott á flest alla mæli­kvarða og það sama á við um flest lönd heims­ins, miðað við liðna tíð. Ef við sjáum ummerki um hið gagn­stæða, þá erum við aug­ljós­lega bara að nota rangan mæli­kvarða.

Til að týna okkur ekki í nei­kvæðni, er gott að snúa daga­tal­inu til baka að júlí og geyma það bara þannig þar til júlí kemur aftur á næsta ári. Má svo sem taka sér tíma­bundna pásu um jól og páska, ef maður er sér­lega mikið jóla­barn eða páskakan­ína. 

Að ganga í gegnum yfir­stand­andi tíma­bil getur verið erfitt, jafn­vel fyrir þau okkar sem sigla hvað auð­veld­ast í gegnum þetta. Sann­leik­ur­inn er þó sá að þetta er auð­vitað bara hluti af fjöl­breyti­leika lífs­ins og aðgerðir okkar til að takast á við vand­ann, eru gott dæmi um hug­vits­semi mann­fólks­ins. Kannski verður þetta áhuga­verð saga sem ungt fólk í dag getur sagt barna­börnum einn dag­inn og jafn­vel borið saman við sög­urnar sem (lang) ömmur og afar þeirra sögðu þeim af berklum og öðrum erf­iðum tím­um.

Höf­undur er tölv­un­ar­fræð­ing­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar