Margföld fjárhagsleg refsing og það með keðjuverkandi skerðingum

Guðmundur Ingi Kristinsson segir að enginn ætti að óttast lífið og tilveruna í íslensku samfélagi. „Að kvíða fyrir því að eiga ekki fyrir mat handa sér og börnum sínum er ömurlegt og á ekki að líðast í okkar ríka samfélagi.“

Auglýsing

Því mið­ur, góðir lands­menn, þá verða þeir verst settu í okkar sam­fé­lagi enn og aftur að herða sultar­ól­ina í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þeirra tími kom ekki á árinu 2022. Af 3% hækkun í sumar og 6% hækkun frá rík­is­stjórn­inni nú um ára­mótin í almanna­trygg­inga­kerf­inu má þakka fyrir að 2–3% skili sér í vasa þeirra verst settu, en 6–7% renna í gegn­um­streym­is­kerfi almanna­trygg­ing­anna beint aftur í rík­is­sjóð og kjaragliðn­unin eykst. Jú, þau hækka stolt greiðsl­urn­ar, en á þann veg að eftir skatta og skerð­ingar og keðju­verk­andi skerð­ingar skila þær nær engu í vasa þeirra verst settu.

Hvað segir þetta okk­ur? Jú, að rík­is­stjórnin er vís­vit­andi og vilj­andi enn og aftur að reyna að villa um fyrir eldri borg­urum og veiku fólki sem fast er í búta­saum­uðum skerð­ing­ar­vef almanna­trygg­inga og kjaragliðn­unar und­an­far­inna ára. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að nær allar hækk­anir í almanna­trygg­inga­kerf­inu renni í gegnum vasa þeirra verst settu og aftur í rík­is­sjóð er að hætta að skatta fátækt, hvað þá sára­fá­tækt.

Á sama tíma borga þeir sem njóta arð­greiðslna upp á millj­arða króna bara 22% skatt, engar skerð­ingar hjá þeim eins og hjá þeim verst settu í almanna­trygg­inga­kerf­inu. Stað­reyndin er sú að 100.000 kr. í líf­eyr­is­sjóði, umfram 25.000 krónur frí­tekju­mark, skilar sér í mesta lagi sem 25.000 krónur í vasa þeirra. Á sama tíma er fjár­magns­eig­andi með arð­greiðslur að halda eftir 78.000 krónum af hverjum 100.000 krónum sín­um. Þarna munar 53.000 krónum þeim ríka í hag. Þetta er ekk­ert annað en gróft fjár­hags­legt ofbeldi og eigna­upp­taka á líf­eyr­is­sjóðum þeirra sem fastir eru í búta­saum­uðum vef almanna­trygg­inga.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins var á móti því að til­greind sér­eign upp á 3,5% yrði hluti af líf­eyr­is­kerf­inu og þar með hluti af skerð­ing­ar­vef almanna­trygg­inga. Við vildum að hún yrði sér­eign launa­manns­ins og ekki skert og hann gæti ávaxtað hana þar sem honum þókn­að­ist.

Þeir ríku að verða rík­ari og þeir fátæku verða fátæk­ari í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. En á sama tíma erum við með fólk sem þarf að hýr­ast í bílum sínum eða í hjól­hýsum í Laug­ar­daln­um. Fyrir kosn­ingar fyrir ekki svo löngu síðan lof­aði fjár­mála­ráð­herra því hreint út að hann myndi leið­rétta skerð­ingar eldri borg­ara frá 2009. Hefur verið staðið við það? Nei. Ef við horfum til elli­líf­eyr­is­þega er lægsti elli­líf­eyrir 286.619 kr. fyrir skatt, heim­il­is­upp­bót 72.427 kr. og orlofs- og jóla­bónus 104.929 krónur fyrir skerð­ing­ar.

Af hverju í ósköp­unum erum við með orlof og jóla­bónus inni á heima­síðu Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins og segjum ekki frá því að hann er ekki fyrir alla? Það er stór hópur sem fær ekki krónu í jóla­bónus vegna þess að þeir borg­uðu í lög þving­aðan og eigna­var­inn líf­eyr­is­sjóð. Ekki bara refsað einu sinni fyrir að borga í líf­eyr­is­sjóð, heldur marg­föld refs­ing og keðju­verk­andi skerð­ingar sem skila engu í vasa fólks­ins.

Um jólin eru glæpa­sögur vin­sælar en ein glæpa­saga, þ.e. glæpa­sagan enda­lausa, hefur ekki enn verið skrifuð að fullu, því það er enn verið að skrifa hana. Upp­haf hennar var við stað­greiðslu launa árið 1988 en þá voru líf­eyr­is­laun Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins skatt­laus og afgangur af per­sónu­af­slætti upp í líf­eyr­is­sjóðs­laun.

Þá fljót­lega hófst fjár­hags­legt ofbeldi gagn­vart þeim sem höfðu safnað í lög þving­aðan eign­ar­upp­töku­var­inn líf­eyr­is­sjóð. Lág­launa­fólk með 400.000 kr. á mán­uði við starfs­lok mátti þakka fyrir að fá rétt rúmar 200.000 kr. á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóði.

Þetta þótti síðar meir hinn versti glæpur og það varð að refsa þessu fólki með skerð­ingu á líf­eyri frá TR. Glæp­ur­inn var sá að fara að lögum og borga í líf­eyr­is­sjóð og því ætti þetta aldr­aða fólk ekki rétt á fullum líf­eyri frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins . En auð­vitað varð einnig að refsa þessu fólki marg­falt og upp reikna greiðslu þeirra frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins með vísi­tölu brellum en ekki launa­vísi­tölu eins og lög mæla fyr­ir.

Með því var hægt að hafa af þeim að núvirði um og yfir 100.000 kr. á mán­uði eftir skatta. En auð­vitað varð að sýna þeim smá­vægð og greiða öldr­uðu fólki, sem hafði byggt upp okkar ríka land, smá­umbun í formi jóla­bón­uss og orlofs.

En þeim sem höfðu brotið svo gróf­lega af sér að fara að lögum og borga í líf­eyr­is­sjóð varð að refsa, fyrir þann glæp og því varð að skerða orlofið og jóla­bón­us­inn gróf­lega og af stórum hópi varð að taka hann allan því að það hafði safnað allt of miklu í líf­eyr­is­sjóð. Svo var auð­vitað útvalið aldrað fólk í opin­berum störfum sem fékk sín laun að fullu greidd við starfs­lok og það óskert til dauða­dags.

Aldrað fólk fékk ekki krónu frá þess­ari rík­is­stjórn í Covid. Aldrað fólk fær ekki krónu skatta- og skerð­ing­ar­laust fyrir jól­in, aldrað fólk framdi þann glæp að vera ekki á for­gangs­lista rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hvers vegna í ósköp­unum greiðum við ekki þeim kon­um, því þetta eru aðal­lega kon­ur, sem hafa ein­göngu elli­líf­eyri frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins 60.000 kr. skatta- og skerð­ing­ar­lausan jóla­bón­us?

Kostn­aður við hús­næði er einn stærsti útgjalda­liður fjöl­skyldna á Íslandi og margar búa við óvið­un­andi, þröng­ar, heilsu­spill­andi aðstæð­ur, hús­næð­is­skort og jafn­vel í ósam­þykktu hús­næði. Við þessu þarf að bregð­ast strax.

Barna­fjöl­skyldur og ein­stæðir öryrkjar á Íslandi eru sér­stak­lega við­kvæmir fyrir fátækt og félags­legri ein­angrun og þá einnig fjöl­skyldur með fötluð börn, fjöl­skyldur þar sem annað for­eldrið er á örorku­bótum og hitt á lág­marks­launum og þá einnig börn í fjöl­skyldum sem búa við mjög erf­iðar félags­legar aðstæð­ur.

Flokkur fólks­ins lagði fram til­lögu um að 360 millj. kr. yrði varið til þess að hjálpa 6.000 eldri borg­urum svo þeir fengju nú 60.300 kr. skatta- og skerð­ing­ar­laust núna um jól­in. Þetta er lægri upp­hæð en er verið að hækka til Rík­is­út­varps­ins og er senni­lega nálægt því að vera helm­ingi lægri upp­hæð heldur en það sem er lagt til að borga til svo­kall­aðra frjálsra fjöl­miðla..

Við vorum búin að skera niður til­lög­una um eldra borg­ara niður í 2.000, sem hefði gert 120 millj­ón­ir, en það var ekki hægt að sam­þykkja það. Síðan fund­ust allt í einu 100 millj­ónir sem er hægt að setja í sjón­varps­stöð úti á landi sem útgerð­ar­menn eiga sem vaða í pen­ingum og vita ekki aura sinna tal. Svo fund­ust 150 millj­ónir í skúffu til Kvik­mynda­sjóðs Á sama tíma eru ein­stak­lingar með 240.000 kr. útborgað að flýja hús­næði sitt sem þeir hafa ekki efni á að leigja lengur og eru komnir í hjól­hýsa­garð í Laug­ar­daln­um.

Það er ekki nóg að við­kom­andi sé refsað fyrir það að eiga ekki fjár­muni til að standa undir leigu­hús­næð­inu heldur á að refsa líka fyrir það að hún fari í hjól­hýsa­garð í Laug­ar­dalnum því þá fær hún ekki hús­næð­is­upp­bót. Það þarf tvö­falda refs­ingu fyrir það að reyna að bjarga sér.

Heim­ilin

Í verð­bólg­unni sem nú geisar hefur rík­is­stjórnin tekið sér stöðu gegn heim­il­unum í land­inu, gegn almenn­ingi, en með fjár­mála­kerf­inu og róið á gam­al­kunn mið með fjár­mála­fyr­ir­tækj­unum og hjálpað þeim að græða sem aldrei fyrr.

Allar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í bar­áttu við verð­bólg­una ein­kenn­ast af því að hún lætur eins og hún sé alger­lega valda­laus í mál­inu, að Seðla­bank­inn sé bara að sinna skyldum sínum við heim­ilin með því að hækka stýri­vexti og verja þau þannig fyrir verð­bólg­unni. Þessar aðgerðir gegn verð­bólg­unni eru miklu verri en verð­bólgan sjálf. Það er stað­reynd að vextir á Íslandi hafa hækkað um 340% á einu ári og 633% frá því að þau voru lægst í maí 2021.

Til vitnis um fárán­leik­ann má vitna í könnun ASÍ og Íslands­banka frá því í júní, en þá höfðu mán­að­ar­leg útgjöld fjög­urra manna fjöl­skyldu hækkað um 82.000 kr. á mán­uði. Þá hefur greiðslu­byrði af 40 millj­ónir kr. óverð­tryggðu láni hækkað um 100.000 kr. á mán­uði úr 200.000 í 300.000 kr. á mán­uði og þá er eftir síð­asta hækkun Seðla­bank­ans upp á um 30.000 kr. í við­bót.

Í öðru lagi er það stað­reynd að vaxta­hækk­anir bitna verst á þeim sem skulda og hafa minnst milli hand­anna. Í þriðja lagi alveg á hreinu að vaxta­lækk­anir skila sér beint í leigu­verð og bitna verst á þeim þjóð­fé­lags­hópum sem verst standa, og þar með öryrkjum og öldruð­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn talar um skatta­lækk­anir en á sama tíma er verið að skatta og skerða tap á sparn­að­ar­reikn­ingum í banka­kerf­inu á meðan þeir sem njóta arð­greiðslna borga bara 22% skatt og borga ekki 1 kr. í útsvar.

Vinstri græn taka þátt í þess­ari mis­munun og eru varla græn þegar þau sam­þykkja að meng­un­ar­kvóti gangi kaupum og sölum þannig að skráð er á okkur kjarn­orku­mengun og kola­brennsla. Hvað er þá annað til ráða en að kalla bara á Fram­sókn, því að þeir sam­þykkja þetta allt saman og meira til?

Börn

20. nóv­em­ber er mann­rétt­inda­dagur barna og það eru 32 ár síðan barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins var sam­þykktur á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Vegna barna­sátt­mál­ans hafa orðið víð­tækar breyt­ingar á við­horfum til barna og farið að líta á börn sem full­gilda ein­stak­linga með full rétt­indi sem ber að virða og vernda með öllum til­tækum leið­um.

Á Íslandi eru 10.000 börn sem lifa í eða við fátækt, jafn­vel fjöldi þeirra í sára­fá­tækt. Þetta er rík­is­stjórn­inni til hábor­innar skammar og einnig það að láta þetta við­gang­ast svo ára­tugum skipt­ir. Við erum einnig með þús­undir barna á biðlista eftir lífs­nauð­syn­legri þjón­ustu í heil­brigð­is­kerf­inu, látum þau grotna niður á biðlistum árum saman þannig að þau flosna upp úr skóla­kerfi og í mörgum til­fellum fara á örorku, fest­ast í fátækt þar og í félags­legu kerfi sveit­ar­fé­lag­anna.

Fátækar barna­fjöl­skyldna á Íslandi lenda í félags­legri ein­angrun og þar standa ein­stæðir for­eldrar verst og þá einnig fjöl­skyldur með lágar tekj­ur. Fjöl­skyldur með fötluð börn eru með þeim verst settu og þá einnig oft félags­lega ein­angr­aðar á örorku­bótum og búa þar af leið­andi við mjög erf­iðar félags­legar aðstæð­ur.

Börn í fátækt eru mun lík­legri til að búa áfram í fátækt sem full­orðnir ein­stak­lingar og fá á engan hátt sömu tæki­færi og önnur börn. Ójöfn­uður fátæktar er að flytj­ast á milli kyn­slóða með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um.

Að láta barn að alast upp við sára­fá­tækt er ský­laust brot á mann­rétt­indum þess og getur skaðað það fyrir lífs­tíð. Stjórn­völdum hvers tíma ber að koma í veg fyrir fátækt barna og fjöl­skyldna þeirra. Mann­rétt­indi barna á alltaf að vera í fyr­ir­rúmi og eitt barn í fátækt er einu barni of mik­ið.

Heil­brigð­is­kerfið

Heil­brigð­is­kerfið er komið að þol­mörk­um. Fregnir af fólki sem sent er heim þótt það sé fót- eða hand­leggs­brotið og látið þjást þar í hljóði og dæmum um það virð­ist frekar vera að fjölga en hitt. Það er einn hvað að heil­brigð­is­kerfi sem ekki ræður við að sinna bein­brot­um. Að sendir brotið fólk heim til sín vegna þess að ekki er hægt að sinna því er fárán­legt og rík­is­stjórn­inni til hábor­innar skamm­ar.

Það er ekki nema von að geð­heil­brigð­is­mál séu í algjöru lama­sessi þegar sárin sem þó blasa við eru með­höndluð með þessum hætti og þá lengj­ast og lengj­ast biðlistar eftir aðgerðum og hafa í sumum til­fellum meira en tvö­fald­ast í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Enn er ósamið við sjúkra­þjálf­ara og sér­greina­lækna og kostn­aði vegna þessa velt yfir á veikt og slasað fólk. Upp­sagnir hjúkr­un­ar­fræð­inga eru líka veru­legt áhyggju­efni en það er ekk­ert skrýtið miðað við álagið og lýs­ing­arnar á starfs­að­stöðu þeirra að þeir gef­ist upp. Fólkið lætur ekki bjóða sér hvað sem er út í hið óend­an­lega.

Að lokum

Að ótt­ast lífið og til­ver­una á ekki að líð­ast í okkar sam­fé­lagi. Að kvíða fyrir því að eiga ekki fyrir mat handa sér og börnum sínum er ömur­legt og á ekki að líð­ast í okkar ríka sam­fé­lagi. Þá eiga börn ekki heldur að ótt­ast að mæta í skóla eða frí­stundir vegna fátækt­ar.

Okkur ber skylda til að koma öllum þessum málum í lag og það strax og því hefur Flokkur fólks­ins lagt fram frum­varp á Alþingi að eng­inn fái minna en 400.000 krónur á mán­uði skatta og skerð­inga laust og þegar það nær í gegn þá von­andi eigum við öll góðar stundir og gleði­legt nýtt ár.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður og vara­for­maður Flokks fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit