Mynd: Birgir Þór Harðarson Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3066_raw_170614.jpg
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ó, fagra veröld

Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, skrifar um stöðu stjórnmálanna. Hann fer yfir stríð í Evrópu, fylgisþróun flokka, áherslur á kerfi, valdabaráttu í Sjálfstæðisflokknum, veika stjórnarandstöðu og ríkisstjórn sem leiðir ágreiningsmál hjá sér, enda afrek hennar fyrst og síðast það að sitja.

Fimb­ul­kuldi og far­sótt­ir, stríð og stétta­bar­átta, hung­ursneyð og hita­bylgj­ur. Hættu­legir ein­ræð­is­herrar festa sig í sessi í Rúss­landi og Kína og rétt­indi kvenna eru fótum troðin í Afganistan og Íran. Erfitt er að verj­ast þeirri hugsun að heim­ur­inn sé verri núna en fyrir ári. 

Á sama tíma er það helsta áhyggju­efnið á Íslandi hvort ferða­glaðir landar taki myndir af tánum á sér á Tenerife. Hér er hag­vöxtur góður og atvinnu­leysi lít­ið. Að vísu reynd­ust íbúar lands­ins tíu þús­undum færri en Hag­stofan hafði áður sagt okk­ur, en góðu frétt­irnar eru þær að hún var búin að telja þá fyrir jól og gat tekið sér frí milli jóla og nýárs. Spek­ingar útvarps­ins veltu því fyrir sér nú á aðfanga­dag hvort árið 2007 væri runnið upp aft­ur.

Hvert ætli þessi staða leiði okkur á kom­andi ári? Mun upp rísa árið 2008, eða verður það ein­fald­lega venju­legt 2023 með sínum sorgum og gleði?

Annar stóru flokk­anna?

Fylgi í skoð­ana­könn­unum er fall­valt. Yfir­leitt eru Sjálf­stæð­is­menn með 20 til 25%, aðrir flokkar sveifl­ast stundum upp og svo yfir­leitt niður aft­ur. Nema þeir hangi niðri. Í nýj­ustu könnun Gallups voru tveir flokkar með rúm­lega 20% fylgi, Sjálf­stæð­is­flokkur með 24% og Sam­fylk­ing 21%. Svo skemmti­lega vill til að báðir flokk­arnir héldu flokks­þing nokkrum vikum áður. Í báðum flokkum var for­manns­kjör, en reyndar með aðeins mis­mun­andi hætt­i. 

Í Sam­fylk­ing­unni var for­manns­staðan laus eftir að Logi Ein­ars­son taldi sig hafa staðið sína plikt nógu lengi. Kristrún Frosta­dóttir hag­fræð­ingur var ein í kjöri og óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn. Ég kynnt­ist Kristrúnu lít­il­lega þegar hún var vara­for­maður efna­hags­nefndar Við­reisn­ar. Hún kom ágæt­lega fyrir og ég held að hún hafi lagt sitt af mörkum til þess að styðja við frjáls­lynda og ábyrga stefnu flokks­ins í efna­hags­mál­um.

Eftir for­manns­kjörið var Kristrún spurð út í stefnu flokks­ins gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu sagði hún mik­il­vægt að for­gangs­raða og sam­eina jafn­að­ar­fólk utan um kjarna hús­næð­is­mála, heil­brigð­is­mála og inn­viða­upp­bygg­ingu áður en farið er í umræðu um Evr­ópu­sam­band­ið. Það vakti athygli að for­mað­ur­inn skyldi taka Evr­ópu­sam­bands­að­ild til hlið­ar, nú þegar skoð­ana­kann­anir sýna ítrekað að stærsti hluti þjóð­ar­innar vill fulla aðild eða 55% þeirra sem afstöðu tóku í síð­ustu könn­un. 

Í ræðu sinni á lands­fund­inum sagði Kristrún meðal ann­ars að búið væri að taka 50 millj­arða úr vel­ferð­ar­kerf­inu. Ekki er ljóst hvernig sú tala er fengin eða í hvað hún ætti að fara, en þegar spurt var hvernig flokk­ur­inn ætl­aði að breyta þessu í ljósi áherslna á vel­ferð­ar­kerfið sagði Kristrún flokk­inn leggja áhersla á að efna­hags­mála­stefnan standi undir vel­ferð­ar­kerf­inu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti

„Ég kynntist Kristrúnu lítillega þegar hún var varaformaður efnahagsnefndar Viðreisnar. Hún kom ágætlega fyrir og ég held að hún hafi lagt sitt af mörkum til þess að styðja við frjálslynda og ábyrga stefnu flokksins í efnahagsmálum,“ skrifar Benedikt.
Mynd: Samfylkingin

Þetta er því miður við­kvæði margra stjórn­mála­manna í gömlu flokk­un­um. Hvort sem litið er á fisk­veiði­kerf­ið, land­bún­að­ar­kerf­ið, heil­brigð­is­kerfið þá er það kerf­ið, kerf­ið, kerfið sem er í fyrsta sæti - ekki fólk­ið. Þetta minnir mig reyndar á að það þegar ég hlýddi á ræður þing­manna úr Sam­fylk­ingu og VG fjöll­uðu þær oftar en ekki um það að meiri pen­inga vant­aði í þetta eða hitt kerf­ið. Það kann að hafa verið rétt, en aldrei ræddu þeir um ákveðin verk­efni sem kost­uðu eitt­hvað ákveð­ið, heldur aðeins eitt: Meiri pen­inga

Eftir lands­fund­inn stendur þetta: „Sam­fylk­ingin mun ekki setja aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram sem for­gangs­mál.“ Kannski er Sam­fylk­ingin með þessu að færa sig að Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Kristrún vildi ekki úti­loka sam­vinnu við hann. 

Bar­áttan um völdin

Stefnu­breyt­ing­unni var sann­ar­lega fagnað á lands­fundi Sjálf­stæð­is­manna. Þar bar það eitt til tíð­inda að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skor­aði for­mann­inn á hólm og vildi sjálfur taka við kefl­inu. Ekki er bein­línis hægt að segja að Guð­laugur hafi viljað leiða flokk­inn, því hann lagði áherslu á að „áherslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eigi að koma frá gras­rót­inn­i.“ 

Guðlaugur Þór Þórðarson reyndi að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Honum tókst ekki ætlunarverkið.
Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Slík sjón­ar­mið heyr­ast stund­um, en sýna á hví­líkum villi­götum stjórn­málin eru nú á dög­um. Stjórn­mála­flokkar eiga auð­vitað að fylgja ákveð­inni stefnu – til þess eru þeir. Hlut­verk for­ingj­ans er fyrst og fremst að fylkja fólki á bak við þá stefnu og leiða hana til sig­ur­s. 

Ég þekki þá Guð­laug Þór og Bjarna ágæt­lega og hef unnið náið með báð­um. Guð­laugur er dug­legur og metn­að­ar­full­ur. Ég hef aldrei reynt hann að ódreng­skap við mig. Bjarna fylgd­ist ég með úr nálægð þegar við sátum saman í rík­is­stjórn og það leyndi sér ekki að hann bar höfuð og herðar yfir sam­flokks­menn sína þar og á Alþingi. Við vorum auð­vitað ekki sam­mála um öll mál eins og vel er þekkt, en fundum ágætar lausnir, held ég. Mér fannst reyndar hann hefði getað haldið betri aga á þing­flokkn­um. Það er nauð­syn­legt þegar meiri­hlut­inn er knapp­ur.

Það var athygl­is­vert að fylgj­ast með því í aðdrag­anda for­manns­kosn­ing­anna að sumir spek­ingar af vinstri vængnum töldu að Guð­laugur Þór væri sér­stakur boð­beri víð­sýnni stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeir hinir sömu hafa lík­lega ekki vitað að hann var arki­tekt­inn að því að flokk­ur­inn taldi sig ekki lengur eiga heima með Kristi­legum demókrötum í Þýska­landi og hefð­bundnum hægri­flokkum á Norð­ur­löndum heldur gekk í sveit með Lögum og rétt­læti, öfga­hægri­flokknum sem stjórnar Pól­landi og öðrum slíkum flokk­um, einn hægri­flokka á Norð­ur­lönd­um. Ekki er lengur getið um aðild­ina á heima­síðu flokks­ins sem sýnir vissa sóma­til­finn­ing­u. 

Nið­ur­staðan var sú að þvert á spár margra vann Bjarni yfir­burða­sig­ur. Margir þeirra sem ég tal­aði við töldu víst að Guð­laugur hefði ekki farið af stað nema telja sér sigur vís­an. Hugs­an­lega hefur fylgi hans minnkað á fund­in­um. Ljóst er að sam­starf þeirra tveggja verður ekki nán­ara.

Aðrar fréttir bár­ust ekki af fund­in­um. Ekki var sagt frá einni ein­ustu ályktun lands­fundar í fréttum og í fyrstu skoð­ana­könn­unum eftir lands­fund stóð fylgi flokks­ins nokkurn veg­inn í stað. 

Lands­fundur Sjálf­stæð­is­manna breytti því engu. Það er þó meira en hægt er að segja um Sam­fylk­ing­una sem skil­aði minna en engu, því hún dró í land með sín fyrri áherslu­mál.

Nýtt póli­tískt lands­lag?

Fyrir fimm árum spáði ég því að sam­starf núver­andi stjórn­ar­flokka myndi fyrst og fremst verða banda­lag um stöðn­un. Ég reynd­ist sann­spár. Þegar litið er um öxl yrðu flestir í vand­ræðum með að nefna eitt ein­asta fram­fara­mál stjórn­ar­inn­ar. Afrek hennar er að sitja. Reglu­lega koma upp atvik af ýmsu tagi sem valda óróa í sam­fé­lag­inu, en ekki er að sjá að það haggi ró for­manna flokk­anna sem sam­starfið leiða. Límið sem heldur stjórn­inni sam­an, fyrir utan auð­vitað segl­ana sem í ráð­herra­stól­unum eru, er hve lagin þau virð­ast vera, Bjarni og Katrín, að leiða ágrein­ings­mál hjá sér. 

Hvert málið rekur annað þar sem vitað er að ræðu­stóll Alþingis hefði verið upp­tek­inn vikum saman af þeim Katrínu og Svandísi Svav­ars­dótt­ur, sem hefðu kraf­ist afsagnar allra sem að þeim málum hefðu kom­ið, væru þær ekki í rík­is­stjórn­inni sjálf­ar, en þegja nú þunnu hljóð­i. 

Og þó. Hinn við­kunn­an­legi for­sæt­is­ráð­herra hefur náð býsna miklum hæfi­leikum í því að setja upp íhug­ulan svip og segja: „Þetta mál krefst þess auð­vitað að við lærum af því og end­ur­skoðum verk­ferla.“ Þessi setn­ing virkar svo vel, að í gamla daga hefði ráð­herr­ann á end­anum gengið undir nafn­inu Katrín hin lærða.

Þó að erfitt sé, jafn­vel ómögu­legt, að benda á aðra sam­setn­ingu á rík­is­stjórn meðan Alþingi er eins skipað og nú er, verður ekki hjá því kom­ist að benda á hætt­una sem getur fylgt því að sitja of lengi í valda­stöð­um. Vald­hroki (hybris eða hubris á erlendum tung­um) er algengur fylgi­fiskur þess að hafa náð svo langt að telja sig yfir lög og reglur haf­inn. For­ingjar safna um sig jámönnum og þola enga gagn­rýni. Sjálfur hef ég séð þetta ein­kenni á mörgu ágætu fólki sem breytt­ist við það að ná háu emb­ætti. Flestir lag­ast þegar þeir missa hnossið sem hrok­anum olli, en þó ekki all­ir. Hægt er að nefna fjöl­mörg dæmi um slíkt dramb, til dæmis í stöðu­veit­ing­um, þegar þeir hæf­ustu eru aug­ljós­lega snið­gengn­ir, stundum vegna þess að ráð­herrar ótt­ast að hæft fólk geti skyggt á þá sjálfa, en oftar til þess að hygla flokks­gæð­ing­um. Þetta er þó ekk­ert nýtt.

Annað alvar­legra dæmi kom upp rétt fyrir jól þegar for­sæt­is­ráð­herra ákvað að útdeila tug­millj­ónum til ein­stak­lings vegna gam­als afbrota­máls. Ég átta mig vel á því að um málið sjálft eru skiptar skoð­an­ir, en það er einmitt kjarni máls­ins. Til þess að leysa úr ágrein­ings­málum af þessu tagi höfum við dóm­stóla. Allir læra um þrí­skipt­ingu valds í lög­gjaf­ar­vald, fram­kvæmda­vald og dóms­vald. Málið er alvar­legt því dóms­valdið hafa fyrri ráð­herrar ekki sölsað undir sig, þótt eflaust hafi þá oft langað til þess. Eng­inn áhrifa­manna, sem ætti að benda á hið hættu­lega for­dæmi sem með þessu er skap­að, þorir að ræða þetta prinsipp af ótta við hol­skeflu for­dóma. 

Betri kost­ur?

Almennt er stjórn­ar­and­staðan veik og sundruð sem eðli­legt er, því í henni eru fimm flokkar og eng­inn fjöl­menn­ur. Alþingi er veik­ara en ella vegna þess að þar vantar sér­fræð­inga af ýmsu tagi, eins og til dæmis raun­vís­inda­fólk og fólk með reynslu úr atvinnu­líf­inu. Eins og staðan er í dag eru engar líkur á því að nýr meiri­hluti gæti mynd­ast á Alþingi nema að und­an­gengnum kosn­ing­um. Það sem verra er að í þingsölum vantar aðhald sem vigt er í, ekki bara upp­hlaup út af smá­mál­um, upp­hlaup sem áður voru sér­grein VG. 

Meðal ann­ars þess vegna hefur rík­is­stjórnin yfir­burða­stöðu. Ekki að þar sé alltaf skiln­ingur á hag­fræðilög­mál­um. Nefna má aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til þess að bregð­ast við verð­hækk­un­um. Margar þeirra stuðla einmitt að verð­bólgu. Afar lít­ill skiln­ingur virð­ist líka vera á því á Alþingi hvers vegna Seðla­bank­inn hækkar meg­in­vext­i. 

Hag­fræði­kenn­ingar ganga út á það að með vaxta­hækk­unum er þrengt að kaup­mætti, fólk verður því að draga úr neyslu, eft­ir­spurn minnkar og verð­bólgan í kjöl­far­ið. Því er ger­sam­lega út í hött að krefj­ast þess að ríkið veiti bætur vegna vaxta­hækk­ana, því að með því er ráð­ist að mark­miði þeirra. Hér á landi og reyndar víð­ast um hinn vest­ræna heim eru raun­vextir nú nei­kvæð­ir, það er pen­ingar á banka­bókum sem eru á meg­in­vöxtum Seðla­bank­ans verða stöðugt verð­minni í verð­bólg­unni. Hér á landi bera banka­reikn­ingar flestra litla sem enga vexti sem þýðir að í 10% verð­bólgu fljóta verð­mæti hratt frá þeim sem eiga pen­inga til þeirra sem skulda. 

Hall­inn heldur áfram í góð­ær­inu

Í góðri efna­hags­stjórn er ábyrgur rík­is­rekstur eitt af meg­in­ráðunum til þess að stuðla að stöð­ug­leika. Þegar stofnað var til núver­andi sam­starfs var ljóst að afgjaldið yrði meðal ann­ars það að auka yrði rík­is­út­gjöld. Sjálf­stæð­is­menn létu það yfir sig ganga því stjórnin tók við góðu búi, skuldir höfðu minnkað mikið og afgangur var á rík­is­sjóði. Ef allt gengi áfram sinn vana­gang var ekki víst að stöð­unni yrði teflt í tví­sýnu. En því miður hækk­uðu útgjöldin mun hraðar er tekj­urnar og strax árið 2019 hófst tapið á rík­is­sjóði. Eftir Covid hafa halla­rekst­ursárin komið á færi­bandi. Þrátt fyrir að atvinnu­leysi sé nú lítið og ferða­manna­fjöldi verði svip­aður og fyrir far­sótt er búist við áfram­hald­andi halla næstu tvö ár. Gleymum því ekki að það eru útgjöldin en ekki tekj­urnar sem ákveða hinar raun­veru­legu álögur á almenn­ing. Við­var­andi halli á rík­is­sjóði er skatt­lagn­ing á kom­andi kyn­slóð­ir.

Viðvarandi halli á ríkissjóði er skattlagning á komandi kynslóðir, segir Benedikt. Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Mynd: Bára Huld Beck

Í því sam­bandi má segja að einu athygl­is­verðu til­lög­urnar sem ég minn­ist frá Alþingi nú í haust komu frá Þor­björgu S. Gunn­laugs­dótt­ur, full­trúa Við­reisnar í fjár­laga­nefnd, sem lagði til að halli rík­is­sjóðs á kom­andi ári yrði minnk­aður um 20 millj­arða króna. Ekki stórt skref, en í rétta átt.

Heims­veldi hins illa?

Illska Pútíns Rúss­lands­for­seta hefur sett heim­inn á hlið­ina. Hann hefur með til­gangs­lausu stríði í Úkra­ínu fórnað lífum og spillt lífs­kjörum alþýðu fólks, bæði hjá sínum þegnum og almenn­ingi víða um heim, á sama tíma og vopna­fram­leið­endur og olíu­salar maka krók­inn. Ungir Rússar og mála­liðar þeirra fá skipun um að meiða, deyða og nauðga. Eyði­leggja sem mest. Eng­inn veit mark­mið­ið, enda er það eitt í dag og annað á morg­un. Einn dag á að brjóta „nas­istana“ á bak aft­ur, annan að sam­eina tvær þjóð­ir, sem í raun eru ein að hans sögn, eða bjarga Úkra­ínu­mönnum úr klóm Vest­ur­veld­anna. Eða bara hefna þess að Úkra­ínu­menn leyfa sér að gef­ast ekki upp.

Heims­byggðin er fórn­ar­lamb vald­hroka Pútíns. Hann sölsar undir sig auð og þolir engum að mót­mæla sér. Þeir sleppa best sem fara í fang­elsi. Aðrir deyja af sjald­gæfum sjúk­dómum eða detta út um glugga í háhýs­um. Rússum er því vor­kunn að þora ekki að mót­mæla. Eng­inn gerir það nema einu sinni.

Ég er ánægður með að íslenskir alþing­is­menn hafa allir sem einn tekið stöðu með úkra­ínsku þjóð­inni. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra hefur látið rödd Íslands hljóma skýrt gegn rang­læt­inu og yfir­gang­in­um. Á sama tíma er skelfi­legt að sjá fólk á Íslandi, fólk sem er hvorki kjánar né illa inn­rætt að því að vitað sé, bera í bætifláka fyrir ill­menn­ið. Það kemur kannski ekki á óvart að gamlir kommar segi að inn­rásin sé NATO að kenna, því þjóðum Aust­ur-­Evr­ópu hafi verið hleypt inn í banda­lag­ið. Rökum er snúið við að gömlum sið. Sá sem vill verja sig gegn hætt­unni, sem nú blasir við öll­um, er söku­dólg­ur­inn. Svona voru gömlu komm­arnir heila­þvegnir í ára­tugi. En þegar fólk, sem hefur áður stutt frelsi og rétt ein­stak­linga talar svona, verður manni illt. Maður skilur hvernig sög­urnar um umskipt­inga urðu til. 

Kútur lít­ill, mömmu­sveinn

Á hádegi á föstu­degi í júlí leiddi stolt móðir Lizu, litla fjögra ára stelpu, yfir Sig­ur­torg í Vinnytsia, suð­vestur af Kænu­garði, borg sem var fjarri fram­lín­unni og hafði enga hern­að­ar­lega þýð­ingu. Stelpu­krílið ýtti bangs­anum sínum í bleikri kerru á undan sér, ákvað að taka hann með sér í tal­kennslu í Lego-­klúbbn­um. Allt í einu heyrð­ist hljóð sem Liza litla hafði aldrei heyrt áður og á aldrei eftir að heyra aft­ur. Loft­varn­arflautur gullu og sprengja klauf loft­ið. 

Pútín gat mat­ast stoltur við langa borðið sitt þetta kvöld því að skeytið náði bæði Lizu og bangs­an­um. Kannski voru ekki allir liðs­menn hans jafn­hreykn­ir, hafi þeir heyrt af þessu afreki yfir­höf­uð. Þeir gætu tekið undir með her­mann­inum í snilld­ar­ljóði Krist­jáns frá Djúpa­læk um Slysa­skot í Palest­ínu. Ég skipti Breta út fyrir Rússa og setti inn Úkra­ínu fyrir Palest­ínu. Boð­skapur Krist­jáns end­ur­óm­ar.

SLYSA­SKOT Í [ÚKRA­ÍNU]

Lítil stúlka. Lítil stúlka.

Lítil svarteygð, dökk­hærð stúlka

liggur skot­in.

Dimmrautt blóð í hrokknu hári.

Höf­uð­kúpan brot­in.

Ég er [Rússi], dags­ins djarfi

dáti, suður í [Úkra­ín­u],

en er kvöldar klökk­ur, einn,

kútur lít­ill, mömmu­sveinn.

Mín synd var stór. Ó, systir mín.

Svarið get ég, feil­skot var það.

Eins og hnífur hjartað skar það,

hjarta mitt, ó, systir mín,

fyr­ir­gefðu, fyr­ir­gefðu,

ang­inn lit­li, ang­inn minn.

Ég ætl­aði að skjóta hann pabba þinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit