Óvissu- og átakatímar

Formaður RSÍ segir að verkalýðshreyfingin muni ekki geta horft aðgerðalaus á yfirgengilegar hækkanir nauðsynja og vaxta. Hún muni leitast við að veita nauðsynlegt aðhald gagnvart versluninni og láta sig ákvarðanir eða aðgerðaleysi stjórnmálafólks varða.

Auglýsing

Senni­lega er því þannig farið um flesta við ára­mót að hug­leiða atburði og reynslu hins liðna á sama tíma og horft er með eft­ir­vænt­ingu til þess sem í vændum er. Víst er það einnig þannig að mörg okkar taka slíkum tíma­mótum með blendnum huga ef til vill sökum per­sónu­legrar reynslu og jafn­vel með kvíða gagn­vart því ókomna. Þetta er hið mann­lega hlut­skipti – það sagði eng­inn að það væri alltaf auð­velt.

Hug­takið „óvissa“ er það sem ég staldra einkum við á þessum tíma­mót­um. Á árinu sem nú er að líða jókst óvissa til mik­illa muna í næsta nágrenni okkar og þeirri stöðu mála hafa fylgt og munu fylgja miklar breyt­ingar hér á landi.

Stöldrum fyrst við inn­rás Rússa í Úkra­ínu í þeim til­gangi að láta drauma Vladímírs Pútíns um end­ur­reisn keis­ara­dæmis verða að veru­leika. Hrylli­leg ákvörðun þessa valda­manns hefur kostað hund­ruð þús­unda manns­lífa, stökkt sjö millj­ónum manna á flótta frá heim­kynnum sín­um, skapað raun­veru­lega hættu á kjarn­orku­stríði og kallað efna­hags­legar hörm­ungar yfir millj­ónir heim­ila. Hún er enn ein áminn­ingin um þær hörm­ungar sem stjórn­mála­menn geta valdið með ákvörð­unum sínum og þær eru ekki bundnar við ein­ræð­is­ríki á borð við Rúss­land. Svart-hvít heims­mynd er ávísun á ógæfu og blind fylgi­spekt við þau öfl sem hana boða leiðir til hörm­unga.

Auglýsing

Ánægju­legur sam­hugur

Hér á landi höfum við góðu heilli verið í færum til að koma Úkra­ínu­búum til hjálp­ar. Horft yfir árið sem senn er liðið hefur mér þótt sér­lega ánægju­legt að verða vitni að þeim sam­hug sem ríkir gagn­vart því verk­efni að taka sem best á móti flótta­fólki frá Úkra­ínu. Þann 1. des­em­ber voru 2.300 úkra­ínskir rík­is­borg­arar skráðir til heim­ilis á Íslandi. Ég er þess full­viss að Íslend­ingar munu áfram taka á móti Úkra­ínu­fólk af gest­risni. Því miður bendir fátt til þess þegar þetta er skrifað að rúss­neski ein­ræð­is­herr­ann hygg­ist láta af við­ur­styggi­legum grimmd­ar­verkum í Úkra­ínu. Ljóst er að við Íslend­ingar þurfum áfram að vera til­búnir til að halda dyrum okkar opnum fyrir þau sem neyð­ast til að yfir­gefa heima­land sitt og híbýli vegna sið­leysis og árás­ar­girni rúss­neska ein­valds­ins og her­afla hans.

Koma flótta­fólks frá Úkra­ínu helst í hendur við mikla fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hér á landi á undan liðnum árum. Þann 1. des­em­ber 2022 voru erlendir rík­is­borg­arar 17,7% þeirra sem Ísland byggja. Þetta eru mikil og nán­ast ótrú­leg umskipti. Ég er í hópi þeirra sem fagna fjöl­breytni og þeim jákvæðu menn­ing­ar­á­hrifum sem inn­flytj­endum fylgja. Á hinn bóg­inn verður tæp­ast sagt að sam­fé­lagið hafi verið vel undir þessa breyt­ingu búið. Inn­viðir í land­inu eru margir í óvið­un­andi ástandi og við blasir að mörg grunn­kerfa sam­fé­lags­ins ráða tæp­ast við að mæta þessum umskipt­um. Ónóg fjár­fest­ing í vel­ferð og innviðum gerir þessa þróun um margt erf­ið­ari en hún hefði þurft að vera. Þar verða stjórn­völd að gera betur og um leið sjá til þess að hér sé rétt­látt skatt­kerfi, að hinir tekju- og eigna­mestu kom­ist ekki hjá því að greiða fyrir vel­ferð og inn­viði.

Nálg­ast má ófremd­ar­á­stand í hús­næð­is­málum víða um land en einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá sama sjón­ar­horni. Atvinnu­rek­endur upp­lýsa að þá skorti vinnu­afl en um leið blasir sú spurn­ing við; hvar á þetta fólk að búa? Við getum ekki, eigum ekki og megum ekki sætta okkur við að gáma­byggðir og ann­ars konar bráða­birgða­hús­næði verði við­tekin lausn hér á landi. Það ástand sem ríkt hefur á hús­næð­is­mark­aði síð­ustu miss­erin og ein­kennst hefur af gríð­ar­legri hækkun fast­eigna­verðs er með öllu óþol­andi og ekki boð­legt.

Lof­orð og efndir

Stjórn­völd boða nú skil­virk­ari og skarp­ari við­brögð en oft áður. Í tengslum við kjara­samn­inga á almennum mark­aði sem und­ir­rit­aðir voru nú í des­em­ber hafa stjórn­völd skuld­bundið sig til að stuðla að auknum stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði og koma til móts við þarfir ólíkra hópi á því sviði. Stefnt er að bygg­ingu 35 þús­und íbúða á næstu tíu árum og sér­stakar aðgerðir eru boð­aðar til að koma til móts við lág­launa­fólk og leigj­end­ur. Það er fagn­að­ar­efni að þessi skuld­bind­ing liggi fyrir en ekki verður hjá því kom­ist að minna á að orð og efndir hafa ekki alltaf farið saman þegar aðkoma stjórn­valda að samn­ingum er ann­ars veg­ar. Þannig eru enn óupp­fyllt nokkur þeirra fyr­ir­heita sem stjórn­völd gáfu við gerð lífs­kjara­samn­ings­ins svo­nefnda árið 2019. Það verður eitt verk­efna okkar í for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að þrýsta á for­ystu­fólk í sam­fé­lag­inu um að hrinda þessum áformum í fram­kvæmd fljótt og vel.

Kjara­samn­ing­arnir sem und­ir­rit­aðir voru nú í des­em­ber marka tíma­mót að því leyti að þeir tryggja sam­fellu í launa­hækk­unum á milli samn­ings­tíma­bila án þess að keðjan hafi rofnað og þar með stöðvað kaup­mátt­ar­bruna síð­ustu mán­aða. Það er fagn­að­ar­efni að loks skuli hafa tek­ist að tryggja slíka sam­fellu í gerð kjara­samn­inga í land­inu. Í mínum huga var það góð ákvörðun að semja til skamms tíma við þær aðstæður sem nú ríkja og ein­kenn­ast af óvissu.

Fálæti íslenskra stjórn­valda

Á hinn bóg­inn er í mínum huga eng­inn vafi á því að aðkoma stjórn­valda hefur verið með öllu ófull­nægj­andi þegar horft er til þeirrar lífs­kjara­skerð­inga sem mikil verð­bólga sam­fara gríð­ar­legum hækk­unum á marg­vís­legum nauð­synjum hefur vald­ið. Í nágranna­ríkjum okkar og víða á Vest­ur­löndum fær nú „af­komu­kreppa” almenn­ings óskerta athygli stjórn­mála­fólks og fjöl­miðla. Gríð­ar­legar hækk­anir á nauð­synjum á borð við orku og mat­væli hafa víða skapað ástand sem ekki sér fyrir end­ann á og ástæða er til að hafa þungar áhyggjur af.

Hér á landi ríkir um margt sam­bæri­legt ástand þótt orku­kostn­aður hafi vissu­lega ekki rokið upp á sama veg og í mörgum nágranna­lönd­um. Á hinn bóg­inn hafa íslensk stjórn­völd ekki sýnt nægj­an­lega við­leitni til að milda þau högg sem afkoma almenn­ings hefur orðið fyrir sökum verð­bólgu og marg­vís­legra kostn­að­ar­hækk­ana. Fjöl­miðlar hafa sömu­leiðis ekki sýnt mál­inu nægi­legan áhuga. Nú um ára­mótin ríða yfir miklar hækk­anir á nauð­synjum sem koma munu illa við fólkið í land­inu og ekki er að efa að víða verður erfitt að láta enda ná sam­an. Það er með öllu óskilj­an­legt að stjórn­völd sýni afkomu almenn­ings því­líkt fálæti og hleypi athuga­semda­laust í gegn jafn miklum hækk­unum og raun ber vitni. Á stundum er engu lík­ara en núver­andi rík­is­stjórn kunni engin ráð önnur en að hækka álögur og auka skatt­heimtu. Við þær aðstæður sem nú ríkja verður seint sagt að eðli­leg for­gangs­röðun ráði fram­göngu for­ystufólks í íslenskum stjórn­mál­um.

Afkomu­kreppan hér á landi sker sig raunar frá þeirri sem ríkir víð­ast hvar erlendis þar sem Seðla­banki Íslands hefur hækkað vexti ört og skipu­lega, sami banki og lof­aði nýju fram­fara­skeiði í sögu þjóðar á grund­velli lágra vaxta. For­ystu­fólk bank­ans boðar frek­ari hækk­anir tak­ist ekki að ná verð­bólgu nið­ur. Háir vextir hafa valdið miklum fjölda fólks þungum búsifjum síð­ustu miss­erin og því miður verður þess ekki vart að nokkur vilji sé til að hverfa frá þess­ari hel­stefnu. Aftur hljótum við að staldra við fálæti ráð­andi afla á sér­lega krefj­andi tím­um.

Ákvarð­anir og aðgerða­leysi

Ljóst er að verka­lýðs­hreyf­ingin mun ekki geta horft aðgerða­laus á yfir­gengi­legar hækk­anir nauð­synja og vaxta. Hún mun leit­ast við að veita nauð­syn­legt aðhald gagn­vart versl­un­inni í land­inu en ekki síður er mik­il­vægt að hún láti sig varða ákvarð­anir eða aðgerða­leysi stjórn­mála­fólks, jafnt í rík­is­stjórn sem á sveit­ar­stjórn­ar­stigi, þegar yfir ríða hækk­anir í formi hvers kyns gjalda og skatta.

Við lifum óvissu- og átaka­tíma. Í verka­lýðs­hreyf­ing­unni stöndum við frammi fyrir krefj­andi verk­efnum í upp­hafi nýs árs. Ég mun hér eftir sem hingað til vera tals­maður sam­stöðu launa­fólks og ljóst er að við megum hvergi hvika í sam­eig­in­legri bar­áttu okkar fyrir bættum kjörum og afkomu almenn­ings við þær aðstæður sem nú ríkja. Við göngum bjart­sýn til þeirra verka í þeirri vissu að verka­lýðs­hreyf­ingin verði áfram helsta afl breyt­inga og fram­fara í land­inu.

Höf­undur er for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands og for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit