Þetta er ekki búið

Jóhannes Þór Skúlason lítur á helstu áskoranirnar innan ferðaþjónustunnar á nýju ári.

Auglýsing

Þetta er búið að vera fer­legt ár. En við vitum það öll og það er óþarfi að rifja það upp í heilli ára­móta­grein. Það er holl­ara og væn­legra til upp­lyft­ingar að horfa fram á veg­inn, skoða hvað verð­ur, hvað gæti orðið og hvernig taka má höndum saman til að þoka málum réttan veg. 

Látum þetta því nægja um árskrípið 2020. 

En til hvers standa þá von­irnar fyrir árið 2021? Hver er staðan og hver eru verk­efn­in? 

Auglýsing

Ferða­þjón­ustan hefur árið 2021 í dróma. Nærri 30 þús­und manns fylla atvinnu­leys­is­skrár eftir hátíð­irn­ar, stærstur hlut­inn úr ferða­þjón­ustu eða ferða­þjón­ustu­tengdum grein­um. Sam­fé­lagið situr á botni efna­hag­skreppu sem á ekki sinn líka síð­ustu 100 ár, ef ekki leng­ur. Þetta er stað­an.

Það hefur ýmis­legt tek­ist betur en á horfð­ist, og á því má byggja. Síð­ast­liðið vor horfðum við fram á að það væri raun­veru­leg hætta á að stór hluti ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja gæti orðið gjald­þrota áður en árinu lyki. Í dag er ljóst að sam­verk­andi áhrif mót­væg­is­að­gerða stjórn­valda, ötullar vinnu fyr­ir­tækj­anna við end­ur­skipu­lagn­ingu og hjálp­legrar nálg­unar ýmissa fjár­mála­stofn­ana og kröfu­hafa hafa skilað miklum árangri. Fjöldi fyr­ir­tækja hefur því náð að sníða stakk eftir vexti til að þrauka harð­indin fram á næsta sum­ar. Það mun skipta miklu máli til að ná sterkri spyrnu frá botn­inum – ekki bara fyrir ferða­þjón­ust­una heldur fyrir sam­fé­lagið allt. 

En þrátt fyrir að betur hafi tek­ist en á horfð­ist að koma í veg fyrir fjölda­gjald­þrot fyr­ir­tækja enn sem komið er þýðir það ekki að allt sé í sóma. Vand­inn er gríð­ar­leg­ur. Aðgerðir stjórn­valda hingað til hafa fyrst og fremst tekið á rekstr­ar­vanda fyr­ir­tækj­anna, aðstoðað við að minnka kostnað og veitt fjár­magni inn í þau með lána­leiðum og styrkj­um. Það sem ger­ist hins vegar óhjá­kvæmi­lega er að rekstr­ar­vandi breyt­ist í skulda­vanda. Það fyrsta sem ger­ist þegar lausa­fjár­skortur skellur á og fyr­ir­tæki verða tekju­laus mán­uðum saman er að allir hætta að borga reikn­ing­ana. Ofan á það bæt­ast svo frest­anir á sköttum og gjöld­um, lána­fryst­ingar og aukin lán­taka til að brúa hina tekju­lausu mán­uði og svo fram­veg­is. Afleið­ingin af heilu ári í slíkum aðstæðum er stór­aukin skuld­setn­ing fyr­ir­tækja sem mun taka nokkur ár að vinna úr. Og ofskuld­sett fyr­ir­tæki eru illa stæð til að keyra öfl­uga við­spyrn­u. 

Ferða­mála­stofa birti nýverið nið­ur­stöður úr grein­ingu KPMG um fjár­hags­stöðu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja í árs­lok 2019 þar sem fram kemur að mikil fjár­fest­ing í auk­inni afkasta­getu til að mæta vexti áranna á und­an, harðn­andi sam­keppni og sam­dráttur í afkomu í kjöl­far fækk­unar ferða­manna hafi gert mörgum fyr­ir­tækjum erf­ið­ara um vik að standa undir skuld­setn­ingu. Í grein­ing­unni segir að í kjöl­far tekju­hruns árs­ins 2020 sé ljóst að jafn­vel tveir þriðju fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu hafi ósjálf­bæra skulda­stöð­u. 

Það er því ljóst að ef þessi staða er látin reka á reið­anum er mjög harka­leg aðlögun fram undan sem mun hafa mjög nei­kvæðar afleið­ingar fyrir efna­hags­lega við­spyrnu þjóð­ar­bús­ins. Með öðrum orð­um: Þó að gjald­þrot ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja á árinu 2020 séu færri en ótt­ast var hefur vand­inn ekki horfið eins og fyrir galdra, heldur flust yfir á næsta ár. 

Hvernig komumst við aftur á beinu braut­ina?

Til að koma til móts við þá stöðu og tryggja efna­hags­lega við­spyrnu verða eig­end­ur, lán­veit­endur og opin­berir aðilar að koma að þeirri skulda­leið­rétt­ingu sem er fram und­an. Eftir efna­hags­á­fallið 2008 var unnið úr skulda­stöðu fyr­ir­tækja með skýrum leiðum þar sem opin­berir aðil­ar, lán­veit­end­ur, eig­endur og kröfu­hafar unnu saman eftir ákveðnum leik­regl­um. Það er alger nauð­syn á því að allir þessir aðilar nálgist skulda­úr­vinnslu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja á sams konar hátt nú. En til þess þarf vilja og góða sam­vinnu aðila til að leggja upp skýrar leiðir sem leysa vand­ann. 

Það er ekki skref í þá átt að sveit­ar­fé­lög sem eiga lögvarðar fast­eigna­skatta­kröfur sem íþyngja nú fjölda tekju­lausra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja feli sig undir pils­faldi laga­greina þegar leitað er eftir lausnum og greiðslu­frestum til að hjálpa fyr­ir­tækjum á þeirra svæðum að lifa af. Ég eggja því sveit­ar­fé­lög til að vinna með okkur að lausnum sem geta frestað greiðslu fast­eigna­skatta án þess að sveit­ar­fé­lög verði fyrir tekju­tapi. Slíkar lausnir eru til og ráðu­neyti sveit­ar­stjórn­ar­mála vinnur nú þegar að fyrsta skref­inu sem getur gert þær mögu­leg­ar.  

Hér þurfa allir aðilar að koma að málum því að á end­anum snýst þetta allt um að koma atvinnu­lausu fólki aftur í vinnu, koma fyr­ir­tækj­unum aftur í gang, búa aftur til verð­mæti til að greiða laun, kaupa vör­ur, lækka skuld­ir, koma virð­is­auka­keðju sam­fé­lags­ins aftur í eðli­legan gang. Ýmsir grein­ing­ar­að­ilar hafa bent á það und­an­farna mán­uði að sú við­spyrna byggir á því að ferða­þjón­ustan taki hressi­lega og hratt við sér. Án þess verði efna­hags­bat­inn hægur og sam­fé­lags­legu vanda­málin sem fylgja við­var­andi kreppu­á­standi og langvar­andi atvinnu­leysi fleiri og dýr­ari fyrir sam­fé­lag­ið. Á því tapa all­ir.

Eina leiðin er að vaxa út úr vand­an­um 

Á kom­andi mán­uðum mun öll stjórn­mála­um­ræða lit­ast veru­lega af kosn­inga­skjálfta. Í aðdrag­anda kosn­inga er enda eðli­legt að mis­mun­andi stjórn­mála­öfl setji fram stefnu sína til að aðgreina sig frá hin­um. Það er jú nauð­syn­legt til að við kjós­endur getum valið hvaða stefnu við teljum væn­lega til stýr­ingar land­inu næstu fjögur ár. 

Í þeirri umræðu er nauð­syn­legt að það sé á krist­al­tæru að eina leið sam­fé­lags­ins út úr heimskrepp­unni er að vaxa út úr vand­an­um. Vöxtur og aukin verð­mæta­sköpun er eina leiðin til að koma fólki aftur í vinnu. Það er aukin verð­mæta­sköpun í atvinnu­líf­inu sem skilar hærri fjár­hæðum til sam­neysl­unnar og byggir grunn að auk­inni vel­ferð í sam­fé­lag­in­u. 

Stóru spurn­ingar stjórn­mála­um­ræð­unnar í aðdrag­anda kosn­inga snú­ast því um það hvernig – ekki hvort, heldur hvernig – stjórn­málin ætla að ýta undir aukna verð­mæta­sköpun í sam­fé­lag­inu? Hvernig ætla stjórn­málin að sjá til þess að fyr­ir­tæki geti ráðið starfs­fólk í vinnu, sem flesta sem fyrst? 

Stað­reyndin er sú að rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja á Íslandi mun að óbreyttu vinna gegn hröðum og nauð­syn­legum vexti á árinu 2021. Óbreytt rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja mun gera það að verkum að færri fyr­ir­tæki munu geta ráðið fólk aftur í vinnu eins hratt og sam­fé­lagið þarf á að halda. Hvernig ætla stjórn­mála­menn að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja og bæta sam­keppn­is­hæfni ferða­þjón­ust­unnar til að atvinnu­greinin geti end­ur­ráðið fólk hraðar og aukið enn frekar streymi verð­mæta inn í þjóð­ar­búið á ný? Það er stóra spurn­ing­in.

Nærri tvö þús­und fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu um allt land og þús­undir starfs­fólks þeirra sem bíða þess að kom­ast af atvinnu­leys­is­bótum og íbúar sveit­ar­fé­laga um allt land sem bíða örlaga mik­il­væg­ustu atvinnu­upp­bygg­ingar síð­ustu ára­tuga þurfa skýr svör við þess­ari spurn­ingu. Svör sem geta haft tölu­verð áhrif á það hvar kross­inn lendir á kjör­seðl­inum í sept­em­ber. Við­spyrnan er nefni­lega ekki bara orð. Hún er aðgerð­ir. 

Engin staða er svo vond að ekki felist í henni tæki­færi

Þrátt fyrir að óvissu­breyt­urnar séu margar fram undan getum við leyft okkur svolitla bjart­sýni. Stjórn­völd munu gefa út til­kynn­ingu um nauð­syn­legan fyr­ir­sjá­an­leika varð­andi sótt­varnir á landa­mærum inn í árið þann 15. jan­ú­ar, sem er lyk­il­at­riði varð­andi sölu- og mark­aðs­starf ferða­þjón­ust­unnar fyrir næsta vor og sum­ar. Þróun og dreif­ing bólu­efna hefur verið mun hrað­ari en á horfð­ist og lík­lega voru fáir sem trúðu því að byrjað yrði að bólu­setja fólk fyrir ára­mót­in. Það gefur aukna trú á fram­tíð­ina og það að hægt verði að ferð­ast um heim­inn í sumar þó með ein­hverjum tak­mörk­unum verði. Tæki­færi okkar fel­ast þess vegna í því að við tryggum að allt sé til reiðu. Að við tökum ákvarð­anir sem ýta undir aukna sam­keppn­is­hæfni og tryggjum að ekk­ert hamli við­spyrn­unni og efna­hags­legum bata okkar meg­in. Tak­ist það vel getur ýmis­legt fallið með þeim sem eru vel und­ir­búin á árinu 2021. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit