Hlaupum hraðar

Sigurður Hannesson skrifar um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar í endurreisn hagkerfisins.

Auglýsing

Á þessum tíma árs setjum við okkur gjarnan mark­mið. Mark­mið um bæta hag okkar á ein­hvern hátt, til dæmis í tengslum við per­sónu­legar áskor­an­ir, störf eða áhuga­mál . Þannig höfum við að ein­hverju að stefna en tím­inn leiðir svo í ljós hvernig okkur vegn­ar. Hið sama á við um hag­kerfið en þar gegna stjórn­völd því hlut­verki að setja mark­mið, móta sýn til fram­tíðar og ryðja hindr­unum úr vegi. Mark­miðin nú hljóta að snú­ast um að auka lífs­gæði lands­manna til fram­tíðar en það ger­ist ef hér verða til fleiri eft­ir­sókn­ar­verð störf og meiri verð­mæti til að standa undir þeim lífs­gæðum sem við þekkjum og viljum búa við, meðal ann­ars með því að greiða til baka þann mikla kostnað sem hefur fallið á hið opin­bera vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Kólnun hag­kerf­is­ins var stað­reynd áður en heims­far­ald­ur­inn skall á af fullum þunga á fyrstu mán­uðum árs­ins. Þeirri spurn­ingu var ósvarað hvað myndi drífa hag­vöxt­inn á næstu árum og ára­tug­um. Svar Sam­taka iðn­að­ar­ins við þeirri spurn­ingu er skýrt. Hug­verka­iðn­aður – fjórða stoðin – verður afl­vaki vaxtar ef rétt er á málum hald­ið. Á sama tíma þarf að hlúa að öðrum greinum og skapa þeim sam­keppn­is­hæf skil­yrði. Á þessu ári er gert ráð fyrir því að útflutn­ings­tekjur hug­verka­iðn­aðar nemi um 140 millj­örðum króna eða 15% af útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­bús­ins. Það sýnir að fjórða stoð­in, hug­verka­iðn­að­ur,  er raun­veru­leg stoð og því rétt að tala um fjórar stoðir útflutn­ings auk ann­ars, en ekki ein­göngu þrjár.

Nýsköpun er eina leiðin fram á við

Helstu útflutn­ings­greinar Íslands byggja á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda en hug­vit er óþrjót­andi auð­lind og óháð landa­mær­um. Það felur í sér í senn að okkar helsta tæki­færi til vaxtar liggur í virkjun hug­vits­ins en um leið að umgjörð nýsköp­unar á að vera með því besta sem þekk­ist svo Ísland sé eft­ir­sóttur staður til búsetu og starfa. Sam­tök iðn­að­ar­ins hvetja til frek­ari nýsköp­unar hér á landi enda getur nýsköpun skapað fyr­ir­tækjum for­skot í sam­keppni, skapað verð­mæti og eft­ir­sótt störf svo ekki sé minnst á að með nýsköpun leysum við helstu áskor­anir sam­tím­ans og fram­tíð­ar­inn­ar. Með því að hvetja til nýsköp­unar og skapa góð skil­yrði getur hug­verka­iðn­aður orðið okkar helsta útflutn­ings­stoð, skapað eft­ir­sótt störf og mikil verð­mæti. Þannig er nýsköpun eina leiðin fram á við.

Auglýsing

Stefnu­mótun sem skilar árangri

Við erum þegar lögð af stað og þurfum því ekki að byggja frá grunni. Umgjörð nýsköp­unar hefur verið bætt mjög und­an­farin ár og stærstu fram­far­irnar hingað til urðu á þessu ári. End­ur­greiðslur vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar hafa stór­aukist, fram­lög í Tækni­þró­un­ar­sjóð hafa auk­ist veru­lega, ráð­herra hefur stofnað Kríu sem fjár­festa mun í vís­i­sjóðum og hvatt hefur verið til fjár­fest­inga að öðru leyti í sprota­fyr­ir­tækj­u­m. 

Á þessu ári hafa jákvæð tíð­indi borist úr hug­verka­iðn­aði sem sýnir að tæki­færin eru sann­ar­lega til stað­ar. Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP og heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tækið Nox Med­ical hafa fjölgað starfs­mönn­um, meðal ann­ars vegna auk­inna hvata stjórn­valda. Lyfja­fyr­ir­tækið Alvot­ech vinnur hörðum höndum að þróun og mark­aðs­setn­ingu lyfja og stefna að útflutn­ingi fyrir yfir millj­arð Banda­ríkja­dala innan fárra ára. Það er meira en ferða­þjón­ustan skilar þjóð­ar­bú­inu í ár. Líf­tækni­fyr­ir­tækið Alga­líf hefur til­kynnt um fjög­urra millj­arða fjár­fest­ingu í stækkun sem skapa mun yfir 100 störf á fram­kvæmda­tím­an­um. Tækni­fyr­ir­tækið Controlant leikur lyk­il­hlut­verk við flutn­inga bólu­efnis við COVID-19 á heims­vísu og hafa fjár­festar sýnt félag­inu áhuga. Þetta eru nokkur dæmi af mörgum sem sýna svart á hvítu að hug­verka­iðn­aður á Íslandi hefur fest sig í sessi og að ef rétt er á málum haldið þá getur hann orðið öfl­ug­asta útflutn­ings­stoð íslensks hag­kerf­is.

Sækjum tæki­færin

Umbæt­urnar skipta sann­ar­lega máli en það skiptir ekki síður máli að segja frá þeim til að laða hæfi­leik­a­ríkt fólk og fjár­magn til lands­ins. Stjórn­völd í öðrum löndum gera einmitt það eins og tvö nýleg dæmi bera vott um. Tæknirisarnir Google og Microsoft hafa kynnt áform um risa­vaxnar fjár­fest­ingar í Dan­mörku og Sví­þjóð. Í báðum til­vikum tóku þar­lend stjórn­völd þátt í að laða fyr­ir­tækin til lands­ins. Með öðrum orðum þá sóttu þar­lend stjórn­völd tæki­fær­in. Þetta eiga íslensk stjórn­völd líka að gera, sýna frum­kvæði og halda til haga því sem við höfum fram að færa um leið og hindr­unum í atvinnu­rekstri er rutt úr vegi.

Tím­inn er núna

Allt á sér aðdrag­anda og það þarf að virða þó við viljum gjarnan að allt ger­ist strax. Við vitum að of seint er að hefja bygg­ingu íbúð­ar­húss þegar við ætlum að flytja inn í íbúð­ina. Það sama á við um vöxt og við­gang burð­ar­stoðar í hag­kerf­inu. Hug­verka­iðnað þarf að efla enn frekar og hvetja til þess að hann verði okkar helsta útflutn­ings­stoð. Það er ekki hægt að bíða eftir öðrum sig­ur­veg­urum stjórn­valda og það verður of seint að fara af stað þegar skamm­tíma við­spyrnu er náð. Lang­tíma­sjón­ar­mið þurfa að ráða ríkj­um.

Með ári nýsköp­un­ar, sem senn er á enda, vildu Sam­tök iðn­að­ar­ins stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu um mik­il­vægi nýsköp­un­ar, vekja máls á því að nýsköpun ætti sér stað alls stað­ar, í öllum grein­um, rót­grónum iðn­aði og sprota­fyr­ir­tækjum og síð­ast en ekki síst að hvetja til frek­ari umbóta á umgjörð nýsköp­unar á Íslandi. Þó ári nýsköp­unar ljúki hér með form­lega þá er verk­efnið rétt að byrja. Ára­tugur nýsköp­unar er haf­inn. Með umbótum stjórn­valda er jarð­veg­ur­inn frjó­samur og með hug­viti frum­kvöðla og ann­arra hefur fræjum verið sáð. Upp­skeran verður ríku­leg ef rétt er á málum hald­ið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit