Nú reynir á – stöndum saman um jöfnuð og lífsgæði!

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stærsta verkefni næsta árs verði að tryggja öllum afkomu, heilsu og velferð.

Auglýsing

Megi árið 2020 líða og aldrei koma aft­ur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem hæst bar en hins vegar má benda á það að kófið dró fram bæði styrk­leika og veik­leika sam­fé­lags­ins. Þegar árið verður gert upp í alþjóð­legu sam­hengi mun sjást sterk fylgni á milli þess hversu vel löndum tókst að verj­ast veirunni og byggja upp efna­hag­inn að nýju og þess hversu sterk vel­ferð­ar­kerfin þeirra voru. Þau lönd sem hafa byggt sín kerfi á arð­sem­is­sjón­ar­miðum og sam­keppni á milli heil­brigð­is­stofn­ana fá ein­fald­lega fall­ein­kunn. Þau lönd sem hafa atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfi og skipu­lagðan vinnu­markað ná sér fyrr og betur en önnur úr efna­hag­skrepp­unni sem fylgir heims­far­aldr­in­um. Þá sýndi sig að auð­mýkt gagn­vart heims­far­aldri og virð­ing fyrir ráð­legg­ingum sér­fræð­inga ýtti undir betri sótt­varnir og þar með meiri vörn fyrir sam­fé­lag­ið.

Sem betur fer hefur okkur sem byggjum þessa eyju borið gæfa til að byggja upp sterk kerfi og liður í því er að búa að sér­fræði­þekk­ingu til að takast á við tíma eins og þessa.. Að því sögðu þá afhjúpaði ástandið tölu­verða veik­leika í okkar kerf­um. Þau sem illa stóðu fyrir tóku harð­asta skell­inn. Þau sem voru utan hinna hefð­bund­inna ráðn­inga­forma fundu fyrst fyrir krepp­unni. Þau sem höllum fæti stóðu félags­lega og fjár­hags­lega var enn þrengri stakkur snið­inn í ástand­inu. Þá var ljóst að þótt heil­brigð­is­kerfið hafi stað­ist þol­raun­ina að mestu leyti þá mátt það tæpt standa um tíma. Kerfið okkar verður ein­fald­lega að vera byggt upp með þeim hætti að það geti tek­ist á við heims­far­ald­ur.

Strax í upp­hafi far­ald­urs­ins lagði verka­lýðs­hreyf­ingin skýrar lín­ur: Í fyrsta lagi að verja þá kjara­samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru á vor­dögum 2019, í öðru lagi að reyna að tryggja afkomu­ör­yggi fólks innan sem utan vinnu­mark­aðar og í þriðja lagi að tryggja að örygg­is­kerfin okkar og grunn­hug­sjónir bíði ekki skaða til fram­tíðar vegna tíma­bund­innar kreppu.

Auglýsing

Tek­ist var á um alla þessa grunn­þætti á árinu. Skemmst er að minn­ast þess þegar atvinnu­rek­endur viðr­uðu þá hug­mynd að segja upp samn­ing­unum í sept­em­ber og fóru ótrú­legan leið­angur til stjórn­valda í því skyni „að verja samn­ing­ana“. Það upp­nám var ekki í boði vinn­andi fólks og ógn­uðu atvinnu­rek­endur fyr­ir­sjá­an­leika og stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði svo eftir var tek­ið. Það voru líka tölu­verð von­brigði þegar atvinnu­rek­endur sáu ekki sóma sinn í að leggj­ast á árarnar við að efla atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfin en fóru í þess stað í aug­lýs­inga­her­ferð gegn hækkun atvinnu­leys­is­bóta og reyndar gegn atvinnu­leit­endum á tímum þar sem enga atvinnu var að hafa. Nær hefði verið að tals­menn fyr­ir­tækja sæju virði í því að fólk hefði efni á að versla í mat­inn, kaupa sér kaffi­bolla og standa við sínar skuld­bind­ing­ar. Það er einmitt það sem hefur haldið hag­kerf­inu gang­andi í gegnum þessa kreppu. Sem betur fer var tekjutengda tíma­bil atvinnu­leys­is­bóta lengt, atvinnu­leit­endur fengu des­em­ber­upp­bót og örlítil hækkun varð á grunn­bót­un­um. Eftir stendur krafan um frek­ari hækkun grunn­bóta og leng­ingu bóta­tíma­bils­ins. Þá verður ekki fram hjá því litið að öryrkjar og sumir aldr­aðir lifa við fátækt og skort þannig að þau eru nán­ast dæmd til að standa utan sam­fé­lags­ins og án þeirra lífs­gæða sem talin eru eðli­leg og æski­leg í íslensku sam­fé­lagi. Þetta er smán­ar­blettur á okkar sam­fé­lagi sem hefur staðið óhagg­aður árum saman og verður ekki minni þó fleiri eigi um sárt að binda.

Á næst ári og reyndar næstu árum mun reyna veru­lega á. Þá verða teknar ákvarð­anir um hvernig sam­fé­lagið verði byggt upp til fram­tíð­ar. Valið stendur á milli þess að halda áfram að byggja upp vel­ferð­ar­sam­fé­lag og treysta grunn­stoð­irnar eða þess að gang­ast við úreltum hug­myndum og ráð­ast í nið­ur­skurð og nið­ur­rif á okkar sam­eig­in­legu verð­mæt­um. Það er þannig í öllum kreppum að sér­hags­muna­öfl reyna að sæta færis að skara eld að eigin köku og það þarf sterk bein og háværa kröfu almenn­ings til að standa gegn þeim. Við sjáum til­raunir í þessa átt þegar rík­is­sjóður er, á ögur­stundu, að afsala sér tekjum frá fjár­magns­eig­endum og af banka­skatti án þess að nokkrir almanna­hags­munir gefi til­efni til, þvert á móti þýðir þetta skertar tekjur sveit­ar­fé­laga og rík­is­kass­ans sem nú þegar mæðir mikið á. Slíkar aðgerðir eru ekki rétt­læt­an­legar á kreppu­tím­um. Nær væri að grípa tæki­færið og gera þá eðli­legu kröfu að allir taki þátt í sam­fé­lags­rekstr­inum hvort sem greiddir eru skattar til ríkis eða sveit­ar­fé­laga og tryggja þar með að við komum jafn­ari út úr krepp­unni. Fjár­magns­eig­endur þurfa líka að leggja lóð á vog­ar­skál­arnar í stað þess að koma sér mark­visst hjá skatt­greiðsl­um. Þær hug­myndir sem þóttu sjálf­sagðar fyrir ekki svo löngu um að skapa sem mestan arð hjá sem fæstum myndi með ein­hverjum töfrum skila sér til allra hinna eru gjald­þrota. Nú vitum við betur að til að tryggja hag allra – líka fyr­ir­tækja­eig­enda – skal róið að því öllum árum að tryggja afkomu fólks því ein­ungis þannig er byggt sann­gjarnt og rétt­látt þjóð­fé­lag. Það þarf að gera í gegnum kjara­samn­inga og vel­ferð­ar­kerfi sem sinna sínu hlut­verki: Að grípa þá sem þurfa á að halda.

Í sögu­legu ljósi hafa heims­far­aldrar alltaf orðið til þess að auka á ójöfn­uð. Nú þegar eru uppi vís­bend­ingar um að slík þróun sé hafin hér á landi. En það er hins vegar ekki nátt­úru­lög­mál og við höfum þekk­ingu, kerfi og tæki til að tryggja að svo verði ekki nú. Það krefst hins vegar með­vit­undar um jafn­rétti og jöfnuð í öllum ákvörð­unum stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Látum ekki vax­andi mis­rétti verða okkar vitn­is­burð eftir þessa kreppu. Verum fyr­ir­mynd í heim­inum og tryggjum öllum afkomu, heilsu og vel­ferð! Það er stærsta verk­efni næsta árs.

Gleði­legt nýtt ár!

Höf­undur er for­seti ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit