Kreppan kallar á breytta pólitík

Forréttindapólitík yfirstéttarinnar mun ekki hverfa af sjálfu sér þó hún sé bæði ósanngjörn og ósjálfbær, því henni er viðhaldið með því valdi sem mest vegur – en það er peningavaldið. Að því leyti er þörf fyrir meiri áherslu á stéttapólitík í nútímanum.

Auglýsing

Kreppur eru eins konar álags­próf á skipan sam­fé­laga, ekki síst skipan efna­hags­mála, fjár­mála og vel­ferð­ar­mála. Kreppur draga fram veik­leika sem fyrir eru og vísa veg­inn um hvernig byggja má sam­fé­lagið betur upp til að taka á ógn­um, óvæntum áföllum og tryggja bætt lífs­kjör þeirra sem verr standa. 

Það þarf öfl­uga póli­tík til að ná slíkum mark­miðum – öðru­vísi póli­tík en ríkt hefur víða á síð­ustu ára­tug­um.

Skip­brot nýfrjáls­hyggj­unnar

Sú póli­tík sem hefur verið ríkj­andi á Vest­ur­löndum frá um 1980 í Bret­landi og Banda­ríkj­unum og í flestum öðrum ríkjum frá um 1990 hefur einkum mót­ast af hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Hún hefur gjarnan verið á borð borin sem „eina alvöru hag­fræð­in“ sem hægt sé að hafa að leið­ar­ljósi við mótun sam­fé­laga.

Þar hefur verið boðuð aukin mark­aðsvæð­ing, einka­væð­ing, afreglun og skatta­lækk­anir á hátekju- og stór­eigna­fólk. Í stað­inn hafa oft komið skatta­hækk­anir og kjara­rýrnun fyrir lægri tekju­hópa. 

Kjarn­inn í þessum boð­skap hefur falið í sér aukið frelsi fjár­mála­afla og mark­aða einka­geirans, sam­hliða veik­ingu rík­is­valds­ins. Þetta hefur almennt leitt til veik­ara lýð­ræðis og auk­ins auð­ræð­is, auk­inna áhrifa auð­manna.

Þessi póli­tík var sögð far­sælust til að auka hag­vöxt og bæta hag allra. 

Auglýsing
Reynsla frá 1980 sýnir hins vegar að hag­vöxtur á nýfrjáls­hyggju­tím­anum síð­ustu 3-4 ára­tug­ina hefur víð­ast hvar verið minni en á gullöld bland­aða hag­kerf­is­ins (1945 til 1980/1990) og að lág­tekju- og milli­tekju­fólk hefur setið eftir á meðan hátekju­fólk hefur stór­aukið tekjur sínar og eign­ir, eins og Thomas Piketty og sam­starfs­menn hans hafa ítar­lega sýnt (sjá t.d. hér). 

Nýfrjáls­hyggjan er því nátengd auknum ójöfn­uði í nútíma­sam­fé­lög­um.

Brauð­mola­kenn­ingin sem brást

Sem dæmi um fárán­leika hug­mynda nýfrjáls­hyggju­manna má benda á „brauð­mola­kenn­ing­una“, sem átti að sýna að for­rétt­indapóli­tík gagn­vart rík­asta fólk­inu myndi gagn­ast sam­fé­lag­inu öllu. Ef mark­miðið var t.d. að draga úr fátækt þá sögðu nýfrjáls­hyggju­menn að stjórn­völd ættu að byrja á því að bæta hag þeirra rík­ustu (t.d. með skatta­lækk­unum á fjár­magn og háar tekj­ur). Þetta myndi síðan skila sér til þeirra sem neðar væru í tekju­stig­anum – í formi brauð­mola sem hryndu af háborðum yfir­stétt­ar­innar niður tekju­stig­ann. 

Þeir ríku myndu kaupa meiri þjón­ustu af iðn­að­ar­mönnum og verka­fólki og þar með skapa fleiri störf, sögðu frjáls­hyggju­menn. En aukið ríki­dæmi þeirra allra rík­ustu skilar sér ekki í auk­inni eft­ir­spurn inn­an­lands, heldur teng­ist frekar auknu flæði fjár­magns úr landi, meðal ann­ars í erlend skatta­skjól. Auð­ur­inn færð­ist ein­fald­lega í meiri mæli á æ færri hend­ur. 

Ótví­ræð reynsla síð­ustu ára­tuga hefur nú vendi­lega opin­berað blekk­ing­arnar sem fel­ast í brauð­mola­kenn­ing­unni (sjá nýlegar rann­sóknir um það hér). Aukið ríki­dæmi yfir­stétt­ar­innar hefur hvorki verið gott fyrir hag­vöxt né lífs­kjör alls þorra almenn­ings. Það hefur einnig aukið líkur á óheil­brigðu braski og fjár­málakrepp­um.

Brauð­mola­kenn­ingin hefur því sýnt sig að vera hin versta svika­mylla.

Fjár­málakreppur sýna bresti mark­að­anna

Fjár­málakrepp­ur, eins og sú sem skall á árið 2008, verða vegna mark­aðs­bresta. Aukna frelsið í fjár­mála­geir­anum getur af sér aukið brask með láns­fé, taum­lausa græðgi, óhóf­legar verð­hækk­anir á eignum (bólu­hag­kerfi) og auknar áhættur í fjár­mála- og efna­hags­líf­i. 

Hér á landi gekk slíkt bólu­hag­kerfi óvenju langt á ára­tugnum fram að hruni – með óvenju miklum afleið­ingum í hrun­inu. Eftir að frelsi var aukið í fjár­mála­geirum Vest­ur­landa upp úr 1980 fóru slíkar fjár­málakreppur að verða mun algeng­ari en áður hafði verið (sjá hér).

Fjár­málakreppur sýna þannig mis­bresti og ósjálf­bærni óheftu mark­að­anna á óvenju skýran hátt. Eftir að hafa þurft að bjarga bönk­um, fyr­ir­tækjum og styðja við heim­ili í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008 standa stjórn­völd víð­ast nú skuldugri en áður var (það gildir þó ekki um Ísland, sem betur fer). Það hefur veikt við­náms­þrótt stjórn­valda og vel­ferð­ar­rík­is­ins sér­stak­lega.

Óheftur kap­ít­al­ismi getur svo af sér sívax­andi ósjálf­bæra ágengni á umhverfi og vist­kerfi jarð­ar­inn­ar, sem hefur kallað yfir okkur þá stór­brotnu ógn sem felst í lofts­lagskrepp­unni. Hug­myndir nýfrjáls­hyggj­unnar neita þess­ari ógn ann­ars vegar og vinna síðan bein­línis gegn því að hægt sé að taka á þessum vanda og byggja betur sjálf­bæra þróun sam­fé­laga og hag­kerfa.

Kóvid-kreppan sýnir mik­il­vægi vel­ferð­ar­rík­is­ins

Núver­andi kreppa er ólík fyrri kreppum kap­ít­al­ism­ans, þar eð hún orsakast af nauð­syn­legum sótt­varn­ar­að­gerðum vegna veiru­far­ald­urs. Hún er því meira kreppa vegna nátt­úruógnar en vegna mark­aðs­bresta. 

Kóvid kreppan er þó lík fyrri kreppum að því leyti að hún bitnar almennt mest á verka­fólki og lág­tekju­fólki almennt (sjá nánar um það hér https://global.oup.com/academ­ic/prod­uct­/welfare-and-t­he-gr­eat-recession-9780198830962?cc=is&lang=en&). Raunar eru horfur á að Kóvid-kreppan geti bitnað enn meira á lág­launa­fólki en algeng­ast er í kreppum (sjá hér). Þannig vara bæði Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og OECD nú við hættu á auknum ójöfn­uði vegna Kóvid-krepp­unar og brýna stjórn­völd um að fyr­ir­byggja slíkt.

Í raun má segja að ríki heims búi nú við þrí­þætta alls­herj­ar­kreppu:

  • Heilsu­far­skreppu sem ógnar manns­lífum í stórum stíl. 
  • Hún hefur svo leitt til sótt­varn­ar­að­gerða sem hafa fram­kallað efna­hag­skreppu, sem jafn­framt eykur líkur á skulda­kreppu í fram­hald­in­u. 
  • Því til við­bótar er svo lofts­lagskreppan sem hótar að brenna skóg­lendum í sívax­andi mæli, hækka yfir­borð sjávar og setja vist­kerfi jarð­ar­innar úr jafn­vægi með ófyr­ir­séðum afleið­ingum (sjá nánar um þetta hér). 

Við þurfum sterkt rík­is­vald í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi til að taka á þessum þrí­þætta vanda. Ríkj­andi sjón­ar­mið síð­ustu ára­tuga hafa hins vegar veikt rík­is­vald­ið.

Veik­ara rík­is­vald – veik­ari kreppu­úr­ræði

Kóvid-kreppan sýnir svo hversu mik­il­vægt það er fyrir þjóðir að búa við öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi sem tryggir fólki við­un­andi fram­færslu þegar harðnar á dalnum (í formi atvinnu­leys­is­bóta sem veita við­un­andi trygg­ing­ar­vernd) og í formi heil­brigð­is­þjón­ustu sem veitir öllum þegnum fullt aðgengi að lækn­ingum og lyfj­um, óháð fjár­hags­stöð­u. 

Auglýsing
Þær þjóðir sem búa við veik­ari vel­ferð­ar­kerfi ráða síður við veiru­far­ald­ur­inn og hafa almennt hærri dán­ar­tíðni vegna hans. Þar verða ójafn­að­ar­á­hrif krepp­unnar einnig meiri.

Bein afleið­ing af póli­tík nýfrjáls­hyggj­unnar síð­ustu ára­tug­ina er veik­ara rík­is­vald og aðþrengd vel­ferð­ar­kerfi. Hvoru tveggja þýðir að við­náms­þróttur og geta stjórn­valda til að bregð­ast við þrí­þættu krepp­unni sem nú herjar á heim­inn er minni en þarf. Ríkið er alltaf í lyk­il­hlut­verki við að milda kreppur og byggja upp á ný.

Því er þörf á breyttri póli­tík til að byggja betur upp til fram­tíðar og tryggja að fram­farir stefni að almanna­hag en ekki fyrst og fremst að auknum fríð­indum þeirra best settu, eins og stjórn­mál nýfrjáls­hyggj­unnar gera.

Frá for­rétt­indum yfir­stéttar til almanna­hags

Að mörgu leyti má sækja fyr­ir­myndir til verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi um áherslur sem fram­sækin stjórn­mál fram­tíð­ar­innar þurfa að hafa. 

Setja þarf almanna­hag í fyr­ir­rúm og sér­stak­lega það mark­mið að bæta mest hag þeirra verst settu – á mörgum sviðum lífs­kjara, bæði sem snerta launa­kjör og ráðn­ing­ar­kjör fyrir launa­vinnu en einnig á sviði lífs­kjara­trygg­inga vel­ferð­ar­rík­is­ins. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn frá 2019 hefur mörg ein­kenni slíkrar kjara­stefnu. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur einnig haldið uppi miklum kröfum um öfl­ugra við­nám stjórn­valda gegn afleið­ingum krepp­unn­ar, ekki síst hvað snerti afkomu­trygg­ingar atvinnu­lausra og fjölgun starfa í grænna hag­kerfi.

Skatta­stefna þarf að útrýma sér­stökum fríð­indum hátekju- og stór­eigna­fólks, t.d. á sviði skatt­lagn­ingar fjár­magnstekna og kaup­réttar (sem reyndar var verið að auka fyrir skömmu með lækkun fjár­magnstekju­skatts – sjá hér). Skatt­leggja ber fjár­magnstekjur á sama hátt og atvinnu­tekjur og líf­eyr­is­tekj­ur. Annað er bæði órétt­látt og ósjálf­bært. 

Þá þarf að skatt­leggja mikla auð­legð (fyrir ofan frí­tekju­mark sem rúmar fjöl­skyldu­eignir í íbúð­ar­hús­næði til eigin nota) og notkun auð­linda þarf að skila þjóð­inni mun meiri auð­lind­arentu en nú er. Með því að taka einnig á útbreiddum und­an­skotum frá skatti og notkun skatta­skjóla er hægt bæði að efla inn­viði lands­ins, bæði félags­lega og í sam­göng­um, en jafn­framt væri hægt að létta skatt­byrði af þeim tekju­lægri í sam­fé­lag­inu í skref­um.

Reynsla eft­ir­stríðs­ár­anna (1945 til um 1990) sýnir að þegar hagur alls þorra almenn­ings er bættur hvað mest þá eru for­sendur fram­fara í sam­fé­lag­inu hvað bestar, hag­vöxtur mestur og tæki­færi til nýsköp­unar og tæki­færi fyrir ein­stak­linga til að kom­ast áfram í líf­inu hvað best. Þetta þarf síðan að tengja við auknar kröfur um sjálf­bærni og grænan hag­vöxt, til að vinna á þeim helstu ógnum sem steðja að vest­rænum sam­fé­lög­um.

Í seinni tíð hefur klass­ísk Key­nesísk hag­stjórn og stéttapóli­tík þokað um of fyrir lífs­stílspóli­tík (identity polit­ics), oft í bland við ein­feldn­ings­lega mark­aðs­hyggju (eins og hjá Tony Blair í Bret­landi og Bill Clinton í Banda­ríkj­un­um). Það hefur ekki dugað til að bæta hag almenn­ings, heldur veikt stöðu vest­rænna jafn­að­ar­flokka meðal verka­fólks og milli­stétta, þar sem klass­íska fylgið var hvað mest áður fyrr. 

Þetta hefur skapað jarð­veg fyrir upp­gang lýð­skrums­flokka sem margir eru á hægri væng stjórn­mál­anna, en sigla gjarnan undir fölsku flaggi verka­lýðsum­hyggju, líkt og frá­far­andi for­seti Banda­ríkj­anna. Hann sagð­ist ætla að bæta hag verka­fólks en vann einkum að því að bæta eigin hag og ann­arra auð­manna. 

For­rétt­indapóli­tík yfir­stétt­ar­innar mun ekki hverfa af sjálfu sér þó hún sé bæði ósann­gjörn og ósjálf­bær, því henni er við­haldið með því valdi sem mest vegur – en það er pen­inga­vald­ið.

Að því leyti er þörf fyrir meiri áherslu á stéttapóli­tík í nútím­an­um, líkt og verka­lýðs­hreyf­ingin rekur hér á land­i. 

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Ein formleg ásökun um kynferðislega áreitni eða ofbeldi hefur borist á borð Biskupsstofu síðan árið 2012 eða frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit