Neyðaraðstoð til þeirra best settu!

Stefán Ólafsson spyr hvers vegna sé verið að lækka skatta á vel stætt efnafólk sem hefur aukið eignir sínar stórlega á síðustu árum.

Auglýsing

Þó stjórnvöld hafi gert sumt ágætlega til að bregðast við kreppunni sem Kóvid hefur orsakað þá vekur annað furðu. 

Þannig eru stjórnvöld nú að áforma umtalsverða lækkun fjármagnstekjuskatts, sem einkum nýtist efnafólki. Þau eru einnig að stórauka skattfrelsi hagnaðar vegna nýtingar kaupréttar á hlutabréfum, sem einkum gagnast æðstu stjórnendum í einkafyrirtækjum. Einnig er verið að létta skattbyrði af þeim sem safna sparnaði á gjaldeyrisreikningum, en þeir koma flestir úr sömu hópum. Þetta eru skattalækkanir upp á hátt í 2 milljarða króna á ári.

Loks hafa stjórnvöld þegar lækkað veiðigjöld til útvegsmanna, sem hafa stóraukið eignir sínar á liðnum árum (um hátt í 500 milljarða frá 2010). Þær lækkanir nema um 6,5 milljörðum frá 2018.

Er þetta fólkið sem hefur orðið fyrir mestum áföllum vegna Kóvid-kreppunnar? Nei, þarna er verið að lækka skatta á þá sem almennt standa best í samfélaginu, hvað eignir og tekjur varðar. 

Árið 2019 jukust hreinar eignir ríkasta 0,1 prósentsins um heila 22 milljarða – 22 þúsund milljónir (sjá grein Kjarnans um það hér). 

Auglýsing
Þessi fámenni hópur átti um síðustu áramót 282,2 milljarða króna í skuldlausar eignir og hann mun nú njóta góðs af þessum nýju skattalækkunum. 

Maður hefði haldið að stjórnvöld teldu sig hafa nóg við að vera í að verja þá sem hafa orðið fyrir mesta tjóninu af völdum kreppunnar, en það eru einkum fólkið sem hefur misst vinnuna.

Atvinnulausir þurfa skattalækkun – en ekki þeir ríkustu

Alls voru 20.906 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok nóvembermánaðar og 5.448 í minnkaða starfshlutfallinu, eða samtals 26.354 manns. Hátt í 10.000 manns hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða meira og þurfa nú að stóla á flatar atvinnuleysisbætur. 

Það fólk fær nú 289.500 krónur á mánuði og greiðir tæpar 43.000 krónur af því í tekjuskatt. Eftir standa um 235.000 krónur til framfærslu (eftir frádrátt skatts og lífeyrisiðgjalda). Það er vel undir framfærslukostnaði.

Hvers vegna er verið að skattleggja sannkallaða neyðaraðstoð til atvinnulausra, þegar flatar atvinnuleysisbætur eru vel undir framfærslukostnaði?

Hvers vegna er verið að lækka skatta á vel stætt efnafólk sem hefur aukið eignir sínar stórlega á síðustu árum? Þurfa þau neyðaraðstoð?

Kostnaðurinn við lækkun fjármagnstekna einna færi langt með að greiða fyrir fulla niðurfellingu tekjuskatts af flötum atvinnuleysisbótum næstu 6 mánuðina. Ef stjórnvöld hefðu sleppt því að lækka veiðigjöld hefði mátt nota það fé bæði til að greiða fyrir meiri hækkun flatra atvinnuleysisbóta og fullt skattfrelsi þeirra allt næsta árið. Pælið í því!

Stjórnvöld eru greinilega með ranga forgangsröðun. Þau eiga að hjálpa þeim sem á þurfa að halda – en ekki þeim sem best eru settir.

Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu – stéttarfélagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar