Mynd: Eyþór Árnason

Ég bara hangi í hárinu á þér

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál. Þar sem traktorinn heitir Sjálfstæðisflokkur, hægra afturdekkið eru Vinstri grænir, það vinstra Framsókn, annað framdekkið heimska, hitt aulabárðar.

Strák­ar, eigum við ekki að lyfta þeirri svörtu, hvað áttu við, æ, maður segir bara svona, lyfta þeirri svörtu, lyfta Banka­sýsl­unni, lyfta Bjarna Bene­dikts­syni, þarf þá að lyfta hon­um, nei, lík­lega ekki, en kannski þessum fatl­aða, lyfta honum og skutla til Grikk­lands, og þessum tveimur stelp­um, varla talandi á íslensku, lyftum þeim, og honum upp úr hjóla­stóln­um, enda er hann í eigu rík­is­ins, mað­ur­inn, nei, hjóla­stóll­inn, lyftum þessu öllu, en ekki Bjarna, nei, þess þarf ekki, þau eru svo góðir vin­ir, þau Katrín Jak­obs­dótt­ir, þeirra vin­átta bindur saman vinstri og hægri, vinstri íhald og hægri íhald, þeirra vin­átta gerir þá rík­ari rík­ari, hún verndar Sam­herja og Brim, Brim sem rekur þá sjó­menn sem sýna til­finn­ing­ar, veit ekki, ekki spyrja mig, en lyftum þeirri svörtu, þurfum ekki að lyfta Bjarna, hann er svo hávax­inn og þau svo traustir vin­ir, hann og Katrín, eða eins og skáldið sagði, traustur vin­ur, getur gert kraftaverk, bundið saman umhverf­is­vernd og virkj­un, nýfrjáls­hyggju og gamlan sós­í­al­isma, hún getur bjargað Banka­sýsl­unni, gert þá ríku rík­ari, gert pabba Bjarna rík­ari, lyftum þeirri svörtu því Katrín og Bjarni eru vin­ir, þau lyfta stöð­ug­leik­an­um, sagði skáldið að traustur vinur gæti gert krafta­verk, nei það var í gömlu lagi, ekki skáld þá, nei, ekki skáld, eigum við að lyfta skáld­un­um, nei nei, ekki þeim, bara þeirri svörtu, afhverju þá, veit ekki, kannski vegna þess að ég er pínu full­ur, hún er svört, það er soldið fynd­ið, aldrei nein svört í sveit­inni, eigum við þá að lyfta henni, æ, hvað er fal­legra en vin­átt­an?

Þetta getur ekki klikk­að, því þú komst við hjartað í mér

Ég bara hangi í hár­inu á þér, og sjór­inn er fyrir neð­an, orti Stefán Hörður Gríms­son á síð­ustu öld, veit ekki alveg afhverju sú lína sækir núna á mig núna, þegar ég hugsa um vin­áttu, um að lyfta þeirri svörtu, og les um met­hagnað í sjáv­ar­út­vegi í fyrra, upp á 65 millj­arða eftir skatta og gjöld, hefði mátt byggja spít­ala fyrir það, bæta vega­sam­göng­ur, halda nokkrar góðar veisl­ur, en því mið­ur, ein­ungis fjórð­ungur af þeim millj­örðum skil­aði sér til þjóð­ar­inn­ar, restin í vasa örfárra ein­stak­linga, þrátt fyrir að sú auð­lind sem fyr­ir­tækin nýta sér sé skil­greind sem sam­eign þjóð­ar­innar í Stjórn­ar­skrá Íslands, en lík­lega tekur eng­inn þessa stjórn­ar­skrá alvar­lega því hags­munir ráða alltaf; þeir eru okkar raun­veru­lega stjórn­ar­skrá; og ég bara hangi í hár­inu á þér. Línan sú sækir á mig þegar ég hugsa um vin­áttu Bjarna og Katrín­ar, og um Sig­urður Inga ein­hver­staðar að lyfta þeirri svörtu.

Hún er sögð það sterk, sú vin­átta, að hún límir rík­is­stjórn­ina sam­an, án þeirrar vin­áttu myndi allt sundr­ast og við steyp­ast ofan í óvissu. Enda urðu margir óró­leg­ir, ef ekki skelk­að­ir, þegar Guð­laugur Þór bauð sig fram gegn for­manni sínum nú á haust­dög­um. Sigri Guð­laugur er kannski úti um rík­is­stjórn­ina; eða það voru skila­boðin sem bár­ust úr öllum átt­um, líka innan úr röðum Vinstri grænna, frá áhyggju­fullum Fram­sókn­ar­mönn­um, Sig­urður Ingi sagði að vísu fátt, en ein­hver heyrði hann muldra, ég bara hangi í hár­inu á þér, eigum við ekki að lyfta þeirri svörtu?

Og þá dettur manni í hug að vin­áttan sem bindur saman rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sé efni í fal­legt lag, og það jafn­vel lag sem Páll Óskar er þegar búinn að semja; við setjum það á í útgáfu Hjalta­lín; og þegar þú komst inn í líf mitt breytt­ist ég:

Þú kom­st, þú komst við hjartað í mér;

ég þori að mæta hverju sem er!

Upp­hrópun­ar­merkið er frá mér kom­ið, biðst afsök­unar á því, fór aðeins framúr sjálfum mér í geðs­hrær­ing­unni þegar ég sá Katrínu og Bjarna fyrir mér syngj­andi lagið hvort til ann­ars, og Sig­urður Ingi dans­andi fyrir aftan þau, alltaf með þessa furðu­legu línu, eigum við ekki að lyfta þeirri svörtu, eins og hann geti ekki hætt að segja það, og strák­arn­ir, þeir hlæja, þeim finnst þetta svo fynd­ið, alveg geggj­að, svört kona á Bún­að­ar­þingi, alger­lega geggj­að, eigum við ekki að lyfta henni og taka mynd; en það kom sann­ar­lega við hjartað í mér að heyra af áhyggjum fólks yfir því, og það langt út fyrir raðir Sjálf­stæð­is­manna, að ef Guð­laugur Þór sigr­aði Bjarna tæki óvissan við, og stöð­ug­leik­inn í hættu.

En Bjarni sigr­aði auð­vit­að, hann sigrar eig­in­lega alltaf, he´s the man, eins og sagt var í Kefla­vík hér í den – Here comes your man sungu þau í Pix­ies fyrir Katrínu og Vinstri græna. Bjarni var jóla­gjöfin þeirra í ár, en Guð­laugur Þór yppti bara öxlum og sett­ist aftur í ráðu­neyti sitt. Man ekki í augna­blik­inu hvað það ráðu­neyti heit­ir, og hvort það heldur utanum umhverf­is­vernd eða virkj­an­ir. Held raunar að Guð­laugur viti það ekki sjálf­ur, fékk þetta ráðu­neyti í fangið fyrir tveimur árum, Vinstri grænir sögðu við Bjarna, æ, við bara meikum ekki umhverf­is­vernd­ina, of mikil ábyrgð, of erf­iðar ákvarð­an­ir, og truflar líka lax­eldið sem við viljum í hvern fjörð, það er alveg dúnd­ur­gróði í lax­eld­inu, og hvað er fal­legra en að sjá þús­undir laxa synda í enda­lausa hringi frá vöggu til grafar – það sluppu að vísu 80 þús­und laxar úr einu sjó­eld­inu, sem er rosa­legt, sem er áfall, enda brást rík­is­stjórnin skjótt við og dró til baka ákvörðun sína um að hækka gjald­töku á sjó­kvía­eldi í haust; hækkun sem átti að skila um 800 millj­ónum króna til sam­fé­lags­ins.

Auð­vitað var hætt við það, rosa­legt áfall að missa 80 þús­und laxa, og ég geri ráð fyrir að for­stjóri eða þá upp­lýs­inga­full­trúi Arn­ar­lax hafi sett sig í sam­band við Katrínu eða Guð­laug eða Bjarna eða Sig­urð Inga og sagt, 80 þús­und laxar horfn­ir, totally gone, de er bor­te, og þið ætlið í ofaná­lag að hækka gjöld á okkur líka, vilj­iði ekki bara skjóta okkar strax, ha, nei nei, auð­vitað ekki, ég er líka upp­tek­inn við að lyfta þeirri svörtu og þetta er rétt hjá ykk­ur, nóg að þið þurfið að þola eilífar árásir hat­urs­manna hag­vaxtar og lands­byggðar með full­yrð­ingar um að lax­eldi í sjó sé svo hroða­lega meng­andi að engin þjóð leyfi það leng­ur, sem er rugl og heimska og lík­lega bara öfund því það er sjóð­andi gróði í sjó­eld­inu, gróði sem stoppar kannski ekki við í heima­hér­aði, heim­ur­inn er ekki full­kom­inn, en hinu ríku halda þó áfram að verða rík­ari og þá græða allir á end­an­um, nema kannski heima­hér­að­ið, og sam­fé­lagið og nátt­úran, það er alveg rétt hjá þér en samt er þetta tóm öfund og ætlið þið í alvöru að láta okkur borga gjöld af ofsa­gróð­an­um, eru Hags­munir ekki Stjórn­ar­skrá Íslands, ha, jú, þeir eru það, alveg rétt, er þá engin virð­ing borin fyrir henni, á bara að vaða yfir okkur sem höldum hana í heiðri; hey, no worries, ég held bara áfram að lyfta þeirri svörtu, ekki hafa áhyggj­ur, við snar­hættum við hækkun á gjald­tök­unni og ég veit að Vinstri grænir styðja heils­hugar sjó­kvía­eldi, þeim finnst svo róandi að horfa á lax sem hefur það eitt mark­mið að éta og synda í hringi, það er nefni­lega svo frá­bær lýs­ing á flokknum okk­ar, segja þeir og kom­ast við.

Þannig að, aft­ur, no worries, og geri ráð fyrir að Bjarkey eða ein­hver frá Vinstri grænum hafi hringt í ykkur hjá Arn­ar­laxi, eins og Kristán Þór Júl­í­us­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra gerði þegar Sam­herji lá undir ill­vígum árásum vegna þess að þeir voru bara dug­legir að veiða fisk í Namib­íu; hringdi í Arn­ar­lax og spurði, eins og Krist­ján Þor­stein Má á sínum tíma, elsku vin­ur, er allt í lagi með þig? Allt í lagi, hvað held­urðu, við misstum 80 þús­und laxa sem synda upp í árnar í kring og óhreinkast með því að bland­ast lax­inum þar, við erum í sjokki, og það þykir engum vænt um okkur leng­ur. Iss, þetta er allt í lagi, við lyftum bara þeirri svörtu og drögum hækk­anir á gjald­töku til baka; æ, þú kemur við hjartað í mér, segir sím­svar­inn hjá Arn­ar­laxi, og þá varð Bjarkey svo glöð að hún lof­aði N4 sjón­varps­stöð­inni 100 millj­ón­um, svo þau geti hjálpað til við að lyfta þeirri svörtu. Here comes your man; þetta getur ekki klikk­að, ég bara hangi í hár­inu á þér, hvað er fal­legra en vin­átt­an?

Stöð­ug­leik­inn er trakt­or, hey­vagn­inn og Jón Gunn­ars­son

Ég myndi segja – stöð­ug­leik­inn. Ha, hvað áttu við, hvað með hann, stöð­ug­leik­ann, ég myndi segja, já, margir segja, að hann væri í það minnsta jafn fal­legur og vin­átt­an, ef ekki fal­legri!

Hver sagði það?

Kannski Katrín Jak­obs­dótt­ir, en manstu hvað það var geggjuð sena, sena árs­ins jafn­vel, þegar Sig­urður Ingi var nýbú­inn að lyfta þeirri svörtu og þurfti síðan að útskýra hvernig það kom til; hann kom út úr Ráð­herra­bú­staðnum við Tjarn­ar­göt­una, fyrir utan beið fjöl­miðla­fólkið og vildi knýja hann svara, því kannski var ekk­ert snið­ugt að lyfta þeirri svörtu, þótt við strák­arnir hefðum vissu­lega hlegið okkur alveg mátt­lausa, meina, aldrei nein svört í sveit­inni hér í den, nema, þarna kemur Sig­urður Ingi, nýbú­inn að senda frá sér yfir­lýs­ingu á Face­book þar sem hann seg­ist sjá eftir öllu, en maður spyr ekki að fjand­ans fjöl­miðl­un­um, þeir vilja alltaf meira, alger­lega óseðj­andi svart­hol, fyrir hverja starfa þeir eig­in­lega, fjöl­miðl­arn­ir, það er sko drullu­góð spurn­ing því þeir virð­ast nefni­lega ekki starfa fyrir neinn og ég spyr, er það ekki hættu­legt lýð­ræð­inu, og í ofaná­lag neita sumir þeirra að samþykkja okkar túlkun á Stjórn­ar­skránni, hvaða túlk­un, að hags­mun­irnir séu Stjórn­ar­skrá­in, þeir neita því þá, já, hel­vítis óberm­in, algjör­lega hár­rétt; þeir geta verið plága, en hafa þeir ekki verið kall­aðir fjórða vald­ið, jú, einmitt, my point extact­ly, alveg óseðj­andi í valda­fíkn sinni og þess­vegna viljum við Fram­sókn­ar­menn láta N4 fá 100 millj­ón­ir, og Vinstri grænir líka, ekki satt, jú, alveg rétt, þeir hjá VG eru að verða jafn frá­bærir og við, það kemur við hjartað í mér þegar ég hugsa um það, þeir fara svo hik­laust fram­hjá fag­mennsku, vönd­uðum vinnu­brögð­um, öllu þessu sem hægir á okk­ur. Þetta er svo satt hjá þér, en samt eru ekki allir sam­mála, Þóra Kristín Ásgeirs­dótt­ir, sem er fyrrum blaða­kona eða eitt­hvað, sagði til dæmis að það sem særi mest í N4 mál­inu sé ekki spill­ing­in, heldur heimskan, það er hægt, sagði hún, „að varpa ljósi á spill­ingu og stundum upp­ræta hana, en það er erf­ið­ara að upp­ræta hreina og klára heimsku.“

Var hún þá að kalla okkur heimsk, ég held það, svei mér þá, skandall, algjör­lega, en kannski eruð þið bara fyrst og síð­ast aul­ar. Hver sagði það? Eiríkur heit­inn Guð­munds­son útvarps­maður og skáld, sagði ein­hverju sinni við sam­bæri­legan gjörn­ing þing­manna; þið eruð aul­ar. Mér finnst nú hel­víti hart að kalla okkur heimska aula, já, það er rétt hjá þér, og þau tvö hefðu aldrei þorað að lyfta þeirri svörtu eða senda 100 millj­ónir norður vegna þess að mág­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins bað um það, meina, til hvers höfum við fjöl­skyldu, akkúrat, akkúrat; en ég myndi segja að stöð­ug­leik­inn væri annað orð yfir vin­áttu.

Sagði Katrín það? Eða var það Bjarkey? Er þessi Bjarkey mág­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, jú, lík­lega, eða eins og ein­hver sagði; Vinstri grænir og Fram­sókn eru öfl­ugu dekkin undir þeim traktor sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er, drag­andi á eftir sér hey­vagn­inn Hags­muni. Þetta er geggjuð lík­ing, þetta var ekki lík­ing, hvað þá, veit ekki, þitt að skil­greina. En hvað er stöð­ug­leiki? Ja, að lyfta þeirri svörtu, tryggja fram­gang N4, að Arn­ar­lax geti sleppt fleiri löx­um, að gróði stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna fái að vaxa stöðugt, og að á síð­asta ára­tug hafi rík­asta eitt pró­sentið að lík­indum tekið til sín um helm­ing allra fjár­magnstekna, sem er geggj­að, og svo gaman og fal­legt og kemur við hjartað í mér að sjá VG og Fram­sókn snú­ast af afli sínu undir þeim traktor sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er, hags­mun­ir, nýfrjáls­hyggjan á sól­bekk á hey­vagn­in­um.

En í alvöru, hvað er stöð­ug­leik­inn annað en vin­átta, ja, stöð­ug­leik­inn er til dæmis það þegar allir breyt­ast ein­hvern­veg­inn í Sjálf­stæð­is­flokk­inn; hann er það að ef Krist­ján Þór er ekki sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra til að passa upp á brot­hætta hags­muni Sam­herja, þá er Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra og sá kann að lyfta hlut­um, ekki bara þeim svörtu, heldur öllu þessu flótta­fólki, rífur þau upp úr hjóla­stól­um, út úr skól­um, sendir þau í skjóli myrk­urs suður til Grikk­lands, á göt­una þar; og þess­vegna var auð­vitað klappað fyrir honum á lands­fundi Sjálf­stæð­is­manna og Bjarni hrós­aði honum sér­stak­lega fyrir dugnað í starfi, þú ert mað­ur­inn, hróp­aði hann; here comes the man! Hvað er stöð­ug­leiki, ja, má ekki segja að Jón Gunn­ars­son sé stöð­ug­leiki, hann er það að taka við færri flótta­mönnum vegna stríðs­ins í Úkra­ínu en til að mynda 14 OECD-lönd sem eru fátæk­ari en við, þannig að stöð­ug­leik­inn er Jón Gunn­ars­son og síðan Katrín Jak­obs­dóttir í sjón­varp­inu að sann­færa þjóð­ina um að hér ríki jöfn­uð­ur, að fáir taki á móti jafn­mörgum flótta­mönn­um, að Bjarni sé hávax­inn, að Sig­urður Ingi hafi bara óvart spurt hvort það ætti að lyfta þeirri svörtu, já, auð­vitað leið­in­legt með þessa flótta­menn, en stöð­ug­leik­inn er bara mik­il­væg­ari en líf þeirra. Og ein­hver spyr Katrínu, því hún er ekki bara flug­mælsk heldur áhuga­mann­eskja um skáld­skap, þú þekkir sænska skáldið Tomas Tran­strömer, já, auð­vitað segir hún, hann var í hjóla­stól síð­ustu árin, samt kippti eng­inn honum upp, tróð inn í lög­reglu­bíl, sendi til Grikk­lands, í sól­ina þar, sem voru örugg­lega mis­tök því það er svo næs að vera í sól­inni, já, alveg rétt, nema, það eru þessar frægu línur eftir Tran­strömer, í þýð­ingu Njarðar P. Njarð­vík, þekkir þú þær?

Við brugð­umst vel við og sýndum heim­ili okk­ar.

Gest­ur­inn hugs­aði: Þið búið vel.

Fátækra­hverfin eru innra með yður.

Mér finnst þetta bara ótrú­lega ósann­gjarnt, segir Katrín, við Bjarni erum mjög góðir vin­ir, ég bara hangi í hár­inu þínu, sjór­inn er fyrir neð­an, eigum við ekki að lyfta þeirri svörtu, já, hvernig var með það, var ekki Sig­urður Ingi þarna fyrir utan ráð­herra­bú­stað­inn?

No worries, okkur er borgið

Jú, þarna er Sig­urður Ingi, hann kemur niður tröpp­urn­ar, af rík­is­stjórn­ar­fundi, nýbú­inn að lyfta þeirri svörtu og strák­arnir hlógu, það var svo gam­an, samt tók fólk þessu mjög illa, svo illa að það varð allt vit­laust og Sig­urður Ingi, þessi trausti mað­ur, ímynd hins trausta bónda, ímynd stöð­ug­leik­ans, enda verið við völd meira eða minna síðan 2013, ásamt Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem er geggj­að, ennþá geggj­aðra að nú eru Vinstri græn með þeim í liði, þau eru algjör­lega með stöð­ug­leik­ann á hreinu; stór­kost­leg tíð­indi að þau í Vinstri grænum átti sig á því, já, rosa­legur léttir hélt nemlig að þau væru svona villi­kettir og komm­ún­istar, nei nei, þau eru ekki kett­ir, manstu, þau sjá sjálfan sig í löx­unum sem synda sína enda­lausa hringi í sjó­eld­inu, og að synda í hringi, það er stöð­ug­leik­inn, bingó, þú ert far­inn að læra!

Og Sig­urður Ing­i? 

Alveg rétt, hann kemur þarna niður tröpp­urn­ar, ennþá soldið hissa, að lyfta þeirri svörtu, það bara grín hjá okkur strák­un­um, er fólk alveg búið að missa húmor­inn? Jú, lík­lega erum við alveg búin að missa hann, því Sig­urður Ingi neydd­ist að end­ingu að senda frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann baðst afsök­un­ar. Og þarna kemur hann niður tröpp­urn­ar, sann­færður um að það sé nóg, hann hefur tal­að, sagt sitt, látum þetta að baki.

En, nei, það er ekki nóg fyrir það óseðj­andi gímald sem fjöl­miðlar eru, þeir fá aldrei nóg, þetta eru fíklar, fjöl­miðl­ar, allir sam­an, já, eða sum­ir, ekki þeir góðu, en flestir þeirra eru svo ótrú­lega ósann­gjarn­ir, sífellt að gagn­rýna, bera enga virð­ingu fyrir hags­munum og spyrja spurn­inga sem særa mann, særa fjöl­skyldu manns og vini, ertu þá særð­ur, já, ég er það, ég kom þarna niður tröpp­urn­ar, nýbú­inn að lyfta þeirri svörtu, ein­hverjir skildu ekki djó­kið, þannig að ég baðst afsök­unar á face­book, en það var ekki nóg, nei, greini­lega ekki; því þarna kemur Sig­urður Ingi niður tröpp­urn­ar, fjöl­miðla­menn með hljóð­nema og mynda­vélar stökkva á hann, ég er búinn að senda frá mér yfir­lýs­ingu, segir Sig­urður Ingi, það er nóg; en þá kemur sena árs­ins: þar sem Sig­urður Ingi hleypur reið­ur, ringlaður og sár í hringi vegna þess að hann finnur ekki bíl­inn sinn, hann er með fjöl­miðla á hælum sér, hann er með sirka hálfa þjóð­ina á hælum sér, hann er með alla þá á hælum sér sem fannst af ein­hverjum ástæðum að það væri mjög alvar­legt að einn af valda­mestu mönnum þjóð­ar­innar hafi gant­ast með strák­unum á þann hátt að það særði fólk, að sumir hafi viljað meina að grínið hafi borið í sér ras­is­ma, for­dóma, fyr­ir­litn­ingu, sem eru mjög vond skila­boð, því ef þeir valda­mestu mega grín­ast svona, taka aðrir minni það ekki upp líka?

Ummæli hans voru högg í mag­ann, sagði ein­hver; og þess­vegna var Sig­urður Ingi eltur af þeim fjöl­miðlum sem vilja að fólk svari fyrir gjörðir sín­ar, sem sjálf­sagt er óþol­andi, sem neita að sam­þykkja ein­hliða yfir­lýs­ingu sem upp­haf og endi, sem líta svo á að þessi teg­und ummæla, úr munni valda­manns, eigi að ræða, að hann sjálfur eigi að stíga fram og taka umræð­una, að það væri svo mik­il­vægt fyrir þau sem upp­lifðu það sem högg í mag­ann, að þau væri jað­ar­sett, talin síð­ri, ekki hluti af sam­fé­lag­inu, að Sig­urður Ingi skuld­aði þeim og þjóð­inni allri það að stíga inn í umræð­una, stækka sig með því að nota heim­ótt­ar­legan húmor sinn til að ræða opin­skátt um und­ir­liggj­andi, stundum ómeð­vit­aða for­dóma, því það er þannig, og bara þannig, sem við vinnum bug á for­dómum – og sam­fé­lag með und­ir­liggj­andi, ómeð­vit­aða for­dóma er ekki á góðum stað.

En hann gerði það ekki, tók ekki umræð­una, nei, hann rás­aði bara um Tjarn­ar­göt­una, fann ekki bíl­inn, óþol­andi fjöl­miðlar á eftir hon­um, hvar er bíll­inn, hvar í hel­vít­inu er hann, hel­vítis Pírat­arnir hafa örugg­lega falið hann, þeir vilja alltaf hafa allt upp á borð­inu, þeir skilja þeir ekki neitt, Pírat­arn­ir, já, skilja ekki að það truflar hags­muni ef allt er upp á borð­um, og hvað verður þá um Stjórn­ar­skrána, manstu, hag­mun­irnir eru Stjórn­ar­skrá­in, þess­vegna er svo margt sem má ekki fá upp á borð­ið, þess­vegna fáum við aula­bárð­ana til að selja bankana, útdeila styrkj­um, þess­vegna er heimskan jafn­mik­il­væg og fúskið og spill­ing­in, ef ekki mik­il­væg­ust.

Ertu að hrósa Píröt­um, nei nei, ég er ekki að hrósa neinu, ég er bara að skrifa pistil, lýsa stað­reynd­um, ann­ars hangi ég bara í hár­inu á þér, sjór­inn er fyrir neð­an, og fátækra­hverfin og þeir rík­ari sem verða rík­ari og ofsa­gróði stór­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og lax­eldi, okkur er því óhætt, stöð­ug­leik­inn kemur við hjartað í okk­ur, og flug­stöðin okkar á gömlu afréttum Njarð­víkur er sú óvin­sælasta í heimi, hún er hola, Krist­ján Þór er þar stjórn­ar­for­mað­ur, hann pass­aði upp á Sam­herja á sinni tíð, nú er hann það fyrsta sem tekur á móti gestum til Íslands, þetta getur því ekki klikk­að, fram­tíðin er svo björt að ég þarf að kaupa mér sól­gler­augu; trakt­or­inn er með drif á öll­um, hann dregur okkur örugg­lega áfram og dýpra inn í ver­öld og lög­mál hags­muna, með drif á öll­um, og já, það er rétt, trakt­or­inn heitir Sjálf­stæð­is­flokk­ur, hægra aft­ur­dekkið eru Vinstri græn­ir, það vinstra Fram­sókn, annað fram­dekkið heimska, hitt aula­bárð­ar. Þú komst við hjartað í mér, sjór­inn er fyrir neðan – okkur er borg­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit