Mynd af aðstæðunum þar sem Sigurður Ingi lét rasísk ummæli falla dreift víða á netinu

Þegar farið var fram á að formaður Framsóknarflokksins myndi taka þátt í því að halda á framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands á mynd á hann að hafa sagt: „á að mynda mig með þeirri svörtu“. Aðstoðarmaður hans er ekki sjáanleg á myndinni.

vigdissingi.jpg
Auglýsing

Vig­­dís Häsler, fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Bænda­­­­sam­­­­taka Íslands, vildi fá mynd af sér að „plank­a“ á meðan að for­ystu­fólk í Bænda­sam­tökum Íslands  og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, héldu á henni í mót­töku Fram­sókn­ar­flokks­ins vegna Bún­að­ar­þings fyrir átta dögum síð­an. 

Sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar sem birt­ist í gær­kvöldi á Sig­urður Ingi að hafa brugð­ist við þeirri beiðni með því að segja: „á að mynda mig með þeirri svört­u“. 

Mynd­ina, sem var tekin í kjöl­far­ið, má sjá hér að ofan. Hún komst í dreif­ingu seint í gær­kvöldi og er nú aðgengi­leg víða á net­inu. Þar sjást þeir Sig­ur­geir Sindri Sig­ur­geirs­son, fyrr­ver­andi for­maður Bænda­sam­taka Íslands, Hösk­uldur Sæmunds­son, sér­fræð­ingur á mark­aðs­sviði og Ásgeir Helgi Jóhanns­son, lög­fræð­ingur sam­tak­anna, halda á Vig­dísi en Sig­urður Ingi sést fyrir aftan Ásgeir. 

Auglýsing

Sig­urður Ingi hefur neitað að stað­festa hver ummælin voru nákvæm­lega en beðist afsök­unar á þeim í yfir­lýs­ingu sem birt­ist á mánu­dag og sagst hafa látið „óvið­ur­kvæmi­leg orð“ ­falla í garð Vig­dís­ar. 

Að­­­stoð­­­ar­­­maður Sig­urðar Inga, Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, sagði við DV á sunnu­dag að það væri „al­gjört bull“ að ummælin hefðu fall­ið. Hún hefði verið edrú ogstaðið við hlið Sig­urðar Inga þegar til stóð að taka mynd­ina. Líkt og sést á mynd­inni hér að ofan stóð Ing­veldur ekki við hlið Sig­urðar Inga þegar myndin var tek­in, en heim­ildir Kjarn­ans herma að ummælin hafi verið látin falla við þær aðstæður sem birt­ast á mynd­inn­i. 

Við­brögð sem eld­ast ekki vel

Hefð er fyrir því að sumir stjórn­­­mála­­flokkar haldi ein­hvers­­konar sam­­kvæmi í kringum Bún­­að­­ar­­þing Bænda­­sam­­taka Íslands og bjóði for­yst­u­­mönnum þeirra, og öðr­­um. Þingið var sett síð­­ast­lið­inn fimmt­u­dag og í mót­­töku sem Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn hélt fyrir fund­­ar­­menn um kvöldið varð ofan­greint atvik.

Umfjöllun um upp­­á­kom­una birt­ist fyrst í Orð­inu á göt­unni á Eyj­unni, slúð­­ur­vett­vangi sem heyrir undir DV þar sem skrifað er nafn­­laust, á sunn­u­dag klukkan 15:30. Klukku­­tíma og þremur mín­útum síðar birt­ist frétt á vef DV þar sem Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, póli­­tískur aðstoð­­ar­­maður Sig­­urðar Inga til margra ára, þvertók fyrir að yfir­­­maður hennar hefði við­haft rasísk ummæli. „Þetta er algjört bull,“ sagði Ing­veld­­ur. Hún hefði verið edrú og staðið við hlið Sig­­urðar Inga þegar til stóð að taka umrædda mynd með Vig­­dísi. Ing­veldur sagði að Sig­­urði Inga hefði ekki lit­ist vel á hug­­mynd­ina og sagt að hann vildi ekki halda á Sjálf­­stæð­is­­manni.

Þessi við­brögð reynd­ust ekki eld­­ast vel þegar Vig­­dís gaf sjálf út yfir­­lýs­ingu á mán­u­dag þar sem hún sagði að „afar sær­andi ummæli“ hefðu verið látin falla og að hún hefði heyrt þau, sem og fleira starfs­­­­­fólk Bænda­­­­­sam­tak­anna. Hún sagði að hún hefði aldrei talið að hún þyrfti að setj­­­­­­­ast niður og skrifa yfir­­­­lýs­ingu af þessu tagi. „Að­­­stoð­­­ar­­­maður ráð­herr­ans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þess­­­ari mynda­­­töku sýna það án alls vafa. Það er sær­andi þegar reynt er að gera lítið úr upp­­­lifun minni og þegar bein­línis rangar skýr­ingar eru not­aðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­­­dómar eru gríð­­­ar­­­legt sam­­­fé­lags­­mein og grass­era á öllum stigum sam­­­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­l­inga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setj­ast niður og skrifa svona yfir­lýs­ingu. Ég hef aldrei látið húð­lit, kyn­þátt, kyn­ferð­i...

Posted by Vig­dís Häsler on Monday, April 4, 2022

„Óvið­­ur­­kvæmi­­leg orð“

Sig­­urður Ingi og aðstoð­­ar­­menn hans höfðu ekki svarað fjöl­miðla­­fólki allan sunn­u­dag og mán­u­dag. Eftir yfir­­lýs­ingu Vig­­dísar brást hann þó við og  birti stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book, fjórum dögum eftir að ummælin voru látin falla og sól­ar­hring eftir að fjöl­miðlar fjöll­uðu fyrst um þau. Þar sagð­ist hann hafa tamið sér að koma jafnt fram við alla. „En mér verður á eins og öðr­­­­um. Það þykir mér mið­­­­ur. Í kvöld­verð­­­­ar­­­­boði  Fram­­­­sóknar fyrir full­­­­trúa á Bún­­­­að­­­­ar­­­­þingi síð­­­­ast­liðið fimmt­u­­­­dags­­­­kvöld, lét ég óvið­­­­ur­­­­kvæmi­­­­leg orð falla í garð fram­­­­kvæmda­­­­stjóra Bænda­­­­sam­tak­anna. Á þeim orðum biðst ég inn­­­i­­­­legrar afsök­un­­­­ar. Í líf­inu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lær­­­­dómur bitni á til­­­­f­inn­ingum ann­­­­arra.“ 

Ég er alinn upp við það og það er mín lífs­skoðun að allir séu jafn­ir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Monday, April 4, 2022

Ing­veld­­ur, aðstoð­­ar­­kona hans sem hafði sagt að atvikið sem Sig­­urður Ingi baðst afsök­unar á hefði aldrei átt sér stað, svar­aði fyr­ir­­spurn RÚV á þann veg að hún hefði svarað DV að hún hefði verið að „segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráð­herra.“

Vig­dís og Sig­urður Ingi ætla að hitt­ast á fund í dag. Með á fund­inum verður einnig stjórn Bænda­sam­tak­anna. Í sam­tali við RÚV í gær sagð­ist Vig­dís vona að fund­ur­inn yrði til þess að hún gæti lagt málið til hliðar en það væri þó alfarið í höndum Sig­urðar Inga.  Vig­dís sagði enn fremur að hún hafi fengið mikið af skila­boðum síð­ustu daga, meðal ann­ars frá for­eldrum ætt­leiddra barna, og ljóst sé að hvers­konar ras­ismi fær að við­gang­ast víða. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent