Hver á að lýsa okkur nú?

Jón Kalman Stefánsson fjallar um stjórnmálin, veltir fyrir sér hversu vel okkur hefur tekist að skapa heiðarlegt samfélag og hvað framtíðin ber í skauti sér.

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar er þjóð­menn­ingu gert nokkuð hátt undir höfði. Og slík er áherslan, slíkur er áhug­inn, slíkur er vilj­inn að standa við þau orð, að Sig­mundur Davíð lét færa Þjóð­minja­safnið frá mennta­mála­ráðu­neyt­inu og undir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Að baki þeirri ákvörðun virt­ist per­sónu­legur áhugi Sig­mundar á mála­flokknum vega þyngst, því engin fag­leg rök studdu hana. Kostn­að­ur­inn vel á annað hund­rað millj­ón­ir, og Þjóð­minja­safnið hálf­gert vand­ræða­barn innan for­sæt­is­ráðu­neytis þar sem, eðli­lega, engin þekk­ing var fyrir á mál­efni þess og innri starf­semi. Snemma á síð­asta ári úthlut­aði for­sæt­is­ráð­herra síðan rúm­lega 200 millj­ónum til ýmissa verk­efna sem tengd­ust minja­vernd, án sam­ráðs við við­kom­andi fag­að­ila; sumum styrkj­un­um, sem hlupu á nokkrum millj­ón­um, var úthlutað með smá­skila­boðum úr síma ráð­herr­ans. „Bæði þessi mál“, skrif­aði Berg­sveinn Þórs­son, for­maður íslenskra safna og safnamana, „vekja upp spurn­ing um fram­tíð safna, starfs­um­hverfi þeirra og fag­leg vinnu­brögð.“

Vel stæð en veru­leikafirrt þjóð?

Við erum fámenn en efnuð þjóð, búum að miklum auð­lindum í hafi, jarð­varma, fall­vatni, menn­ingu, síð­ustu árin hefur straumur ferða­manna þyngst ákaf­lega og tekj­unar af þeim orðnar veru­leg­ar. Allar ytri aðstæður til fyr­ir­mynd­ar, og góður meiri­hluti lands­manna ein­huga um að hér eigi að ríkja jöfn­uð­ur, að sam­fé­lagið dragi dám af nor­ræna vel­ferða­kerf­inu, með öfl­ugu heil­brigð­is­kerfi þar sem allir hafi jafnan aðgang, og að hér skuli ríkja fag­mennska í öllu.

Und­an­farin miss­eri hafa verið með ein­dæmum góð fyrir sjáv­ar­út­veg­inn, stóru fyr­ir­tækin skila svim­andi gróða, á sama tíma er heil­brigð­is­kerfið þó á öruggri nið­ur­leið, aðstaðan á Land­spít­al­anum ekki boð­leg meðan einka­rekst­ur­inn styrk­ist og hinir efna­meiri fá mun betri þjón­ustu en aðr­ir. „Vel stæð þjóð með afgang á fjár­lög­um“ skrifar Eng­il­bert Sig­urðs­son, pró­fessor í geð­lækn­is­fræði, yfir­læknir lækna­deild Háskóla Íslands og geðsviði Land­spít­al­ans, „á ekki að sætta sig við heil­brigð­is­kerfi sem sífellt berst í bökk­um.“ Eng­il­bert bendir á að heil­brigð­is­kerf­ið, þar með þjón­ust­an, hafi skerst tölu­vert á und­an­förnum árum, og að við nálg­umst hættu­mörk­in.

Eldri kona sem ég þekki, nýhætt að vinna eftir að hafa unnið af trú­festu ýmis verka­manna- og umönn­un­ar­störf í hálfa öld, þarf að fara í augn­steina­skipti. Heim­il­is­lækn­ir­inn tjáði henni að það væri allt að tveggja ára bið eftir aðgerð, nema, bætti lækn­ir­inn við, þú eigir nokkur hund­ruð þús­und krónur á lausu: Þá kemstu að eftir örfáar vik­ur.

Þetta er sam­fé­lagið sem við búum við.

Íslenskt lýðveldi verður 73 ára þegar næsta ríkisstjórn tekur við völdum. Við höfum því haft rúma sjö áratugi til að byggja upp gott samfélag að norrænni fyrirmynd, þar sem jöfnuður og fagmennska ríkir.

Hið unga fólk sem nú stjórnar land­inu, Sig­mundur Dav­íð, Bjarni, Vig­dís Hauks­dóttir og fleiri, er óhrætt við að stíga fast til jarðar í yfir­lýs­ing­um, fljót að finna söku­dólga. Vig­dís finnur fjár­muni til bjargar heil­brigð­is­kerf­inu hjá öryrkjum og skattsvik­ur­um, Sig­mundur segir að íslenska þjóðin sé veru­leikafirrt komi hún ekki auga á hversu vel rík­is­stjórn­inni gangi að stjórna land­inu. Þetta sama unga fólk hefur lækkað auð­legð­ar­skatt og veiði­gjöld­in, afnumið raf­orku­skatt­inn og komið þannig til móts við fyr­ir­tæki á borð við Rio Tin­to: þessi þrjú for­gangs­mál þeirra kosta rík­is­sjóð um 15 millj­arða á ári. Það má vinna krafta­verk í heil­brigð­is­kerf­inu fyrir þá upp­hæð. Vig­dís nefnir það aldrei, ekki heldur Sig­mund­ur, hvað þá Bjarni.

Það er hættu­legt að borða íslenskt kjöt

Íslenskt lýð­veldi verður 73 ára þegar næsta rík­is­stjórn tekur við völd­um. Við höfum því haft rúma sjö ára­tugi til að byggja upp gott sam­fé­lag að nor­rænni fyr­ir­mynd, þar sem jöfn­uður og fag­mennska rík­ir.

En okkur hefur mis­tek­ist.

Spill­ing sam­fé­lags­ins, frænd­hygl­in, slá­andi völd hags­muna­afla, van­megn­ugir stjórn­mála­menn, veik­burða fjöl­miðl­ar: allt þetta blasti átak­an­lega við okkur í kjöl­far hruns­ins. En þá virt­ist líka skýr vilji hjá þjóð­inni til að bæta úr: fimm árum síðar kusum við hins vegar Fram­sókn­ar­flokk­inn, leiddan af þjóð­ern­issinn­uðum Sig­mundi Davíð með stór­yrt lof­orð um betri tíma, og Sjálf­stæð­is­flokk­inn, leiddan af Bjarna Bene­dikts­syni, með sára­lít­inn vilja til breyt­inga.

Fram­sókn­ar­menn spil­uðu mjög á þjóð­rækn­ina í kosn­inga­bar­átt­unni; þeir ætl­uðu til að mynda með kylfu og hagla­byssu á fund erlendra aðila sem þeir upp­nefndu „hrægamma“, en var ólíkur hópur fólks sem varð inn­lyksa með eignir á Íslandi. Und­ir­liggj­andi þau skila­boð að útlend­ingar væru vond­ir, þeir stæðu í vegi fyrir að allt yrði gott hér á ný. Andúð, ótti eða tor­tryggni gagn­vart útlend­ingum kom víðar fram en í fjár­mál­um, því minnst í tvígang full­yrti Sig­mundur Dav­íð, og núver­andi umhverf­is­mála­ráð­herra tók und­ir, að það væri hættu­legt fyrir Íslend­inga að borða útlent kjöt.

Hvers­vegna er í lagi að æðsti valda­maður Íslands tali þannig? Afhverju reis þjóð­fé­lagið ekki á fætur og mót­mælti? Hvers­vegna kröfð­ust fjöl­miðlar þess ekki að hann drægi orð sín til baka? Orð sem lýsa maka­lausri þröng­sýni, andúð og ótta gagn­vart umheimn­um, en líka þeirri skoðun að Ísland sé á ein­hvern hátt æðra, Íslend­ingar fremri – stef sem fóstri hans, for­seti Íslands, spil­aði ósjaldan fyrir hrun. Hvers­vegna má æðsti maður lands­ins daðra við þjóð­ern­is­fas­isma án þess að þurfa að gjalda fyr­ir?

Kannski vegna þess að við erum vön bull­inu, og búumst ekki við að valda­menn lands­ins vinni að fag­mennsku?

Gerum ráð fyrir að frænd­hyglin ráði ríkj­um.

Eða hvers­vegna reis þjóðin ekki upp í reiði þegar Sig­mundur og Bjarni létu það vera sitt alfyrsta verk að lækka skatta á auð­menn, sem þeir sjálfir til­heyra, og veið­gjöldin á útveg­inn, þrátt fyrir að við hefðum þeirra eigin orð fyrir að rík­is­sjóður stæði illa og nú þyrfti að skera nið­ur?

Var það vegna þess að við gerðum hvort sem er ráð fyrir að þeir störf­uðu fyrst fyrir auð­stétt­ina og hags­muna­öfl­in, síðan þjóð­ina?

Vegna þess að við höfum gefið það upp á bát­inn að íslenskt sam­fé­lag öðlist þá festu, fag­mennsku og gegn­sæi sem hefur í ára­tugi verið við lýði í þeim löndum sem við berum okkur saman við, og þess­vegna flýr unga, mennt­aða fólkið land­ið, það hefur misst til­trú á sam­fé­lag­ið?

Fyrr á öldum var hungrið, vosbúðin og íhaldssemin okkar skæðasti óvinur. Nú er það skortur á fagmennsku, þar með stöðugleika.

Íslenskt sam­fé­lag er hamstur

Það er eitt­hvað átak­an­lega tákn­rænt við það, að Þjóð­minja­safn­ið, safn þjóð­ar­innar – þar sem for­tíð okkar býr – hafi orðið fórn­ar­lamb hins algera skorts á fag­mennsku. Fært á milli ráðu­neyta, með miklum til­kostn­aði, ein­göngu vegna per­sónu­legs áhuga for­sæt­is­ráð­herr­ans. Ég veit af fólki sem hefur keypt sér kampa­víns­flösku til að opna þegar Sig­mundur Davíð fer frá völd­um. Ekki mun ég gráta þá brott­för, en Sig­mund­ur, með sín þjóð­ern­issinn­uðu, gam­al­dags við­horf, sinn grímu­lausa pop­u­l­is­ma, og hinir ungu ráð­herra hans sem haga sér eins og gaml­ir, frekir hrepp­stjór­ar, eru ein­fald­lega afurð þess sam­fé­lags sem við sjálf berum ábyrgð á. Fyrr á öldum var hungrið, vos­búðin og íhalds­semin okkar skæð­asti óvin­ur. Nú er það skortur á fag­mennsku, þar með stöð­ug­leika. Íslensku lýð­veldi var hróflað upp í flýti í júní­mán­uði 1944, meðan heim­ur­inn brann, Danir varn­ar­lausir undir hæl nas­isma. Við slógum upp veislu meðan millj­ónir dóu. Og eftir þá veislu er eins og við höfum aldrei litið við, bara ætt áfram, með gamla, danska stjórn­ar­skrá upp á vas­ann. Íslenskt sam­fé­lag eins og hamstur inni í hjóli, hamstur sem telur sig vera á mik­illi ferð, en er alltaf á sama stað. Orkan sem hann fram­leiðir fer í drífa áfram eigin neyslu, og lýsa upp banka­hvelf­ingar kvóta­veld­is­ins og ann­arra efna­manna.

Núver­andi rík­is­stjórn á eftir að sitja að völdum í eitt og hálft ár. Við vitum ekki hvaða flokkar mynda næstu stjórn, en það virð­ist ekki ólík­legt að víg­reifir Píratar kom­ist í odda­stöðu með mik­inn vilja til að umturna öllu. Gott og vel, kannski eigum við bara að gefa þeim tæki­færi. En í hrifn­ingu okkar á Pírötum krist­all­ast höf­uð­vand­inn í íslensku sam­fé­lagi þar sem hver ný rík­is­stjórn breytir stóru og smáu eftir sínu höfði, þeim hags­muna­öflum sem standa á bak við hana, eða per­sónu­legu áhuga­sviði hvers ráð­herra fyrir sig. Hér vantar allan botn og þess­vegna vitum við tæp­ast til hvaða dags við munum vakna á morg­un. Vitum ekki hvort Land­spít­al­inn verði svelt­ur, lífi efna­minni sjúk­linga stefnt í hættu meðan einka­geir­inn bólgnar út, höfum ekk­ert um það að segja hvort þeir sem græða ævin­týra­lega á sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar greiði sann­gjörn gjöld eða ekki, höfum ekki hug­mynd um hvort við vöknum upp við nýja stjórn­ar­skrá eða ekki, hvort Rík­is­út­varpið verði lagt niður eða Sig­mundur Davíð gerður að útvarps­stjóra.

En kom­ist Píratar í odda­stöðu í næstu rík­is­stjórn, verður mörgum nýjum hug­myndum hrint í fram­kvæmd. Núver­andi stjórn­ar­flokk­ar, með hags­muna­öflin og gríð­ar­legt fjöl­miðla­veldi á bak við sig, munu ham­ast gegn öllum breyt­ing­um, ala á ósætti, tor­tryggni, kom­ast aftur til valda vorið 2021 – og taka til við að aft­ur­kalla ákvarð­anir Pírata.

Á meðan höm­umst við inni í hjól­inu okk­ar, muldr­andi ljóð­línur sænska skálds­ins: „Seg­ið, sér­fræð­ingar í myrkri/hver á að lýsa okkur nú?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiÁrið 2015