Ár valdeflingar og venjubundinna átaka

birgitta jónsdóttir
Auglýsing

Þegar ég lít yfir árið, þá sé ég hefða­helguð átök um sömu mál­efnin og árið þar á und­an, ára­tug­inn þar á und­an, öld­ina þar áður. Alltaf það sama í mis­mun­andi bún­ingum nýrra og nýrra leik­enda fyrir sömu teg­und af ólíkum hags­mun­um. Það sem stóð helst upp var m.a. að sú mann­eskja sem margir hrædd­ust og var oft kölluð Móri er orðin að dúllu­legum karli sem eng­inn ótt­ast leng­ur. Þá er ljóst að við erum með tvo keis­ara, annan alger­lega nak­inn í sinni hubris bólu, tak­andi ein­kenni­legar ákvarð­anir um hluti sem vart falla undir emb­ætt­ið. Sá hinn sami skilur engan og eng­inn skilur hann og hefur þá þurft að fá sér­stakan Útskýr­ara til að útskýra fyrir þingi og þjóð hvað Keis­ar­inn átti við í alvör­unni.

Stjórn­ar­farið er eins og frekar illa skrifað útþynnt til­brigði af örsögu eftir H.C. And­er­sen með Samuel Beckett útfærslu á sögu­þræði í anda Beðið eftir Godot. Ef maður les gamlar sög­ur, hvort heldur ævi­sögur eða skáld­sögur eftir Atóm­skáld, þá er ekki erfitt að sjá að alltaf er tek­ist á um sömu hlut­ina, per­sónur og leik­endur mis áhuga­verðir eða skil­virk­ir. Meðal ann­ars þess vegna tók ég þátt í að búa til kerf­is­breyt­inga­flokk­inn Pírata. Píratar eru hvorki vinstri né hægri flokk­ur. Það er í raun og veru eng­inn vinstri né hægri flokkur til, það er þrá­lát mýta. Spyrja ætti, hvernig sam­fé­lag er hér­lend­is, er það sós­íal­ískt eða er það kapital­ískt eða kannski blanda? En hvernig sam­fé­lag vill þessi þjóð vera? Ég held að lang­flestir líti til hins nor­ræna vel­ferð­ar­sam­fé­lags sem það módel sem fólk vill halda áfram að byggja á, þar sem grund­vallar þjón­usta á að vera fjár­mögnuð úr sam­eig­in­legum sjóðum. 

Ég er mjög fylgj­andi því að grund­vallar borg­ara­rétt­indi séu virt en vil helst ekki að kerfið verði for­eldri mitt. Ég er EKKI vinstri mann­eskja, ég er EKKI hægri mann­eskja, ég er raun­sæ­is­mann­eskja sem á mér stóran draum um sam­fé­lag þar sem fólk tekur virkan þátt í að móta bæði nærum­hverfi sitt sem og heild­ræna stefnu um sam­fé­lag sitt. Píratar leggja mikla áherslu á að beint lýð­ræði verði lög­fest. Okkar mark­mið er að yfir­færa meiri ábyrgð og vald til fólks­ins. Kannski erum við eins­konar nútíma Hrói Hött­ur, sem tekur valdið frá hinum valda-­meiru og færir það til fólks­ins, svona fyrst að við erum að tala um ævin­týr í þess­ari grein. En það er ekki eitt­hvað sem ger­ist á einni nóttu né endi­lega víst að fólk vilji yfir­höfuð þiggja þetta vald, því með valdi fylgir ábyrgð og aðgengi að upp­lýs­ingum og þess vegna finnst mér ógæfu­leg­asta þró­unin hér­lendis á þessu ári vera það sem er að ger­ast á fjölmiðla­mark­aði, en hlut­verk fjöl­miðla er að stuðla að upp­lýstri umræðu um mik­il­væg þjóð­fé­lags­mál. 

Auglýsing

Það er mjög lítið ef nokk­urt gagn­sæi um það hver fjár­magn­aði t.d. DV og bæj­ar­blöðin sem voru keypt upp á einu bretti. Fram­sókn eign­að­ist sitt litla fjöl­miðla­veldi sem vex og vex á meðan fót­unum er kippt undan RÚV með ótrú­lega skringi­legum svikum á lof­orðum ráð­herra sem hrein­lega var sendur til baka með skottið á milli lapp­anna á sér eftir ítrek­aðar til­raunir til að koma lof­orði og stefnu sinni í gegnum rík­is­stjórn­ina. En þetta er ekk­ert nýtt, það virð­ist ganga illa fyrir ráð­herra þess­arar rík­is­stjórnar að ná fram lof­orðum sínum vegna þess að það eru stíflur í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu sem má ekki segja upp­hátt hverjar eru en allir vita samt af, þess vegna er þessi keis­ari nak­inn að teikna jóla­kort í gömlu fang­elsi á milli þess að hann leitar að for­tíð­inni í gömlu eyði­býli á Norð-Aust­ur­landi.

En þó að margt sé hægt að læra af for­tíð­inni þá búum við í nútíð­inni og þurfum að horfa til fram­tíðar en ekki for­tíðar nema til að end­ur­taka ekki mis­tök þau sem eru við­var­andi vanda­mál í stjórn­sýsl­unni okk­ar, vanda­mál sem ein­kenn­ast af vold­ugu fram­kvæmda­valdi og óskilj­an­legu flækju­stigi á öllum sviðum þar sem land­læg spill­ing fær að grass­era án þess að hægt sé almenni­lega að koma höndum á það né beina kast­ljósi að vanda­mál­un­um, því þessi vefur er orð­inn svo sam­of­inn ætt­ar­veldum og hags­munum að ómögu­legt er að sá hver ber ábyrgð á hverju.

Píratar hafa áhuga á búa til öðru­vísi kerfi sem myndi leysa af hólmi hin gömlu, en það er ekki hægt að gera það nema að kafa ofan í núver­andi kerfi og opna þau upp á gátt svo hægt sé að rekja þau í sundur án þess að almenn­ingur líði fyrir það. En áður en til kerf­is­breyt­inga verður snúið þarf að byrja á réttum stað og það eru for­sendur kerf­is, ramm­inn, kass­inn sem hýsir stýri­kerf­ið. Það vill svo vel til að kass­inn er nú þegar til: nýja  stjórn­ar­skráin okkar sem var búin til með ríkri aðkomu almenn­ings sem núver­andi þing hefur alger­lega kosið að hunsa eftir sögu­lega upp­gjöf fyrr­ver­andi þings sem var komin á loka­sprett­inn og lagði upp laupana þrátt fyrir að leiðin að loka­mark­inu hafi verið snert­an­leg.

En það þurfti þriðja stærsta fjár­mála­hrun heims­sög­unnar til að vekja fólk til með­vit­undar um rétt sinn til að hafa áhrif á vald­hafa í krafti fjöld­ans. Sitj­andi rík­is­stjórn var vikið frá ásamt seðla­banka­stjóra og stjórn­endur fjár­mála­eft­ir­lits­ins voru þving­aðir til að segja af sér vegna algers van­trausts á þær stofn­anir sem þeir fóru með for­ystu um eftir hrun. Það er ein­stakt í sögu lands­ins. Í kjöl­far þess þá varð fólk sér með­vit­aðri um vald sitt og settar voru fram kröfur um grund­vall­ar­breyt­ingar í sam­fé­lagi okkar til að fyr­ir­byggja að sam­bæri­legir við­burðir gætu átt sér stað að nýju. Kröf­urnar end­ur­óm­uðu í stjórn­ar­skrár­vinnu þeirri sem átti sér stað á síð­asta kjör­tíma­bili. Ferlið í þeirri vinnu var alger­lega ein­stakt á heims­mæli­kvarða vegna aðkomu og sam­ráðs við almenn­ing og frum­varpið sem lagt var fram inni­hélt vald­til­færslu frá yfir­stjórn lands­ins til fólks­ins í land­inu. Það er því ekk­ert skringi­legt að þeir sem fara fyrir emb­ættum sem um vald­tauma lands­ins hafa haldið um ára­tuga­skeið hafi ekki verið skemmt og gert sitt til að tryggja að þessi stjórn­ar­skrá fólks­ins færi ofan í dimm­ustu skúma­skot og allt gert til að tryggja að þetta aðhalds­tæki og upp­gjör við gamla Ísland yrði aldrei að veru­leika. 

En hvað er það í nýrri stjórn­ar­skrá sem vald­hafar óttast? Er það 6. grein­in? Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mann­rétt­inda án mis­mun­un­ar, svo sem vegna kyn­ferð­is, ald­urs, arf­gerð­ar, búsetu, efna­hags, fötl­un­ar, kyn­hneigð­ar, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, skoð­ana, stjórn­mála­tengsla, trú­ar­bragða, tungu­máls, upp­runa, ætt­ernis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví­vetna.  Eða er það 9. grein­in: Yfir­völdum ber ætíð að vernda borg­ar­ana gegn mann­rétt­inda­brot­um, hvort heldur sem brotin eru af völdum hand­hafa rík­is­valds eða ann­arra. Kannski er það 11. grein­in:  Frið­helgi einka­lífs, heim­ilis og fjöl­skyldu skal tryggð. Ekki má gera lík­ams­rann­sókn eða leit á manni, leit í húsa­kynnum hans eða mun­um, nema sam­kvæmt dóms­úr­skurði eða sér­stakri laga­heim­ild. Það sama á við um rann­sókn á skjölum og póst­send­ing­um, sím­tölum og öðrum fjar­skipt­um, svo og hvers konar sam­bæri­lega skerð­ingu á einka­lífi manns. 

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sér­stakri laga­heim­ild tak­marka á annan hátt frið­helgi einka­lífs, heim­ilis eða fjöl­skyldu ef brýna nauð­syn ber til vegna rétt­inda ann­arra.  Varla getur það verið 13. grein­in; Eign­ar­rétt­ur­inn er frið­helg­ur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn­ings­þörf krefji. Þarf til þess laga­fyr­ir­mæli og komi fullt verð fyr­ir. Eign­ar­rétti fylgja skyld­ur, svo og tak­mark­anir í sam­ræmi við lög. Von­andi ótt­ast vald­hafar ekki 14. grein­ina; Allir eru frjálsir skoð­ana sinna og sann­fær­ingar og eiga rétt á að tjá hugs­anir sín­ar. Rit­skoðun og aðrar sam­bæri­legar tálm­anir á tján­ing­ar­frelsi má aldrei í lög leiða. Þó má setja tján­ing­ar­frelsi skorður með lögum til verndar börn­um, öryggi, heilsu, rétt­indum eða mann­orði ann­arra, svo sem nauð­syn ber til í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Stjórn­völd skulu tryggja aðstæður til opinnar og upp­lýstrar umræð­u. 

Óheim­ilt er að skerða aðgang að net­inu og upp­lýs­inga­tækni nema með úrlausn dóm­ara og að upp­fylltum sömu efn­is­skil­yrðum og eiga við um skorður við tján­ing­ar­frelsi. Hver og einn ber ábyrgð á fram­setn­ingu skoð­ana sinna fyrir dómi. Kannski er 15. greinin sem veldur titr­ing í her­búðum keisar­anna, kæmi mér ekki á óvart; Öllum er frjálst að safna og miðla upp­lýs­ing­um. Stjórn­sýsla skal vera gegnsæ og halda til haga gögn­um, svo sem fund­ar­gerð­um, og skrá­setja og skjal­festa erindi, upp­runa þeirra, ferli og afdrif. Slíkum gögnum má ekki eyða nema sam­kvæmt lög­um. Upp­lýs­ingar og gögn í fórum stjórn­valda skulu vera til­tæk án und­an­dráttar og skal með lögum tryggja aðgang almenn­ings að öllum gögnum sem opin­berir aðilar safna eða standa straum af. 

Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opin­bera, upp­runa þeirra og inni­hald, skal vera öllum aðgengi­leg­ur. Söfn­un, miðlun og afhend­ingu gagna, geymslu þeirra og birt­ingu má aðeins setja skorður með lögum í lýð­ræð­is­legum til­gangi, svo sem vegna per­sónu­vernd­ar, frið­helgi einka­lífs, öryggis rík­is­ins eða lög­bund­ins starfs eft­ir­lits­stofn­ana. Heim­ilt er í lögum að tak­marka aðgang að vinnu­skjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varð­veita eðli­leg starfs­skil­yrði stjórn­valda. Um gögn sem lög­bundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upp­lýs­ingar um ástæður leyndar og tak­mörkun leynd­ar­tíma. Nú eða 16. greinin um Frelsi fjöl­miðla; Frelsi fjöl­miðla, rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði þeirra og gegn­sætt eign­ar­hald skal tryggja með lög­um. Vernd blaða­manna, heim­ild­ar­manna og upp­ljóstr­ara skal tryggja í lög­um. Óheim­ilt er að rjúfa nafn­leynd án sam­þykkis þess sem veitir upp­lýs­ingar nema við með­ferð saka­máls og sam­kvæmt dóms­úr­skurði.

Það eru ótal­margar greinar í nýju stjórn­sýsl­unni sem myndi breyta svo miklu og búa til traust­ari grunn en þessi stöðugi kvik­sandur sem virð­ist vera undir stjórn­skipan lands­ins, ráð­herra­grein­arnar eru hrein og bein nauð­syn en lítið um þær fjall­að.I.

86. gr. Ráð­herrar eru æðstu hand­hafar fram­kvæmd­ar­valds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á mál­efnum ráðu­neyta og stjórn­sýslu sem undir þá heyr­ir. Geti ráð­herra ekki fjallað um mál vegna van­hæf­is, fjar­veru eða ann­arra ástæðna felur for­sæt­is­ráð­herra það öðrum ráð­herra. Eng­inn getur gegnt sama ráð­herra­emb­ætti lengur en átta ár.

88. gr. Hags­muna­skrán­ing og opin­ber störf. Ráð­herra er óheim­ilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir emb­ætti. Sama gildir um störf í þágu einka­fyr­ir­tækja og opin­berra stofn­ana þótt ólaunuð séu. Í lögum skal kveðið á um skyldu ráð­herra til að veita upp­lýs­ingar um fjár­hags­lega hags­muni sína.89. gr. Ráð­herrar mæla fyrir frum­vörpum og til­lögum frá rík­is­stjórn, svara fyr­ir­spurnum og taka þátt í umræðum á Alþingi eftir því sem þeir eru til kvadd­ir, en gæta verða þeir þing­skapa. Ráð­herrar hafa ekki atkvæð­is­rétt á Alþingi. Sé alþing­is­maður skip­aður ráð­herra víkur hann úr þing­sæti á meðan hann gegnir emb­ætt­inu og tekur vara­maður þá sæti hans.90. gr. Stjórn­ar­mynd­un. Alþingi kýs for­sæt­is­ráð­herra. Eftir að hafa ráð­fært sig við þing­flokka og þing­menn gerir for­seti Íslands til­lögu til þings­ins um for­sæt­is­ráð­herra. Er hann rétt kjör­inn ef meiri­hluti þing­manna sam­þykkir til­lög­una. Að öðrum kosti gerir for­seti Íslands nýja til­lögu með sama hætti. Verði sú til­laga ekki sam­þykkt fer fram kosn­ing í þing­inu milli þeirra sem fram eru boðnir af þing­mönn­um, þing­flokkum eða for­seta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjör­inn for­sæt­is­ráð­herra. Hafi for­sæt­is­ráð­herra ekki verið kjör­inn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosn­inga. For­sæt­is­ráð­herra ákveður skipan ráðu­neyta og tölu ráð­herra og skiptir störfum með þeim, en ráð­herrar skulu ekki vera fleiri en tíu. For­seti Íslands skipar for­sæt­is­ráð­herra í emb­ætti. For­seti veitir for­sæt­is­ráð­herra lausn frá emb­ætti eftir alþing­is­kosn­ing­ar, ef van­traust er sam­þykkt á hann á Alþingi, eða ef ráð­herr­ann óskar þess. For­sæt­is­ráð­herra skipar aðra ráð­herra og veitir þeim lausn. Ráð­herrar und­ir­rita eið­staf að stjórn­ar­skránni þegar þeir taka við emb­ætti.91. gr. Van­traust. Leggja má fram á Alþingi til­lögu um van­traust á ráð­herra. Í til­lögu um van­traust á for­sæt­is­ráð­herra skal fel­ast til­laga um eft­ir­mann hans. Ráð­herra er veitt lausn úr emb­ætti ef meiri­hluti þing­manna sam­þykkir til­lögu um van­traust á hann. Rík­is­stjórn er veitt lausn ef meiri­hluti þing­manna sam­þykkir til­lögu um van­traust á for­sæt­is­ráð­herra.92. gr. Starfs­stjórn. Eftir að for­sæt­is­ráð­herra hefur verið veitt lausn ásamt rík­is­stjórn sinni situr hún áfram sem starfs­stjórn uns ný rík­is­stjórn er skip­uð. Sama gildir ef þing er rof­ið. Ráð­herrar í starfs­stjórn taka aðeins þær ákvarð­anir sem nauð­syn­legar eru til rækslu starfa þeirra.93. gr. Upp­lýs­inga- og sann­leiks­skylda. Ráð­herra er skylt að veita Alþingi eða þing­nefnd allar upp­lýs­ing­ar, skjöl og skýrslur um mál­efni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara sam­kvæmt lög­um. Þing­menn eiga rétt á upp­lýs­ingum frá ráð­herra með því að bera fram fyr­ir­spurn um mál eða óska eftir skýrslu, sam­kvæmt nán­ari fyr­ir­mælum í lög­um. Upp­lýs­ingar sem ráð­herra veitir Alþingi, nefndum þess og þing­mönnum skulu vera rétt­ar, við­eig­andi og full­nægj­andi.95. gr. Ráð­herra­á­byrgð. Ráð­herrar bera laga­lega ábyrgð á stjórn­ar­fram­kvæmdum öll­um. Bóki ráð­herra and­stöðu við ákvörðun rík­is­stjórnar ber hann þó ekki ábyrgð á henni. Ábyrgð vegna emb­ætt­is­brota þeirra skal ákveðin með lög­um. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ákveð­ur, að und­an­geng­inni könn­un, hvort hefja skuli rann­sókn á meintum emb­ætt­is­brotum ráð­herra. Nefndin skipar sak­sókn­ara sem ann­ast rann­sókn­ina. Hann metur hvort nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar sé nægi­leg eða lík­leg til sak­fell­ingar og gefur þá út ákæru og sækir málið fyrir dóm­stól­um. Nánar skal kveðið á um rann­sókn og með­ferð slíkra mála í lög­um.

Hetja árs­ins er án efa Umboðs­maður Alþingis. Jákvæð þróun er að fjöld­inn allur af mjög fram­bæri­legum óháðum fjöl­miðlum hafa sprottið fram og er það ein­læg ósk mín að næsta ár muni ein­kenn­ast af upp­lýstri umræðu um grund­vall­ar­breyt­ingar þær sem við þurfum að ráð­ast í til að geta nýtt okkur skap­andi hugsun með tækni­þróun til að nýta þau tæki­færi sem í þeim fel­ast til að búa til rétt­lát­ara sam­fé­lag þar sem hags­munir almenn­ings séu hafðir að leið­ar­ljósi til langrar fram­tíðar en ekki þessi hringa­vit­leysa sem við búum við í dag.Höf­undur er þing­maður Pírata.

Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None