Er Sigmundur Davíð farinn að sætta sig við fátækt á Íslandi?

sigmundur-3-0.png
Auglýsing

Eitt stærsta mál lið­ins mán­aðar var krafa öryrkja og elli­líf­eyr­is­þegar um aft­ur­virkar hækk­anir á bótum þeirra. Full­trúar þeirra komu á fund fjár­laga­nefndar og bentu á að hóp­arnir hefðu ekki notið sömu kjara­bóta og aðr­ir. Þar fyrir utan væru margir í hópi öryrkja og elli­líf­eyr­is­þegar að ­draga fram lífið langt undir fátækrar­mörk­um. Ellen Calmon, for­mað­ur­ ­Ör­yrkja­banda­lags Íslands, sagði við það tæki­færi: „„Hér býr fólk við fátækt en við ­getum auð­veld­lega útrýmt fátækt í þessu litla sam­fé­lag­i.“

Ákall öryrkja og elli­líf­eyr­is­þegar hlaut ekki náð fyr­ir­ eyrum stjórn­valda. Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar um að bætur yrð­u aft­ur­virkar var felld.

Í bak­her­berg­inu var þetta rifjað upp sökum þess að á morgun mun ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra halda sitt þriðja ára­móta­ávarp. Í þeim ávörpum sem hann hefur haldið hingað til hefur hann í bæði skiptin minnst á aðstæður og kjör ofan­greindra bóta­þega. Árið 2013 sagði hann: „Rúm­lega 300 þús­und manna þjóð með þá lýð­ræð­is­hefð, þekk­ingu, sterku inn­viði og ómældu auð­lindir sem landið veitir á að geta byggt upp sam­fé­lag þar sem öll störf eru vel launuð og þeir sem hafa lokið starfsæv­inni eða þarfn­ast aðstoðar búa við öryggi.

Auglýsing

Í fyrra sagði Sig­mundur Dav­íð ­síðan: „Þannig segir sú stað­reynd að á Íslandi sé lægst hlut­fall fátæktar í Evr­ópu okkur ekki að við eigum að sætta okkur við það hlut­fall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.

Það verður áhuga­vert að ­sjá hvort fátækt, sem sann­ar­lega er til á Íslandi, eða öryggi þeirra sem hafa lokið starfsæv­inni eða þarn­ast aðstoð­ar, beri á góma í ávarpi morg­un­dags­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None