Er Sigmundur Davíð farinn að sætta sig við fátækt á Íslandi?

sigmundur-3-0.png
Auglýsing

Eitt stærsta mál lið­ins mán­aðar var krafa öryrkja og elli­líf­eyr­is­þegar um aft­ur­virkar hækk­anir á bótum þeirra. Full­trúar þeirra komu á fund fjár­laga­nefndar og bentu á að hóp­arnir hefðu ekki notið sömu kjara­bóta og aðr­ir. Þar fyrir utan væru margir í hópi öryrkja og elli­líf­eyr­is­þegar að ­draga fram lífið langt undir fátækrar­mörk­um. Ellen Calmon, for­mað­ur­ ­Ör­yrkja­banda­lags Íslands, sagði við það tæki­færi: „„Hér býr fólk við fátækt en við ­getum auð­veld­lega útrýmt fátækt í þessu litla sam­fé­lag­i.“

Ákall öryrkja og elli­líf­eyr­is­þegar hlaut ekki náð fyr­ir­ eyrum stjórn­valda. Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar um að bætur yrð­u aft­ur­virkar var felld.

Í bak­her­berg­inu var þetta rifjað upp sökum þess að á morgun mun ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra halda sitt þriðja ára­móta­ávarp. Í þeim ávörpum sem hann hefur haldið hingað til hefur hann í bæði skiptin minnst á aðstæður og kjör ofan­greindra bóta­þega. Árið 2013 sagði hann: „Rúm­lega 300 þús­und manna þjóð með þá lýð­ræð­is­hefð, þekk­ingu, sterku inn­viði og ómældu auð­lindir sem landið veitir á að geta byggt upp sam­fé­lag þar sem öll störf eru vel launuð og þeir sem hafa lokið starfsæv­inni eða þarfn­ast aðstoðar búa við öryggi.

Auglýsing

Í fyrra sagði Sig­mundur Dav­íð ­síðan: „Þannig segir sú stað­reynd að á Íslandi sé lægst hlut­fall fátæktar í Evr­ópu okkur ekki að við eigum að sætta okkur við það hlut­fall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.

Það verður áhuga­vert að ­sjá hvort fátækt, sem sann­ar­lega er til á Íslandi, eða öryggi þeirra sem hafa lokið starfsæv­inni eða þarn­ast aðstoð­ar, beri á góma í ávarpi morg­un­dags­ins.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None