Örlagaríkir tímar á vinnumarkaði

Drífa Snædal segir að það muni mæða á nýskipaðri ríkisstjórn að bretta upp ermar í samstarfi við verkalýðshreyfinguna í upphafi ársins 2022 til að tryggja áframhaldandi kjarabætur og eflingu lífsgæða fyrir þorra almennings.

Auglýsing

Nýr veru­leiki fyrir vinn­andi fólk er það sem ein­kenndi árið 2021. Sótt­kví, sótt­varn­ir, ein­angr­un, sam­komu­tak­mark­anir og hluta­bóta­leið eltu okkur frá árinu 2020 og úrræði sem við héldum flest að myndu aðeins vara í vikur eða mesta lagi mán­uði dróg­ust á lang­inn. Heilt yfir gögn­uð­ust þau úrræði sem stjórn­völd buðu upp á í þessu fyrsta heila ári far­ald­urs­ins (og von­andi eina). En það er alveg jafn ljóst að margir supu seyðið af ástand­inu. Á meðan ýmsir nutu skatta­lækk­ana, kaup­hækk­ana og almennrar kaup­mátt­ar­aukn­ingar þurftu aðrir að draga saman segl­in, end­ur­fjár­magna, ganga á sér­eigna­sparnað eða grípa til ann­arra ráð­staf­ana til að halda sjó. Atvinnu­leysið er þegar þetta er ritað komið niður í 4,9% en það hefði verið saga á næsta bæ fyrir örfáum árum að við skyldum fagna slíkum töl­um. Þessi pró­senta þýðir að rúm­lega 10 þús­und manns eru á atvinnu­leys­is­skrá og það er ekki ásætt­an­legt.

Um leið og fjallað er um atvinnu­leysi heyr­ast raddir um að erfitt sé að fá fólk í vinnu. Um hinn vest­ræna heim kveður við sama söng­inn; að atvinnu­rek­endur geti ekki rekið fyr­ir­tæki sín vegna skorts á starfs­fólki á meðan atvinnu­leysi er í hæstu hæð­um. Um þetta er ýmis­legt að segja en það eru vís­bend­ingar um ákveðin valda­skipti á vinnu­mark­aði. Covid-far­ald­ur­inn og kreppan sem honum fylgdi afhjúpaði nefni­lega ýmis ein­kenni á vinnu­mark­aði 21. ald­ar­inn­ar.

Fjöl­margt starfs­fólk fann fyrir því að sú tryggð sem það hafði sýnt sínum vinnu­stað árum og jafn­vel ára­tugum saman var eftir allt lít­ils virði. Um leið og þrengdi að voru atvinnu­rek­endur til­búnir að losa sig við fólk og nýta jafn­vel krepp­una til að reyna að þrýsta niður kjör­um. Ráðn­inga­styrkir voru nýttir til að segja fólki upp og bjóða því síðan end­ur­ráðn­ingu á verri kjörum, ekki meðan gengið er í gegnum tíma­bundna erf­ið­leika, heldur til fram­búð­ar. Enn fremur fór efsta lag sam­fé­lags­ins létt með að breyta sínum störf­um, loka sig af, sinna börnum og fjöl­skyldu ef á þurfti að halda og forð­ast þannig stærstu ógn­ina á tímum heims­far­ald­urs: Annað fólk. Launa­fólkið sem skapar verð­mæti sam­fé­lags­ins og við­heldur gagn­verki þess sat hins vegar eftir grímu­k­lætt með fjöl­mörg ný verk­efni á sínu borði til að tryggja sótt­varnir og fylgja lögum og regl­um. Afgreiðslu­fólk stóð vakt­ina, bíl­stjórar komu vörum milli staða, kenn­arar kenndu börnum með breyttum hætti, starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila varð að eina félags­skap vist­manna sinna, heil­brigð­is­starfs­fólk sinnti þeim covid-veiku sem eng­inn annar mátti nálg­ast og svo mætti áfram telja. Þannig hélst sam­fé­lagið gang­andi í gengum heilt ár af heims­far­aldri. En þegar kemur að því að skipta gæð­unum innan sam­fé­lags­ins þá fær efsta lagið sem sest við tölv­una þegar hentar eða hringir inn fyr­ir­skip­anir um upp­sagnir mest, en þau sem vinna störfin og setja líf sitt og heilsu í hættu á hverjum degi minnst og sum ekki nóg til að ná endum sam­an.

Auglýsing

Það var í þessu sam­hengi sem fjöl­margir atvinnu­rek­endur og stjórn­mála­menn kvört­uðu undan því að fólk feng­ist ekki til vinnu. Í huga sumra þeirra var sem atvinnu­laust fólk væri hillu­vara hjá Vinnu­mála­stofnun og það mætti kippa ein­stak­lingi úr hvaða hillu sem er og senda inn í hvaða starf sem er, hvar á land­inu sem er. Um þetta sner­ist verka­lýðs­bar­átta 20. ald­ar­innar að stórum hluta: Að atvinnu­laust fólk væri aldrei sett í þá stöðu að þurfa að und­ir­gang­ast slíka mann­fjand­sam­lega duttl­unga.

En staðan á vinnu­mark­aði hefur kennt okkur ýmis­legt ann­að. Það skiptir gríð­ar­legu máli þegar í harð­bakk­ann slær að vera með öfl­uga verka­lýðs­hreyf­ingu sem getur beitt sér fyrir vinn­andi fólk og almenn­ing all­an. Það er alveg ljóst að án hennar hefði orðið almenn kjara­skerð­ing hér á landi á síð­asta ári. Í upp­hafi far­ald­urs­ins var ákall um að end­ur­semja um kjara­samn­inga, skerða rétt­indi og frysta laun, auk þess sem það var hávær krafa að frysta eða jafn­vel lækka atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar. Nið­ur­staðan var hins vegar sú að kjara­samn­ingar héldu, atvinnu­leys­is­trygg­ingar voru hækk­aðar og lengt í því tíma­bili sem fólk fær tekju­tengdar bæt­ur. Þetta gerði að verkum að almennur kaup­máttur óx, sem aftur var lyk­il­þáttur í efna­hags­legri við­spyrnu. Um þetta er nú nokkuð góður sam­hljóm­ur.

Þegar harðnar á dalnum eða eðli­legar breyt­ingar verða á lífs­leið­inni skiptir líka öllu máli að hafa byggt upp rétt­indi; til líf­eyr­is­greiðslna vegna ald­urs eða örorku, sjúkra­greiðslna, fæð­ing­ar­or­lofs, atvinnu­leys­is­trygg­inga, fræðslu­styrkja og svo margs ann­ars. Megnið af þessum rétt­indum eru kjara­samn­ings­bund­in, þ.e. fólk aflar þeirra í gegnum ráðn­ing­ar­sam­bönd. Það hefur færst í vöxt að fólk sé laus­ráð­ið, tíma­bundið ráðið eða jafn­vel verk­efna­ráð­ið. Það fólk hefur orðið hvað verst úti í far­aldr­in­um, þegar verk­efnin eru hrein­lega ekki til staðar lengur til dæmis vegna sam­komu­tak­mark­ana. Að vera gigg­ari er nefni­lega ekki eins eft­ir­sókn­ar­vert og margir vilja að láta, því það er erfitt að vita hvað morg­un­dag­ur­inn ber í skauti sér. Á sama tíma er verið að dásama þetta fyr­ir­komu­lag í blaða­greinum og jafn­vel bók­um. Það sé svo frá­bært að vera „sjálfs síns herra“, geta ráð­stafað tíma sínum að vild og vera engum háð. Vissu­lega getur það átt við í þeim til­vikum þegar við­kom­andi hefur ein­hverja mjög eft­ir­sókn­ar­verða hæfni umfram aðra, en í flestum til­vikum er giggið verra. Fólk er ekki með fastar tekj­ur, getur því ekki gert ráð­staf­anir fram í tím­ann, getur ekki tekið hús­næð­is­lán og varla gert leigu­samn­inga. Eng­inn upp­sagn­ar­frestur og aðeins lág­marks­rétt­indi til atvinnu­leys­is­bóta. Það er ábyrgða­hluti að tala gegn atvinnu­ör­yggi og rétt­indum vinn­andi fólks og heims­far­ald­ur­inn og aukið örygg­is­leysi ætti að vera víti til varn­að­ar.

Þau verð­mæti sem við höfum byggt upp síð­ustu ára­tugi eiga stöðugt undir högg að sækja og ein svæsn­asta birt­inga­mynd þess skaut upp koll­inum á árinu þegar flug­fé­lagið Play ákvað að gera kjara­samn­inga við gult stétt­ar­fé­lag, langt undir þeim samn­ingum sem höfðu gilt í flugi. Samn­ing­arnir eru gerðir án aðkomu þeirra sem eiga að vinna eftir þeim og hefur flug­fé­lagið neitað að semja við lýð­ræð­is­lega starf­andi félag flug­freyja og -þjóna. Í fjár­festa­kynn­ingum er því fjálg­lega lýst að sam­keppn­is­for­skot flug­fé­lags­ins felist einkum í því að halda launa­kostn­aði undir því sem áður hefur þekkst í flugi. Að stofna og semja við gul stétt­ar­fé­lög (sem eru undir áhrifa­valdi atvinnu­rek­enda eða beita sér ekki í kjara­bar­áttu) er gam­alt trikk í bók þeirra sem vilja vega að hinni skipu­lögðu verka­lýðs­hreyf­ingu. Að gera slíkt á íslenskum vinnu­mark­aði er ósjálf­bært til lengdar og mun flug­fé­lagið eiga erfitt upp­dráttar.

Það er varla hægt að gera upp árið 2021 án þess að nefna Alþing­is­kosn­ingar sem fram fóru í sept­em­ber. ASÍ beitti sér í aðdrag­anda kosn­ing­anna fyrir málum sem snerta launa­fólk og allan almenn­ing og lúta að afkomu fólks, hús­næð­is­mál­um, heil­brigð­is­mál­um, menntun og jöfn­uði. Átakið fór fram undir yfir­skrift­inni Það er nóg til, sem er svo sann­ar­lega yfir­skrift við hæfi hér í auð­linda­ríku landi þar sem lífs­gæði telj­ast almennt góð. Við höfum nefni­lega allar for­sendur til að byggja upp sam­fé­lag raun­veru­legs jöfn­uðar þar sem eng­inn þarf að líða skort. Flestir stjórn­mála­flokkar tóku undir þessar áherslur okkar að hluta til eða í heild. Þess vegna voru ákveðin von­brigði að sjá myndum prýddan stjórn­ar­sátt­mála þar sem mikið er um óljós fyr­ir­heit en nán­ast ekk­ert um útfærsl­ur. Sem dæmi má nefna að full­trúar allra stjórn­mála­flokka lýstu yfir stuðn­ingi við auk­inn fram­lög til almenna íbúða­kerf­is­ins, en þegar kom að því að setja fyr­ir­ætl­an­irnar á blað urðu fögru orðin að því að „horft“ yrði til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar. Þó eru líka jákvæð teikn í fyr­ir­ætl­unum rík­is­stjórn­ar­innar og þá sér­stak­lega yfir­lýs­ingar sem lúta að því að vaxa út úr krepp­unni fremur en að beita nið­ur­skurð­ar­hnífn­um. En nýtt fjár­laga­frum­varp og fjár­mála­stefna eru þó ekki alveg í takti við þau fyr­ir­heit.

Eitt er víst og það er að ASÍ mun fylgja eftir þeim mál­efnum sem varða almanna­hag af þunga á árinu 2022. Hér verður horft til rík­is­fjár­mál­anna og öllum til­raunum til að einka­væða inn­viði og þjón­ustu til að fegra bók­hald rík­is­ins verður mót­mælt harð­lega. Við munum fylgja eftir okkar mik­il­væg­ustu mála­flokkum á borð við mennta­mál, vel­ferð­ar­mál og heil­brigð­is­mál. Við krefj­umst upp­bygg­ing­ar, ekki nið­ur­brots.

Kjara­samn­ingar losna á næsta áriá mun ráða úrslitum hvernig tek­ist hefur að verja kaup­mátt­inn fram að samn­ing­um. Hús­næð­is­málin og einkum hús­næð­is­kostn­aður verður í for­grunni enda stór hluti útgjalda hvers heim­il­is. Árið 2022 verður árið þar sem við bindum enda á þá sam­fé­lags­til­raun að leyfa mark­aðs­öfl­unum að maka krók­inn á kostnað fólks sem hefur ekki val um annað en að koma sér þaki yfir höf­uð. Gróða­öfl­inn seil­ast nefni­lega í launa­umslögin okkar hver mán­aða­mót til að sækja það sem við höfum áunnið okkur með þrot­lausri bar­áttu.

Það mun mæða á nýskip­aðri rík­is­stjórn að bretta upp ermar í sam­starfi við verka­lýðs­hreyf­ing­una í upp­hafi árs­ins 2022 til að tryggja áfram­hald­andi kjara­bætur og efl­ingu lífs­gæða fyrir þorra almenn­ings. Eitt er víst að hreyf­ingin mun ekki draga af sér að verja það sem áunn­ist hef­ur; verja vel­ferð okkar allra og sækja fram um bætt rétt­indi, betri kjör og aukin lífs­gæði á nýju ári.

Höf­undur er for­seti ASÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit