Að fara aðra leið

Friðrik Jónsson segir að raunverulegur undirbúningur kjaraviðræðna þurfi að hefjast strax á nýju ári og vonast hann til þess að það takist að auka skilvirkni í þeim til muna.

Auglýsing

Fyrsti dagur árs­ins 2021 rann upp bjartur og fag­ur. Ekki að ég muni það sér­stak­lega en ég tók mynd á sím­ann minn þennan dag og af henni að dæma var veðrið úrvals­gott, björt frost­stilla. Ég fór í nýárs­göngu með hund­unum Bjarti og Skugga á upp­á­halds stað þeirra bræðra, Bæj­ar­ins beztu pyls­ur. Það er líka til mynd af því enda aug­ljós­lega frá­bær leið til að byrja nýtt ár. Það fannst hund­unum hið minnsta.

Augu nýlið­ans

Í upp­hafi árs óraði mig ekki fyrir því að frekara frama­pot á vett­vangi verka­lýðs­bar­átt­unnar biði mín, allra síst að verða for­maður BHM, heild­ar­sam­taka háskóla­mennt­aðra. Kjara- og rétt­inda­mál hafa að að vísu lengi verið mér hug­leikin en ég hafði boðið mig fram og hlotið braut­ar­gengi í for­mann Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins um haustið 2020. Í febr­úar síð­ast­lið­inn ákvað hins vegar þáver­andi for­maður BHM að hætta við sitt fram­boð til áfram­hald­andi for­manns­setu og í kjöl­farið var óvænt skorað á mig af nokkrum fjölda for­manna aðild­ar­fé­laga BHM að bjóða mig fram. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til.

Nú hef ég gengt emb­ætti for­manns BHM í sjö mán­uði. Ég var ekki búinn að vera nema nokkrar vikur í starf­inu þegar við hófum vinnu við und­ir­bún­ing næstu kjara­lotu innan banda­lags­ins. Full­snemmt, gætu ein­hverjir sagt í ljósi þess að kjara­samn­ingar aðild­ar­fé­laga BHM byrja að losna í lok 2022 og byrjun 2023. En stað­reyndin er að við svo­kall­aðir „að­ilar vinnu­mark­að­ar­ins“ þurfum almennt að gera betur í því hvernig við vinnum fyrir okkar umbjóð­end­ur. Það er gömul saga og ný.

Auglýsing

Mán­uðir og ár án samn­inga

Töl­fræðin sýnir svart á hvítu að margt þarf að bæta á íslenskum vinnu­mark­aði. Sam­kvæmt gögnum Kjara­töl­fræði­nefndar voru gerðir rúm­lega 300 kjara­samn­ingar í síð­ustu samn­inga­lotu en til sam­an­burðar eru þeir um 400 í Nor­egi, á 15 sinnum fjöl­menn­ari vinnu­mark­aði. 24 samn­ingar voru við færri en 10 ein­stak­linga hér á landi og eitt dæmi er um að samn­ingur hafi verið gerður við einn launa­mann. Á Íslandi er kjara­deilum vísað til rík­is­sátta­semj­ara í rúm­lega helm­ingi til­vika. Þá hafa samn­inga­við­ræður oft staðið mán­uðum eða árum saman án árang­urs. Til sam­an­burðar má nefna að í síð­ustu samn­inga­lotu í Sví­þjóð var 35 málum vísað til rík­is­sátta­semj­ara. Þar er vinnu­mark­að­ur­inn 30 sinnum stærri.

Hvað kostar flækju­stig­ið?

Ómark­viss vinnu­brögð sem ein­kenn­ast meðal ann­ars af töfum og hót­unum koma niður á lífs­gæðum okkar allra og hafa tölu­verðan fórn­ar­kostnað í för með sér fyrir íslenskt launa­fólk. Á árinu 2020 voru 10.500 krónur fram­leiddar á hverja vinnu­stund á Íslandi. Hugsa má sem svo að það sé fórn­ar­kostn­aður hverrar klukku­stundar sem varið er í óþarfa flækju­stig og tafir við kjara­samn­inga­gerð.

Það eru og hafa alltaf verið hags­munir launa­fólks að nýir samn­ingar taki gildi um leið og eldri samn­ingar renna sitt skeið. Almennt er það reglan á Norð­ur­lönd­un­um. Á Íslandi er það aftur á móti algjör und­an­tekn­ing og raunar aðeins til örfá dæmi þess. Flestar stéttir eru samn­ings­lausar mán­uðum saman þar til sam­komu­lag næst um nýjan samn­ing. Þetta býr til óvissu bæði fyrir launa­fólk og atvinnu­rek­end­ur. Sú óvissa er líka afar kostn­að­ar­söm enda dýrt að fólk sitji vik­um, mán­uðum og jafn­vel árum saman við samn­inga­borð án þess að ná árangri. Ég styð heils­hugar mark­mið og ádrepur rík­is­sátta­semj­ara um að vinnu­reglan eigi að vera sú að samn­ingar taki við af samn­ing­um. Ég styð það einnig að allra leiða verði leitað til að auka skil­virkni í samn­inga­gerð.

Nýtt ár og ný nálgun

Á fundi þjóð­hags­ráðs í des­em­ber gat ég ekki skilið hlut­að­eig­andi öðru­vísi en svo að þau væru öll sam­mála um að vilja byrja kjara­samn­inga­gerð­ina fyrr, gera bet­ur, bæta grein­ingar og gögn og stefna sam­eig­in­lega í þá átt að verja kaup­mátt almenn­ings í land­inu. Það er allt­ént góð byrj­un. Þó að hags­munir atvinnu­lífs, stjórn­valda og heild­ar­sam­taka launa­fólks séu oft ólíkir getum við verið sam­mála um að bæta vinnu­brögð­in. Mark­miðið er jú ætíð að verja og sækja meiri kaup­mátt og tryggja sann­gjarna skipt­ingu auðs þjóð­ar­inn­ar.

Ég vona að það muni stand­ast. Að þegar á hólm­inn verði komið verði ekki of seint af stað farið eina ferð­ina enn. Raun­veru­legur und­ir­bún­ingur kjara­við­ræðna þarf að hefj­ast strax á nýju ári og við hjá BHM erum til­búin í þá veg­ferð. Ég von­ast jafn­framt til þess að okkur tak­ist að auka skil­virkni til muna. Það ætti að vera sam­eig­in­legt mark­mið verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­lífs­ins, ríkis og sveit­ar­fé­laga. Að fara örlítið aðra leið, byrja fyrr og vanda vel til verka er allra hag­ur.

Gleði­legt nýtt ár 2022!

Höf­undur er for­maður BHM.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit