Leiðin fram á við er andkapítalismi

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Kór­ónu­veira og kjara­bar­átta er það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið sem er að líða. Krísu­á­stand og efna­hags­legar afleið­ingar í kjöl­far heims­far­ald­urs, bitna harð­ast á þeim sem fyrir eru í verstu stöð­unni. Hækk­andi mat­vöru­verð og meiri við­vera inni á heim­il­inu vegna sam­komu­tak­mark­ana leiða til auk­inna fjár­út­láta. Þegar tekj­urnar duga ekki fyrir grunn­þörfum til að byrja með, þá duga þær ekki til að mæta auknum kostn­aði í efna­hag­skreppu. Margir eiga ekki fyrir nauð­synjum og búa við skort. Það á ekki að vera eðli­leg­ur, við­ur­kenndur hluti af sam­fé­lag­inu að fólk þurfi að leita til hjálp­ar­sam­taka til að fá mat.

Við­bragðs­á­ætl­anir borg­ar­innar eiga að ná utan um alla og tryggja að fólk fái grunn­þörfum sínum mætt. Sós­í­alistar lögðu til á þessu ári að borgin ynni með aðilum líkt og rík­inu að við­bragðs­á­ætlun til að tryggja að eng­inn yrði án matar vegna tíma­bund­inna lok­unar hjálp­ar­sam­taka. Borg­ar­yf­ir­völd töldu það ekki vera sitt hlut­verk, þau leit­ast ekki einu sinni við að ná til þeirra sem eru í slíkum sporum og slíkt er mjög alvar­legt. Að sama skapi var til­lögu okkar um mat­ar­banka, svo eng­inn í borg­inni þyrfti að búa við svengd og bjarg­ar­leysi, hafn­að.

Ójafn­að­ar­kreppa varð að umtals­efni innan veggja borg­ar­stjórn­ar, þar sem ljóst var að efna­hags­legar afleið­ingar af völdum kór­ónu­veirunnar kæmu ólíkt niður á fólki. Mark­miðið „eng­inn skil­inn eft­ir“ var sett fram í lang­tíma­stefnu sem við­bragð við stöð­unni. Af fullri hrein­skilni þá á ég erfitt með að trúa því að staðið verði við mark­miðið um að skilja eng­ann eft­ir.

Auglýsing

933 ein­stak­lingar eru nú á bið eftir hús­næði hjá borg­inni þegar þetta er skrif­að. Þýðir stefnan „eng­inn skil­inn eft­ir“, að borg­ar­stjórn muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að útvega þeim sem eru í þörf, við­eig­andi heim­ili innan ásætt­an­legs tíma? Þýðir „eng­inn skil­inn eft­ir“ að börn þurfi ekki að mæta svöng í skól­ann? Mun slík áætlun tryggja að börn eigi ekki í hættu á að missa leik­skóla­pláss vegna skulda­vanda for­eldra?

Borgin hefur í fjöl­mörg ár skilið fólk eftir varð­andi hús­næð­is­ör­yggi, fram­færslu og aðkomu að ákvarð­ana­töku í málum er varða hag þeirra. Þú mátt kjósa um afmark­aða þætti í hverf­inu þínu en ekki í hvaða hverfi þú býrð í, ef þú ert upp á náð almenna leigu­mark­aðs­ins komin og þér býðst félags­leg leigu­í­búð. Í þeim aðstæðum grípur þú það, þó íbúðin sé ekki í hverfi sem hentar þér. Það er ein ástæða langra biðlista eftir milli­flutn­ingi og ljóst er að borgin mætir ekki þörfum fólks. 

Skemmti­leg, lif­andi og græn borg, með ríka áherslu á jafn­rétti, hafa gjarnan verið áherslur Reykja­vík­ur­borgar út á við. Þar sem ekk­ert rými sé fyrir úti­lokun af neinu tagi. Samt sem áður þurfti meira en mán­að­ar­langar verk­falls­að­gerðir hjá félags­mönnum Efl­ingar til að fá kjara­leið­rétt­ingu fyrir lág­launa­fólk og kvenna­stétt­ir. Þegar ruslið safn­að­ist upp og starfs­fólkið mætti ekki til að sinna mik­il­vægum störfum við umönn­un, þvotta, þrif og í mötu­neytum var greini­legt að borg­inni er haldið uppi af lág­launa­fólki. Oftar en ekki er  um að ræða konur í lág­launa­störf­um. 

Efna­hags­lega órétt­lætið sem borgin hefur átt sinn þátt í að við­halda með lág­launa­stefnu rímar ekki við mark­mið um lif­andi og skemmti­lega borg. Þó að fjöl­breytni í líf­inu auk­ist við að vera í tveimur eða fleiri störf­um, þá er ekk­ert skemmti­legt við að sinna þeim báðum í sama mán­uði til að fyr­ir­byggja fjár­hags­á­hyggj­ur. Þó að skokk sé af mörgum talin ánægju­leg íþrótt, þá er ekk­ert skemmti­legt við að hlaupa á eftir strætó á hrað­leið í auka­vinn­una, því aðal­vinnan greiðir ekki mann­sæm­andi laun. Hvað þá þegar almenn­ings­sam­göngur eru ekki áreið­an­leg­ar.

Við þurfum betri strætó handa þeim sem nú treysta á hann. Hug­myndir um að almenn­ings­sam­göngur verði betri í fram­tíð­inni duga ekki til. Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd eiga ekki að gera fólki erfitt fyr­ir. Mark­mið borg­ar­innar er að auka hlut­fall þeirra sem nota almenn­ings­sam­göng­ur, til þess þurfum við tíð­ari ferð­ir, strætó sem byrjar að ganga fyrr á sunnu­dög­um, betri stoppi­stöðvar og eig­enda­stefnu sem gerir ekki ráð fyrir því að far­gjalda­tekjur standi undir 40% af almennum rekstr­ar­kostn­aði. Ef fleiri eiga að nota strætó, þá þarf hann að vera not­enda­vænn. Það á ekki að vera þannig að ef þú rétt svo missir af vagn­inum séu 29 mín­útur í þann næsta.

Grunn­kerfin okkar hafa verið hlutuð niður og færð í hendur einka­að­ila. Öfl­ugt félags­legt kerfi þarf til að sporna gegn því. Betri borg byggir upp grunn­stoð­irnar sínar í stað þess að útvista þeim. Um helm­ingur af akstri Strætó bs. er í höndum verk­taka og ekk­ert þak er á því hversu mikið af þjón­ust­unni megi útvista. Það er slá­andi að engin stefna sé hjá opin­beru fyr­ir­tæki um hversu mikið af grunn­þjón­ustu einka­að­ilar megi sjá um. Þegar starfs­fólk er ráðið inn frá ólíkum fyr­ir­tækj­um, eru kjörin ekki endi­lega þau sömu. Því tölum við sós­í­alistar gegn útvist­un. Eðli­leg­ast væri að allt starfs­fólk hjá opin­beru fyr­ir­tæki sé hluti af sömu heild.

Afmark­aðsvæð­ing hús­næð­is­kerf­is­ins þarf að eiga sér stað. Þegar ég lít yfir árið þá hafa þau félags­legu skref ekki verið tek­in. Ef stuðst er við sömu for­múlu, kemur alltaf sama nið­ur­staða. Áfram­hald­andi stefna um að 25% af hús­næði borg­ar­innar eigi að vera óhagn­að­ar­drifið er ekki nóg. Það eru enn um 1.000 manns að bíða eftir hús­næði. Eng­inn ætti að vera á biðlista. Borgin þarf að taka stærri félags­leg skref. 

Ójöfn­uð­ur­inn í sam­fé­lag­inu er gríð­ar­legur og það er ekk­ert nýtt af nál­inni. Kostn­aður vegna launa­hækk­ana borg­ar- og vara­borg­ar­full­trúa á þessu ári nam 25 millj­ónum króna. Laun okkar upp­fær­ast tvisvar sinnum á ári í takt við þróun launa­vísi­tölu. Í apríl á þessu ári lögðum við sós­í­alistar til að það kæmi ekki til launa­hækk­un­ar. Samt sem áður gekk hún eftir og enn á eftir að afgreiða til­lög­una gegn launa­hækk­un. Á meðan að COVID-19 far­ald­ur­inn gengur yfir og sam­fé­lagið tekst á við efna­hags­legar afleið­ingar þess er mik­il­vægt að hinir betur laun­uðu sýni ábyrgð í verki. 

Ásætt­an­legt launa­bil er eitt­hvað sem við þurfum að ræða um í okkar sam­fé­lagi. Hvert viljum við stefna í þeim efn­um? Þurfum við ekki að skipta kök­unni jafnar á meðan að rík­ustu 10% eiga 44% eigna á Íslandi? Tor­tím­ing kap­ít­al­ism­ans er eina leiðin gegn stétt­skipt­ingu og ham­fara­hlýnun sem er nú helsta ógnin við okkar sam­fé­lag.

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks Íslands í borg­ar­stjórn Reykja­víkur 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit