Mannréttindi leigjenda

Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar um leigumarkaðinn og hvernig stefna stjórnvalda í húsnæðismálum ýtir undir auðsöfnun sumra en fátækt annarra.

Auglýsing

Í Evr­ópu er í gildi félags­mála­sátt­máli sem tryggir rétt fólks til að búa sér og sínum til öruggt heim­ili. Það eru talin grunn­mann­rétt­indi borg­ar­anna. Þótt íslensk stjórn­völd hafi skrifað undir sátt­mál­ann í upp­hafi þá hafa þau hvorki skrifað undir end­ur­nýj­aðan samn­ing né við­auka hans sem gefa ein­stak­lingum og félaga­sam­tökum færi á að leita réttar síns vegna brota stjórn­valda á sátt­mál­un­um. Öfugt við mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu hefur félags­mála­sátt­mál­inn ekki verið lög­festur né inn­leiddur og þar með gerður jafn íslenskum lög­um. Rétt­ur­inn til öruggs heim­il­is, eins og önnur félags­leg rétt­indi, er því veik­ari á Íslandi en í öðrum lönd­um.

Þetta er ekki eina dæmi þess að íslensk stjórn­völd heiti að veita almenn­ingi rétt­indi en komi sér síðan undan því. Við und­ir­ritun lífs­kjara­samn­ing­anna lof­aði rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur að bæta rétt­indi leigj­enda, meðal ann­ars að setja hér á leigu­bremsu til að halda aftur af stjórn­lausum hækk­un­um. Þetta var svik­ið. Ásmundur Einar Daða­son, þá félags­mála­ráð­herra, lagði frum­varpið aldrei fram. Ásmundur er einnig barna­mála­ráð­herra, en allar rann­sóknir sína að veik staða fjöl­skyldna á and­styggi­legum leigu­mark­aði er helsta ástæða fátæktar barna.

Auglýsing

Hvað veldur því að íslenska stjórn­völd verj­ast því að inn­leiða rétt­indi leigj­enda til öruggs hús­næðis og svíkja samn­inga um að bæta stöðu þeirra? Hvað veldur því að íslensk stjórn­völd kjósa að virða ekki félags­leg rétt­indi á borð við rétt til heim­il­is? Af hverju líta stjórn­völd ekki á það sem eitt sitt helsta hlut­verk að útvega hér hús­næði fyrir fólk, hvort sem er til kaups eða leigu og not­ast við þann bráða­vanda sem á hús­næð­is­mark­aði er í samn­inga­gerð við laun­þega­sam­tök? Hvað veldur því að íslensk stjórn­völd vilja líta á hús­næði sem hverja aðra vöru á mark­aði en ekki sem rétt­indi borg­ar­anna, þvert á það sem tíðkast í okkar heims­hluta? Hvað veldur þess­ari grimmd gagn­vart leigj­end­um?

Hér landi hefur útleiga hús­næðis verið talin ein besta og örugg­asta ávöxtun fjár­magns sem hugs­ast get­ur. Og enn frekar hin síð­ari ár. Þetta sést ber­lega í gríð­ar­legri fjölgun þeirra sem kaupa sér auka­í­búð og leigja öðr­um.

Frá alda­mótum hefur íbúðum í eigu þeirra, ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, sem eiga fleiri en eina íbúð fjölgað um 100% á meðan íbúðum í eigu þeirra sem eiga eina íbúð hefur fjölgað um 24%. Íbúðir í eigu þeirra sem áttu fleiri en eina íbúð voru 25% af heild­inni um alda­mótin en eru 35% núna. Stefna stjórn­valda ýtir þannig undir að fólk og fyr­ir­tæki noti veika stöðu leigj­enda til að ávaxta fé og auka við auð sinn.

Það er tak­mark­anir á hversu mikla ávöxtun sá má hafa sem lánar öðru fólki pen­inga. En það eru engin tak­mörk á því hversu mikla ávöxtun þau fá sem eiga og leigja út hús­næði. Þau geta krafið leigj­anda um leigu sem er langt umfram kostnað af rekstri íbúð­ar­inn­ar, fjár­magns­kostnað og afborg­anir af lán­um. Rekstr­ar­af­gang­ur­inn bæt­ist síðan við hækkun eigna­verðs svo úr verður gríð­arhá ávöxt­un. Sem aftur sogar til sín fé, sprengir upp íbúða­verð og ýtir þar með undir hækkun leigu og enn lak­ari stöðu leigj­enda.

Fjórð­ungur lands­manna býr ekki í eigin hús­næði og kann­anir benda til að stærsti hluti þeirra beri íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að. Það er alþjóð­legur mæli­kvarði og merkir að meira en 40% af ráð­stöf­un­arfé eftir skatta og skyldur renni til leigusal­ans og ann­ars hús­næð­is­kostn­aðar (raf­magn, hiti, hús­sjóður o.s.frv.). 13% heim­ila á leigu­mark­aði borgar meira en 70% ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í hús­næð­is­kostn­að.

Auglýsing

Um hátíð­irnar leita þús­undir fjöl­skyldna til hjálp­ar­stofn­ana og meg­in­á­stæða flestra er of mik­ill og óum­flýj­an­legur hús­næð­is­kostn­að­ur, okur­leiga. Þegar þú átt ekki fyrir mat út mán­uð­inn í venju­legum mán­uði þá er von­laust að þú getir haldið jól. Þegar þú ert á leigu­mark­aði gengur leigusal­inn fyr­ir. Þú borgar honum áður en þú kaupir mat. Þú borgar leig­una áður en þú heldur jól.

Hækkun fast­eigna­verðs er eitt ein­kenni vondrar hús­næð­is­stefnu. Rangar ákvarð­anir stjórn­valda hafa ýtt undir bólur og veikt rétt­indi og öryggi almenn­ings og leigj­enda sér­stak­lega. Á sama tíma hefur hagur þeirra batnað sem braska með lóðir og bygg­inga­rétt og þeirra sem leitað hafa inn á leigu­mark­að­inn til að láta leigj­endur standa undir auð­söfnun sinni. Þau sem líða fyrir stefn­una er einkum fólk með lægri miðl­ungs­tekjur og þar und­ir, fólk sem getur ekki safnað fé í sjóð, ungt fólk sem ekki á fjár­hags­lega vel stæða for­eldra og fólk sem af ein­hverjum ástæðum stenst ekki greiðslu­mat og er þar af leið­andi fast á leigu­mark­aði. Sem veldur því að það getur ekki safnað fyrir útborg­un. Sem veldur því að það neyð­ist til að byggja undir auð­söfnun ann­arra og fest­ist við það í fátækt­ar­gildru.

Við eigum ekki að þurfa að deila um hús­næð­is­stefnu stjórn­valda. Það er aug­ljóst að hún gengur ekki upp. Hún hefur leitt til hækk­unar hús­næð­is­kostn­að­ar, leit til þess að færri eign­ast hús­næði, að fáir eign­ist fleiri íbúðir og fleiri enga. Afleið­ingin er að stærri hópur lok­ast inn í fátækt­ar­gildru leigu­mark­að­ar. Hús­næð­is­stefnan eykur þannig ójöfnuð og grefur þar með undan rétt­læti í sam­fé­lag­inu. Þetta er afleið­ing þess að stjórn­völd hafa ekki mótað stefn­una út frá hags­munum þeirra sem þola mestan órétt á hús­næð­is­mark­aði heldur þvert á móti út frá hags­munum þeirra sem auðg­ast hafa mest og hrað­ast á óeðli­legum hús­næð­is­mark­aði og veikri stöðu ann­arra. Hags­munir þessa fólks eru að halda hús­næð­is­kerf­inu óbreyttu eða gera það jafn­vel enn órétt­lát­ara.

Eina leiðin til að laga hús­næð­is­mark­að­inn er að snú þessu við, móta stefnu út frá hags­munum þeirra sem líða mestan órétt. Og við þurfum ekki að gera neitt rót­tækt eða nýtt, ekk­ert sem ekki hefur marg­sinnis verið gert oft og víða og reynst vel.

  • Það þarf að skil­greina hús­næði sem rétt­indi, ekki sem hverja aðra mark­aðs­vöru.
  • Það þarf að leið­rétta hús­næð­is­kostnað leigj­enda. Leigj­endur eiga ekki að bera hærri hús­næð­is­kostnað en aðr­ir. Það á ekki að vera refs­ing að vera á leigu­mark­aði.
  • Greiðslu­mat á að mið­ast við raun­greiðslur fólks. Sá sem hefur staðið undir 250 þús. kr. húsa­leigu árum saman stendur undir 250 þús. kr. vöxtum og afborg­unum af lán­um.
  • Hér þarf að byggja upp öflug leigu­fé­lög sem eru rekin án hagn­að­ar­sjón­ar­miða. Þau félög eiga að vera svo stór og öflug að hagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög hverfi af almennum leigu­mark­aði, ein­beiti sér að skamm­tíma­leigu og leigu til auð­fólks.
  • Banna á okur­leigu með því að setja leigu­þak. Okur­vextir eru refsi­verðir og það á líka að gilda um okur­leigu.
  • Banna á hækkun á húsa­leigu umfram almennt verð­lag og launa­þró­un.
  • Stöðva á upp­boð á lóð­um, sem eru almanna­eign, og koma í veg fyrir braks með lóðir og bygg­inga­rétt. Mark­miðið á að vera að halda fast­eigna­verði niðri, ekki spenna það upp.
  • Það á byggja nóg af hús­næði, frekar of mikið en of lít­ið.
  • Það á að styðja og styrkja hags­muna­sam­tök leigj­enda svo þau geti orðið samn­ings­að­ili leigu­fé­laga svo hver leigj­andi þurfi ekki að gera það út frá veikri stöðu sinni.

Það mætti hafa þennan lista lengri þótt á hann færi aðeins það sem þykir sjálf­sagður grunnur að heil­brigðri hús­næð­is­stefnu í nágranna­löndum okk­ar. Hús­næð­is­kerfið er fár­veikt og kallar á afger­andi aðgerðir strax. Á leigu­mark­aði geta hin fjár­sterku níðst á leigj­endum án eft­ir­lits eða afleið­inga. Og stjórn­völd þjóna þessum fjár­sterku aðil­um, en taka ekk­ert til­lit til vondrar stöðu þeirra sem níðst er á.

Til að snúa þessu við þarf að byggja upp sterk leigj­enda­sam­tök. Við hvetjum þig til að ganga til liðs við Sam­tök leigj­enda nú í upp­hafi nýs árs og taka þátt í að byggja þau upp, styrkja og skerpa. Þú getur skráð þig hér.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Sam­tökum leigj­enda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit