Það sem við skuldum hvert öðru

Kristrún Frostadóttir segir upplifun sína af lestri fjárlagafrumvarpsins þá að hér sé ríkisstjórn sem hafi erft velferðarkerfi sem hún skilur ekki.

Auglýsing

Fjár­lög nýrrar rík­is­stjórnar er fyrsti próf­steinn­inn á hvort mark sé tak­andi á lof­orðum henn­ar. Nú hefur rík­is­stjórnin sýnt á spilin varð­andi fyrsta fjórð­ung kjör­tíma­bils hennar og virð­ist ekki mikið að marka þau lof­orð. Umfang og eðli aðgerða rík­is­sjóðs á síð­ustu tveimur árum end­ur­spegla nauð­syn­leg við­brögð við heims­far­aldri, ekki stefnu eða sókn. Nú tekur við þriðja árið þar sem við­bragðs­stjórn­mál ráða för og lítið svig­rúm er til nauð­syn­legra úrbóta á grunn­kerfum hins opin­bera til varnar vel­ferð eða til sóknar á nýjum tím­um.

Þetta end­ur­speglar grund­valla­r­á­herslur stjórn­valda síð­ustu ár. Land­inu er og hefur verið stýrt af rík­is­stjórn sem telur að ríkið eigi aðeins að sinna hlut­verki örygg­is­nets. Rík­is­sjóður sé áhorf­andi, ekki ger­andi í efna­hags­líf­inu sem og sam­fé­lag­inu, og stígur ein­vörð­ungu inn í neyð, í við­bragði. Hag­stjórn­ar­hlut­verkið snýst fyrst og fremst um að stíga inn þegar allt fellur saman en til baka þegar verð­bólga kraumar og spenna skap­ast. Lítið fer fyrir umræðu um mik­il­vægi þess að móta mark­aði og rammann utan um þá til að breyta und­ir­liggj­andi ójafn­vægi í kerf­in­u. 

Þetta við­horf ber með sér þá sögu­skýr­ingu að vel­ferð­ar­kerfin okkar hafi fallið af himnum ofan. Þegar stað­reyndin er sú að vel­ferð­ar­kerfin voru byggð sér­stak­lega upp til að marka stefnu rík­is­ins í sam­fé­lag­inu og þarfn­ast stöðugrar end­ur­skoð­un­ar. Vel­ferð­ar­sam­fé­lagið sem fylgdi þessum kerfum var afleið­ing mót­unar rík­is­ins á sam­fé­lag­inu, byggt á stefnu og sýn um hlut­verk rík­is­ins. Skiln­ingi á því að hið opin­bera væri með yfir­sýn og getu til sam­ræm­ingar í sam­fé­lag­inu til að koma í veg fyrir að gloppur mynd­uð­ust, að fólk félli á milli kerfa og yrði af tæki­færum, tryggði virkni allra og mögu­leika til þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Þetta væri bráð­nauð­syn­leg und­ir­staða fyrir atvinnu­lífið og alla aðra anga sam­fé­lags­ins. 

Um þetta sner­ist sam­fé­lags­sátt­máli vel­ferð­ar­rík­is­ins. Að við sam­tryggðum okkur fyrir áföllum með því að greiða inn í kerfin okkar og fá út úr því eftir aðstæðum og þörf.

Nú kveður við annan tón. Sú rökvilla hefur orðið ofan á í umræðu um vel­ferð­ar­sam­fé­lag­ið, og jafn­vel í orð­ræðu stjórn­mála­flokka sem telja sig vera málsvara jafn­að­ar­manna, vel­ferð­ar­sinna, að hér sé hægt að við­halda þessum mik­il­vægu kerfum okkar með minni greiðslum inn í sam­trygg­ing­una og án virkrar þátt­töku rík­is­ins í sam­fé­lag­inu.

Bundnar hendur

Birt­ing­ar­mynd þess­arar póli­tíkur er að finna víða í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar sem nú er til umræðu á Alþingi.

Fjár­mála­á­ætlun sem þetta fjár­laga­frum­varp bygg­ist á gerir ráð fyrir að tekjur rík­is­sjóðs sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu verði þær lægstu á öld­inni undir lok kjör­tíma­bils­ins. Hið sama á við þegar hið opin­bera í heild sinni er skoð­að. 

Ekki nóg með að þetta bendi til þess að rík­is­stjórnin ætli að firra sig ábyrgð á stóru verk­efnum okkar tíma, heldur er þetta í hróp­andi mót­sögn við rekstur vel­ferð­ar­sam­fé­lags. Það bygg­ist á inn­greiðslum í kerf­ið. Hvernig munu vel­ferð­ar­kerfin okkar geta stað­ist þær stóru áskor­anir sem fram undan eru, sem nú þegar eru farnar að valda vand­ræð­um, ef staða rík­is­sjóðs undir lok þessa kjör­tíma­bils á að vera verri á tekju­hlið­inni en hún hefur verið fyrir núver­andi áfall?

Auglýsing
Velferðarsamfélag sem bygg­ist á virku ríki felur í sér rík­is­stjórn sem tekur ábyrgð á efna­hags­á­stand­inu og ójafn­væg­inu sem getur skap­ast. Þrátt fyrir við­snún­ing í efna­hags­líf­inu liggur fyrir að ójafn­vægi hefur skapast, sér í lagi á eigna­mörk­uð­um, sem hefur lekið út í verð­lag í land­inu. Er þetta m.a. afleið­ing af eðli aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar sem ráð­ist var í vegna COVID.

Nær alla við­bót­ar­verð­bólgu í dag, umfram verð­bólgu­mark­mið, má rekja til verð­hækk­ana á íbúða­mark­aði. Hvers konar vel­ferð­ar­sam­fé­lag lítur fram hjá þess­ari þró­un? Ríki getur ekki talist vel­ferð­ar­ríki ef það telur sig engin vopn hafa á hendi til að bregð­ast við krísu á mark­aði fyrir húsa­skjól fólks. Mark­aði sem er skap­aður af lögum og reglum í land­inu, af lög­gjaf­an­um.

Þessi mistúlkun á mik­il­vægi rík­is­að­gerða í vel­ferð­ar­sam­fé­lagi hefur einnig lekið út í sam­skipti laun­þega og atvinnu­rek­enda í land­inu. Fyr­ir­tæki, sér í lagi lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki þar sem launa­kostn­aður er meiri hluti rekstr­ar­kostn­að­ar, eiga allt sitt undir virku vel­ferð­ar­kerfi og aðgerðum á vegum hins opin­bera sem draga úr þörf á launa­hækk­un­um. Nor­ræn vel­ferð­ar­sam­fé­lög sem byggj­ast á öfl­ugu vel­ferð­ar­ríki í sam­vinnu við einka­fram­tak miða einmitt að jákvæðu við­móti fyr­ir­tækja til rík­is­að­gerða, þá sér í lagi kjara­bótum sem tryggja jafn­vægi á vinnu­mark­að­i. 

Núver­andi stjórn­völd virð­ast hins vegar hafa rofið þessa und­ir­stöðu vel­ferð­ar­ríkis með stefnu­leysi í kjara- og vinnu­mark­aðs­mál­um. Fáar ef ein­hverjar til­lögur hafa komið frá rík­is­stjórn­inni á síð­ustu árum hvað varðar kjara­mál nema þegar stefnir í verk­föll. Svo er kvartað undan ójafn­vægi á vinnu­mark­aði.

Rík­is­stjórnin virð­ist vera að „lenda í verð­bólgu“ sem bindur hendur hennar til aðgerða í nauð­syn­legum vel­ferð­ar­úr­bótum og sókn­ar­fjár­fest­ingum fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir, og það virð­ist almenn­ingi að kenna og ann­arra að leysa úr því. Í stað þess að horfa á sitt hlut­verk sem ger­anda, mót­anda, í sam­fé­lag­inu og end­ur­skoða und­ir­stöðu efna­hags­lífs­ins sem veldur þess­ari verð­bólgu er hún notuð sem afsökun fyrir aðgerða­leysi.

Kostn­aður afstöðu­leysis

Alvar­leg­asta merkið um grunn vel­ferð­ar­rík­is­ins sem almenn­ingur treystir en hefur veikst er staða við­kvæmra hópa í sam­fé­lag­inu. Umtals­vert hefur farið fyrir umræðu um tekju­jöfnuð í land­inu, en í þeim tölum er aldrei talað um þá hópa sem hljóta ekki tekjur á almennum mark­aði og hafa engan verk­falls- né samn­ings­rétt. Grunn­greiðslur til öryrkja hafa dreg­ist langt aftur úr launa­þróun í land­inu. Fjár­lög eftir fjár­lög eykst kjaragliðnun milli öryrkja og fólks á almennum mark­aði og nú er svo komið að það munar 90 þús. kr. á grunn­líf­eyri öryrkja og lægstu launum í land­in­u. 

Öryrkjum er enn eitt árið haldið í spenni­treyju fátæktar á þeim for­sendum að nú sé verið að end­ur­skoða kerf­ið. Að mik­il­væg­ast sé að auka virkni fólks og draga úr nýgengi örorku. Um það snú­ist stefna stjórn­valda í okkar vel­ferð­ar­ríki. En stenst þetta? 

Auglýsing
Hæsta nýgengi örorku er meðal kvenna á aldr­inum 55+ ára vegna vinnu- og fjöl­skyldu­á­lags og svo meðal ungs fólks vegna and­legra veik­inda. Stór hluti þess­ara kvenna vinnur í umönn­un­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu, þar sem ríkið er stórt hreyfi­afl þegar kemur að vinnu­að­stæð­um. Hjúkr­un­ar­heim­ilin í land­inu eru, þrátt fyrir neyð­ar­við­bót rík­is­sjóðs við 2. umræðu fjár­laga­frum­varps­ins, und­ir­mönnuð og van­fjár­mögn­uð. Og alvar­leg van­ræksla birt­ist í fjár­mögnun á þjóð­ar­sjúkra­húsi okkar lands­manna þar sem meiri hluti fjár­laga­nefndar hunsar skýr skila­boð Land­spít­al­ans, sem og sjúkra­húss­ins á Akur­eyri, um nauð­syn­lega við­bót­ar­fjár­mögnun til að við­halda óbreyttum rekstri upp á 2 millj­arða kr. 

Við­bót­ar­fjár­magn í heil­brigð­is­kerfið í fjár­lögum næsta árs kemur til vegna nýrra verk­efna, og til að manna breyttan vinnu­tíma. En greiðslur til að mæta auknu álagi sem fylgir raun­vexti heil­brigð­is­kerf­is­ins, vegna fólks­fjölg­unar og öldr­un­ar, eru felldar nið­ur. Þrátt fyrir að fólks­fjölgun og öldrun þjóðar sé óhjá­kvæmi­leg. Á hverjum bitnar þessi ákvörð­un? Jú, á umræddum konum sem starfa í heil­brigð­is­kerf­inu og vel­ferð­ar­þjón­ustu víða um land, sem dæmi, og eru undir miklu álagi. Sömu kon­unum og átti að minnka nýgengi örorku hjá.

Þá er sál­fræði­frum­varpið sem sam­þykkt var á Alþingi í júní 2020 enn ófjár­magnað í þessum fjár­lög­um. 400 millj­ónir króna eru settar í geð­heil­brigð­is­mál sem er lág upp­hæð í sam­hengi við umfang vand­ans. 

Við þetta bæt­ist að rík­is­stjórnir síð­asta ára­tugar hafa haldið aftur af hækkun frí­tekju­marks öryrkja, sem þýðir á manna­máli að öryrkjar fá ekki einu sinni tæki­færi til afla sér almenni­legra tekna til að bæta upp fyrir samn­ings­leysi sitt við rík­ið. Frí­tekju­mark atvinnu­tekna öryrkja væri nú tvö­falt miðað við núver­andi upp­hæð ef það hefði aðeins fylgt verð­lags­þróun í land­inu. Við þessu er ekki hróflað í fjár­lögum næsta árs.

Hér er talið skyn­sam­legt að spara til, í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerf­inu, þrátt fyrir að kostn­að­ur­inn sem af þessum sparn­aði hlýst verði mik­ill. Öldrun þjóðar krefst þess að fólk hafi getu til að vinna lengur og fram­leiðni­kröfur sem gjarnan er velt upp eru háðar virkni allra í sam­fé­lag­inu. Við höfum ekki efni á því að missa fólk úr vinnu­afl­inu snemma á lífs­leið­inni. Við höfum ekki efni á því að halda aftur af tæki­færum fólks til að taka þátt á vinnu­mark­aði.

Heima­til­búin verð­bólga

Sú brota­löm sem birt­ist síðan hvað flestum í dag er staðan á hús­næð­is­mark­aði. Þrátt fyrir gíf­ur­lega hækkun íbúða­verðs á síð­ustu árum, og aug­ljósa mark­aðs­bresti á þeim mark­aði, er engin ný úrræði að finna í fjár­laga­frum­varp­in­u. 

Þessar hús­næð­is­verðs­hækk­anir koma illa við almenn­ing, fyr­ir­tæki, og hið opin­bera sjálft enda eru launa- og verð­lags­hækk­an­ir, sem rekja má nú til fast­eigna­verðs­hækk­ana, ein stærsta auka útgjalda­breytan hjá rík­is­sjóði. Og illa lendir þessi hag­stjórn á sveit­ar­fé­lög­un­um, sem reka mann­afls­þunga þjón­ustu þar sem launa­kostn­aður er yfir helm­ingur útgjalda. Afstöðu­leysi þess­arar rík­is­stjórnar á íbúða­mark­aði hefur þannig ýtt undir víta­hring verð­hækk­ana sem enn stendur órof­inn eftir vinnslu þess­ara fjár­laga.

Aug­ljóst dæmi er í fjár­lögum næsta árs um afleið­ingar þessa víta­hrings. Þar kemur fram að end­ur­skoða þurfti áætluð útgjöld rík­is­sjóðs vegna verð­bólgu í fyrra – verð­bólgan var 1,7% hærri í fyrra en við var búist. Við­bót­ar­verð­bólg­unni fylgir rekstr­ar­kostn­aður upp á 3,6 millj­arða kr. Það er jafnhá upp­hæð og ríkið leggur í fjár­fest­ingu í hús­næði hér á landi í gegnum almenna íbúða­kerf­ið. Kerfi sem gæti haldið aftur af umræddum hækk­un­um. Til að kom­ast fram fyrir þessar hækk­an­ir.

Þá bæt­ist við 10 millj­arða króna við­bót­ar­kostn­aður við fjár­magns­kostnað rík­is­sjóðs í ár vegna hærri verð­bóta, þar sem verð­bólga var mun hærri en áður var talið. Þeir millj­arðar sem rík­is­sjóður spar­aði sér í vaxta­kostnað því minna þurfti að taka að láni vegna betra efna­hags­á­stands hverfa í skugga verð­bólgu­kostn­aðar sem ójöfnun efna­hags­við­snún­ingi fylgd­i. 

Það kostar nefni­lega að sitja á hlið­ar­lín­unni.

Upp­færður sam­fé­lags­sátt­máli

Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við 1. umræðu um fjár­laga­frum­varpið voru á þann veg að ýmis­legt myndi breyt­ast í með­förum fjár­laga­nefnd­ar. Eftir tveggja vikna vinnu nefnd­ar­innar er staðan þó lítið breytt:

13 millj­arðar kr. bætt­ust við frum­varpið eftir til­lögur frá rík­is­stjórn­inni. 60% þess fjár­magns er vegna COVID-að­gerða. 25% vegna neyð­ar­að­stoðar inn á hjúkr­un­ar­heim­ilin og samn­ings­bund­innar upp­hæðar fyrir NPA, sem hefði átt að koma strax fram í frum­varp­inu. 6% eða, rúmar 700 millj. kr., eru vegna mál­efna úr stjórn­ar­sátt­mála. Svipuð upp­hæð, eða 500 millj. kr., eru lagðar til vegna breyt­inga á Stjórn­ar­ráð­inu. Stjórn­ar­sátt­mál­inn birt­ist okkur því í þessu frum­varpi sem svipuð upp­hæð inn í stjórn­sýslu nýrra ráðu­neyta og til mál­efn­anna í heild sinni.

Á Íslandi er almenn sam­staða um öfl­ugt vel­ferð­ar­ríki. En upp­lifun af lestri fjár­laga­frum­varps­ins er sú að hér sé rík­is­stjórn sem hafi erft vel­ferð­ar­kerfi sem hún skilur ekki. Vel­ferð­ar­kerfin sem skapa grunn vel­ferð­ar­sam­fé­lags okkar þurfa að taka sífelldum breyt­ing­um, ann­ars lendum við með óyf­ir­stíg­an­leg göt sem þarf að brúa. Þessar brotala­mir þarf að laga þegar þær birtast, því hættan er sú að grunn­ur­inn veikist, sem dregur úr getu fólks til að vera virkt í sam­fé­lag­inu, dregur úr sam­stöðu milli þjóð­fé­lags­hópa og fækkar þeim ein­stak­lingum sem geta sótt fram. 

Við skuldum hvert öðru sem sam­fé­lag að styrkja betur grunn­inn sem við öll vöxum á. Við skuldum hvert öðru að upp­færa sam­fé­lags­sátt­mál­ann um vel­ferð­ar­ríkið með reglu­legu milli­bili. Sú upp­færsla mun ekki eiga sér stað í bráð ef marka má fjár­lög næsta árs.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar