Líkamsvirðingarferðalag milli tveggja heima

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir hvetur alla til að leggjast í sjálfsskoðun og komast að því hvaðan viðhorf okkar til feits fólks koma og hvort að þau „endurspegli þau gildi sem við viljum tileinka okkur og fara eftir í daglegu lífi“.

Auglýsing

Nú þegar líður að árs­lokum stöndum við á stórum tíma­mót­um. Og ég er ekki bara að tala um ára­mót­in. Við, ásamt öllum hinum vest­rænu lönd­un­um, höfum nefni­lega verið að berj­ast gegn offitu­grýl­unni und­an­farna ára­tugi en okkur hefur ekk­ert orðið ágengt. Þyngd okkar er enn að aukast. Lífs­stíls­sjúk­dómar eru sístækk­andi ógn við heilsu­far okkar og þjóð­ar­bú. Hvað gerum við þá?

Við gætum gert það sem við höfum alltaf gert. Tekið enn dýpra í árinni, for­dæmt offitu enn harðar og reynt að setja meira fjár­magn í aðgerðir sem miða að þyngd­ar­tapi og þar með að hreinsa okkur af þessum synd­sam­lega lesti sem á að leiða okkur til glöt­unar á end­an­um. Við gætum hins vegar nýtt tæki­færið og staldrað við. Skoðað hvaða aðgerðir hafa verið teknar í bar­átt­unni gegn offitu hingað til og hverju þær hafa skilað okk­ur. Vegið og metið kosti og galla við að halda áfram að starfa sam­kvæmt þyngd­ar­mið­aðri nálg­un, þar sem kílóa­fjöldi er upp­haf og endir alls. Kannað hvaða aðrar leiðir séu færar að bættri lýð­heilsu og vel­ferð. Þegar við prófum að horfa í gegnum eitt­hvað annað en sama gamla rörið sem við höfum haft fyrir sjónum okkar alla okkar ævi, sem við ólumst upp við, þá blasir skyndi­lega við allt annar heim­ur.

En hvað myndum við sjá?

Auglýsing

Nýr heimur

Við myndum fyrst sjá að ekki hefur verið allt sem sýn­ist með til­liti til þess hvernig við túlkum tengsl þyngdar og heilsu­fars. Hingað til höfum við gert þá ályktun að þyngdin leiði beint til og orsaki þannig verra heilsu­far. Það sem blasir við okkur nú er eitt­hvað allt ann­að. Við sjáum að orsaka­sam­band þarna á milli er afar veikt ef það er þá fyrir hendi. Þess í stað áttum við okkur á því að á bak við aukna áhættu á háum blóð­þrýst­ingi, syk­ur­sýki 2, hjarta-og kransæða­sjúk­dómum og fleiri kvillum sem við fylgja hækk­andi þyngd eru mest­megnis eft­ir­far­andi þættir (1):

 • Erfða­fræði­leg til­hneig­ing okkar til fitu­söfn­un­ar, fitu­dreif­ingar og lífstíls­sjúk­dóma
 • Heilsu­venjur (til dæmis svefn/streitu­stjórn­un/matar­æð­i/hreyf­ing)
 • Þyngd­ar­tap­stil­raun­ir/­megr­anir
 • Fitu­for­dómar og mis­munun vegna þeirra
 • Jað­ar­setn­ing feits fólks
 • Lak­ari heil­brigð­is­þjón­usta fyrir feitt fólk vegna fitu­for­dóma innan heil­brigð­is­kerf­is­ins
 • Forðun á heil­brigð­is­þjón­ustu af þeim sökum

Þess­ari upp­götvun fylgir mikið sjokk. Höfum við þá haft rangt fyrir okkur allan tím­ann? Er „offita“ í sjálfri sér ekki óvin­ur­inn sem við höfum trúað að hún sé allan þennan tíma? Allt okkar líf? Okkur er veru­lega brugðið því að þetta eru upp­lýs­ingar sem breyta allri okkar heims­mynd (para­dig­m), sem eru á skjön við allt sem við höfum heyrt, séð og lært um feitt fólk og heilsu­far þeirra frá því við slitum hrein­lega barnskón­um. Innra með okkur brjót­ast flóknar og erf­iðar til­finn­ingar og hugs­an­ir.

Við viljum ekki trúa þessu, það er jú að mörgu leyti miklu þægi­legra að halda sig við það sem við teljum okkar vita án þess að skora á það. Það eru eðli­leg varn­ar­við­brögð hug­ans sem vill hafa allt eins slétt og fellt í kringum sig og hægt er. Hafa hlut­ina þægi­lega. Það er meira að segja ekki óeðli­legt að við finnum til reiði við þessar aðstæð­ur. En þegar við rýnum í gagn­reynda þekk­ingu á bak við þessar nýju upp­lýs­ingar þá verður ekki aftur snú­ið. Við sjáum að við höfum verið á ein­hvers­konar sjálfs­stýr­ingu, með þann „sann­leik“ að vopni að offita orsaki verra heilsu­far, svo að við höfum ekki gripið stað­fest­ing­ar­skekkj­una sem hefur allt okkar líf leitt til þess að við túlkum fylgni þarna á milli sem orsaka­sam­band. Eitt­hvað sem að við vitum innst inni að eru hvorki vís­inda­leg né sið­ferð­is­lega rétt vinnu­brögð.

Þetta gerir okkur for­vit­in. Allt í einu opn­ast fyrir okkur nýr og óþekktur heimur þar sem við fáum tæki­færi til að end­ur­skoða og end­ur­meta allt sem við töldum okkur vita um þessi tengsl. Sjálf­stýr­ingin er farin af. Við höfum nú aðrar for­sendur í hönd­unum fyrir tengslum holda­fars og heilsu­fars og með þær að leið­ar­ljósi ætlum við að skoða hvað þær þýða fyrir núver­andi nálgun okkar að offitu­far­aldr­inum ógur­lega.

Leiðir þyngd­ar­tap til betra heilsu­fars og lang­líf­is?

Við byrjum á þeirri ein­földu ályktun sem hefur verið hvað mest áber­andi; ef að offita veldur verra heilsu­fari þá hlýtur þyngd­ar­tap að leiða til betra heilsu­fars. Þessu höfum við trúað alla okkar ævi, við fáum stöðugt skila­boð frá umhverf­inu um að þetta sé sann­leik­ur­inn, lyk­ill­inn að góðri heilsu og lang­lífi. Við erum reyndar ekki ein um það. 79% Íslend­inga á aldr­inum 18-79 ára eru ósáttir við þyngd sína og telja sig þurfa að létt­ast og 50% okkar eru í megrun (2). Þetta bara hlýtur að vera rétt, þetta hlýtur að vera byggt á vís­inda­legum rök­um! Það er of sárt að hugsa til þess hversu miklir fjár­mun­ir, tími og orka hefur farið í hinar ýmsu þyngd­ar­tap­stil­raunir alla okkar ævi til að þetta geti ekki verið satt!

En jú, aftur fer gagn­reynd þekk­ing með okkur á þann stað, þvert gegn okkar vilja. Við upp­götvum að allar mis­heppn­uðu megr­an­irnar sem við höfum farið í, hvaða nafni sem þær nú köll­uð­ust, eru ekki okkur eða skorti á vilja­styrk að kenna. Lík­ami okkar er bein­línis hann­aður til að „springa á limm­inu“ og vinnur gegn okkur á lúmskan og mark­vissan hátt meðan á megr­un­inni stend­ur. Hann panikkar nefni­lega þegar hann upp­lifir að hann er ekki að fá þá orku sem hann þarfn­ast til að halda jafn­vægi og hann setur því af stað alls­konar ómeð­vit­aðar mót­væg­is­að­gerðir sem við getum kannski barist gegn með vilja­styrk­inn að vopni í smá tíma. En til lengri tíma eigum við ekki sjéns. Þessi sjálfs­bjarg­ar­við­leitni lík­am­ans útskýrir töl­urnar sem við höfum svo oft heyrt en neitað að trúa að eigi við um okk­ur; 95-98% þyngd­ar­tap­stil­rauna mis­heppn­ast (3, 4, 5, 6). Við náum oft að létt­ast til að byrja með en svo nær lík­am­inn í skottið á okk­ur, sprengir okkur á limm­inu og við þyngj­umst aft­ur. Stundum höfum við þyngst aftur í upp­hafs­þyngd okk­ar, stundum höfum við þyngst enn meira og endað þyngri þegar við byrj­uð­um. Raunar er það svo að þetta á við um allt að 2/3 þeirra sem fara í megrun (7).

Hér er það aftur sjálfs­bjarg­ar­við­leitni lík­am­ans sem ræður för. Hann komst í gegnum þessa hung­ursneyð og hann ætlar að brynja sig fyrir kom­andi hung­ursneyðum með því að safna á sig enn meiri fitu­forða. Við áttum okkur á því að þetta setur hækk­andi BMI-­stuðul þjóð­ar­innar í allt annað sam­hengi en við erum vön. Ef að helm­ingur full­orð­inna Íslend­inga er að reyna að létt­ast og allt að 2/3 þeirra enda þyngri fyrir vikið þá er kannski engin furða að við höldum áfram að þyngjast! Þessi nið­ur­staða okkar leiðir til blend­inna til­finn­inga. Ann­ars­vegar er okkur létt. Öll sjálfs­á­sök­unin og skömmin sem við höfum fundið fyrir þegar okkur mis­heppn­ast í enn einu heilsu­far­sátak­inu er á bak og burt. En við erum líka frústreruð og örg yfir að hafa ekki fengið réttar upp­lýs­ingar og þar með for­sendur til að taka ábyrgð á heilsu okk­ar.

En við stöldrum aftur við. Allt þetta aðhald hlýtur að leita til betri heilsu, ekki satt? Það eru skila­boðin sem við fáum stöðugt alls staðar frá, meira að segja heil­brigð­is­starfs­fólki. Nei, aftur leiðir besta þekk­ingin sem völ er á til gagn­stæðrar nið­ur­stöðu. Raunar komumst við að því að þyngd­ar­tap­stil­raunir auka líkur á háþrýst­ingi, insúl­ínó­næmi, fitulif­ur, hjarta- og kransæða­sjúk­dóm­um, krónískum bólgum í lík­am­an­um, ákveðnum teg­undum krabba­meina og snemm­bærum dauða (3, 8, 9, 10, 11).

Er það ekki einmitt það sem við erum að reyna að forð­ast með þessum til­raunum til að byrja með? Hér fara hljóð og mynd bara alls ekki sam­an! Svo virð­ist sem þessi aðferð sem við förum flest til að grenn­ast og öðl­ast betri heilsu leiði til hins gagn­stæða og sé dríf­andi kraftur í offitu­far­aldr­inum svo­kall­aða og tengdum heilsu­far­s­vanda. Lausnin á vand­anum bæði við­heldur honum og skap­ar! Hvernig getur þetta stað­ist? Hvernig getur það verið að við höfum vitað þetta allan tím­ann en samt haldið áfram á þess­ari skað­legu braut? Það verður næsta verk­efni fyrir okkur að skoða.

Fitu­for­dómar og afmennskun

Í þeim til­gangi skoðum við fitu­for­dóma, við­var­andi nei­kvæð við­horf til feits fólks sem stafa af sjúk­legum ótta okkar við lík­ams­fitu. Við köfum ofan í fræði­grein­ina fitu­fræði eða fat stu­dies. Þetta er fræði­grein sem skoðar félags­legan veru­leika feits fólks með allt öðrum og gagn­rýnni augum en við erum vön. Þar gerum við ýmsar slá­andi upp­götv­an­ir.

Til dæmis að fitu­for­dómar eru dæmi um kerf­is­bundna mis­munun eins og ras­is­mi, kynja- og ald­urs­for­dóm­ar. Þetta þýðir að þessa teg­und for­dóma má finna í öllum kerfum og öllum lögum sam­fé­lags­ins og að þeir fylgja feitum lík­ömum allt frá vöggu til grafar (12, 13). Að í gegnum sam­fé­lag­lega orð­ræðu og upp­eldi höfum við verið skil­yrt til að líta fyrst á lík­ama feits fólks á undan per­sónu þeirra og dæma það sem latt, gráð­ugt og heimskt. Þetta er ómeð­vitað ferli sem við lærum snemma, alveg niður í 3 ára (14). Frá barns­aldri lítum við því á feitt fólk sem sið­ferð­is­lega óæðri, sem svo að það verð­s­kuldi síður virð­ingu en fólk sem er ekki feitt. Í nútíma sam­fé­lagi hefur feitt fólk verið afmennskað (15,16). Umræða um að það sé kostn­að­ar­söm heilsu­fars­leg byrði á sam­fé­lag­inu frá því í kringum alda­mót hefur bara aukið við þessa afmennskun (17, 18)

Við upp­götvum alls­konar ný hug­tök tengd for­dómum og jað­ar­setn­ingu eins jað­ar­streitu (min­ority stress) og jað­ar­tráma (oppression trauma). Við sækjum í gagna­banka sem fræða­sam­fé­lagið hefur verið að byggja und­an­far­inn ára­tug um hvernig langvar­andi streita og áföll hafa áhrif á heilsu­far og lífslíkur fólks (19). Og lesum okkur til um það hvernig streita leysir úr læð­ingi streitu­hormón á borð við kortisól og adrena­lín og um það hvernig þessi efni brjóta niður ónæm­is- og efna­skipta­kerfi okkar ef þau eru í kerf­inu til langs tíma eins og þegar við búum við jað­ar­setn­ingu og mis­mun­un. Smám saman auka þessi ómeð­vit­uðu streitu­við­brögð lík­am­ans líkur á auk­inni bólgu­mynd­un, háum blóð­sykri, háum blóð­þrýst­ingi, álagi á hjarta- og æða­kerf­ið, lang­vinnum verkjum og kvið­fitu (20, 21, 22). Þetta eru vel þekktar afleið­ingar meðal ann­arra jað­ar­settra hópa í sam­fé­lag­inu (23, 24, 25).

Hér stöldrum við aðeins við. Allar þessar afleið­ingar sem við vorum að telja upp eru taldar vera beinar afleið­ingar offitu. Við höfum fengið skila­boð þess efnis alla okkar ævi. Nú blasir við okkur allt önnur mynd, sú að fitu­for­dómar eiga stóran part í þessum afleið­ing­um. Hvernig má það vera? Við rifjum aftur upp hvernig umræðan ein­kenn­ist af því að fylgni er túlkuð sem orsaka­sam­band og þá smellur svar­ið. Bætum við dassi af fitu­for­dómum og áður­nefndri stað­fest­ing­ar­skekkju þar sem við leit­umst við að stað­festa og trúa því sem við teljum þegar vera rétt og það verður auð­veld­ara að sjá hvernig við höfum kom­ist á þennan stað.

Við höldum svo áfram rann­sókn­ar­vinn­unni. Hefur verið rann­sakað hvernig þessar lík­am­legu afleið­ingar for­dóma og mis­mun­unar birt­ast hjá feitu fólki? Jú mikið rétt! Og töl­urnar eru slá­andi! Nýleg rann­sókn sýndi fram á að reynsla af fitu­for­dómum hafi for­spár­gildi og nái að útskýra nærri þriðj­ung af þróun lífstíls­sjúk­dóma sem hafa hingað til verið útskýrðir með sjálfri lík­ams­fit­unni (26). Fitu­for­dómar eru þannig sjálf­stæður áhættu­þáttur fyrir ýmsum „lífs­stíls”-­sjúk­dóm­um. Í heild­ina er talið að reynsla af fitu­for­dómum auki líkur á snemm­bærum dauða um 60% ein og sér (27). Fitu­for­dómar hafa einnig nei­kvæð áhrif á heilsu­venjur og eru áhættu­þáttur fyrir frek­ari þyngd­ar­aukn­ingu (28).

Þetta eru nið­ur­stöður sem koma ekki á óvart miðað við fyrri upp­götv­anir okk­ar. Fitu­for­dómar eru bók­staf­lega lífs­hættu­legir og við það bæt­ist mis­munun innan heil­brigð­is­kerf­is­ins þar sem heil­brigð­is­starfs­fólk ver minni tíma með feitum sjúk­ling­um, er ólík­leg­ara til að fram­kvæma á þeim lík­am­lega skoðun og lík­legra til að skella skuld alls heilsu­far­s­vanda þeirra á þyngd­ina og þar með ekki veita þeim nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu (12). Sem leiðir svo til þess að feitt fólk forð­ast heil­brigð­is­þjón­ustu jafn­vel þó hún sé þeim nauð­syn­leg (29,30,31), það fer frekar í megrun sem eykur þyngd þeirra enn frekar (32), sem eykur líkur á að það verði fyrir fitu­for­dóm­um. Og allt eykur þetta líkur á verra heilsu­fari (33). Því­líkur víta­hringur sem við erum föst í!

Við áttum okkur á að núver­andi nálgun að offitu­far­aldr­inum þar sem offita er sjúk­dóma­vædd sem orsaka­vald­ur, á ekki við rök að styðj­ast og ein­kenn­ist jafn­framt af refsi­stefnu gagn­vart feitu fólki. Þegar við ein­földum orsaka­sam­bandið milli holda­fars og verra heilsu­fars á þennan hátt og setjum fók­us­inn á holda­far fólks erum við að auka á jað­ar­setn­ingu feits fólks (17, 18). Við erum að auka við streit­una, skömm­ina, for­dómana og mis­mun­un­ina (33). Við erum að auka líkur á skað­legum og end­ur­teknum þyngd­ar­tap­stil­raunum (34). Við erum að gera sam­fé­lagið allt óvin­veitt gagn­vart stórum hópi fólks, að gefa þeim þau skila­boð að þau til­heyri ekki sið­mennt­uðu sam­fé­lagi og refsa þeim fyrir eitt­hvað sem þau bera bara enga ábyrgð á.

Þvert á móti er þessi heilsu­fars­legi vandi sem skap­ast hefur meðal feits fólks í grunn­inn sam­fé­lags­leg­ur. Hann hefur orðið til vegna þeirrar útskúfun og refsi­stefnu sem við sem sam­fé­lag höfum við­haft gagn­vart feitu fólki í marga ára­tugi. Við höfum á kerf­is­bund­inn hátt skert aðgengi og tæki­færi feits fólks að námi, vinnu, heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­lífi í refs­ing­ar­skyni fyrir lík­ama þeirra. Og við höfum gert vand­ann enn verri með því að gefa þessum hópi þau skila­boð að hann verði umfram allt að reyna að grenn­ast sama hvað það kostar í því skyni að fá þetta aðgengi til baka. Þegar það var aldrei raun­hæfur mögu­leiki til að byrja með og hafði gíf­ur­leg nei­kvæð áhrif á heilsu þeirra í þokka­bót. Og þetta höfum við allt saman gert í nafni “um­hyggju”.

Hér fall­ast okkur hend­ur. Okkur hef­ur, sem sam­fé­lagi, tek­ist að grafa okkur oní frekar djúpa holu. Með því að staldra aldrei við og end­ur­meta gagn­reynda þekk­ingu með opnum hug, með því að vera föst í stað­fest­ing­ar­skekkj­unni hefur okkur tek­ist að skapa sam­fé­lag þar sem feitt fólk á ekki sjéns. Og hvað við gerum við nú? Hvernig komumst við upp úr þess­ari holu, snúum þró­un­inni við?

Leiðin upp úr hol­unni

Við verðum bæði fegin og hissa að sjá hvað það liggur fyrir mikil gagn­reynd þekk­ing um einmitt þetta. Svarið liggur í nálgun sem er þyngd­ar­hlut­laus, en ekki þyngd­ar­mið­uð, eins og sú sem er ráð­andi núna. Hún byggir á þeirri for­sendu að við getum öll bætt heilsu­far okkar óháð þyngd, svo lengi sem aðgengi að við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu er gott og svo lengi sem að feitt fólk verður ekki fyrir jað­ar­setn­ingu og útskúfun heldur fái leyfi og rými til að virða lík­ama sinn eins og hann er (3, 8, 35).

Hmmm…við fyrstu sýn virð­ist þetta vera frekar yfir­borðs­kennd nálgun sem ein­kenn­ist af sjálfs­ást og sjálfs­virð­ingu. Sem er gott og gilt í sjálfu sér, við eigum jú öll að hafa leyfi til elska okkur sjálf og lík­ama okk­ar. En hvað með heilsu­far okk­ar?

Við lesum okkur lengra til og smátt saman rennur upp fyrir okkur það ljós að sjálfs­ást og sjálfs­virð­ing eru bara alls ekki yfir­borðs­kennd fyr­ir­bæri heldur hafa þau veru­leg áhrif á and­legt, lík­am­legt og félags­legt heilsu­far okk­ar. Ein­stak­lingar með gott sjálfs­traust og jákvæða lík­ams­mynd eru mun lík­legri til að til­einka sér góðar heilsu­venjur og koma betur fram við sjálfa sig og lík­ama sína.

Sam­an­burð­ar­rann­sóknir á þyngd­ar­hlut­lausri nálgun að heilsu­fari og hefð­bundnum þyngd­ar­mið­uðum nálg­unum und­an­farna tvo ára­tugi sýna glögg­lega fram á þetta. Miðað við þyngd­ar­mið­aðar nálg­anir leiðir sú þyngd­ar­hlut­lausa til meiri betrumbæt­ingar á þáttum eins og blóð­þrýst­ingi, blóð­fitu, heilsu­venj­um, sjálfs­mynd og raskaðri áthegð­un. Þátt­tak­endur í þyngd­ar­hlut­lausum prógrömmum ná að við­halda bættum heilsu­venjum og bættum heilsu­fars­gildum til lengri tíma og brott­fall er mun minna. Það mik­il­væg­asta er þó að þyngd­ar­hlut­lausa nálg­unin leiðir ekki til nei­kvæðrar útkomu, ólíkt hinnar þyngd­ar­mið­uðu sem leiðir frekar til þyngd­ar­aukn­ing­ar, verri sjálfs­myndar og óheil­brigð­ari mat­ar­venja (3, 8, 35, 36). Þetta lofar góðu!

Sam­hliða því sjáum við að það er mikil þörf á að við sem sam­fé­lag förum í sam­stillt átak til að útrýma fitu­for­dóm­um. Hér þurfa heil­brigð­is­yf­ir­völd að koma ákveðin að borð­inu og teikna upp og fram­fylgja mark­vissum aðgerðum innan allra laga sam­fé­lags­ins. Innan skól­anna þarf að leggja áherslu á að fjöl­breytni lík­ama beri að fagna en ekki lasta. Við þurfum að fara í átak til að koma í veg fyrir það ein­elti og ofbeldi sem feit börn verða fyrir innan skóla­kerf­is­ins og hætta að setja ábyrgð­ina á ein­elt­inu á herðar þeirra með því að senda þau í „lífstíls­prógramm”. Við þurfum að upp­lýsa almenn­ing um nei­kvæðar og hættu­legar afleið­ingar end­ur­tek­inna þyngd­ar­tap­stil­rauna og fitu­for­dóma og veita fólki á sama tíma fræðslu um hvað beri raun­veru­lega árangur þegar kemur að heilsu­venjum og heilsu­farsefl­ingu. Hér kemur heil­brigð­is­starfs­fólk sterkt inn. Við þurfum þannig að leggj­ast í mikið fræðslu­á­tak innan heil­brigð­is­kerf­is­ins og gera starfs­fólki þess grein fyrir skað­anum sem núver­andi nálgun veldur og veita þeim önnur verk­færi til að efla heilsu­far skjól­stæð­inga sinna og sinna þar með lög­bundnum skyldum sínum án þess að valda frek­ari skaða (1).

Núver­andi staða til­efni til bjart­sýni

Æ fleiri hafa lagt af stað í þetta lík­ams­virð­ing­ar­ferða­lag sem ég lýsi hér að ofan. Allt frá fræða­fólki og heil­brigð­is­starfs­fólki til akti­vista og ein­stak­linga sem þola ekki lengur við í víta­hring megr­un­ar­menn­ing­ar­innar og vilja skaða­minni og gagn­reynd­ari leið til heilsu­efl­ing­ar. Fræði­legur grund­völlur fyrir gagn­semi þyngd­ar­hlut­lausrar nálg­unar hefur tekið stökk í vexti und­an­farin ár og sér­stak­lega á því ári sem er að líða. Og smátt og smátt erum við farin að sjá skörð hoggin í gömlu heims­mynd­ina og nýja verða til.

Kerf­is­bundnar vit­und­ar­vakn­ingar hafa verið farnar til að stemma stigu við þyngd­ar­mið­uðu nálg­un­inni, leiddar af virtu fræða­fólki innan heil­brigð­is- og nær­ing­ar­geirans, sem og akti­vist­um. Dæmi um slíkt er and­svar við fitu­for­dóma­fullri her­ferð breska Krabba­meins­fé­lags­ins árið 2019 (37) og við þyngd­ar­mið­uðum við­brögðum heil­brigð­is­yf­ir­valda víða um heim við tengslum holda­fars og Covid-19 (38), en áhyggjur eru uppi um að þau hafi valdið meiri skaða en ella (39). Við erum farin að sjá skýrslur (40) og áköll (1) til yfir­haln­ingar heil­brigð­is­kerfa heilu þjóð­anna með það að mark­miði að minnka skaða og beita gagn­reynd­ari og þyngd­ar­hlut­lausum aðferð­um. Ber þar hæst skýrsla Kvenna- og jafn­réttis­nefndar breska þings­ins (41) sem stimpl­aði núver­andi þyngd­ar­mið­aða nálgun breska heil­brigð­is­kerf­is­ins sem bein­línis hættu­lega og árétt­aði að taka þyrfti upp þyngd­ar­hlut­lausa nálgun sem allra fyrst. Þetta er svipuð þróun og við höfum séð með til­liti til skaða­minnk­andi nálg­unar að öðrum sam­fé­lags­legum heil­brigð­is­vanda s.s. vímu­efna­notk­un­ar. Smám saman hriktir í und­ir­stöðum hinnar gömlu heims­mynd­ar.

Hér heima erum við svo komin lengra en við gerum okkur flest grein fyr­ir. Þannig beitir Lýð­heilsu­svið Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins þyngd­ar­hlut­lausum aðgerðum sbr. aðgerð­ar­á­ætlun frá árinu 2013 (42):

Rann­sóknir und­an­far­inna ára­tuga sýna að fitu­for­dómar (ant­i-­fat preju­dice) og mis­munun á grund­velli holda­fars er algeng í vest­rænum sam­fé­lögum og hafa íslenskar rann­sóknir m.a. stað­festa að slík mis­munun á sér stað í atvinnu­líf­inu hér á landi. Við inn­leið­ingu aðgerða þarf því að leggja áherslu á að þær stuðli allt í senn að and­legu, lík­am­legu og félags­legu heil­brigði og vellíðan en verði ekki til þess að auka nei­kvæð við­horf eða van­líðan í tengslum við holda­far. Þvert á móti er mik­il­vægt að efla virð­ingu fyrir fjöl­breyttum lík­ams­vexti í sam­fé­lag­inu þar sem slæm lík­ams­í­mynd og for­dómar vegna holda­fars geta haft nei­kvæð áhrif á heilsu­tengda hegð­un, heil­brigði og líð­an. Því er ráð­lagt að aðgerðir stjórn­valda felist í efl­ingu heil­brigðra lifn­að­ar­hátta á breiðum sam­fé­lags­legum grund­velli án sér­stakrar áherslu á offitu eða lík­ams­þyngd.

Í kjöl­far umfjöll­unar frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Kveiks um offitu barna sem sýndur var nú í haust varð mikil umræða um rétt­mæti slíkrar umfjöll­unar og mögu­legs ávinn­ing og skaða meðal almenn­ings (43) og það er orðið alveg morg­un­ljóst að hér á landi hefur hin nýja heims­mynd náð ágætri fót­festu. Það end­ur­spegl­að­ist í orðum Dóru Guð­rúnar Guð­munds­dótt­ur, sviðs­stjóra á lýð­heilsu­sviði Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins í Kast­ljósi (44) dag­inn eftir sýn­ingu Kveiks þegar hún lagði áherslu á mik­il­vægi þess að horfa á vand­ann út frá heild­stæðu sjón­ar­miði og að unnið yrði mark­visst gegn fitu­for­dómum í sam­fé­lag­inu því að þeir væru í raun skað­legri en kíló­in. Þetta er jafn­framt í takt við nið­ur­stöður skýrslu sem unnin var fyrir heil­brigð­is­ráð­herra í jan­úar 2021 um kynja- og jafn­rétt­is­sjón­ar­mið hvað varðar heilsu og heil­brigð­is­þjón­ustu (45).

Já, hjólin eru svo sann­ar­lega farin að snú­ast í rétta átt. Þó er mikið verk óunnið innan heil­brigð­is­kerf­is­ins og sam­fé­lags­ins alls. Góðu frétt­irnar eru að við höfum alla burði til að leysa það verk­efni með glæsi­brag. Og fyrsta skrefið í ferða­lag­inu fer fram innra með hverju ein­asta okk­ar. Við þurfum nefni­lega öll að leggj­ast í sjálfs­skoðun og virki­lega skoða hvaðan við­horf okkar til feits fólks koma og hvort að þau við­horf end­ur­spegli þau gildi sem við viljum til­einka okkur og fara eftir í dag­legu lífi. Því að ekk­ert okkar vill valda öðrum skaða eða sárs­auka. Við viljum öll leiða líf okkar með kær­leik og virð­ingu að leið­ar­ljósi. Það er kom­inn tími til að sú virð­ing inni­feli einnig lík­ams­virð­ingu.

Höf­undur félags­ráð­gjafi og for­maður Sam­taka um lík­ams­virð­ingu.

Heim­ild­ir:

 1. Ákall til heil­brigð­is­ráð­herra
 2. Sátt Íslend­inga á aldr­inum 18-79 ára við eigin lík­ams­þyngd
 3. Weight Sci­ence: Evalu­at­ing the Evidence for a Para­digm Shift | Nut­rition Journal | Full Text
 4. Con­front­ing the Failure of Behavioral and Diet­ary Treat­ments for Obesity
 5. The Associ­ation Between Rate of Ini­tial Weight Loss and Long-Term Success in Obesity Treat­ment: Does Slow and Steady Win the Race?
 6. Med­icare’s Search for Effect­ive Obesity Treat­ments: Diets Are Not the Answer https://bit.ly/3l2Tcke
 7. Compari­son of Weight-Loss Diets with Differ­ent Compositions of Fat, Prot­ein, and Car­bohydrates
 8. The Weight-Inclusive versus Weight-Normative App­roach to Health: Evalu­at­ing the Evidence for Pri­orit­izing Well-Being over Weight Loss
 9. Long-term Effects of Diet­ing: Is Weight Loss Related to Health? https://www.dis­hla­b.org­/pubs/2013%20Compass.pdf
 10. What’s Wrong With the ‘War on Obesity?https://jo­urnals.sagepu­b.com/doi/10.1177/2158244018772888
 11. Obesity treat­ment: Weight loss versus incr­e­asing fit­ness and physical act­i­vity for red­ucing health risks https://www.sci­encedirect­.com/sci­ence/­art­icle/pi­i/S2589004221009639?f­bclid=IwAR0qT­m­VqLnc_q96Ocx­K1f­V8ZIMwP7eT­k­FdImJYkkor­Um­vaNQZPX­K7fxFf­Pw#­sec3
 12. Obesity Stig­ma: Import­ant Consider­ations for Public Health
 13. Sig­rún Dan­í­els­dóttir og Stefán Hrafn Jóns­son (2015). For­dómar á grund­velli holda­fars í íslensku sam­fé­lagi. Reykja­vík: Emb­ætti land­lækn­is. https://bit.ly/38qP6gK
 14. Thin is good, fat is bad: How early does it beg­in?
 15. Blatant Dehuman­ization of People with Obesity - Kers­bergen - 2019 - Obesity
 16. Weig­hing the stigma of weight: An fMRI study of neural react­i­vity to the pain of obese indi­vi­du­als
 17. https://www.sci­encedirect­.com/sci­ence/­art­icle/pi­i/S0277953615302902?vi­a%3Di­hub
 18. https://www.nat­ure.com/­art­icles/i­jo2015195.pdf
 19. https://www.ruv.is/frett/2021/01/24/afoll-og-streita-breyta-t­hvi-hvern­ig-lika­m­inn-­virkar
 20. Adren­ocort­ical, autonomic, and inflammatory causes of the meta­bolic syndrome: nested case-control study
 21. The Relations­hip Between Psycholog­ical Risk Attributes and the Meta­bolic Syndrome in Healthy Women: Antecedent or Con­sequence?
 22. A Path Model of Chronic Stress, the Meta­bolic Syndrome, and... :   Psychosom­atic Med­icine
 23. Discrim­ination and unfair treat­ment: relations­hip to cardiovascular react­i­vity among African Amer­ican and European Amer­ican women
 24. Effects of Social Stress­ors on Cardiovascular React­i­vity in Black and White Women
 25. Relations­hips between perceived stress, cop­ing behavior and cortisol secretion in women with high and low levels of interna­lized racism
 26. Perceived Weight Discrim­ination Medi­ates the Prospect­ive Associ­ation Between Obesity and Physi­olog­ical Dys­reg­ul­ation: Evidence From a Population-Ba­sed Cohort - Mich­ael Daly, Ang­el­ina R. Sutin, Eric Robin­son, 2019
 27. Weight Discrim­ination and Risk of Morta­lity
 28. Perceived Weight Discrim­ination and Obesity
 29. Weig­hing the care: physici­ans' react­ions to the size of a pati­ent
 30. Stigma in Pract­ice: Barri­ers to Health for Fat Women
 31. Barri­ers to routine gynecolog­ical cancer screen­ing for White and African-A­mer­ican obese women
 32. Attempt­ing to lose weight: Specific pract­ices among U.S. adults
 33. https://www.ncbi.nlm.nih.­gov/p­mc/­art­icles/P­MC5253095/p­d­f/ni­hms-812637.pdf
 34. How and why weight stigma dri­ves the obesity 'epidemic' and harms health
 35. (PDF) Recogn­izing the Funda­mental Right to be Fat: A Weight-Inclusive App­roach to Size Accept­ance and Heal­ing From Sizeism
 36. https://www.sci­encedirect­.com/sci­ence/­art­icle/pi­i/S2589004221009639?f­bclid=IwAR0qT­m­VqLnc_q96Ocx­K1f­V8ZIMwP7eT­k­FdImJYkkor­Um­vaNQZPX­K7fxFf­Pw#­sec3
 37. https://­medi­um.com/@laura_86024/an-open-­lett­er-to-cancer-res­e­arch-uk-19ecaa71b263
 38. https://we4fat­rights.eu/en/
 39. https://cma­jnews.com/2021/06/25/covid-o­besity-1095952/?ut­m_so­urce=con­vertkit&utm_­medi­um=email&utm_campaign=­Bonus%3A+­Are+Fat+Cells+R­eally+a+Covid+Risk+Fact­or%3F%20-%207192751
 40. htt­p://www.bccdc.ca/pop-pu­blic-healt­h/Documents/W2WBTechnical­Report_20130208F­INA­L.pdf
 41. https://committees.parli­ament.uk/committee/328/women-and-equ­alities-committee/­news/153711/­govern­ment-app­roach-to-­negati­ve-body-ima­ge-d­an­ger­ous/
 42. https://www.­stjorn­arra­did.is/­medi­a/vel­ferdarra­du­neyt­i-­medi­a/­medi­a/­rit_2013/ad­gerdaraaetl­un-til-a­d-­draga-­ur-tidn­i-offit­u.pdf
 43. https://www.vis­ir.is/g/20212166195d/offita-og-skada­minnkun
 44. https://www.ruv.is/­sjon­varp/­spila/kast­ljos/30772/95ert­g?f­bclid=IwAR2p78DA­F969D­bg­mOK73­azIu­BT­dvOfu­vKj5ug­m61md­ixMp8DCRp­F4T­Da­a_I
 45. https://www.­stjorn­arra­did.is/li­br­ar­y/04-Ra­du­neyt­in/Heil­brigd­is­ra­du­neytid/yms­ar-skrar/Heilsa-heil­br-kynja_FS­S-­leidrett.pdf

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit