Hliðarveröld heimsfaraldurs: seigla og nýskapandi lausnir

Katrín Júlíusdóttir skrifar um vendingar í fjármálakerfinu á árinu sem er að líða.

Auglýsing

Við upp­haf árs­ins 2020 óraði okkur ekki fyrir því sem fram undan var. Skyndi­lega duttum við saman inn í ein­hvers­konar hlið­ar­ver­öld. Fáir á ferli og varla bíll á göt­unni um tíma. Í versl­unum spil­uðum við mann­legan Tetris til að upp­fylla tveggja metra regl­una og sam­staða og sam­hugur var ein­kenn­andi. Óvissan var alger framan af. Þegar á leið fórum við að sjá skýr­ari mynd af hinum efna­hags­legu áhrifum og ljóst varð að áfall­inu yrði mjög mis­skipt. Á meðan ferða­þjón­usta, menn­ing­ar­starf og ýmis þjón­usta sem krefst nándar stopp­aði svo til alger­lega – blómstr­aði önnur starf­semi. Fólkið og fjöl­skyld­urnar á bak við þessa starf­semi sem varð fyrir tekju­hruni, urðu fyrir miklu höggi. Við þess­ari stöðu brugð­ust stjórn­völd með ýmsum úrræðum en einnig fjár­mála­fyr­ir­tæki sem hafa gripið til marg­vís­legra úrræða til að styðja við heim­ili og fyr­ir­tæki. 

Sterk staða fjár­mála­fyr­ir­tækja skiptir sköpum

Fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi eru mjög vel fjár­mögnuð og sterk eig­in­fjár­staða þeirra gerði það að verkum að þau hafa getað stutt við heim­ili og fyr­ir­tæki af miklum styrk. Strax í mars brugð­ust til að mynda lán­veit­endur við óviss­unni með sam­komu­lagi um greiðslu­fresti sem þús­undir heim­ila og fyr­ir­tækja hafa nýtt sér. Aðgerðir fjár­mála­fyr­ir­tækja byggðu jafn­framt á sam­starfi við stjórn­völd en ekki síst sam­vinnu ein­staka fjár­mála­fyr­ir­tækja við sína við­skipta­vini. Leitað er allra leiða til að koma heim­ilum og fyr­ir­tækjum í gegnum þennan erf­iða tíma óvissu, tekju­falls og atvinnu­miss­is.

Greiðslu­hlé ein­stak­linga og fyr­ir­tækja

Lán­veit­endur bjóða alla jafna upp á greiðslu­hlé fyrir ein­stak­linga vegna greiðslu­erf­ið­leika. Eftir að heims­far­ald­ur­inn skall á fjölg­aði beiðnum um greiðslu­hlé veru­lega. Með sam­komu­lagi því sem lán­veit­endur gerðu sín í milli gátu fyr­ir­tæki fengið skjóta leið í skjól þegar óvissan var sem mest. Sam­komu­lagið byggði á ´stand-still´ fyr­ir­komu­lagi með afar lágum þrös­k­uldi og voru 97% umsókna afgreiddar á þeim grund­velli. Þegar mest var, í byrjun júni, voru tæp­lega tvö þús­und fyr­ir­tæki með greiðslu­fresti á sínum lánum eða um 17% allra útlána til fyr­ir­tækja. Nýt­ing úrræð­is­ins hefur verið mest hjá fyr­ir­tækjum í þjón­ustu­grein­um, þ.m.t. ferða­þjón­ustu og versl­un. Ríf­lega fjögur þús­und heim­ili voru með greiðslu­fresti á sínum lánum þegar mest var í lok maí. Þörfin fyrir greiðslu­hlé á lánum heim­ila og fyr­ir­tækja minnk­aði bless­un­ar­lega tölu­vert þegar leið á árið og eru nú des­em­ber um sex hund­ruð heimili og þrjú hund­ruð og tutt­ugu fyr­ir­tæki með greiðslu­hlé á lánum sín­um. 

Auglýsing

Fyrsta raf­ræna þing­lýs­ingin í miðjum heims­far­aldri

Fjár­mála­fyr­ir­tækin hafa um langt skeið verið leið­andi í staf­rænni þróun í fjár­mála­þjón­ustu. Þau voru því vel undir það búin að vinna með sínum við­skipta­vinum á tímum sam­komu­banns. Stærsti hluti beiðna um greiðslu­fresti var afgreiddur í sam­komu­banni og nýstár­legum leiðum beitt við afgreiðslu þeirra. Skil­mála­breyt­ingar sem fylgja greiðslu­frestum fela undir hefð­bundnum kring­um­stæð­um  í sér flókið og tíma­frekt und­ir­rit­un­ar- og þing­lýs­ing­ar­ferli. Til þess að hægt væri að afgreiða þær í sam­komu­banni varð að heim­ila raf­ræna afgreiðslu þeirra. Alþingi greip því til þess ráðs að heim­ila með bráða­birgða­á­kvæði raf­rænar und­ir­rit­anir á skil­mála­breyt­ing­um. Þá und­ir­rit­uðu allir helstu lán­veit­endur sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu sem felur í sér sam­þykki þeirra sem síð­ari veð­hafa fyrir skil­mála­breyt­ingum vegna heims­far­ald­urs­ins. Yfir­lýs­ingin var und­ir­rituð raf­rænt og henni þing­lýst með raf­rænum hætti. Þar með varð yfir­lýs­ingin sögu­leg, enda fyrsta skjalið sem þing­lýst er með raf­rænum hætti á Ísland­i. 

Stuðn­ings- og við­bót­ar­lán 

Í júlí var opnað fyrir umsóknir um stuðn­ings­lán sem bank­arnir veita en rík­is­sjóður ábyrgist 85-100% eftir fjár­hæð­um. Tals­verð eft­ir­spurn hefur verið eftir stuðn­ings­lánum og í lok nóv­em­ber var búið að veita 893 slík lán að fjár­hæð um 7,4 ma.kr. Fyr­ir­tækjum í flestum greinum hafa verið veitt stuðn­ings­lán en rúm­lega helm­ingur lán­anna hafa verið veitt til fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu.

Í einum af fyrstu aðgerða­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar voru kynnt við­bót­ar­lán til fyr­ir­tækja með 70% rík­is­á­byrgð. Fljót­lega eftir að þau voru kynnt varð ljóst að meira þyrfti að koma til þar sem upp teikn­uð­ust dekkri sviðs­myndir í viku hverri með til­heyr­andi ferða­tak­mörk­unum og sam­komu­banni. Stjórn­völd brugð­ust við því með stuðn­ings­lánum og eins kynntu þau fljót­lega upp úr því ann­arra úrræða fyrir fyr­ir­tæki og starfs­fólk þeirra sem hafa gef­ist vel.  Með fram­leng­ingu hluta­bóta­leið­ar, stuðn­ingi við greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti, lok­un­ar­styrkj­um, stuðn­ings­lánum og fleiri úrræðum dró úr eft­ir­spurn eftir við­bót­ar­lánum með 70% rík­is­á­byrgð. Þá skal það við­ur­kennt að umgjörð og skil­yrði fyrir veit­ingu við­bót­ar­lán­anna voru tak­mark­andi þáttur og bentu fjár­mála­fyr­ir­tækin á það í ferl­in­u. 

Útlána­met til heim­ila 

Útlán vegna fast­eigna­kaupa hafa auk­ist hratt á und­an­förnum mán­uðum og hefur þar hvert metið verið slegið á fætur öðr­um. Heim­ilin eru einnig að end­ur­fjár­magna hús­næð­is­lán sín í tölu­verðum mæli. Þannig eru við­skipta­vinir fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna að nýta sér þau hag­stæðu kjör sem þeim standa til boða ekki síst á óverð­tryggðum hús­næð­is­lán­um. Hag­stæð fjár­mögn­un­ar­kjör á tímum sem þessum koma sér vel fyrir heim­ilin sem ná þannig að lækka greiðslu­byrði lána sinna.  Staf­rænar lausnir hafa jafn­framt gert þennan feril ein­faldan og aðgengi­legan og ljóst að heim­ilin fylgj­ast vel með mögu­leikum í fjár­mögnun á hús­næð­is­mark­aði og hika ekki við að breyta lána­formi og skipta um lán­veit­anda eftir efnum og aðstæðum hverju sinn­i. 

Hægt hefur á útlánum til fyr­ir­tækja

Efna­hags­sam­dráttur og aukin óvissa hefur aftur á móti dregið úr eft­ir­spurn fyr­ir­tækja eftir lánum enda dregur ástandið bæði úr áhættu­sækni og fram­boði á arð­bærum fjár­fest­ing­ar­tæki­fær­um. Þannig hafa útlán til fyr­ir­tækja svo gott sem staðið í stað frá haust­mán­uðum árið 2019. Nauð­syn­legt verður að auka fjár­fest­ingu hratt og örugg­lega og styðja þannig við atvinnu­sköpun og aukin lífs­kjör almenn­ings. Fjár­mála­fyr­ir­tækin standa traustum fótum og verða hluti af lausn­inni með því að taka virkan þátt í þeirri við­spyrnu sem fram undan er þegar draga fer úr óvissu og vilji til fjár­fest­inga eykst. 

Ísland af gráa list­anum

Gleði­fregnir bár­ust í októ­ber þegar Ísland var fjar­lægt af lista yfir ríki með ófull­nægj­andi varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, eða hinum svo­kall­aða „gráa lista“. Vett­vangs­at­hugun fór fram hér á landi í lok sept­em­ber, þar sem stað­fest var af hálfu sér­fræð­inga á vegum FATF að lokið hefði verið með full­nægj­andi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að kom­ast af umræddum lista. Stjórn­völd hafa lyft grettistaki í allri umgjörð pen­inga­þvætt­is­varna sem skilar sér í þess­ari mik­il­vægu nið­ur­stöðu. Varnir gegn pen­inga­þvætti hafa um all­langt skeið verið hluti af starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja og beindust athuga­semdir FATF því að öðrum þáttum pen­inga­þvætt­is­varna hér á landi. Lang­tíma­á­hrif grá­list­un­ar­innar hefðu þó komið fram í starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna og því er það fagn­að­ar­efni að Ísland sé ekki lengur talið áhættu­samt ríki. Þetta er þó stöðug vinna og mik­il­vægt að stjórn­völd og atvinnu­líf gangi í takt og séu áfram á tánum til að varna því að fyr­ir­tæki og félaga­starf­semi séu mis­notuð í glæp­sam­legum til­gangi.

Hörð sam­keppni – ójöfn skil­yrði

Sam­keppnin er hörð á fjár­mála­mörk­uðum og neyt­endur virk­ir. Sér­tæk álagn­ing skatta og gjalda á ein­staka aðila auk mis­mun­andi reglu­verks og krafna um eig­in­fjár­bind­ingu skekkir sam­keppn­is­stöð­una. Stjórn­völd verða að horfa til þessa og gæta þess að aðilar í sam­keppni á mark­aði sitji við sama borð. Fyrsta skrefið hefur verið stigið með lækkun á banka­skatt­inum svo­kall­aða og er það vel en enn er af nægu að taka. Þetta snýst ekki bara um að bæta starfs­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja heldur er heil­brigð sam­keppni sam­fé­lag­inu í heild til góðs – ekki síst neyt­end­um. 

Nú birtir hratt til

Yfir það heila hafa úrræði stjórn­valda og fjár­mála­fyr­ir­tækja gef­ist vel. Á nýju ári þarf að tryggja góðan grunn undir við­spyrn­una og ekki síst að huga að þeim sem hafa orðið fyrir mesta högg­inu. Ein­stak­lingar á leigu­mark­aði sem misst hafa störf­in, unga fólkið okkar og fyr­ir­tæki í greinum sem ekki kom­ast af stað aftur fyrr en bólu­setn­ingar hafa náð útbreiðslu, eru meðal þeirra sem við þurfum að horfa sér­stak­lega til á næst­unni. Því við viljum hafa alla með þegar birta tekur – það gerir gott sam­fé­lag. 

Fámennið hér á landi kallar á það að við höfum frá unga aldri lært að ganga í öll störf og hlaupa til þegar á þarf að halda. Á tímum sem þessum er þetta mik­ill kostur því við verðum óhrædd við að takast á við ný hlut­verk og leita nýrra nýskap­andi lausna. Því hefur verið aðdá­un­ar­vert að fylgj­ast með þeim nýj­ungum í þjón­ustu­fram­boði sem sprottið hafa upp. Það býr nefni­lega í okkur mikil seigla og nýskap­andi kraft­ur.  Því mun birta hér hratt til þegar blessuð bólu­setn­ingin hefur skila til­ætl­uðum árangri. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit