Vöxtur til velsældar eða velferð og réttlæti

Indriði H. Þorláksson fer yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og hvort hann taki á helstu málum sem hafa verið til umræðu hérlendis síðustu árin og áratugina.

Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur heims­byggðin tek­ist á við tvö verk­efni sem sýna nauð­syn á sam­starfi þjóða. Loft­lags­vá­na, sem er mann­gerð afleið­ing af skamm­sýni og græðgi og Covid-19, eina af mörgum plágum sem herjað hafa á mann­kyn­ið. Þær virða engin landa­mæri og ekk­ert eitt land eða álfa getur tek­ist á við þær með árangri. Sam­starf þjóða og sam­vinna ólíkra menn­ing­ar­heima er nauð­syn.

Loft­lags­váin er angi af stærri umhverf­is­vanda sem kemur til af því að mað­ur­inn kann ekki fótum sínum for­ráð í kapp­hlaupi eftir meintum lífs­gæð­um. Forði jarðar af ýmsu því sem þarf til þess að við­halda núver­andi lífs­háttum er á þrotum og annað er ofnotað með þeim afleið­ingum að lífs­gæði spill­ast. Sam­staða er um hluta af þessum vanda, ofhitnun jarðar og ráð­staf­anir til að draga úr losun á koltví­sýr­ingi. Hún lítur þó fram hjá mik­il­vægum þáttum hans, mann­fjölg­un, ofneyslu, mis­skipt­ingu gæða og víg­bún­aði. Þótt áhrif þess­ara þátta séu aug­ljós er þá ekki að finna í því vopna­búri sem beita á gegn loft­lags­vánni. Ef til vill eru stjórn­mála­menn enn of gegn­sýrðir af hag­vaxt­ar­trú síð­ustu ára­tuga og háðir öflum sem byggja stöðu sína og völd á hag­vexti og neyslu.

Þær ráð­staf­anir sem nauð­syn­legar eru til að ná tökum á loft­lags­þróun munu lík­lega leiða til minni hag­vaxtar og neyslu. Verð­bólga í hag­kerf­unum beggja vegna Atl­ants­hafs­ins hefur verið mikil síð­ustu miss­eri vegna áhrifa Covid-19 og ekki er ólík­legt að raun­hag­vöxtur þar verði nei­kvæður um skeið. Til­raunir til að örva efna­hags­lífið skila minni árangri en von­ast var til og þótt atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum nálgist það sem var fyrir Covid-19 er atvinnustigið lægra og fram­boð á vinnu­afli minna. Það kann að vera merki um breytt við­horf til vinnu sem gæti haft áhrif á efna­hags­þróun til lengri tíma.

Auglýsing

Athygl­is­vert verður að fylgj­ast með þróun í þessum málum og því hvernig ráða­menn búa þjóðir sínar undir kom­andi breyt­ingar ekki síst því hvort áfram verði stefnt að óraun­hæfum hag­vexti eða athygli beint að betri lausn­um. Í Þýska­landi, líkt og hér­lend­is, fóru fram kosn­ingar undir lok sept­em­ber­mán­að­ar. Sömu­leiðis tóku við langar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður þar, en ný rík­is­stjórn lands­ins var kynnt sam­hliða nýjum stjórn­ar­sátt­mála í síð­asta mán­uði. Sam­an­burður á ferli og inn­taki sátt­mál­ans við sátt­mál­ann sem kynntur var sam­hliða nýrri rík­is­stjórn hér á landi er um margt fróð­leg­ur.

Að mynda rík­is­stjórn, tvö dæmi

Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður nýrrar rík­is­stjórnar í Þýska­landi tóku svipað langan tíma og við­ræð­urnar hér­lend­is, eða um tvo mán­uði. Í báðum lönd­unum komst einnig á sam­starf á milli þriggja flokka; eins hægri flokks, eins miðju­flokks og eins vinstri flokks.

Í öðru rík­inu var mál­efna­samn­ingur und­ir­bú­inn af full­trúum flokk­anna og sér­fræð­ingum á þeirra veg­um. Stefnu­málin voru rædd í flokk­unum og opin­ber­lega á meðan á við­ræðum stóð og sam­komu­lagið og skipan rík­is­stjórnar var kynnt nokkrum dögum áður en stofn­anir flokk­anna fjöll­uðu um það. Í hinu rík­inu gerðu for­menn flokk­anna með ónefndum trún­að­ar­mönnum samn­ing um sam­starf með leynd og hann síðan lagður fyrir flokks­stofn­anir og afgreiddur á einum fundi.

Í öðru rík­inu er sam­starfs­samn­ing­ur­inn um 170 blað­síður þar sem lýst er mark­miðum og aðgerðum til að ná þeim. Má sem dæmi nefna að byggðar verði 400.000 íbúðir á ári og þar af 100.000 í félags­legu íbúða­kerfi, tek­inn verði upp fram­færslu­trygg­ing barna, lög­bundin lág­marks­laun hækk­uð, kola­vinnslu verði hætt á til­teknum tíma, borg­ara­laun komi í stað grunn­líf­eyr­is, fjölgun raf­hleðslu­stöðva og margt fleira á flestum sviðum sam­fé­lags­ins. Stjórn­ar­sátt­mál­inn sem hefst á orð­un­um: „Breyt­ingar eru fram­farir ef þær bæta líf manna“ og ber nafnið „Mehr Fortschritt wagen“. Nafnið vísar til Willy Brandt, fyrsta kansl­ara sós­í­alde­mókrata í Þýska­landi, sem í kynn­ingu á stjórn­ar­yf­ir­lýs­ingu sinni árið 1969 sagði: „mehr Demokratie wagen.“

Í hinu rík­inu var fyrri stjórn­ar­sátt­máli flokk­anna end­ur­sam­inn. Um 17 bls. af rit­máli fylla með list­rænni upp­setn­ingu og mynd­skreyt­ingu nærri 60 prentsíð­ur. Mark­mið eru flest almennt orðuð og víða dregið í land frá því sem áður var. Í anda frjáls­hyggju er áhersla á vöxt til vel­sældar og mark­miðin á köflum lituð af „Ís­land er stór­ast í heim­i“-heil­kenn­inu þar sem landið „á að vera í far­ar­broddi í umhverf­is­málum á alþjóða­vísu“ og við „fremstir í bar­átt­unni gegn loft­lags­vánn­i“. Það á að fjár­festa í fólki, stuðla að heil­brigðu sam­fé­lagi og efla menn­ingu og ferða­þjón­ustu. Allt eru þetta góð og göfug mark­mið en ekk­ert er sagt um hvernig þeim skuli náð þótt þessir flokkar hafa setið að völdum í fjögur ár og því haft tíma til að und­ir­byggja burð­ugri fram­tíð­ar­sýn. Í yfir­liti yfir ein­stök verk­efna­svið koma þó fram ein­staka nokkuð skýrar aðgerðir en að mestu er þessi hluti einnig almennar vilja­yf­ir­lýs­ingar um að hverju skuli stefnt, hvað skuli und­ir­bú­ið, að hverju verði hlúð að o.sfrv. án skil­greindra aðgerða eða tíma­settra áætl­ana.

Ferli stjórn­ar­mynd­unar í Þýska­landi og á Íslandi og inn­tak samn­inga stjórn­ar­flokk­anna segir sitt um stjórn­mál og stjórn­mála­um­ræðu í þessum lönd­um. Ann­ars vegar er opið, mál­efna­legt og lýð­ræð­is­legt ferli með þátt­töku margra aðila innan flokk­anna og almennri kynn­ingu og umræðu áður en form­leg ákvörðun er tek­in. Hins vegar er for­ingjaræði þar sem valds­menn flokk­anna ganga frá málum sín á milli og leggja þau svo fram til sam­þykktar án raun­veru­legs svig­rúms til áhrifa.

Einnig er fróð­legt að bera nýja stjórn­ar­sátt­mál­ann saman við hinn fyrri og leita örlaga stórra mála sem verið hafa í umræðu síð­ustu ára­tugi og bar­áttu­mál í kosn­ingum allt frá hruni. Mál af þeim toga eru stjórn­ar­skrá­in, auð­lindir og fisk­veiði­stjórn­un, sam­starf við umheim­inn, gjald­mið­ill­inn, rík­is­fjár­mál m.a. vegna Covid-19, jafn­rétti og sann­girni í fjár­mögnun rík­is­út­gjalda og skatt­fram­kvæmd.

Stjórn­ar­skráin

Mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar er ein­huga um að end­ur­skoða þurfi stjórn­ar­skrána og er sáttur við öll helstu efn­is­at­riði þess frum­varps að stjórn­ar­skrá sem samið var af stjórn­laga­ráði. Sam­stöðu­leysi þeirra flokka sem vildu fram­fylgja þjóð­ar­vilj­anum gerði gæslu­mönnum sér­hags­muna kleift að stöðva málið á Alþingi og halda því í gísl­ingu allt síð­an. Stjórn­ar­sátt­mál­inn 2017 boð­aði heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni með þverpóli­tísku sam­starfi. Það brást og lagði for­sæt­is­ráð­herra fram eigin til­lögur að breyt­ingum á til­teknum atriðum henn­ar. Þær til­lögur gengu svo skammt varð­andi auð­lindir að tals­menn þjóð­ar­eignar gátu ekki sætt sig við þær og þar sem sam­starfs­flokkar for­sæt­is­ráð­herra studdu til­lög­urnar ekki heldur dóu þær drottni sín­um.

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum nú er lýst yfir upp­gjöf í stjórn­ar­skrár­mál­inu. Berja á í brest­ina á kosn­inga­fyr­ir­komu­lagi sem varð Alþingi til aðhlát­urs eftir síð­ustu kosn­ingar og kíkja á úrbætur í mann­rétt­inda­mál­um. Annað er ekki nefnt. Verður það ekki skilið á annan veg en þann að allir stjórn­ar­flokk­arnir leggi nú blessun sína yfir sjálftöku eig­enda stór­út­gerða á fisk­veiði­auð­lind­inni.

Í grein í Kjarn­anum fyrir ári síðan benti ég á að þýska stjórn­ar­skráin sem talin er ein hin besta í heimi hafi verið samin á sjö mán­uðum árið 1949 og fleiri dæmi eru um að stjórn­ar­skrár hafi verið samdar á stuttum tíma. Hér má hins vegar ekki hreyfa staf­krók í því plaggi sem Dana­kóngur gaf okkur fyrir hart­nær 150 árum nema með sér­stökum serimon­íum á Alþingi en vilji almenn­ings virtur að vettugi. Síð­asta skraut­blóm and­stæð­inga stjórn­ar­skrár­breyt­inga er grein lög­lærðs stjórn­ar­manns í einu af stærstu útgerð­ar­fé­lögum lands­ins sem telur til­lögu­gerð stjórn­laga­ráðs vera stjórn­ar­skrár­brot. Rök­leysur þessar hrakti Ragnar Aðal­steins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður full­kom­lega í Kjarn­anum í ágúst sl. Þrátt fyrir fall­ein­kunn hjá einum virtasta lög­fræð­ingi lands­ins er grein stjórn­ar­manns­ins nú að finna í jóla­bóka­flóð­inu með nafn­inu „Land­festi lýð­ræð­is“.

Ég get ekki neinu bætt við lög­fræði Ragn­ars en vegna nafns bók­ar­innar verður ekki hjá því kom­ist að benda á þá þver­sögn að telja að „land­festi lýð­ræð­is“ geti falist í því að koma í veg fyrir breyt­ingar sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur lýst sig sam­þykk­an. Það er sér­kenni­leg túlkun að þau laga­skil­yrði sem tor­velda breyt­ingar á stjórn­ar­skrá séu sett til að tryggja lýð­ræði. Þau kunna að hafa verið hugsuð til að tryggja rétt minni­hluta en hafa fyrst og fremst tryggt völd sér­hags­muna­afla eins og sjá má af reynslu hér á landi og ann­ars stað­ar.

Auð­lindir

Í fyrr­nefndri grein benti ég á að and­staða sér­hags­muna­að­ila við auð­linda­á­kvæðið sé meg­in­á­stæða þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða stjórn­ar­skrár­mál­ið. Stjórn­ar­sátt­mál­inn nú styður þá ályktun því allar raun­veru­legar breyt­ingar á stjórn­ar­skránni eru afskrif­aðar auk þess sem að breyt­ingar á gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi eru ekki á dag­skrá og eins má ætla að í fisk­eldi sé stefnt að hlið­stæðu gjafa­kvóta­kerfi og því sem notað er í sjáv­ar­út­vegi. Þessi afstaða veldur því að ekki er unnt að móta heild­stæða stefnu um nátt­úru­auð­lindir lands­ins og nýt­ingu þeirra í almanna­þágu. Á meðan svo er rennur arð­ur­inn af þeim að stórum hluta til fáeinna stór­út­gerða, norskra fisk­eld­is­kónga, erlendra stór­iðju­vera og raf­mynta­graf­ara.

Veiði­gjöld hafa á síð­asta stjórn­ar­tíma­bili lækkað svo að þau nægja varla til að greiða kostnað rík­is­ins við sjáv­ar­út­veg. Engin eig­in­leg renta af fisk­veiði­auð­lind­inni skilar sér því til þjóð­ar­inn­ar. En það er ekki nóg. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er boðuð fram­kvæmd á til­lögum starfs­hóps um græn skref í sjáv­ar­út­vegi þar sem efst á blaði er að kostn­aði við orku­skipti í skipa­út­gerð verði velt yfir á almenn­ing í land­inu með skattaí­viln­unum og styrkjum af skattfé á meðan eig­endur útgerða stinga í vas­ann umfram­arði af fisk­veiðum sem ætla má að sé 30 til 40 millj­arðar á ári.

„Við viljum skapa sátt um nýt­ingu auð­linda“ segir í stjórn­ar­sátt­mál­anum en ekki orð um hver sú sátt geti verið en setja á nefnd til að meta ávinn­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins. Ágrein­ing­ur­inn er ekki um ávinn­ing­inn heldur það hvernig honum er skipt og óánægjan er með það hvernig eign­ar­réttur þjóð­ar­innar er snið­geng­inn. Á sáttin að fel­ast í því að almenn­ingur sætti sig við að fáeinir útvaldir hirði allan arð af sam­eign þjóð­ar­innar eða er ein­hver önnur sátt mögu­leg? Það er þekkt í sög­unni að ein­okun á nýt­ingu auð­linda er ekki sleppt svo lengi sem þeir sem hana hafa njóta vel­vildar yfir­valda.

Það er ekki aðeins að stjórnin heyk­ist á að tryggja almenn­ingi rétt­mætan arð af eign sinni og van­virði afstöðu yfir 80% lands­manna sem hafa lýst sig fylgj­andi meiri gjald­töku fyrir fisk­veiði­heim­ild­ir. Sátt­máli stjórn­ar­flokk­anna sýnir heldur engin merki þess að til standi að breyta arfa­vit­lausu ákvæðum laga um veiði­gjald þess efnis að kaup­verð nýrra veiði­skipa dregst að fullu frá stofni veiði­gjalda á 4-5 árum vegna flýti­fyrn­inga og reikn­aðra vaxta og eins hljómar fyr­ir­heit um aukið gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi ekki vel úr munni þeirra sem hindrað hafa upp­lýs­inga­gjöf um eign­ar­hald útgerð­ar­fyr­ir­tækja.

Þjónkun rík­is­valds­ins við stór­út­gerðir sem boðuð er í stjórn­ar­sátt­mál­anum mun skila eig­endum útgerða and­virði bygg­inga tveggja Land­spít­ala á stjórn­ar­tíma­bil­inu.

Rík­is­fjár­mál

Umfjöllun stjórn­ar­sátt­mál­ans um rík­is­fjár­mál er í véfrétt­ar­stíl. Ekki er lengur minnst á „af­komu­bæt­andi aðgerð­ir“ sem voru í umræðu fyrir skömmu en lesa verður á milli lín­anna til að finna hvers er að vænta. „Rík­is­stjórnin mun stuðla að því að skatt­kerfið standi undir sam­neyslu.“ Ef ekki kæmi annað til mætti túlka þetta sem svo að verið sé að boða hækkun skatta til að skjóta fótum undir van­fjár­mögnuð vel­ferð­ar­kerfi. En svo er ekki. Strax í næstu setn­ingu er les­and­anum kippt niður í raun­veru­leika forn­eskj­unn­ar. „Horft verður til frek­ari efl­ingar almanna­þjón­ustu og skatta­lækk­ana í sam­ræmi við þróun rík­is­fjár­mála.“

Hafi ein­hver haldið að til­gangur stjórn­ar­stefnu til næstu 4 ára væri m.a. að móta þróun rík­is­fjár­mála fer hann villur veg­ar. Þessi stjórn telur sig ekki þess umkomna að leggja mat á hvað þarf til að halda uppi sið­uðu sam­fé­lagi og gera breyt­ingar til sam­ræmis við það. Hún ætlar bara að bíða og sjá til hvort guð lofar að svo mikið komi í kass­ann að óbreyttu að efla megi ófull­nægj­andi almanna­þjón­ustu, það er að segja ef ekki verður fremur ákveðið að nota aurana til að lækka skatta á ein­hverja sem eiga það skil­ið.

Heimild: Hagstofa.

Þetta stefnu­leysi væri e.tv. skilj­an­legt ef allt væri lagi og smjör drypi af hverju strái í rík­is­fjár­málum en svo er ekki. Gild­andi fjár­mála­á­ætlun og fjár­lög árs­ins 2020, sam­þykkt áður en Covid-19 kom til, bera það með sér að fjár­mál rík­is­ins voru þá þegar ósjálf­bær í þeim skiln­ingi að reglu­legar tekjur stóðu ekki undir þeim útgjöldum sem ákveðin höfðu verið með lögum og fjár­lögum og vant­aði þó stórar fjár­hæðir í heil­brigð­is­mál og fram­færslu­mál m.a. vegna breyt­inga á ald­urs­dreif­ingu þjóð­ar­inn­ar, í upp­bygg­ingu inn­viða og umhverf­is­mál. Rík­is­fjár­mála­á­ætl­unin fól ekki í sér neina stefnu um hvernig bilið skyldi brúa.

Heimild: Hagstofa.

Ástæður þess­arar stöðu eru fyr­ir­hyggju­leysi og auð­manna­dek­ur. End­ur­reisn Jóhönnu­stjórn­ar­innar eftir Hrunið leiddi til langrar upp­sveiflu en henni fylgja jafnan miklar tekjur fyrir rík­is­sjóð og útgjalda­vilji rík­is­stjórna og Alþingis er þá meiri en ella. Í stöðnun eða sam­drætti í efna­hags­líf­inu drag­ast tekjur rík­is­sjóðs hins vegar saman og að því var komið á árinu 2018. Þessa þróun má glöggt sjá á mynd­rit­unum sem sýna ann­ars vegar tekjur rík­is­sjóðs sem hlut­fall af VLF á árunum 2007 til 2020 og hins vegar tekjur og gjöld rík­is­sjóðs á sama tíma­bili. Gögnin eru sótt á heima­síðu Hag­stofu Íslands. (Háa súlan og tekju­topp­ur­inn 2016 stafar af bók­færslu svo­kall­aðs stöð­ug­leika­fram­lags þrota­búa bank­anna á því ári) Þróun þessi var fyr­ir­sjá­an­leg þegar í upp­hafi síð­asta kjör­tíma­bils að öðru leyti en áhrif Covid-19 sem koma fram í tölum árs­ins 2020. Það er því fyr­ir­séð að ekki verður svig­rúm til „eflingar almanna­þjón­ustu“ nema með auk­inni tekju­öflun rík­is­sjóðs og fyr­ir­heit sátt­mál­ans um það eru því mark­laus.

Sjálf­skap­ar­víti

Rík­is­stjórnin sem tók við góðu búi eftir stjórn­ina 2009 - 2013 hafði þá stefnu eina í tekju­öfl­un­ar­málum að afnema sem flestar breyt­ingar sem fyrri stjórn hafði gert og með þeim und­ir­byggt end­ur­reisn efna­hags­lífs og rík­is­fjár­mála. Auð­legð­ar­skattur á stór­eigna- og hátekju­fólk var felldur nið­ur, orku­gjaldið sem nær allt var greitt af álverum erlendra fjöl­þjóða­fyr­ir­tækja afnumið og veiði­gjöldin sem að mestu voru greidd af stór­út­gerðum voru afskræmd og lækkuð stór­lega. Dregið var úr stíg­anda tekju­skatt­lagn­ingar og stefnt að frek­ari breyt­ingum í þá átt sem þó var stöðvuð af verka­lýðs­hreyf­ing­unni á árinu 2019.

Breyt­ingar þessar höfðu stór­felld áhrif á stöðu og þróun rík­is­fjár­mála. Hefðu þær ekki verið gerðar væru tekjur rík­is­sjóðs á verð­lagi árs­ins 2020 lík­lega einum 70 millj­örðum króna hærri en þær eru nú. Svara það til rúm­lega 2% af VLF. Heild­ar­skatt­byrðin væri með þá svipuð og 2014 og lægri en hún var á árunum fyrir Hrun. Fyrir utan fjár­hæð­ina er það ein­kenn­andi að hennar var ekki aflað með hækkun skatta á almenn­ing í land­inu en hún greidd af stór­eigna- og hátekju­fólki, erlendum stór­fyr­ir­tækjum og að hluta var hún end­ur­gjald fyrir nýt­ingu á fiski­miðum í sam­eign þjóð­ar­inn­ar.

Þessar breyt­ingar og aðr­ar, svo sem lækkun gjalda á fjár­mála­fyr­ir­tæki, hafa haft þær alvar­legu afleið­ingar að tekju­öflun rík­is­ins bygg­ist um of á launa­tekjum ein­um. Stofn allra helstu tekju­strauma rík­is­reikn­ings, tekju­skatts ein­stak­linga, virð­is­auka­skatts og trygg­ing­ar­gjalds er í reynd að mestu hinn sami, þ.e. launa­tekjur ein­stak­linga. Það á einnig við um aðra neyslu­skatta svo sem elds­neyt­is­gjöld og bif­reiða­gjöld. Sam­þjöppun fjár­magns og rekstr­ar­eigna á fáar hendur leiðir til auk­ins tekju­ó­jöfn­uðar og lækk­unar á hlut­deild launa­tekna í VLF. Tekju­öflun sem fyrst og fremst bygg­ist á launa­tekjum mun ekki nægja til að sinna aðkallandi sam­fé­lags­mál­um. Það og sá ásetn­ingur að slá skjald­borg um for­rétt­indi og þá sem best mega sín í sam­fé­lag­inu setur rík­is­sjóð í þá stöðu að val­kostir til að kom­ast úr halla­rekstri rík­is­sjóðs verða ein­ungis tveir, að hækka skatta á þá sem lifa af launum og líf­eyri eða að skera niður almanna­þjón­ustu.

„Við ætlum að vaxa til meiri vel­sæld­ar“ er yfir­skrift fyrsta kafla stjórn­ar­sátt­mál­ans. Það vekur athygli að orðið vel­ferð er ekki að finna í skjal­inu. Á orð­unum vel­sæld og vel­ferð er nokkur mun­ur­inn ekki síst í skírskotum þeirra og hug­lægum tengsl­um. Vel­sæld vísar til allsnægta ein­stak­linga en vel­ferð til sam­hygðar og sam­á­byrgðar í skipt­ingu gæða. Orða­vali sátt­mál­ans er etv. ætlað að skera á hug­læg tengsl við vel­ferð­ar­stefnu eins og hún þekk­ist á Norð­ur­löndum og sést einnig í sátt­mála nýrrar stjórnar í Þýska­landi. Sé til­gang­ur­inn sá er orða­notk­unin rök­rétt því sátt­mál­inn skapar ekki for­sendur fyrir auk­inni almennri vel­ferð. Hún næst ekki nema með tekju­jöfnun og rétt­lát­ari dreif­ingu skatt­byrði. Án þess mun vöxtur til vel­sældar ein­ungis falla þeim í skaut sem prakt­ug­leg­ast lifa.

Covid-19

Útgjöld rík­is­sjóðs vegna Covid-19 hafa verið veru­leg en eru þó minni en áætlað hafði ver­ið. Stór hluti þeirra er vegna vinnu­mark­aðs­að­gerða til að halda uppi ráðn­ingum og greiða laun en fé hefur einnig farið í að styrkja fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir miklu tekju­falli. Flest eru þau skuld­sett og hafa átt erfitt með að standa í skilum þrátt fyrir að greiðslu­frestir hafi verið lengd­ir. Athygli vekur að erf­ið­leikar þessir virð­ast ekki hafa komið niður á afkomu bank­anna. Af því má ætla að þeir hafi ekki gefið skuldugum við­skipta­vinum mikið eftir en ætli rík­inu að taka áfallið og tryggja þeim fulla greiðslu afborg­ana og vaxta af lánum sem þeir hafa veitt og tryggt með veðum í eignum fyr­ir­tækj­anna.

Atvinnu­rekstri fylgir jafnan áhætta, sem talin er rétt­læta kröfu um góða ávöxtun á því fé sem lagt hefur verið í rekst­ur­inn. Eig­endur fyr­ir­tækja geta að vísu losnað undan þess­ari áhættu með því að setja rekst­ur­inn í einka­hluta­fé­lög og eign­ar­haldið í eign­ar­halds­fé­lög en áhætta þessi hvílir einnig á þeim sem lánað hafa fé til rekst­urs­ins. Eðli­legt er því að þeir sem eiga fé í rekstri, bæði eig­endur og lán­veit­end­ur, taki á sig tjón þegar áföll verða eins og nú. Í mörgum til­vikum hafa eig­endur rekstrar þegar fengið góða ávöxtun af fjár­fest­ingum sínum með arð­greiðslum og upp­söfnun rekstr­ar­eigna. Afkoma bank­anna síð­ustu ár sýnir einnig góða ávöxtun af láns­fé. Þrátt fyrir það hafa stöndug stór­fyr­ir­tæki þegið styrki úr rík­is­sjóði þótt þau hefðu fullt bol­magn til að standa undir skuld­bind­ingum við starfs­menn og lána­stofn­an­ir.

Það orkar því tví­mælis hvort rétt­mætt sé að nota almannafé til að mæta rekstr­ar­á­föllum og greiða rekstr­ar­að­ilum styrki vegna tekju­falls. Hlut­verk rík­is­ins í svona til­vikum er fyrst og fremst að tryggja afkomu borg­ar­anna og taka ábyrgð á vel­ferð þeirra. Óend­ur­kræf fram­lög úr rík­is­sjóði til fyr­ir­tækja hefði átt að tak­marka við það sem fór í launa­greiðslur umfram það sem þeim bar sam­kvæmt lögum og samn­ingum en styrki umfram það hefði átt að tryggja með kröfu í fram­tíð­ar­hagn­aði. Rík­is­sjóður á ekki að ábyrgj­ast hagnað af rekstri eða ávöxtun láns­fjár með skattfé almenn­ings. Verði það notað til að jafna halla rík­is­sjóðs af þessum ástæðum jafn­gildir það eigna­til­færslu frá almenn­ingi til fjár­magns­eig­enda.

Heil­brigð­is­kerfið

Auk umhverf­is­mála var heil­brigð­is­kerfið áherslu­mál í stjórn­ar­sátt­mál­anum frá 2017. Veru­legur árangur náð­ist á báðum sviðum þótt hann yrði enda­sleppur vegna sam­starfstregðu og þess að sátt­mál­inn tryggði ekki fjár­muni til standa við fögur fyr­ir­heit. Ekk­ert er í hinum end­ur­nýj­aða sátt­mála sem gefur til­efni til að ætla að breyt­inga sé að vænta. Öll „efl­ing almanna­þjón­ustu“ er háð því skil­yrði að það sé mögu­legt innan rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar sem ekki gerir ráð fyrir auk­inni tekju­öflun hvorki til bóta á almanna­þjón­ustu, inn­viða­upp­bygg­ingar né til að mæta kostn­aði vegna Covid-19 þrátt fyrir að rík­is­sjóður sé þegar ósjálf­bær.

Fátt sýnir þörf auk­innar opin­berrar tekju­öfl­unar jafn aug­ljós­lega og heil­brigð­is­kerf­ið. Vöxtur þess stafar af auknum kröfum sem til þess eru gerðar og lýð­fræði­legri þró­un. Geta þess til auk­innar þjón­ustu bygg­ist fyrst og fremst á starfs­fólki, fjölda þess og kunn­áttu. Það getur ekki sinnt auknum kröfum án fjölg­unar á lækn­um, hjúkr­un­ar­fræð­ingum og öðru heil­brigð­is­starfs­fólki. Kostn­aður við heil­brigð­is­kerfið þar sem laun eru stærsti hlut­inn verður því óhjá­kvæmi­lega hærra hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu en áður. Því verður aðeins mætt með lækkun einka­neyslu með skatt­lagn­ingu eða nið­ur­skurð á annarri opin­berri þjón­ustu.

Þróun í þessa veru má sjá í flestum lönd­um. Ábend­ingum um nauð­syn á hækkun fram­laga til heil­brigð­is­mála sem studdar hafa verið með tölum frá öðrum löndum hefur verið svarað með því að hlut­fall útgjalda af VLF geti ekki verið mark­mið. Það má satt heita en breytir því ekki að hækkun hlut­falls­ins er bein afleið­ing af því sem til þarf til að bæta þjón­ust­una.

Jafn­ræði og sann­girni í sköttum

Í sátt­mál­anum segir að rík­is­stjórnin muni stuðla að því að „reglur skatt­kerf­is­ins séu skýrar og rétt­látar og fram­kvæmd þeirra sé skil­virk og gagn­sæ“. Hvað ætli þetta boði? Er þetta stað­hæf­ing um að skatt­kerfið sé rétt­látt eða við­ur­kenn­ing á því að reglur þess séu rang­látar og þarfn­ist breyt­inga? Ef svo er af hverju er þá ekki sagt hreint út hvað sé að og hverju eigi að breyta?

Skatt­kerfið er rang­látt og leggur hlut­falls­lega meiri skatta á laun lág- og milli­tekju­fólks en tekjur af atvinnu­rekstri og fjár­magns­eign hjá þeim eigna- og tekju­hæstu. Fyrr­nefndi hóp­ur­inn greiðir allt að 50% tekna sinna í tekju­skatt, útsvar og neyslu­skatta en hinn hóp­ur­inn er ekki nema hálf­drætt­ingur á við þá. Þetta hefur lengi legið ljóst fyr­ir. Í Stund­inni var sl. haust greint frá sköttum 1% tekju­hæsta fólks þjóð­ar­innar sem leiddi m.a. í ljós að hópur þessi greiddi að með­al­tali aðeins lítið eitt hærra hlut­fall tekna sinna í beina skatta en lands­menn almennt að með­töldum líf­eyr­is­þeg­um, öryrkjum og náms­mönn­um. Sá hluti þeirra, sem fyrst og fremst hafði tekjur af eignum sínum greiddu þó um fimmt­ungi lægra hlut­fall í skatta og er þá ekki tekið til­lit til þeirra eigna og tekna sem leyn­ast að mestu skatt­lausar í eign­ar­halds­fé­lög­um.

Aðgerða­akafli um tekju­öflun o.fl. til­greinir aðeins tvennt. Koma á í veg fyrir óeðli­lega hvata til að stofna einka­hluta­fé­lag með end­ur­skoðun á skatt­mats­reglum (þær fjalla um mat á hlunn­indum eins og fríu fæði, afnot af rekstr­ar­eignum o.fl.) eins og þær séu meinið en ekki skatta­regl­urnar sjálf­ar. Hitt er að tryggja að þau sem ein­göngu hafa fjár­magnstekjur greiði einnig útsvar. Verði það gert án hækk­unar á skatt­hlut­falli fjár­magnstekna mun það ekki breyta neinu nema því að flytja skatt­tekjur frá ríki til sveit­ar­fé­laga, einkum þeirra þar sem efna­fólk er margt að til­tölu. Útsvars­tekjur eru þegar mestar og umsvif í félags- og fram­færslu­málum eru minnst svo sem í flestum svefn­bæj­unum umhverfis höf­uð­borg­ina.

Eftir að þrengt hefur verið að skatt­eft­ir­liti og skatt­rann­sóknum árum saman eru nú boð­aðar aðgerðir á vinnu­mark­aði. Vænt­an­lega á þá að beina sjónum að svartri atvinnu­starf­semi. Það er hið besta mál en má þó ekki verða til þess að það gleym­ist að stór­felld skatt­svik eru hvít­flibba­glæpir og skatta­snið­ganga er hand­verk sér­fræð­inga sem fyr­ir­finn­ast ekki í bíl­skúr­um.

Úr fremur rugl­ings­legum texta um tekju­öflun í sátt­mál­anum verður ekki lesið annað en stöðn­un. Til að stuðla að rétt­látri skatt­fram­kvæmd með mark­tækum hætti þarf meira til en stag­bæt­ur. Greiðslu­geta borg­ar­anna sem á að vera grunnur tekju- og eign­ar­skatt­lagn­ingar end­ur­spegl­ast ekki í kerfi þar sem hver króna sem líf­eyr­is­þegi eða lág­launa­maður fær umfram nauð­þurftir er álitin verð­meiri og skatt­lögð meira en ágóði millj­arða­mær­ings af fjár­mála­vaf­stri, að ekki sé talað um eigna­auka af verð­bréfum í eign­ar­halds­fé­lagi hans. Án vilja til að taka á því er allt tal um rétt­læti í skatt­kerf­inu hjómið eitt.

Alþjóða­sam­vinna

Í þeim stóru verk­efnum sem við er að etja hefur reynt á sam­vinnu þjóða. Án þeirrar sam­vinnu væri heim­ur­inn illa stadd­ur. Íslend­ingar eiga mikið undir í umhverf­is­málum ekki síst vegna líf­ríkis sjávar umhverfis landið og í bar­átt­unni gegn Covid-19 hefðum við verið ofur­seldir veirunni án sam­vinnu ann­arra ríkja. En hvaða lær­dómur hefur verið dreg­inn af þessu í stefnu­mótun fyrir fram­tíð­ina?

Í þýska stjórn­ar­sátt­mál­anum er lýst yfir að sam­vinna innan lýð­ræð­is­legs og öfl­ugs Evr­ópu­sam­bands sé grund­völlur frið­ar, vel­ferðar og frelsis í Þýska­landi og innan vébanda þess verði tek­ist á við áskor­anir eins og lofts­lags­breyt­ing­ar, raf­ræna þróun og vernd lýð­ræð­is. Evr­ópu­sam­bandið sé skuld­bundið reglu­föstu fjöl­þjóða­sam­starfi og það virði sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þýska­land beiti sér fyrir Evr­ópu­sam­bandi sem verji gildi sín og rétt­ar­ríkið inn­an­lands sem utan. Sem stærsta aðild­ar­ríki þess beri Þýska­landi því að starfa í þjón­ustu fyrir alla aðila að sam­band­inu. Mark­mið lands­ins eru þannig ekki skil­greind á grund­velli sér­hags­muna þess heldur hags­muna sam­bands­ins alls og enn víð­tæk­ari þjóða­heilda.

Norski stjórn­ar­sátt­mál­inn, sem var einnig und­ir­rit­aður nýlega, mót­ast af því að landið er eins og Ísland utan ESB en í sam­starfi við það á grund­velli EES samn­ings­ins. Samt er þar lögð mikil áhersla á sam­starf við ESB og aðrar þjóðir á fjölda sviða m.a. um Norð­ur­heim­skauts­svæð­ið, loft­lags­mál, mann­rétt­indi, þró­un­ar­að­stoð, virka bar­áttu gegn skatt­und­anskotum o.fl. Áhersla Nor­egs i sam­starf Norð­ur­landa er á utan­rík­is- og öryggis­póli­tík.

Íslenski stjórn­ar­sátt­mál­inn er fámáll og óljós á þessum vett­vangi en tvennt vekur þó athygli. Ann­ars vegar er það stað­hæf­ingin að Norð­ur­landa­sam­starfið sé grund­vall­ar­þáttur í alþjóð­legu sam­starfi Íslands sem er sér­kenni­legt þar sem það sam­starf er í reynd sam­nor­rænt menn­ing­ar­verk­efni sem opnar engar leiðir til sam­starfs við aðrar þjóð­ir. Hins vegar er það stað­hæf­ingin að Íslandi sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Sú stað­hæf­ing er þvert á allar kann­anir og van­virða á þeim rétti þjóð­ar­innar að um það efni sé fjallað mál­efna­lega og að almenn­ingur taki ákvörðun um það en ekki tals­menn sér­hags­muna fárra.

Þessi kafli sátt­mál­ans er í raun mynd­birt­ing á sinnu­leysi um alþjóða­sam­starf og inn­siglar þann virð­ing­ar­hnekki sem emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra hefur sætt á síð­ustu árum. Hann inn­siglar einnig sjálf­skip­aða ein­angrun lands sem með full­veld­is­þrá­hyggju hafnar sam­starfi og sam­vinnu við aðrar þjóðir um sam­eig­in­lega hags­muni og tekur á sig þungar byrðar til að við­halda örmynt og ímynd­uðu sjálf­stæði í pen­inga­mál­um. Þeir hags­muna­að­ilar sem að baki þess­ari afstöðu standa hafa reyndar fyrir löngu flutt við­skipti sín í skjól evr­unn­ar.

Loka­orð

Grein minni í Kjarn­anum fyrir ári síðan lauk á ótíma­bærum eft­ir­mæl­um. Ólokið var nærri fjórð­ungi af starfs­tíma stjórn­ar­innar og síð­ast­liðna árið markað af glímu við Covid-19, sem háð hafði verið með ágæt­um. Þrátt fyrir lítil til­þrif í mörgum stór­málum stjórn­ar­sátt­mál­ans var ekki útséð um að Eyjólfur kynni að hress­ast með vax­andi sól og bólu­setn­ingu við Covid-19. Í eft­ir­mæl­unum sagði: „Ekk­ert hefur verið hreyft við auð­linda­málum nema það að lækka veiði­gjöld­in, ekk­ert skref tekið til auk­ins jöfn­uðar í skatta­málum nema það litla sem verka­lýðs­hreyf­ingin fékk áork­að, engar umbætur í skatt­fram­kvæmd þrátt fyrir að vís­bend­ingar um skatta­snið­göngu hrúg­ist upp, stöðnun er í gjald­eyr­is­málum og unað við 2-3 pró­sentu­stiga vaxta­mun og að sjálf­sögðu komst engin hreyf­ing á stjórn­ar­skrár­málin sem enn eru í gísl­ingu kvóta­að­als­ins.“

Að full­l­oknu því stjórn­ar­skeiði má nú segja að ekk­ert mark­vert hafi gerst í þessum efnum á síð­asta hluta þess annað en að til­raun for­sæt­is­ráð­herra í stjórn­ar­skrár­mál­inu varð sjálf­dauð og Mið­há­lend­is­þjóð­garð­ur­inn brot­inn nið­ur. Stjórn­ar­flokk­arnir hafa nú með nýjum sátt­mála skrifað sín eigin eft­ir­mæli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit