Um hvað á að kjósa?

Indriði H. Þorláksson fer yfir stóru verkefni stjórnmálamanna á næstu árum og hvernig ætti að leysa þau.

Auglýsing

Stór mál voru á dag­skrá kosn­inga­árið 2017. Panama­skjölin og póli­tíkur farsi í kjöl­far þeirra kveiktu vonir um að snúa mætti stjórn­mál­unum frá sér­hags­muna­gæslu til raun­veru­legra sam­fé­lags­um­bóta, fá nýja stjórn­ar­skrá, færa þjóð­inni arð­inn af nátt­úru­auð­lind­un­um, auka jöfn­uður og sann­girni í skatta­mál­um, hraða upp­bygg­ingu efn­is­legra og félags­legra inn­viða, styrkja umhverf­is­mál, auka jöfnuð í eigna- og tekju­skipt­ingu, koma á skil­virkara skatt­fram­kvæmd o.fl. Flestir flokkar tóku undir þau sjón­ar­mið. Stjórn­ar­mynd­unin eftir kosn­ingar olli því mörgum von­brigð­um. Ekki ein­asta það að fram­lengd voru völd flokka sem ekki voru þekktir að því að styðja slík mál af heil­indum en einnig hitt að málin voru flest afgreidd með óljósum fyr­ir­heitum en fáum tryggt braut­ar­gengi. Stjórn­ar­sátt­mál­inn var samn­ingur um óbreytt ástand að mestu.

Í grein­inni Ár veirunnar og ára­tugur g(l)eymdra verk­efna í Kjarn­anum um síð­ustu ára­mót rýndi ég í póli­tíska þróun frá Hruni þar til enn lifði fjórð­ungur kjör­tíma­bils­ins. Þar er dregið fram hvernig arf­leifð umbóta­stjórn­ar­innar 2009 til 2013 var brotin niður af næstu rík­is­stjórn uns hún ber­aði sig að spill­ingu og stjórn­leysi. Eftir kosn­ingar 2017 tók við stjórn mála­miðl­ana. Ákveðnum umbótum í umhverf­is­mál­um, sam­göngu­málum og heil­brigð­is­málum var lofað en að öðru leyti voru fyr­ir­heitin án skuld­bind­inga, byggð á ónýtri rík­is­fjár­mála­á­ætl­un.

Ekk­ert hefur gerst á þessu ári sem breytir þess­ari nið­ur­stöðum nema síður væri. Í lok þing­halds­ins dög­uðu sum umsamin stefnu­mál uppi og und­ar­leg veg­ferð stjórn­ar­skrár­máls­ins varð enda­slepp. Und­ir­liggj­andi ágrein­ingur innan stjórn­ar­flokk­anna er aug­ljós en ekki við­ur­kennd­ur. Allt umfram það litla sem tryggt var í stjórn­ar­sátt­mál­anum var kæft í fæð­ingu, vilji til að gera fyr­ir­heitin fjár­hags­lega mögu­leg fannst ekki og undir lokin er skulda­söfnun vegna COVID-19 notuð sem grýla til að draga úr vonum um félags­legar og fjár­hags­legar umbætur á næstu árum.

Auglýsing

Segja má að COVID-19 hafi bjargað orð­spori rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún brá verð­skuld­uðum ljóma á for­ystu hennar í sótt­varn­ar- og heil­brigð­is­málum og aðrar ráð­staf­anir hennar þótt umdeil­an­legri séu. Veiran kom í veg fyrir að stjórnin þurfi að standa frammi fyrir upp­gjöri á búi sínu í ljósi þeirra fyr­ir­heita sem lagt var upp með í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Í stað þess sanna stjórn­ar­flokk­arnir ágæti sitt með sig­ur­fánum úr stríð­inu við veiruna og geta litið fram hjá lof­orðum um bætta heil­brigð­is­þjón­ustu, auk­inn jöfn­uð, sann­girni í skatt­heimtu og ekki síst það að hafa sloppið við að hrófla við stjórn­ar­skránni og að stöðva ekki arð­rán á nátt­úru­auð­lindum lands­ins.

Með COVID-19 krepp­una að mestu leyti að baki hefði mátt ætla að stjórn­málin dræpu af sér dróma athafna­lít­illa mála­miðl­ana en svo er ekki því ekk­ert bólar á því hvernig þau ætla að taka á óleystum verk­efnum og engin fram­tíð­ar­sýn er á lofti. Nokkrar stjórn­mála­hreyf­ingar hafa að vísu stikað út ein­stök póli­tísk stefnu­mál en virð­ast ekki ná eyrum kjós­enda sem eru önnum kafnir við sum­ar­frí og Ólymp­íu­leika. Haust­kosn­ingar eru að vísu kjör­staða fyrir áhuga­menn um óbreytt ástand en doði sem þessi ætti ekki að ríkja í aðdrag­anda kosn­inga. Stóru málin sem urðu svo aug­ljós á hru­nár­unum og hafa skýrst síðan bíða enn úrlausnar og ný hafa bæst við. Mál­efna­skortur ætti ekki að hamla líf­legri póli­tískri umræðu. Nokkur meg­in­mál skulu nefnd.

I. Stjórn­ar­skrá­in, eign á nátt­úru­auð­lindum og auð­lindaarð­ur­inn

Ein­okun á fisk­veiði­heim­ildum án eðli­legs end­ur­gjalds fyrir þessa verð­mæt­ustu nátt­úru­auð­lind þjóð­ar­innar er kunn og æ betur kemur í ljós hvernig gróð­anum er komið undan skatt­lagn­ingu. Arður af vatns­orku er afhentur erlendum stór­fyr­ir­tækjum og hagn­aði þeirra komið undan skatt­lagn­ingu. Horfur eru á að svo fari einnig með nýt­ingu ann­arra nátt­úru­gæða svo sem aðstöðu til fisk­eld­is, lands til vind­orku­vinnslu og nýt­ingu sér­stakra nátt­úru­gæða í ferða­þjón­ustu.

Það að láta arð­inn af nátt­úru­auð­lindum þjóð­ar­innar renna í sam­eig­in­legan sjóð lands­manna er ekki skatt­heimta en hann er þó mik­il­væg tekju­lind sem dregur úr þörf á skatt­heimtu til að halda uppi vel­ferð. Fullt end­ur­gjald fyrir nýt­ingu nátt­úru­auð­lind­anna er því hagur almenn­ings í land­inu en með núver­andi fyr­ir­komu­lagi er hann svik­inn um arð­inn og greiðir sem því nemur hærri skatta. Raun­veru­legt og virkt eign­ar­hald þjóð­ar­innar á nátt­úru­auð­lind­unum er stærsta rétt­læt­is- og hags­muna­mál fyrir almenn­ing í land­inu.

Mark­mið þeirra flokka sem vilja gera breyt­ingar á auð­linda­málum ættu mót­ast af þessu og fela í sér ófrá­víkj­an­lega kröfu um að í stjórn­ar­skrá lands­ins verði kveðið á um að nátt­úru­auð­lindir lands­ins séu eign þjóð­ar­innar og að eign­ar­haldið sé virkt í þeim skiln­ingi að þjóðin ein eigi óskorað til­kall til alls arðs af þeim. Þeir flokkar sem því fylgja ættu að skuld­binda sig til að setja slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrána og að hún kveði á um að auð­lind­irnar verði nýttar af rík­inu eða sveit­ar­fé­lögum til almanna­þjón­ustu eða að fullt end­ur­gjald verði greitt fyrir nýt­ingu þeirra með auð­linda­gjaldi eða útboðum á leyfum til nýt­ingar til tak­mark­aðs tíma.

II. Hver á að borga COVID-19?

COVID-19 hrunið mun skilja eftir sig spor í fjár­málum rík­is­ins. Skuldir rík­is­sjóðs í árs­lok 2020 voru um 2.300 millj­arðar króna eða um 78% af VLF og höfðu hækkað um nálægt 20% af VLF milli ára. Til sam­an­burðar er að í árs­lok 2011 þegar jafn­vægi var að kom­ast á eftir Hrunið fóru skuld­irnar í um 110 % af VLF. Hækkun skulda­hlut­falls­ins nú gefur ýkta mynd af áhrifum COVID-19. Sam­dráttur VLF milli áranna 2019 og 2020 veldur því að hlut­fallið hækkar auk þess sem hluti skulda er vegna ráð­staf­an­anna hafa ekki áhrif á stöðu rík­is­sjóðs þegar til lengri tíma er lit­ið. Að mati Seðla­banka Íslands er umfang COVID-19 ráð­staf­ana rík­is­ins á árunum 2020 og 2021 sam­tals um 350 millj­arðar króna eða um 12% af VLF eins árs. Þar af er þó ein­ungis um þriðj­ungur vegna ráð­staf­ana sem hafa bein áhrif á afkomu rík­is­sjóðs, það svarar til um 120 millj­arða króna. Til sam­an­burðar var halli rík­is­sjóðs á árunum 2008 til 2010 áætlaður um 300 millj­arðar á verð­lagi þess tíma og vaxta­stig á skuldum rík­is­sjóðs var þá um eða yfir tvö­falt hærra en nú er. Fjár­hags­vandi rík­is­sjóðs vegna COVID-19 er ekki nema brot af því sem Hrunið hafði í för með sér og aðstæður til að mæta honum allt aðrar og betri en þá.

Þessar tölur mið­ast við að ekki komi til frek­ari ráð­staf­ana af hálfu rík­is­ins vegna COVID-19 t.d. þess að rík­is­sjóður fari að bjarga fyr­ir­tækjum með því að taka á sig lána­á­byrgðir eða með nýjum ákvörð­unum sama eðl­is. Þegar heyr­ast áköll um að ríkið losi ferða­þjón­ust­una við “ósjálf­bær­ar” skuldir sem vænt­an­lega þýðir að ríkið greiði þær. Hug­mynd sem þessi er einkum athygl­is­verð m.t.t. þess að stór hluti þess­ara skulda er hjá fyr­ir­tækjum í eigu stórra fjár­mála­fé­laga, fjár­fest­ing­ar­sjóða og eign­ar­halds­fé­laga en ekki hjá ein­yrkjum og smá­rekstri. Fjár­fest­ing, að hluta offjár­fest­ing, í ferða­þjón­ustu á und­an­förnum árum var drifin áfram af lána­stofn­unum sem hafa tryggt sig með veð­um. Nú, þegar skuld­ar­arnir kveina, stæra bank­arnir sig af tug­millj­arða afkomu­töl­um. Ekki er að sjá að þeir hafi axlað ábyrgð á lán­veit­ingum sínum með því að koma til móts við skuldu­naut­ana en treysta á að ríkið komi þeim til bjargar og tryggi lán­in. Þannig aðkoma rík­is­ins að skuldum ferða­þjón­ust­unnar yrði milli­færsla eigna frá almenn­ingi til banka og ann­arra fjár­magns­eig­enda, enn ein sönnun þess að engin kreppa er svo slæm að ekki megi hagn­ast á henni.

Auknar skuldir rík­is­sjóðs vegna COVID-19 eru vissu­lega nokkrar en þær eru ekki til­efni til rót­tækra aðhalds­að­gerða í vel­ferð­ar­þjón­ustu og upp­bygg­ingu inn­viða. Lækkun rík­is­út­gjalda umfram það að hætta efna­hags­legum COVID-19 ráð­stöf­unum öðrum en að bæta atvinnu­missi er lík­leg til að draga úr hag­vexti og kynni að festa atvinnu­leysi í sessi til lengri tíma. COVID-19 útgjöldin hafa verið greidd af skattfé almenn­ings og með lán­um, sem að óbreyttu yrðu end­ur­greidd af hon­um. Þótt vel hafi tek­ist að halda uppi kaup­mætti almenn­ings verður ekki fram hjá því litið að stór hluti auk­inna útgjalda hefur runnið til fyr­ir­tækja sem beinir styrkir eða greiðslur til að standa undir lög­bundnum skyldum þeirra án til­lits til þess hvort þau hefðu haft bol­magn til að standa undir þeim sjálf. Mörg félög í góðum rekstri hafi fengið greiðslur úr rík­is­sjóði og ætla má að með COVID-19 ráð­stöf­un­unum hafa þegar átt sé stað umtals­verð eigna­til­færsla frá almenn­ingi til eig­enda atvinnu­fyr­ir­tækja, sem taka þarf til­lit til við ákvarð­anir um “fjár­mögn­un” COVID-19 hruns­ins. Mæta þarf fjár­hags­legum afleið­ingum af COVID-19 með lang­tíma­sjón­ar­mið í huga með dreif­ingu á end­ur­greiðslu skulda á langan tíma og með sér­tækri tekju­öflun sem ekki yrði sótt í vasa almenn­ings.

III. Ónýtar rík­is­fjár­mála­á­ætl­anir

Hinn eig­in­legi vandi rík­is­fjár­mála er ekki skuldir rík­is­sjóðs og enn síður aukn­ing þeirra vegna COVID-19. Hann er fólg­inn í fyr­ir­hyggju­leysi, kreddu­festu, hlítni við sér­hags­muni og mis­beit­ingu fjár­hags­legra stjórn­tækja ára­tugum sam­an. Hag­saga síð­ustu hund­rað ára sýnir hvernig neysla sam­fé­laga breyt­ist með vax­andi vel­megun frá mettun frum­þarfa til almennrar vel­ferð­ar. Hluti efna­hags­starf­semi fær­ist þannig frá fram­leiðslu neyslu­vöru yfir í þjón­ustu af ýmsum toga en stór hluti hennar svo sem heil­brigð­is­þjón­usta, menntun o.fl. er þess eðlis að hana verður að veita á félags­legum grunni. Þetta veldur breyt­ingu á verka­skipt­ingu í sam­fé­lag­inu. Verk­efni sem sinnt er af sveit­ar­fé­lögum og rík­inu vaxa að til­tölu en önnur verk­efni drag­ast sam­an. Vægi ald­urs­hópa sem mestar kröfur gera um félags­lega þjón­ustu hefur farið vax­andi og styður þessa þró­un.

Rík­is­fjár­mála­á­ætlun til nokk­urra ára hefur verið byggð inn í fjár­laga­feril hér á landi og víðar að áeggjan alþjóð­legra stofn­ana eins og OECD og AGS í þeim til­gangi að auka fyr­ir­sjá­an­leika og fyr­ir­hyggju í rík­is­fjár­mál­um. Þessar stofn­anir lögðu áherslu á að sér­stakur gaumur yrði gef­inn að þeirri þróun opin­berra umsvifa sem að framan greinir með því að lagt yrði mat á vax­andi þörf fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu og aðra félags­lega þjón­ustu og í rík­is­fjár­mála­á­ætlun gerðar ráð­staf­anir til að mæta henni. Það var ekki gert. Í stað þess voru svo­kall­aðar fjár­mála­reglur byggðar inn í rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ina. Þær hafa það í för með sér að stjórn­mála­menn geta kom­ist hjá því að taka afstöðu til þarfa fyrir opin­bera þjón­ustu á hverjum tíma en falið sjálf­virkum reikni­reglum það hlut­verk með þeim árangri að í stað fram­sýni og fyr­ir­hyggju í rík­is­fjár­málum var stefnan mótuð með bak­sýn­is­speglinum og það haft að mark­miði að ná opin­berum útgjöldum niður í ein­hverja tölu úr for­tíð­inni. Þessi aðferða­fræði fellur vel að hug­mynda­fræði aft­ur­halds í félags­legum efnum og úreltri nið­ur­skurð­ar­stefnu í efna­hags­stjórn­un.

Afleið­ing þess­arar stefnu og nið­ur­brots á tekju­öflun rík­is­ins er að rík­is­sjóður er nú með við­var­andi und­ir­liggj­andi halla, vel­ferð­ar­kerfin eru fjársvelt, rík­is­rekst­ur­inn und­ir­fjár­magn­aður og slaki er í skatt­fram­kvæmd. Alvar­leg­asta ábend­ingin um þetta ástand sjáum við nú í því að okkar á margan hátt ágæta heil­brigð­is­kerfi er við það að hrynja þótt við­bót­ar­á­lag á það af völdum COVID-19 hafi verið minna en í flestum sam­an­burð­ar­hæfum löndum og minna en orðið hefði án hinnar skjótu þró­unar bólu­efna. Þetta sýnir glöggt að upp­bygg­ingu kerf­is­ins hefur ekki verið sinnt hvað varðar umfang þess og inn­viði.

Það að brjót­ast úr þess­ari stöðu er marg­falt stærra úrlausn­ar­efni en að takast á við fjár­hags­legar afleið­ingar COVID-19. Það kallar á raun­sætt mat á fjár­hags­legum þörfum vel­ferð­ar­kerf­anna og upp­bygg­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins svo og getu lands­ins til að veita borg­urum þá þjón­ustu. Þetta er stórt verk­efni en ekki óleys­an­legt fyrir eitt rík­asta sam­fé­lag heims en það verður ekki leyst nema á grund­velli almanna­hags­muna en ekki sér­hags­muna. Við úrlausn þess er ekk­ert pláss fyrir gamla kreddu­kenn­ingar eða töfra­lausn­ir.

IV. Auð­söfnun og auð­ræði

Sam­þjöppun eigna á fáar hendur og mis­skipt­ing tekna, sem henni fylgir, hefur sett mark sitt á efna­hags­mál og stjórn­mál á Vest­ur­löndum á síð­ustu ára­tug­um. Hag­vöxtur hefur ekki skilað sér til lægri tekju­hópa og víða hafa raun­tekjur lág- og milli­tekju­hópa staðið í stað ára­tugum sama þrátt fyrir vax­andi þjóð­ar­tekj­ur. Hér á landi hefur skatt­byrðin verið færð af tekju­háu fólki yfir á fólk með fólki með lægri tekj­ur. Van­rækt hefur verið að upp­færa skatt­kerfið í sam­ræmi við breyt­ingar á launum og verð­lagi, skatta­götum og snið­göngu­leiðum hefur fjölgað og stjórn­völd hafa breytt skatta­lögum til hags­bóta fyrir hátekju- og stór­eigna­fólk. Ríkj­andi stefna í auð­linda­málum einkum fisk­veiðum hefur verið upp­spretta auð­söfn­unar sem teygir sig til æ meiri fjár­hags­legra ítaka í öðrum atvinnu­grein­um.

Sam­þjöppun auðs eykur ójöfnuð í efna­hags­mál­um, mis­rétti í sam­fé­lag­inu og ósann­girni í skatta­mál­um. Hún leiðir einnig til alvar­legs lýð­ræð­is­halla, auð­ræð­is, þar sem hand­hafar auðs hafa mikil bein og óbein völd sem beitt er með stuðn­ingi við póli­tíska flokka, rekstri eða stuðn­ingi við fjöl­miðla og þrýst­ingi á stjórn­völd og Alþingi í gegnum hags­muna­sam­tök þeirra. Merki slíkrar vald­beit­ingar í þágu sér­hags­muna er víða að sjá í sögu skatta­breyt­inga og í reglu­af­námi í starfs­um­hverfi atvinnu­rekstrar á síð­ustu ára­tug­um. Af þessum ástæðum fer fjölg­andi þeim fræði­mönn­um, þjóð­fé­lags­rýnum og stjórn­mála­mönnum sem tala fyrir því að skatt­kerf­inu verði með mark­vissum hætti beitt til þess að draga úr sam­þjöppun auðs og hömlu­lausum flutn­ingi hans milli kyn­slóða sem elur af sér erfða­aðal og leiðir til spill­ing­ar.

Þrátt fyrir nokkra umræðu erlendis um aðgerðir í þessum efnum m.a. til að fjár­magna átökin við COVID-19 er stefna stjórn­valda hér óbreytt und­an­hald fyrir kröfum auð­manna um veik­ingu eft­ir­lits á sviði skatta- og sam­keppn­is­mála. Þessu þarf að breyta. Auk styrk­ingar eft­ir­lits­stofn­ana standa ýmsar ráð­staf­anir til boða til að draga úr auð­söfnun á fáar hendur sem jafn­framt kæmu sér vel til fjár­mögn­unar á vel­ferð­ar­kerf­unum svo sem hærri fjár­magnstekju­skattur með hóf­legu frí­tekju­marki, afnám íviln­andi skatta­á­kvæða svo sem frest­unar á skatt­lagn­ingu sölu­hagn­að­ar, virk skatt­lagn­ing eign­ar­halds­fé­laga, auð­legð­ar­skattur á breiðan eigna­stofn með háu frí­eigna­marki, skatt­lagn­ing erfða­fjár hjá arf­taka með nokkru frí­tekju­marki, og inn­heimta auð­lindaarðs­ins sem á síð­ustu árum hefur verið áber­andi þáttur í auðs­söfn­un­inni.

V. Sann­gjarnt skatt­kerfi

Góð skatt­lagn­ing á að byggj­ast á jafn­rétti og sann­girni. Skattar eiga leggj­ast eins á alla sem eins er statt um og dreif­ing skatt­byrði á að taka mið af greiðslu­getu borg­ar­anna. Auk ákvörð­unar um hvaða sköttum er beitt og hvernig skatt­hlut­föll eru skiptir meg­in­máli að skatt­stofn­arnir séu heild­stæð­ir, þ.e. taki með sama hætti til alls and­lags skatt­lagn­ingar hverju sinni. Mikið skortir á að skatt­kerfið hér á landi upp­fylli þær kröf­ur. Tekjum er nú skipt í stofna sem skatt­lagðar eru með mis­mun­andi hætti, aðrar eru und­an­þegnir skatt­lagn­ingu eða henni frestað í það enda­lausa. Sama á við um eignir að því leyti sem þær hafa áhrif á skerð­ingar og bætur eða ef þær sæta skatt­lagn­ing­u..

Stærsta hluti tekna rík­is­ins er aflað með óbeinum skött­um, einkum virð­is­auka­skatti og marg­vís­legum vöru­gjöld­um. Þessir skattar leggj­ast þyngst á tekju­lága þ.e. skatt­byrðin lækkar með vax­andi tekjum og eign­um. Til að vega á móti því verður önnur skatt­heimta, beinir skatt­ar, að vinna þar á móti en til þess þarf tekju­skatts­kerfi með stíg­andi skatt­hlut­föllum en ekki síður að skatt­stofn­inn nái til allra tekna með sama hætti og að ekki sé litið fram hjá þætti eigna í mati á greiðslu­getu og sann­girni í skatt­lagn­ingu.

Allt frá upp­töku stað­greiðslu­kerf­is­ins hefur tekju­skatts­kerf­ið, vilj­andi og óvilj­andi, verið notað til þess að færa til skatt­byrði frá tekju­hærri, einkum tekju­hæstu, hópum sam­fé­lags­ins yfir á hinna tekju­lægri með breyt­ingum á kerf­inu eða van­rækslu á að upp­færa það. Þessu til við­bótar hafa verið gerðar breyt­ingar á félaga­rétti og opnað fyrir fjár­mála­sam­skipti milli landa án þess að líta til þeirra breyt­inga sem það hafði fyrir skatt­lagn­ingu einkum mögu­leika á að koma tekjum undan henni. Flókið net eign­ar­halds­fé­laga og fjár­magns­færslur milli þeirra gera það að verkum að stórum hluta tekna í sam­fé­lag­inu er komið fram hjá skatt­lagn­ingu og skrán­ing á atvinnu­rekstr­ar- og fjár­mála­eignum er ógagn­sæ. Afleið­ing af þessu er að þegar allt er talið, beinir skattar og óbein­ir, er mesta skatt­byrði að finna hjá lág­tekju­fólki og fólki með með­al­tekjur en hátekju­fólk er lág­skatta­fólk og fjöldi stór­eigna­fólks er á papp­ír­unum svo tekju­lágt að greiða þarf útsvar þeirra úr rík­is­sjóði.

Margoft hefur verið bent á nauð­syn þess að gera rót­tækar breyt­ingar á þessu en án árang­urs ef frá eru talin árin 2009 til 2013 en breyt­ingar þess tíma voru að miklu leyti dregnar til baka síð­ar. Efndir á fyr­ir­heitum um breyt­ingar eftir það hafa verið mátt­litl­ar. Þekktar eru árang­urs­ríkar leiðir til breyt­inga á skömmum tíma með þrepa­skiptu tekju­skatts­skatt­kerfi, láta allar tekju­teg­undir bera tekju­skatt og útsvar, setja lág­marks­skatt á rekstr­ar­tekjur og tekjur af hvers kyns sjálf­stæðri starf­semi og leggja á auð­legð­ar­skatt. Breyt­ingar á skatt­lagn­ingu félaga, einkum eign­ar­halds­fé­laga, afnám frest­un­ar­reglna og und­an­tekn­inga eru einnig nauð­syn­legar en þurfa vænt­an­lega eitt­hvað lengri und­ir­bún­ing.

VI. Skil­virk skatt­fram­kvæmd

Sann­gjörn skatt­lagn­ing bygg­ist ekki bara á þeim reglum sem gilda um álagn­ingu skatta heldur þarf að vera tryggt að þær nái til allra með sama hætti. Skortir á jöfn­uði í skatt­lagn­ingu á Íslandi er ekki bara vegna ófull­nægj­andi skatt­lagn­ing­ar­reglna því fleira kemur til. Er þar einkum að nefna skatta­göt, þ.e. frá­vik og und­an­þágur frá almennum reglum sem opna leiðir til skatta­snið­göngu, félaga­lög­gjöf sem auð­veldar mönnum að virkja skatta­göt og kom­ast hjá skatt­lagn­ingu, skipu­lagða skatta­snið­göngu með aðstoð sér­fræð­inga svo og veik­burða skatt­eft­ir­lit og skatt­rann­sókn­ir.

End­ur­skoða þarf ákvæði skatta­laga sem gera enda­lausa frestun skatt­lagn­ingar mögu­lega og skatt­lagn­ingu tekna eign­ar­halds­fé­laga sem ekki eru af raun­veru­legri atvinnu­starf­semi svo og skatt­lagn­ingu eig­enda slíkra félaga. Kanna hvort taka eigi upp lág­marks­skatt­lagn­ingu félaga sem mið­ist við rekstr­ar­hagnað án fjár­magnsliða. Enn fremur þarf að huga að fjár­hags­legum sam­skiptum tengdra aðila einkum ef þeir eru ekki báðir hér á landi til að koma í veg fyrir skatta­snið­göngu með falskri milli­verð­lagn­ingu.

Jafn­ræði gagn­vart skatt­lagn­ingu næst ekki nema með öfl­ugu eft­ir­liti og skatt­rann­sókn­um. Þótt flestir skatt­borg­arar sýni skatta­lögum hlítni er vitað að nokkur hluti þeirra notar skatt­svik eða aðra snið­göngu til að kom­ast undan skött­um. Hópur ráð­gjafa hefur af því fram­færi að veita aðstoð á þessu sviði og eru oft upp­hafs­menn skatta­snið­göngu. Við því þarf að bregð­ast með því að styrkja eft­ir­litið og herða þær refs­ingar sem skatt­svik hafa í för með sér ekki síst þegar þau eru byggð á skipu­lögð­um, flóknum eigna­tengslum og fjár­flutn­ing­um. Til þess að glíma við slík mál verður skatt­eft­ir­lit og skatt­rann­sóknir að vera öfl­ugt og sjálf­stætt. Það er óvið­un­andi að það sé háð ákvörð­unum og vild póli­tískra aðila á því á hverjum tíma hvort skatt­rann­sóknir fara fram og nauð­syn­legt er að finna þeim starfs­grund­völl sem tryggir óhæði þeirra.

VII. Hvað á að kjósa?

Innan skamms munu borg­arar lands­ins gera upp hug sinn og ákveða hvaða flokk þeir kjósa og með því hvernig land­inu verður stjórnað á næst­unni. Í því efni er að mörgu að hyggja, mörgu öðru en bara því sem rakið er hér að fram­an. Í hugum sumra eru önnur mál mik­il­væg­ari, sumir vilja meiri áherslur og aðgerðir í umhverf­is­mál­um, aðrir vilja öfl­ugra mennta­kerfi, enn aðrir vilja koma sam­starfi við önnur Evr­ópu­ríki og gjald­eyr­is­mál upp úr hjól­förum þjóð­remb­ings og ein­angr­un­ar. Þessi mál eru öll mik­il­væg og þörf á að ræða og leiða til lykta. Þau mál sem eru meg­in­efni þess­arar greinar hér að framan eru á tvennan hátt grund­völlur og for­senda að lausn þeirra.

Ann­ars vegar eru þau grund­vall­ar­mál í þeim skiln­ingi að þau snú­ast ekki bara um fjár­mál heldur fyrst og fremst um jafn­rétti og sann­girni. Á meðan gæðum lands­ins er mis­skipt á milli borg­ara þess með vald­boði sem stríðir gegn rétt­læt­is­til­finn­ingu alls þorra lands­manna og á meðan byrðar af því að halda hér uppi sæmi­lega sið­uðu sam­fé­lagi eru lagðar á án nokk­urrar sann­girni næst ekki sú félags­lega sam­kennd og sam­staða sem þarf til að taka á öðrum krefj­andi verk­efnum og leysa þau.

Hins vegar þarf einnig að hafa í huga að stór sam­fé­lags­verk­efni kosta mikið fé og krefj­ast fyr­ir­hyggju í fjár­mál­um. Það fé sem ein­stak­lingar og sam­fé­lagið allt hefur úr að spila, þ.e. afrakst­ur­inn af gæðum lands­ins, starfi lands­manna og eignum þeirra, er tak­mark­aður á hverjum tíma. Þessum gæðum þarf að ráð­stafa með ábyrgum hætti milli verk­efna ein­stak­linga og sam­fé­lags­verk­efna á grund­velli almanna­hags­muna. Til þess þarf umgjörð rík­is­fjár­mála að vera traust og gagnsæ og byggj­ast á raun­sæju mati á þörfum sam­fé­lags­ins og getu til að upp­fylla þær.

Án þess að almenn­ingur telji sig lifa í rétt­látu og sann­gjörnu sam­fé­lagi og án stjórn­ar­fars sem byggir ákvarð­anir á raun­sæi og almanna­heill en ekki kreddum eða ósk­hyggju næst ekki sam­staða um stór verk­efni. Kjós­endur hafa nú valið í sinni hendi. Þeir kjós­endur sem vilja raun­veru­legar umbætur eiga að skoða stefnu­skrá flokk­anna með þær í huga og láta sér ekki nægja inn­an­tóm slag­orð og lýð­skrum. Þeir eiga að spyrja flokk­ana gagn­rýnna spurn­inga og krefja fram­bjóð­endur svara um þau mál­efni sem fjallað er um hér að fram­an, um form­legt og raun­veru­legt eign­ar­hald á nátt­úru­auð­lindum lands­ins, um efna­hags­legt upp­gjör á COVID-19 á grund­velli almanna­hags­muna, um upp­bygg­ing vel­ferðar með fram­sæk­inni fjár­mála­á­ætl­un, um auð­söfnun og auð­ræði, um sann­gjarnt skatt­kerfi og öflug skatt­fram­kvæmd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar