Hinn kaldi faðmur kerfisins

Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins gerir upp árið 2021.

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar er þrá­stagl­ast á orð­inu vel­sæld. Ætl­unin sé að vaxa til meiri vel­sældar í vel­sæld­ar­sam­fé­lagi fram­tíð­ar­innar og tryggja þannig for­sendur vel­sældar núver­andi og kom­andi kyn­slóða. Öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi sé und­ir­staða jöfn­unar og tryggi að við getum öll blómstrað í vel­sæld. Síð­ast en ekki síst bendir for­sæt­is­ráð­herra hreykin á að Ísland hafi skipað sér í for­ystu alþjóð­legs sam­starfs um þróun vel­sæld­ar­mæli­kvarða!

Orðið vel­sæld merkir vellíð­an, vel­meg­un, ham­ingja. Aug­ljóst er að núver­andi rík­is­stjórn vill láta kenna sig við þetta útbólgna hug­tak og því blasir við heitið Vel­sæld­ar­rík­is­stjórnin. En vel­sæld fyrir hverja? Fyrir öryrkja? Fyrir aldrað fólk? Fyrir lág­launa­fólk? Fyrir börn sem búa í sára fátækt? Nei. Þessum hópum er áfram ætlað að búa við basl og óvissu. Væri nafnið Rík­is­stjórn vesældar kannski betur við hæfi?

50% kjaragliðnun

For­sæt­is­ráð­herra vill ekki skipta á Íslandi í dag og Íslandi árið 2007. Frá þessum tíma hefur kjaragliðnun almanna­trygg­inga orðið allt að 50% og kjaragliðn­unin heldur áfram í boði vel­sæld­ar­rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Skerð­ingar og keðju­verk­andi skerð­ingar halda áfram. Fyr­ir­huguð 5,6% hækkun almanna­trygg­inga skilar ekki 15.000 kr. því að eftir skatta og skerð­ingar og keðju­verk­andi skerð­ingar verður ekk­ert eftir hjá þeim verst settu. Skerð­ing­arof­beldið fer um almanna­trygg­inga­kerfið og það yfir í félags­kerfi bæj­ar- og sveit­ar­stjórna, sem er ekk­ert annað en 100% eigna­upp­taka þeirra best settu hjá þeim verst settu. Öryrkjar með 65 aura á móti krónu skerð­ingu, sem er ekk­ert annað en ávísun á sára fátækt: 1% hækkun hjá öryrkjum umfram verð­bólgu, því­lík ofrausn, 1%, 1.500 kr. eftir skatt. Hvað verður eftir af þeim 1.500 kr. þegar það er búið að fara í gegnum skerð­ing­ar, bæði almanna­trygg­inga­kerfis og sveit­ar­fé­laga? Nákvæm­lega ekk­ert!

Þeir verst settu hafa beðið í nærri fimm ár og verða því miður að bíða enn eftir rétt­læt­inu. Von­andi ekki í fjögur ár í við­bót. Víst er að við hjá Flokki fólks­ins munum berj­ast með oddi og egg fyrir þessa þjóð­fé­lags­hópa og höfum m.a. lagt fram fjöl­mörg þing­frum­vörp þar að lút­andi. Við ein­beitum okkur að bar­átt­unni gegn fátækt og krefj­umst rétt­lætis fyrir alla í ríku landi. Lág­marks­fram­færsla verði 350.000 kr. skatta- og skerð­inga­laust!

Óásætt­an­legir biðlistar

Þróun heil­brigð­is­mála á Íslandi und­an­farin ár er líka mikið áhyggju­efni. Úreltar flokkspóli­tískar áherslur hafa veikt heil­brigð­is­kerfið undir miklu álagi með löngum biðlistum eftir lækn­is­með­ferð. Víst er að þjón­ustu­þeg­inn, sjúk­ling­ur­inn, er ekki þunga­miðja kerfis þar sem það er bann­orð að nýta þjón­ustu einka­að­ila, jafn­vel í neyð. Í skýrslu sem ég fékk í vor í sam­bandi við biðlista kemur fram hve kulnun í starfi er orðin áber­andi meðal heil­brigð­is­starfs­fólks. Þessi kulnun kemur ekki ein­göngu til vegna ofur­mann­legs vinnu- og vakta­á­lags. Áhyggjur starfs­fólks af því að sjá ekki fram á að geta afgreitt biðlistana og sinnt bráð­veiku fólki vega þar þungt.

Auglýsing

Ég hef sér­stakar áhyggjur af því skeyt­ing­ar­leysi rík­is­stjórn­ar­innar að hafa ekki samið við sjúkra­þjálf­ara, sér­greina­lækna og tal­meina­fræð­inga. Hún neitar að semja við þetta fólk og hvaða afleið­ingar hefur það haft? Svo koma stjórn­ar­liðar upp í ræðu­stól Alþingis hver á fætur öðrum og segj­ast hafa lækkað greiðslu­kostnað í heil­brigð­is­kerf­inu. Stað­reyndin er hins vegar sú að þeir hafa ekki lækkað hann neitt, bara fært hann til og þar hefur hann auk­ist. Nú láta stjórn­völd fólkið ein­fald­lega borga sjálft fyrir sjúkra­þjálfun og með­ferð sér­greina­lækna og tal­meina­fræð­inga. Þar með er málið afgreitt – kerfis­kostn­að­ur­inn lækk­aður og hægt að monta sig af því. Svo er stokkið um borð í vel­sæld­ar­hrað­lest­ina og skálað fyrir árangrin­um!

Rík­is­fram­leiðsla á öryrkjum

Tökum líka sem dæmi krabba­meins­leit sem tekur allt of langan tíma. Það sem á að taka tvær til þrjár vikur tekur fimm til sex mán­uði og þegar loks­ins kemur að við­kom­andi ein­stak­lingi er það kannski orðið of seint. Þessi staða er auð­vitað grafal­var­legur veik­leiki á íslensku heil­brigð­is­kerfi. Og hver er afsökun rík­is­stjórn­ar­innar aftur og aft­ur? Hvers vegna vantar hjúkr­un­ar­fræð­inga? Hvers vegna eru 1.000 hjúkr­un­ar­fræð­ingar ekki að vinna sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar? Það er ein­falt mál að upp­lýsa. Það er vegna þess að aðstæð­urnar eru ekki boð­legar á sjúkra­hús­un­um; álag, kulnun og laun sem sam­svara alls ekki ábyrgð og álagi.

Rík­is­stjórn­in, með því skeyt­ing­ar­leysi sem hún hefur sýnt í þessum mál­um, er hrein­lega að búa til verk­smiðju sem fram­leiðir öryrkja til fram­tíð­ar. Stjórn­ar­liðar furða sig einatt á þess­ari þróun og segja að eitt­hvað rót­tækt þurfi að gera eitt­hvað í öryrkja­mál­um. Það sé nán­ast nátt­úru­lög­mál að þeir spretti upp eins og á færi­bandi og verði til úr engu.

Hér er vert að benda á að stærsti hluti öryrkja glímir við geð­heil­brigð­is­vanda. Og hver er staðan í geð­heil­brigð­is­málum á Íslandi? Á það ekki að hringja öllum við­vör­un­ar­bjöll­um? Segir það okkur ekki bara hreint og beint að þetta er á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þetta eru afleið­ingar af gerðum henn­ar, af biðlista­kerf­inu? Ég tel að meðan svo er geti rík­is­stjórnin ekki komið aftur og aftur fram og sagt að það sé eins og öryrkjarnir spretti upp úr ein­hverju tóma­rúmi og það þurfi að lemja þá nið­ur. Það er í verka­hring stjórn­valda að horfast í augun við raun­veru­leik­ann og átta sig á orsökum og afleið­ingu.

Við erum búin að vera í þess­ari bar­áttu núna í tvö ár. Biðlistar í heil­brigð­is­kerf­inu hafa tvö­faldast, jafn­vel þre­fald­ast á sumum stöð­um. Eitt slær mann líka rosa­lega þegar maður hittir ein­stak­linga sem eru að bíða eftir lið­skipta­að­gerðum og sér­stak­lega þegar um eldri ein­stak­linga er að ræða. Einn þeirra kvaðst vita af því að hann gæti farið í lið­skipta­að­gerð til Sví­þjóðar með þre­földum kostn­aði en hann gat það ekki vegna þess að hann er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, hann getur ekki ferð­ast. Hann spurði hvort hann gæti þá gengið yfir göt­una og farið í aðgerð­ina hjá einka­reknum aðilum hér á landi með þrefalt lægri kostn­aði. Nei, þá yrði hann að borga sjálf­ur, sem hann átti ekki pen­ing fyr­ir! Fyrir vikið er þessi maður öryrki.

Virð­ing­ar­leysi er kjarni vand­ans

Kjarni vand­ans er virð­ing­ar­leysi stjórn­valda gagn­vart aðstæðum fólks, sér­stak­lega þeirra ein­stak­linga sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu. Höfum hug­fast að þessir ein­stak­lingar eru mann­eskjur af holdi og blóði með til­finn­ing­ar, vonir og löngun eftir betra lífi en ekki súlu­rit eða excel skjöl á tölvu­skjá. Það er for­gangs­verk­efni að koma þessu fólki til hjálpar og hrífa það úr köldum faðmi ómann­eskju­legs og skiln­ings­vana kerf­is. Tryggjum öllum rétt­læti í okkar ríka landi!

Höf­undur er vara­for­maður og þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiÁlit