Samkeppnishæfni til framtíðar

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mikilvæg samstarfsverkefni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hafi liðið fyrir pólitíska óvissu á árinu. Verkefnum hafi miðað hægt og önnur ekki komist á dagskrá.

Auglýsing

Árið sem nú er að líða hefur ein­kenn­st m.a af póli­tískri óvissu. Örum rík­is­stjórn­ar­skiptum fylgdu ólíkar áherslur og sýn. Mik­il­væg sam­starfs­verk­efni stjórn­valda og ferða­þjón­ust­unnar liðu því fyrir stöð­una, verk­efnum mið­aði hægt og önnur komust ekki á dag­skrá. Stað­reynd­irnar tala sínu máli og ferða­mönnum fjölg­aði svo um mun­ar. Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar áætla að gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ust­unni á árinu muni nema 535 millj­örðum króna eða ríf­lega 40% af heild­ar­út­flutn­ings­tekjum þjóð­ar­inn­ar. Vöxt­ur­inn hefur verið mik­ill og tel ég að bæði greinin og þjóðin hafi tek­ist á við þessar áskor­anir með ein­dæmum vel. Við stönd­umst vænt­ingar erlendra ferða­manna og þeir hafa skapað fáheyrðan efna­hags­bata. Til að svo megi áfram vera þarf að tryggja sjálf­bærni grein­ar­inn­ar, bæði sjálf­bærni nátt­úru og félags- og efna­hags­lega sjálf­bærni, sem kallar á sam­starf stjórn­valda, atvinnu­lífs og almenn­ings.

Auglýsing

Eitt mál stóð þó upp úr á árinu sem er að líða og var það bæði umdeilt og illa ígrundað og hefði skert sam­keppn­is­stöðu ferða­þjón­ust­unnar ef af hefði orð­ið. Hér er um ræða áform þáver­andi rík­is­stjórnar um hækk­un VSK á ferða­þjón­ust­una um 118% og færa grein­ina þannig úr lægra þrepi VSK kerf­is­ins í það efra sem er án for­dæma í helstu sam­keppn­is­löndum okk­ar. Er rétt að minna á að ferða­þjón­ustan er útflutn­ings­at­vinnu­grein, salan fer fram á erlendum mark­aði í sam­keppni við aðra áfanga­staði þó að afhend­ing þjón­ust­unnar fari fram á Íslandi. Því getur öll röskun stjórn­valda hér á landi á starfs­skil­yrðum haft skað­leg áhrif á við­skipti inn­lendra fyr­ir­tækja þvert á landa­mæri. Það er því sér­stakt fagn­að­ar­efni að ný rík­is­stjórn hefur horfið frá þessum áform­um. Sorg­legt er þó að hugsa til alls þess tíma og orku sem fór í það að vinda ofan áformum þessum á sama tíma og önnur mik­il­væg og upp­byggi­leg mál sátu á hak­an­um. Þá olli umræðan ein og sér fyr­ir­tækjum búsifj­u­m.  

Þrátt fyrir vöxt und­an­far­inna ára eru blikur á lofti. Staða fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu hefur almennt veikst enda er ekki línu­legt sam­band milli fjölg­unar ferða­manna og afkomu grein­ar­innar eins og ætla mætti við fyrstu sýn. Fyr­ir­tækin hafa fjár­fest veru­lega í innviðum und­an­farin ár eða fyrir um 188 millj­arða á tíma­bil­inu 2015-16. Þá hafa miklar launa­hækk­anir tekið í ásamt því að styrk­ing krón­unnar og breytt neyslu­mynstur ferða­manna hefur tekið sinn toll. Stöðugt rekstr­ar­um­hverfi, skil­virkt reglu­verk, upp­bygg­ing og skýr sýn eru lyk­il­for­sendur jákvæðrar þró­unar og hlúa þarf að þeim for­send­um.

Þá er mik­il­vægt að tryggja að allir aðilar sitji við sama borð og greiði skatta og skyldur sam­kvæmt gild­andi lög­um. Má þar horfa til þeirra 16,7 millj­arða króna tekna sem hér­lend íbúða­gist­ing í gegn­um Air­bnb hefur aflað fyrstu 10 mán­uði árs­ins. Ef sköttum og skyldum af þessum við­skiptum væri skilað í rík­is­sjóð myndi hann sjálf­krafa vaxa um millj­arða, og munar um minna.

Leggja þarf áherslu á að tryggja stöðu ferða­þjón­ust­unnar til fram­tíð­ar. Ef umræðan á alfar­ið, og ein­göngu, að snú­ast um enn frek­ari gjald­heimtu af grein­inni í stað upp­bygg­ingar er voð­inn vís. Gleymum því ekki að verð­mæti og sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­grein­anna er grund­vall­ar­for­senda þess að unnt er að efla aðra inni­viði hér á landi, s.s. heil­brigð­is­þjón­ustu og mennta­kerfi þar sem þörf á upp­bygg­ingu er ávallt til stað­ar. Áætlað er að um 50% af hag­vexti síð­ustu ára megi rekja beint og óbeint til ferða­þjón­ust­unnar og að greinin hafi skilað um 54 millj­örðum beint í sjóði ríkis og sveit­ar­fé­laga á árinu 2016. Það þarf því að hlúa að mjólk­ur­kúnni. 

Vit­unda­vakn­ing hefur átt sér stað um mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unnar fyrir íslenskt sam­fé­lag, sér­kennum og áskor­unum sem og nauð­syn sam­tals og sam­starfs við grein­ina. Í lok nýlið­ins árs tók ný rík­is­stjórn til starfa og óska ég henni vel­farn­aðar og von­ast til þess að eiga við hana gott og upp­byggi­legt sam­starf um hags­muna­mál grein­ar­innar næstu ár. Ég hef miklar vænt­ingar og stjórn­ar­sátt­mál­inn lofar góðu. Ég vil trúa því að orðum hans fylgi efndir en hefja þarf stór­sókn í upp­bygg­ingu inn­viða ferða­þjón­ust­unnar sem og að tryggja stöðugt rekstr­ar­um­hverfi hennar og sjálf­bærni til fram­tíð­ar. Þannig er sam­keppn­is­hæfni grein­ar­innar best tryggð sem skilar sér í auk­inni hag­sæld okkar allra til fram­tíð­ar.  

Meira úr sama flokkiÁlit