Sjávarútvegur og fiskeldið stóðust áskoranir ársins 2021

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir upp árið sem er að líða.

Auglýsing

Nýr frysti­tog­ari, Bald­vin Njáls­son GK 400, kom til lands­ins í lok nóv­em­ber. Nes­fiskur í Garði á Reykja­nesi gerir skipið út. Smíði skips­ins hófst árið 2019 og stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa upp­lýst að fjár­fest­ingin fari yfir 5 millj­arða króna. Þegar smíði hófst var heim­ilt að veiða 272 þús­und tonn af þorski. Nú, þegar skipið er komið til lands­ins, er heim­ilt að veiða rúm­lega 220 þús­und tonn. Sam­drátt­ur­inn nemur tæpum 20% á tveimur árum.

Nið­ur­sveifla í ráð­lögðum þorskafla hefur áhrif

Það er ekki nýtt að leyfi­leg heild­ar­veiði á þorski sveiflist á milli ára. En eftir breyt­ingar á svo­kall­aðri afla­reglu, hefur frá árinu 2009 verið góður stíg­andi í ráð­lagðri veiði. Nú slær tíma­bundið í bak­seglið, en stofn­inn er engu að síður stór og veiði úr honum mun aukast á kom­andi árum, þó ekki sé útlit fyrir að það verði strax. Þetta leiðir hug­ann að nýja frysti­tog­ar­an­um, Bald­vini Njáls­syni. Aug­ljós­lega hefur það nokkur áhrif á greiðslu­getu fyr­ir­tæk­is­ins þegar sam­dráttur verður í þorsk­veiði. Í til­felli þess skips nemur sam­drátt­ur­inn tæpum 1.000 tonn­um. Þetta gæti staðið undir veiði í um það bil sex vik­ur. Að sjálf­sögðu verða fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi að aðlaga sig að óvæntum breyt­ingum í líf­ríki hafs­ins. En þetta sýnir hversu mik­il­vægt það er að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki séu vel rekin og fjár­mögn­uð. Þau þurfa að takast á við nátt­úr­una og duttl­unga hennar á hverju ári.

Loks fannst loðnan

Árin 2019 og 2020 var ekki heim­ilt að veiða loðnu við Ísland. Tap þjóð­ar­bús­ins vegna þess nam tug millj­örðum króna. Þarna á það sama við og í til­felli Bald­vins Njáls­son­ar, mörg upp­sjáv­ar­fyr­ir­tæki hafa verið að fjár­festa fyrir tugi millj­arða á und­an­förnum árum, bæði í skipum og vinnsl­um. Þessi fyr­ir­tæki urðu að sæta því að engar tekjur komu frá loðnu­veiði tvö ár í röð. Að sjálf­sögðu er þetta ekki aðeins á annan veg­inn; þegar loðnan gaf sig í sumar veidd­ist hún á besta tíma og úr varð verð­mæt loðnu­ver­tíð. Og það sama mun ger­ast í þorsk­inum þegar fram líða stund­ir.

Auglýsing

Saga sjáv­ar­út­vegs við Ísland geymir fleiri dæmi um hrun fiski­stofna með miklum efna­hags­legum afleið­ing­um. En þó er sjáv­ar­út­vegur enn í dag ein öfl­ug­asta stoð efna­hags­legrar hag­sældar þjóð­ar­inn­ar. Hann stóð af sér net­bóluna, hrun banka­kerf­is­ins og kór­ónu­veiruna. Það var ekki til­vilj­un, það er beint sam­hengi milli þess hvernig veiðum við Ísland er háttað og þess hversu sterk og sveigj­an­leg atvinnu­greinin er. Af þeim þjóðum heims sem stunda ein­hvern sjáv­ar­út­veg að ráði, má full­yrða að það er hvergi eins vel staðið að honum og gert er á Íslandi. Víða er vel gert, en hvergi bet­ur.

Öfl­ugar haf­rann­sóknir eru grunn­for­senda verð­mæta­sköp­unar

Einn af lyk­il­þátt­unum í kerf­inu eru rann­sóknir í haf­inu sem hvíla á herðum Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Áskor­anir á næstu árum í sjáv­ar­út­vegi tengj­ast breyt­ingum í umhverfi, svo sem breyt­ingum á lofts­lagi, vist­kerfi sjávar og útbreiðslu fiski­stofna. Þá eru öfl­ugar rann­sóknir nauð­syn­legar til að fylgj­ast með þeim breyt­ingum sem eiga sér stað á íslenskum haf­svæðum og krefj­ast grunn­rann­sókna og auk­innar vökt­un­ar, til dæmis breyt­ingar á loðnu­stofn­in­um. Svo þetta sé mögu­legt þurfa stjórn­völd að gera brag­ar­bót. Þess sér því miður ekki stað í frum­varpi til fjár­laga þar sem hlut­deild mála­flokks­ins í aðhalds­kröfu mál­efna­sviðs nemur 97 millj­ónum króna. Það er rétt að taka undir að gæta skal aðhalds í útgjöldum úr sam­eig­in­legum sjóð­um. En í til­felli Haf­rann­sókna­stofn­unar skal á það bent, að vand­aðar rann­sóknir eru for­senda þess að auð­lindin í haf­inu verði nýtt á ábyrgan og sjálf­bæran hátt. Þá má bæta því við að fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið hvílir á vís­inda­legri nálgun við nýt­ingu. Útgjöld til haf­rann­sókna geta því skilað marg­földum ávinn­ingi. Og um það eru mörg dæmi.

Lax­inn tekur flugið

Ísland er að stimpla sig ræki­lega inn sem fram­leið­andi á hágæða laxi. Útflutn­ings­verð­mæti á laxi er komið í tæpa 33 millj­arða króna á fyrstu 11 mán­uðum árs­ins og er það um 33% aukn­ing á milli ára á föstu gengi. Á nokkuð skömmum tíma hefur tek­ist að skapa mik­il­vægar tekjur fyrir þjóð­ar­búið – og það sem meira er um vert, þá aukast veru­lega atvinnu­tekjur og verð­mæt störf á svæðum á lands­byggð­inni sem hafa átt undir högg að sækja. Þessi auknu umsvif sjást greini­lega í tölum af vinnu­mark­aði. Af öllum atvinnu­greinum er hlut­falls­leg fjölgun laun­þega í ár hvergi meiri en í fisk­eldi, en aukn­ingin er ríf­lega 13% á milli ára. Þetta má sjá í tölum Hag­stof­unnar um stað­greiðslu­skyldar launa­greiðslur á fyrstu 9 mán­uðum árs­ins. Það þarf því að hlúa áfram að þess­ari atvinnu­starf­semi og styðja við frek­ari upp­bygg­ingu, í sátt við nátt­úru og sam­fé­lag. Og það er eins með lax­eldi og sjáv­ar­út­veg, ef engin er fjár­fest­ingin eru engin fram­leiðslu­tæki. Nú ber svo við að það eru Norð­menn sem sjá sér hag í því að fjár­festa í íslensku fisk­eldi. Þeim fjár­fest­ingum ber að fagna og þær eru af hinu góða. Norð­menn eru fremstir þjóða í lax­eldi í sjó og af þeim má margt læra.

Mik­il­vægt að halda sjó í póli­tísku umróti

Heilt yfir var góður gangur í íslenskum sjáv­ar­út­vegi í ár, þrátt fyrir að ekki vant­aði áskor­an­ir. Nýt­ing auð­linda er í eðli sínu mjög póli­tískt mál og því má alltaf gera ráð fyrir að tek­ist sé á um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, með einum eða öðrum hætti, á vett­vangi stjórn­mála. Og það var að ein­hverju leyti til umræðu í kosn­ingum til þings í haust. Það er ærið verk­efni fyrir atvinnu­grein­ina að halda sjó í slíku umróti. En það er mik­il­vægt. Verk­efni atvinnu­grein­ar­innar fólust því í að halda verð­mæta­sköpun áfram, ásamt því að vinna meðal ann­ars að frek­ari sam­drætti í olíu­notk­un, enn betri umgengni við auð­lind­ina, mark­aðs­málum og nýjum kjara­samn­ingi sjó­manna. Margt gekk þar vel, á meðan önnur verk­efni taka lengri tíma. Í þeim verður áfram unnið á kom­andi ári.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit