Sjávarútvegur og fiskeldið stóðust áskoranir ársins 2021

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir upp árið sem er að líða.

Auglýsing

Nýr frysti­tog­ari, Bald­vin Njáls­son GK 400, kom til lands­ins í lok nóv­em­ber. Nes­fiskur í Garði á Reykja­nesi gerir skipið út. Smíði skips­ins hófst árið 2019 og stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa upp­lýst að fjár­fest­ingin fari yfir 5 millj­arða króna. Þegar smíði hófst var heim­ilt að veiða 272 þús­und tonn af þorski. Nú, þegar skipið er komið til lands­ins, er heim­ilt að veiða rúm­lega 220 þús­und tonn. Sam­drátt­ur­inn nemur tæpum 20% á tveimur árum.

Nið­ur­sveifla í ráð­lögðum þorskafla hefur áhrif

Það er ekki nýtt að leyfi­leg heild­ar­veiði á þorski sveiflist á milli ára. En eftir breyt­ingar á svo­kall­aðri afla­reglu, hefur frá árinu 2009 verið góður stíg­andi í ráð­lagðri veiði. Nú slær tíma­bundið í bak­seglið, en stofn­inn er engu að síður stór og veiði úr honum mun aukast á kom­andi árum, þó ekki sé útlit fyrir að það verði strax. Þetta leiðir hug­ann að nýja frysti­tog­ar­an­um, Bald­vini Njáls­syni. Aug­ljós­lega hefur það nokkur áhrif á greiðslu­getu fyr­ir­tæk­is­ins þegar sam­dráttur verður í þorsk­veiði. Í til­felli þess skips nemur sam­drátt­ur­inn tæpum 1.000 tonn­um. Þetta gæti staðið undir veiði í um það bil sex vik­ur. Að sjálf­sögðu verða fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi að aðlaga sig að óvæntum breyt­ingum í líf­ríki hafs­ins. En þetta sýnir hversu mik­il­vægt það er að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki séu vel rekin og fjár­mögn­uð. Þau þurfa að takast á við nátt­úr­una og duttl­unga hennar á hverju ári.

Loks fannst loðnan

Árin 2019 og 2020 var ekki heim­ilt að veiða loðnu við Ísland. Tap þjóð­ar­bús­ins vegna þess nam tug millj­örðum króna. Þarna á það sama við og í til­felli Bald­vins Njáls­son­ar, mörg upp­sjáv­ar­fyr­ir­tæki hafa verið að fjár­festa fyrir tugi millj­arða á und­an­förnum árum, bæði í skipum og vinnsl­um. Þessi fyr­ir­tæki urðu að sæta því að engar tekjur komu frá loðnu­veiði tvö ár í röð. Að sjálf­sögðu er þetta ekki aðeins á annan veg­inn; þegar loðnan gaf sig í sumar veidd­ist hún á besta tíma og úr varð verð­mæt loðnu­ver­tíð. Og það sama mun ger­ast í þorsk­inum þegar fram líða stund­ir.

Auglýsing

Saga sjáv­ar­út­vegs við Ísland geymir fleiri dæmi um hrun fiski­stofna með miklum efna­hags­legum afleið­ing­um. En þó er sjáv­ar­út­vegur enn í dag ein öfl­ug­asta stoð efna­hags­legrar hag­sældar þjóð­ar­inn­ar. Hann stóð af sér net­bóluna, hrun banka­kerf­is­ins og kór­ónu­veiruna. Það var ekki til­vilj­un, það er beint sam­hengi milli þess hvernig veiðum við Ísland er háttað og þess hversu sterk og sveigj­an­leg atvinnu­greinin er. Af þeim þjóðum heims sem stunda ein­hvern sjáv­ar­út­veg að ráði, má full­yrða að það er hvergi eins vel staðið að honum og gert er á Íslandi. Víða er vel gert, en hvergi bet­ur.

Öfl­ugar haf­rann­sóknir eru grunn­for­senda verð­mæta­sköp­unar

Einn af lyk­il­þátt­unum í kerf­inu eru rann­sóknir í haf­inu sem hvíla á herðum Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Áskor­anir á næstu árum í sjáv­ar­út­vegi tengj­ast breyt­ingum í umhverfi, svo sem breyt­ingum á lofts­lagi, vist­kerfi sjávar og útbreiðslu fiski­stofna. Þá eru öfl­ugar rann­sóknir nauð­syn­legar til að fylgj­ast með þeim breyt­ingum sem eiga sér stað á íslenskum haf­svæðum og krefj­ast grunn­rann­sókna og auk­innar vökt­un­ar, til dæmis breyt­ingar á loðnu­stofn­in­um. Svo þetta sé mögu­legt þurfa stjórn­völd að gera brag­ar­bót. Þess sér því miður ekki stað í frum­varpi til fjár­laga þar sem hlut­deild mála­flokks­ins í aðhalds­kröfu mál­efna­sviðs nemur 97 millj­ónum króna. Það er rétt að taka undir að gæta skal aðhalds í útgjöldum úr sam­eig­in­legum sjóð­um. En í til­felli Haf­rann­sókna­stofn­unar skal á það bent, að vand­aðar rann­sóknir eru for­senda þess að auð­lindin í haf­inu verði nýtt á ábyrgan og sjálf­bæran hátt. Þá má bæta því við að fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið hvílir á vís­inda­legri nálgun við nýt­ingu. Útgjöld til haf­rann­sókna geta því skilað marg­földum ávinn­ingi. Og um það eru mörg dæmi.

Lax­inn tekur flugið

Ísland er að stimpla sig ræki­lega inn sem fram­leið­andi á hágæða laxi. Útflutn­ings­verð­mæti á laxi er komið í tæpa 33 millj­arða króna á fyrstu 11 mán­uðum árs­ins og er það um 33% aukn­ing á milli ára á föstu gengi. Á nokkuð skömmum tíma hefur tek­ist að skapa mik­il­vægar tekjur fyrir þjóð­ar­búið – og það sem meira er um vert, þá aukast veru­lega atvinnu­tekjur og verð­mæt störf á svæðum á lands­byggð­inni sem hafa átt undir högg að sækja. Þessi auknu umsvif sjást greini­lega í tölum af vinnu­mark­aði. Af öllum atvinnu­greinum er hlut­falls­leg fjölgun laun­þega í ár hvergi meiri en í fisk­eldi, en aukn­ingin er ríf­lega 13% á milli ára. Þetta má sjá í tölum Hag­stof­unnar um stað­greiðslu­skyldar launa­greiðslur á fyrstu 9 mán­uðum árs­ins. Það þarf því að hlúa áfram að þess­ari atvinnu­starf­semi og styðja við frek­ari upp­bygg­ingu, í sátt við nátt­úru og sam­fé­lag. Og það er eins með lax­eldi og sjáv­ar­út­veg, ef engin er fjár­fest­ingin eru engin fram­leiðslu­tæki. Nú ber svo við að það eru Norð­menn sem sjá sér hag í því að fjár­festa í íslensku fisk­eldi. Þeim fjár­fest­ingum ber að fagna og þær eru af hinu góða. Norð­menn eru fremstir þjóða í lax­eldi í sjó og af þeim má margt læra.

Mik­il­vægt að halda sjó í póli­tísku umróti

Heilt yfir var góður gangur í íslenskum sjáv­ar­út­vegi í ár, þrátt fyrir að ekki vant­aði áskor­an­ir. Nýt­ing auð­linda er í eðli sínu mjög póli­tískt mál og því má alltaf gera ráð fyrir að tek­ist sé á um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, með einum eða öðrum hætti, á vett­vangi stjórn­mála. Og það var að ein­hverju leyti til umræðu í kosn­ingum til þings í haust. Það er ærið verk­efni fyrir atvinnu­grein­ina að halda sjó í slíku umróti. En það er mik­il­vægt. Verk­efni atvinnu­grein­ar­innar fólust því í að halda verð­mæta­sköpun áfram, ásamt því að vinna meðal ann­ars að frek­ari sam­drætti í olíu­notk­un, enn betri umgengni við auð­lind­ina, mark­aðs­málum og nýjum kjara­samn­ingi sjó­manna. Margt gekk þar vel, á meðan önnur verk­efni taka lengri tíma. Í þeim verður áfram unnið á kom­andi ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiÁlit