Eflum framlínustéttina kennara

Magnús Þór Jónsson segir að sækja þurfi í raddir kennara og þeirra sérfræðiþekkingu og nýta hana í umræðu um bætt skólastarf fyrir nemendur og kennara – samfélaginu öllu til heilla.

Auglýsing

Ára­mót eru ávallt tíma­mót þar sem við setj­umst niður til að fara yfir árið sem er að kveðja. Hvað skilur það eft­ir, hverjir voru áfangar á leið­inni en á sama hátt að horfa fram á veg­inn til nýrra tíma með ný verk­efni og áskor­an­ir.

Það má leiða nokkur rök að því að það ár sem nú er að ljúka, renni á ein­hvern hátt inn í það sem á undan því fór. Ástæðu þess er að finna í yfir­stand­andi bar­áttu heims­byggðar gegn COVID-far­aldr­in­um. Líkt og á árinu 2020 gekk á ýmsu í því verk­efni og í fram­tíð­inni er ekki ólík­legt að horft verði til þess­arar bar­áttu sem tíma­bils frekar en ein­stakra ára, enda reglu­lega að rísa og falla bylgjur í far­aldri sem fer nú yfir sín önnur ára­mót.

Það er stórt verk­efni að halda sam­fé­lagi gang­andi í slíkum aðstæð­um, láta kerfin vinna áfram okkur öllum til heilla. Í íslenskum skólum hefur verk­efnið verið leyst með eft­ir­tekt­ar­verðum hætti, eða hvað?

Auglýsing

Ég velti því fyrir mér hvort að sá árangur sé næstum orð­inn sjálf­sagð­ur. Gerir sam­fé­lagið okkar sér grein fyrir þeim verk­efnum sem hafa verið leyst um allt land, hvort sem er í fjöl­menni eða fámenni og í ólíkum skóla­gerð­um. Skóla­starf bygg­ist á lang­tíma­hugsun þar sem mark­miðs­setn­ing eru vörður á leið nem­enda í gegnum skóla­fer­il­inn, feril sem hefst við fyrsta dag leik­skóla­göng­unnar og leiðir í gegnum grunn­skól­ann yfir í frekara nám í fram­halds­skóla. Inn­grip COVID-19 í þennan feril hefur frá fyrsta degi verið veru­legt þar sem við höfum ein­fald­lega ekki þekkt þær hindr­anir sem birt­ust og þýddu lang­tíma fjar­veru nem­enda frá skóla­göngu og ólíkar leiðir til að bregð­ast við þeirri fjar­veru. Reglu­lega hafa kenn­arar þurft að end­ur­skoða verk­lag sitt, svo end­ur­skoða end­ur­skoð­un­ina og á köflum bara byrjað upp á nýtt. Kenn­arar voru kall­aðir til fram­línu­starfa í upp­hafi far­ald­urs­ins, með engum fyr­ir­vara var vinnu­stöðunum skipt upp í ný vinnu­svæði, vægi náms­greina sveifl­að­ist og síð­ast en alls ekki síst komu upp smit í nem­enda- og starfs­manna­hópum sem höfðu áhrif á allt starf­ið.

Fundur á fyrsta skipu­lags­degi míns vinnu­staðar eftir að alvaran varð ljós í mars 2020 mun aldrei renna mér úr minni. Strax þá var ljóst að þrátt fyrir mik­inn ugg voru starfs­menn skól­anna til­búnir í það verk­efni sem okkur var rétt og þá án for­dæma. Vinnu­staður sem byggðir á þeim atriðum sem ég hef áður nefnt og með sam­skipti barna og full­orð­inna sem kjarna í öllu sínu starfi varð að end­ur­hugsa allt. Auk þess hefur allan þennan tíma verið ljóst að starfs­fólkið væri það sem lík­leg­ast var að verða fyrir smitum þar sem að tugir og hund­ruðir barna komu til starfa úr ólíkum áttum og áttu alltaf vísan stað í skól­un­um. Leik­skóla­börn, þar sem auð­vitað ekki var hægt að gæta fjar­lægð­ar, grunn­skóla­börn sem muna ekki alltaf eftir réttum göngu­leiðum eða hólfum í skipu­lagi og fram­halds­skóla­nem­endur sem hafa stundað nám án þess í raun að eiga félags­líf í nokkrar ann­ir.

Allt voru þetta ný verk­efni fyrir íslenska skóla sem þrátt fyrir allt hafa í gegnum allan þennan feril verið opn­ir. Það hefur á engum tíma­punkti verið ein­falt, það má öllum vera ljóst, en skóla­fólk hefur haldið áfram í æðru­leysi og náð takti við síbreyti­legar aðstæð­ur. Það hefur tek­ist á við sterkan mót­vind, barist við sína eigin þreytu í aðstæð­unum og lagt sig fram um að koma til móts við þreytu sam­fé­lags í kringum skól­ana sína sem auð­vitað hefur orðið vart við.

Í skóla­byrjun lið­ins hausts vorum við eins og aðrir í sam­fé­lag­inu von­góð um að náðst hefðu góð tök á veirunni, það góð að ákveðið var að kalla skól­ana til frekara sam­starfs við Almanna­varnir og voru þeir beðnir um að taka að sér smitrakn­ingu þeirra smita sem upp kæmu í barna­hópn­um. Eins og áður tóku skól­arnir það verk­efni að sér sem fram­línu­stofn­anir í bar­átt­unni. Ég held þó að engan hafi órað fyrir því álagi sem því hefur fylgt. Þessir þrír síð­ustu mán­uðir árs­ins hafa í mörgum skólum ein­kennst af smit­um, langt umfram þær vænt­ingar sem gerðar voru í byrjun skóla­árs­ins. Það hefur verið gríð­ar­legt álag fyrir stjórn­endur skóla sem ítrekað hafa lent í smitrakn­ingum að takast á við það verk, verk sem því miður hefur þýtt að minni tími er til fyrir fag­legt starf. Tugir starfs­fólks skól­anna hafa lent í sótt­kví, smit­gát eða smit­ast enda nýjasta afbrigði veirunnar það sem að leggst helst á börn sem enn hafa ekki verið bólu­sett.

Við erum bjart­sýn þjóð og æðru­leysi kenn­ara í sínum aðstæðum má ekki van­meta. Það er algjör­lega ljóst að þetta ástand hefur myndað mikið álag í störfum þeirra sem starfa í skól­unum okkar frá­bæru og við verðum að horfa til þess á nýju ári. Mikil umræða fer nú fram um bólu­setn­ingar barna sem ekki verður til lykta leidd af skóla­fólki en vonir standa til þess að slík bólu­setn­ing fækki smitum á meðal barna, smitum sem hafa skipt hund­ruðum nú í haust. Ef ástandið heldur áfram líkt og við höfum séð und­an­farnar vikur verður að hugsa leiðir til að draga úr álagi á starfs­fólk skóla. Við­brögð við fjölda smita hafa verið mis­mun­andi eftir sveit­ar­fé­lögum og skóla­stofn­un­um. Við höfum séð skóla loka tíma­bundið á meðan aðrir skólar hafa haldið sínu starfi áfram þó sami fjöldi eða jafn­vel enn fleiri hafi smit­ast. Hér þarf skóla­sam­fé­lagið að fá skýr­ari skila­boð og ekki síst heim­ilin sem skila­boðin ber­ast til. Það hefur valdið óþarfa nún­ingi milli heim­ila og skóla þegar skóla­stjórn­endur hafa verið þeir sem þurfa að taka ákvarð­anir sem hafa íþyngj­andi áhrif á heim­il­in. Þá stöðu viljum við leið­rétta.

Á árinu var kynnt rann­sókn þar sem nið­ur­stöður leiddu í ljós að um fjórð­ungur íslenskra grunn­skóla­kenn­ara væru með ein­kenni kuln­un­ar. Það er ástand sem verður að bregð­ast við án nokk­urrar tafar þar sem áherslu verður að leggja á líðan kenn­ar­ans í starfi og að bæta starfs­um­hverfi hans. Líðan er ein af stóru breyt­unum í skóla­starfi, það á bæði við um líðan barna og full­orð­inna. Til að kenn­ar­inn nái árangri þá þarf honum að líða vel, það er svo ein­falt og í þeirri vinnu sem á að leiða til bættrar líð­anar á að sjálf­sögðu að leita eftir röddum kenn­ara sjálfra og horfa til þeirra leiða sem þeir telja árang­urs­rík­ar. Þar þarf að horfa til hefð­bund­inna starfs­að­stæðna eins og hús­næðis og hús­gagna, skoða fram­boð náms­efnis og ann­ars sem telst til kennslu­gagna skóla­stof­unn­ar.

Það þarf líka að horfa til aðstæðna sem byggja á mann­lega þætt­in­um, þátta eins og hópa­stærða undir stjórn hvers kenn­ara, sam­setn­ingu hóps­ins og eftir aðstæðum bregð­ast við með aðstoð inn á gólf kennslu­stof­unnar þar sem hennar er þörf.

Það þarf einnig að horfa til þeirra hlut­verka sem sam­fé­lagið leggur skól­anum til. For­ráða­menn og skóla­fólk eru sam­herjar sem ná mestum árangri þar sem sam­tal er grund­völlur ætl­aðs árang­urs og sam­skiptin byggja á. Hér skiptir máli að við horfum til skóla­stig­anna allra. Leik­skól­arnir eru fyrsta skóla­stig­ið, þeirra metn­að­ar­fulla starf er fyrsta varðan á leið­inni og þar er byggður grunnur undir allt frekara skóla­starf, fræðslu­hlut­verkið sífellt að verða skýr­ara og eldri hug­myndir um leik­skól­ann sem gæslu­stofnun löngu úrelt­ar. Íslenskir grunn­skólar hafa unnið að stefnu­mótun skóla án aðgrein­ing­ar. Auð­vit­að, því eng­inn vill skóla með aðgrein­ingu! Horfa þarf til þess hvernig hug­mynda­fræði skóla án aðgrein­ingar er útfærð því hún kallar vissu­lega á ein­stak­ling­smiðun náms og árangur byggir á því að leitað sé mis­mun­andi leiða til að ná til allra nem­enda. Því er mik­il­vægt að kenn­ar­inn fái stuðn­ing til að nýta raun­próf­aðar og árang­urs­ríkar kennslu­að­ferðir og kennslu­tæki fyrir ólík við­fangs­efni. Fram­halds­skólar eru nú starfs­vett­vangur mun stærri hóps í árgangi en við höfum áður þekkt. Það er vel en þar liggja líka áskor­anir sem þarf að mæta. Hér má segja að á und­an­förnum árum hafa kröf­urnar um að koma til móts við alla nem­endur auk­ist í réttu hlut­falli við auk­inn fjölda þeirra í fram­halds­skól­un­um.

Í öllum þessum mik­il­vægu verk­efnum er álagið á kenn­ar­ana. Íslenskir kenn­arar eru metn­að­ar­fullur og ósér­hlíf­inn hópur sem horfir til lausna og það verður að tryggja að starfs­að­stæður þeirra séu með þeim hætti að þeir geti nýtt og ræktað hæfi­leika sína nem­endum sínum til heilla. Í því felst einnig leiðin til að bregð­ast við þeirri stöðu sem birt­ist í fyrr­nefndri könnun á kulnun á meðal grunn­skóla­kenn­ara, hér þarf ekki rýni­hópa eða þing­nefnd­ir, kenn­arar vita hver lyk­ill­inn er að bættri líðan og það þarf að hlusta eftir röddum þeirra.

Einn þáttur í starfi kenn­ar­ans er að sjálf­sögðu launa­lið­ur­inn. Þegar þetta er ritað þá eru samn­inga­við­ræður í gangi milli þeirra aðilda­fé­laga Kenn­ara­sam­bands­ins sem gera samn­inga við sveit­ar­fé­lög­in. Auk hefð­bund­inna samn­inga­við­ræðna er nú unnið að því að jafna laun sér­fræð­inga sem vinna hjá sveit­ar­fé­lögum og ríki við þau laun sem eru greidd á almennum mark­aði. Á und­an­förnum árum hefur mikil vinna verið lögð í að finna út sam­an­burð launa­hópa og óhætt er að segja að þegar rýnt er í þann sam­an­burð er launa­mun­ur­inn milli starfs­heita skól­anna og ann­arra sér­fræðis­viða slá­andi!

Þegar litið er til kenn­ara þá eru heild­ar­laun þeirra metin 17% undir með­al­tali sér­fræð­inga og eru þeir þar neðstir á meðal þeirra starfs­mann­hópa sem metnir eru. Sam­bæri­legar stéttir t.d. innan heil­brigð­is­geirans eru um 20% yfir með­al­tal­inu og hæstir tróna sér­fræð­ingar innan fjár­mála­geirans, 33% yfir umræddu með­al­tali. Enn meiri munur er þegar horft er til stjórn­enda. Stjórn­endur í fræðslu­geir­anum eru 25% undir með­al­tali og þar má sjá stjórn­endur í heil­brigð­is­geir­anum er í með­al­tali og í fjár­mála­geir­anum standa stjórn­endur best, eru 63% yfir með­al­laun­um.

Vissu­lega hafa náðst ákveðnir áfangar í launa­bar­áttu aðild­ar­fé­laga KÍ á und­an­förnum árum en það hlýtur að vera öllum ljóst að klára þarf það verk að jafna laun þeirra við sam­bæri­leg störf! Umræða um þjóð­ar­sátt um að bæta laun kenn­ara í sam­ræmi við þær vænt­ingar sem við sem sam­fé­lag gerum til skóla­starfs hefur reglu­lega skotið upp koll­in­um. Sú umræða nær yfir­leitt alla leið til rekstr­ar­að­ila skól­anna, ríkis og sveit­ar­fé­laga, en þar stöðvast hún býsna oft. Skóla­starf skiptir meiri­hluta heim­ila á Íslandi máli, á þeim flestum eru ein­stak­lingar sem þiggja þjón­ustu skóla­kerf­is­ins og sem betur fer eru kröfur um gæða­starf háar. Raddir heim­ila sem óska þess heit­ast að kenn­arar barna þeirra séu sáttir við starfs­um­hverfi sitt og laun hljóma iðu­lega og eftir þeim verður að hlusta. Það voru mér ákveðin von­brigði að sjá hversu litla athygli mennta­mál fengu í alþing­is­kosn­ingum nú í haust en okkur má öllum vera ljóst að í þeim sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum sem framundan eru nú vorið 2022 verða mennta­mál að vera í algerum for­gangi. Tölu­vert hefur verið rætt um tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna sem ákveðna hindrun fyrir fjár­magni til skóla­starfs og þegar kemur að því að bæta laun kenn­ara. Þá umræðu þarf að taka í sam­hengi við þjón­ustu­óskina við skól­ana okkar þannig að hljóð og mynd fari sam­an.

Nýskip­aður mennta­mála­ráð­herra hefur á und­an­förnum árum sýnt fram­sækni þegar kemur að mál­efnum barna og ég bind miklar vonir við árang­urs­ríkt sam­starf ráðu­neytis hans og Kenn­ara­sam­bands Íslands með það að leið­ar­ljósi að bæta enn frekur gott skóla­starf í leik-, grunn-, fram­halds- og tón­list­ar­skólum lands­ins. Til að svo megi verða þarf að sækja í raddir kenn­ara og þeirra sér­fræði­þekk­ingu, nýta hana í umræðu um bætt skóla­starf fyrir nem­endur og kenn­ara, sam­fé­lag­inu öllu til heilla.

Skóla­starf nútím­ans leggur grunn að far­sælli fram­tíð. Það veit íslensk þjóð og nú er lag að leiða allan þann góða hug til skól­anna sem býr í þjóð­arsál­inni. Á næstu árum getum við svo sann­ar­lega tekið fram­sækin skref til enn betri skóla fyrir íslenska þjóð, sann­kall­aða þjóð­ar­sátt.

Ég full­vissa alla um það að íslenskir kenn­arar koma að því borði sem sú metn­að­ar­fulla og fram­sækna fram­varð­ar­sveit sem allir hafa orðið varir við í bar­átt­unni við COVID, áræðni þeirra og æðru­leysið sem hefur verið lyk­ill að árangri í þeirri bar­áttu, munu þeir virkja í öllum sínum verkum hér eftir sem hingað til.

Við viljum gera góða skóla enn betri og ég er hand­viss um að íslensk þjóð er þar alger­lega með okkur í liði! Ég hlakka til þeirra verk­efna sem nýtt ár réttir mér um leið og ég kveð við­burð­ar­ríkt ár. Megi gæfa og gjörvi­leiki fylgja okkur öllum á árinu 2022.

Höf­undur tekur við emb­ætti for­manns KÍ í apríl á næsta ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit