Aðsendar Framlínufólkið
Aðsendar

Þau stóðu vaktina

Langar vaktir á öllum tímum sólarhringsins. Hlífðarfatnaður frá toppi til táar. Allir, allir, allir samstíga. Kjarninn tók viðtöl við framlínufólk í faraldrinum þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Fólkið sem notaði alla sína þekkingu og innsæi til að reyna að bjarga mannslífum.

Þessi hjúkrun er það erf­ið­asta sem þú getur lent í,“ sagði Ólöf Svein­björg Sig­urð­ar­dótt­ir, hjúkr­un­ar­deild­ar­stjóri gjör­gæsl­unnar í Foss­vogi, í sam­tali við Kjarn­ann 2. apr­íl. Að veikj­ast af nýjum sjúk­dómi, lenda á gjör­gæslu og jafn­vel í önd­un­ar­vél er ógn­vekj­andi. „Já, fólk er hrætt,“ sagði Ólöf.Þennan dag voru yfir þús­und manns í ein­angrun með COVID-19 hér á landi og enn hafði far­ald­ur­inn ekki náð hámarki. Dag­inn á undan höfðu 99 greinst með veiruna. Fjórtán sjúk­lingar lágu á gjör­gæslu­deild með sjúk­dóminn, gjör­gæslu­deild sem hafði verið stækkuð um helm­ing til að takast á við álagið sem skap­að­ist. Nokkrum dögum áður, 24. mars, varð fyrsta dauðs­fallið á Land­spít­al­anum vegna COVID-19. Þau áttu eftir að verða tíu í þess­ari fyrstu bylgju far­sótt­ar­inn­ar.Aðstand­endur gátu ekki verið við hlið ást­vina sinna á dán­ar­beði vegna sýk­ing­ar­hætt­unnar en Ólöf sagði þá sýna ástand­inu skiln­ing og að auð­mýkt ein­kenndi allt og alla.Auglýsing

Inn­lagnir á sjúkra­hús urðu fleiri en spár gerðu ráð fyr­ir. Alvar­leiki veik­ind­anna var meiri. Oft­sinnis hafa verið fluttar fréttir af óboð­legu álagi á Land­spít­ala síð­ustu ár en það sem blasti við í mars og apríl var allt að því óraun­veru­legt.„Það er verið að gera allt sem hægt er fyrir þessa sjúk­linga, allt sem við vitum að hægt er að gera við þessar aðstæð­ur,“ sagði Ólöf. „Við erum alltaf að læra, við erum að sjá hvað er hægt að gera bet­ur. Og kynnum okkur það allra nýjasta í þeim efn­um. Við ætlum að láta þetta ganga og gerum eins vel og við get­u­m.“Þegar í upp­hafi far­ald­urs­ins var stofnuð sér­stök bak­varða­sveit heil­brigð­is­starfs­fólks og fjöl­margir skráðu sig og voru mættir „á gólf­ið“ á Land­spít­al­anum skömmu síð­ar.  „Ég stend á öxlum risa,“ sagði Laufey Stein­dórs­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur um end­ur­komu sína á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans og hið færa fag­fólk sem þar starfar, í við­tali við Kjarn­ann 13. apr­íl. Laufey hafði vaknað einn morg­un­inn og fundið að hún ætti að skrá sig í bak­varða­sveit­ina. „Ég hlust­aði á hjarta mitt sem er minn besti veg­vísir og það sagði að þetta væri það sem mér væri ætlað að ger­a.“Laufey hafði unnið á gjör­gæslu­deild­inni áður en fyrir nokkrum árum, eftir gríð­ar­legt álag, örmagn­að­ist hún á sál og lík­ama. Hún hóf að hlúa betur að sjálfri sér og lærði að kenna jóga og hug­leiðslu.Laufey hafði staðið utan við gjör­gæsl­una í ára­tug og horft með lotn­ingu á starfið sem þar fer fram. Þetta er fólkið sem stendur ávallt sína plikt, sagði hún, hvort sem það er mót­vindur eða með­vindur í sam­fé­lag­inu og efna­hags­líf­inu. „Þau eru þarna á sínum stað, til­búin að gera allt sem þau geta til að bjarga líf­i.“Þrátt fyrir að það hafi verið sér­stak­lega mikið álag á gjör­gæslu­deild­inni í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins sagði Laufey allt ganga eins og vel smurð vél. „Þetta ástand er auð­vitað engu líkt. Deildin hefur stækkað dag frá degi og nýtt starfs­fólk komið inn. Sam­taka­mátt­ur­inn og sam­staðan hjá öllu starfs­fólk­inu er ótrú­lega mik­il. Það er eins og þetta fólk verði bara öfl­ugra þegar svona ástand skellur á.“Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn og fjög­urra barna móð­irin Arna Rut O. Gunn­ars­dótt­ir, sem búsett er á Akur­eyri, skráði sig einnig í bak­varða­sveit­ina og flaug suður til að leggja sitt af mörk­um. „Ég er búin að vinna tíu vaktir á níu dög­um. Svo já, ég neita því ekki að ég er lúin. Ég þurfti aðeins að kúpla mig út og sjá börn­in,“ sagði hún í við­tali við Kjarn­ann 11. apr­íl. Arna hætti að vinna sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur árið 2018 og hafði ekki endi­lega hugsað sér að snúa aftur í það starf. Hún hafði sér­hæft sig í svæf­inga­hjúkrun og sú þekk­ing og reynsla sem hún hafði frá Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri, varð til þess að fljót­lega eftir að hún skráði sig í bak­varða­sveit­ina var hún beðin að koma strax til starfa enda álagið á Land­spít­al­anum í hámarki. Um það leyti sem Arna kom inn á gjör­gæsl­una í Foss­vogi voru yfir fjöru­tíu inniliggj­andi með COVID-19 á sjúkra­húsi, þar af yfir tíu á gjör­gæsl­unni. Deildinni var umturnað á fyrstu dögum hennar í starfi. Nauð­syn­legt var að þre­falda mönn­un­ina og rúmum var fjölgað úr sex í átján.„Þetta var alveg svaka­legt ástand, satt best að segja,“ sagði Arna. Álagið var það mikið að hún þurfti tvisvar sinnum að fram­lengja veru sína í Reykja­vík og breyta flug­mið­anum norð­ur. „Mað­ur­inn minn er líka í vakta­vinnu svo að við urðum að und­ir­búa pössun fyrir börnin okkar á meðan ég færi suður og hann væri að vinna. Allir voru boðnir og búnir að hjálpa okk­ur. Það eru fleiri en við heil­brigð­is­starfs­fólk sem hafa svarað kall­in­u!“

Nið­ur­lægj­andi álags­greiðslaArna sneri svo aftur á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans og vann alla pásk­ana. Í við­tali við Kjarn­ann í lok júní, þegar sér­stakar álags­greiðslur til heil­brigð­is­stafs­manna voru greiddar úr, var þyngra hljóð í henni. Fyrir 170 vinnu­stundir í miðjum far­aldri hafði höfðu rúmar 16 þús­und krónur komið í hennar hlut. Það fannst henni nið­ur­lægj­andi eftir að hafa gefið sig alla í vinn­una. Ríkið hafði sett millj­arð í álags­greiðsl­urnar en þær voru mið­aðar við fast starfs­hlut­fall í mars og apríl en Arna, líkt og aðrir bak­verð­ir, voru ekki í fastri vinnu. „Ég tók allan mesta álags­tím­ann,“ sagði Arna. „Og nið­ur­staðan er þessi upp­hæð.“Sjúkra­lið­inn og lög­fræði­nem­inn Ásta Mart­eins­dóttir skráði sig einnig í bak­varða­veit­ina. Hún tók ekki loka­próf í lög­fræð­inni í Háskól­anum í Reykja­vík síð­asta vor heldur nýtti sér það að geta fengið árangur ann­ar­innar met­inn svo hún gæti lagt sitt af mörkum í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna. Fyrsta dag apr­íl­mán­aðar var hún mætt á vakt á smit­sjúk­dóma­deild­ina í Foss­vogi þar sem fjöldi COVID-­sjúk­linga lá. Hún við­ur­kenndi í við­tali við Kjarn­ann um miðjan apríl að fyrst þegar hún mætti inn á sjúkra­stofu til sjúk­linga, klædd varn­ar­bún­aði frá hvirfli til ilja, hafi hún orðið and­stutt og hugsað hvað hún væri eig­in­lega búin að koma sér út í. „En þessi hræðsla gufaði fljótt upp. Ótt­inn við að vera að setja sig í hættu­legar aðstæður hvarf. Ég treysti gall­anum mínum og aðlag­að­ist ástand­inu mjög fljótt.“Stór hluti af starfi sjúkra­liða fellst í að hlúa að líðan sjúk­ling­ana, tala við þá og hug­hreysta. Fólk sem þarf að leggj­ast inn á spít­ala líður oft illa and­lega, ekki síst þegar það er með nýjan sjúk­dóm sem getur verið lífs­hættu­leg­ur. „Fyrst þegar sjúk­lingar leggj­ast inn á deild­ina þá líður mörgum þeirra ekki vel,“ sagði Ásta.Hún vann langar og erf­iðar vaktir í hlífð­ar­fatn­að­inum sem gat tekið veru­lega á. „En peppið frá sam­fé­lag­inu er gíf­ur­lega gef­andi. Manni líður pínu­lítið eins og íþrótta­manni með stuðn­ings­menn á hlið­ar­lín­unni. Að finna þennan stuðn­ing er virki­lega hvetj­and­i.“Kristín Bára Bryn­dís­ar­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur sagð­ist í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun apríl ekki hafa hikað í „eina mín­útu“ við að skrá sig í bak­varða­sveit­ina þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veik­indi í nokkur ár. 

„Við tökum því sem svo sjálf­sögðum hlut að vakna hvern dag, fá að draga and­ann og vera til En það er ekki sjálf­sagður hlut­ur. Ég veit það, því ég hef unnið á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans,“ sagði hún um þann lær­dóm sem hún hefur dregið af sínum veik­ind­um. „Og þegar það er heims­far­aldur þá hjálpar maður til. Það er bara þannig. Eitt sinn hjúkr­un­ar­fræð­ingur ávallt hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Við erum öll í þessu sam­an.“Sjúkra­lið­inn Haf­dís E. Bjarna­dóttir sagð­ist hafa upp­lifað alls­konar til­finn­ingar í upp­hafi far­ald­urs­ins. Hún er í skurð­stofuteymi Land­spít­al­ans við Hring­braut og sinnir því veiga­mikla hlut­verki að sótt­hreinsa tæki og tól, m.a. svæf­ing­ar­vél­arn­ar. „Þetta var svo nýtt og ólíkt öllu því sem við þekkt­u­m,“ sagði hún í við­tali við Kjarn­ann 1. maí. Hún, líkt og aðrir starfs­menn Land­spít­ala, voru nán­ast í ein­angrun utan vinnu, hitti fáa til að lág­marka smit­hætt­u.  „Barna­börnin eru ofboðs­lega von­svikin að fá ekki að knúsa okkur og við söknum öll fjöl­skyldumat­ar­boð­anna. En maður tekur þetta ástand alvar­lega og vill að allt gangi upp því maður er einn hlekkur í þessu öllu. Ef maður er kæru­laus getur það haft vondar afleið­ingar fyrir svo marga,“ segir hún og bætir svo við: „En mikið hlakka ég til að geta farið að knúsa og kyssa börnin og barna­börnin aft­ur.“

Álagið var líka mikið á hjúkr­un­ar­heim­ilum líkt og Hulda Birna Frí­manns­dótt­ir, sjúkra­liði með um fjög­urra ára­tuga reynslu í starfi, lýsti í við­tali við Kjarn­ann 21. apr­íl. Hún sagði íbúa á Hrafn­istu Laug­ar­ási í Reykja­vík lang­flesta hafa sýnt því skiln­ing að heim­sókn­ar­bann var sett á þeim til varn­ar. „Ég hef nú verið í tölu­vert meira en 100 pró­sent vinnu síð­ustu vik­ur,“ sagði Hulda Birna. „Og lík­lega síð­ustu mán­uði. Í um viku var ég að vinna meira og minna frá átta á morgn­ana og til mið­nætt­is.“ Þrátt fyrir álagið var hún ekki að kvarta.Hún sagði það hafa komið sér á óvart hvað allt gekk vel þrátt fyrir ýmsa hnökra og miklar breyt­ingar vegna heim­sókn­ar­banns­ins. „Þetta er auð­vitað mikið inn­grip í líf fjölda fólks, snýr lífi þess á hvolf. Svo það er aðdá­un­ar­vert að eldra fólkið í sam­fé­lag­inu taki þessu öllu svona vel.“„Það er farið að róast tals­vert hjá okkur eftir mikið álag síð­ustu daga og vik­ur,“ sagði Sig­ur­bergur Kára­son, yfir­læknir gjör­gæslu­lækn­inga, á Land­spít­al­anum við Hring­braut í sam­tali við Kjarn­ann, 16. apr­íl. Í upp­hafi fyrstu bylgj­unnar var stefnt að því að COVID-­sjúkum yrði alfarið sinnt í Foss­vogi en fljót­lega varð álagið það mikið að flytja þurfti nokkra á Hring­braut.Dregið var tíma­bundið úr aðgerðum á spít­al­an­um, fyrir utan bráða­að­gerð­ir, og þar með minnk­aði álag á gjör­gæsl­una að ein­hverju leyti. Þá hefur sótt­kví og ein­angrun vegna nýju kór­ónu­veirunnar einnig áhrif á útbreiðslu ann­arra bakt­ería og veira meðal fólks.Sig­ur­bergur sagði það sama hafa gerst í banka­hrun­inu, um leið og hægð­ist á þjóð­fé­lag­inu fækk­aði þeim sem þurftu gjör­gæslu­með­ferð. „Það á sér sjálf­sagt ýmsar skýr­ing­ar, meðal ann­ars þá að umferð minnkar og þá fækkar slysum, svo dæmi sé tek­ið.“Það er að ákveðnu leyti flókið að sinna sjúk­lingum með COVID-19. Til þess þarf fleiri starfs­menn en oft­ast undir hefð­bundnum kring­um­stæðum á gjör­gæsl­unni. „Sjúk­dóm­ur­inn setur það starfs­fólk sem sinnir sjúk­lingum í hættu og þess vegna þarf það að vera í miklum hlífð­ar­bún­að­i,“ útskýrði Sig­ur­berg­ur. „Þessi bún­aður gerir það að verkum að öll vinna í kringum sjúk­ling­inn verður þyngri og erf­ið­ari og skipta þarf um áhöfn oft­ar.“Þegar Kjarn­inn ræddi við Sig­ur­berg sagði hann heldur „ró­legra yfir vötn­um“ en rúmri viku áður er álagið var mest. En áfram þarf að vera í við­bragðs­stöðu, bætti hann við.Í lok júní sagði Þóra Gunn­laugs­dótt­ir, aðstoð­ar­deild­ar­stjóri gjör­gæslu­deild­ar­innar í Foss­vogi, frá því í við­tali við Kjarn­ann að dag­ana á undan hefðu fyrr­ver­andi skjól­stæð­ingar deild­ar­innar komið þangað í heim­sókn. Þetta er fólk sem veikt­ist alvar­lega af COVID-19 og þurfti sumt hvert að vera í önd­un­ar­vél dögum sam­an. „Það hefur verið ótrú­legt að sjá þau koma gang­andi inn á deild­ina eftir allt sem á undan er geng­ið.“ „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Þóra um hvernig ástandið hefði verið á hennar vinnu­stað er far­ald­ur­inn stóð sem hæst. Vinnu­dag­arnir voru langir, oft­ast vann hún sex daga í viku í 10-12 tíma í senn. Á þeim tíma sem við­talið var tekið var tölu­vert síðan síð­asti sjúk­ling­ur­inn sem fékk COVID-19 var útskrif­að­ur. Og Þóra á leið­inni í lang­þráð sum­ar­frí. Upp úr stóð hvað allir lögðu sig fram. Hvað allir stóðuð sam­an. Og hvað allir voru ákveðnir í að gera sitt besta og kom­ast í gegnum þetta. „Það voru allir starfs­menn í ákveðnum bar­átt­ugír,“ rifj­aði Þóra upp. „Við stóðum saman í þessu. Fólk mætti til­búið í slag­inn á hverjum degi – til­búið í hvað sem var. Þannig var stemn­ingin í hópn­um. Hún var mjög sér­stök.“Þegar síð­asti sjúk­ling­ur­inn var útskrif­aður af gjör­gæslu­deild­inni í lok apríl var haldið upp á tíma­mótin með vöfflu­kaffi. Þóra stóð þá við vöfflu­járnið og fann fyrir tölu­verðum létti. „En ég held að við séum flest enn á þeim stað að gera okkur grein fyrir að þetta er ekki endi­lega alveg búið. Það gætu lagst inn fleiri vegna COVID. Auð­vitað vona allir að svo verði ekki. Vegna fólks­ins sem veik­ist. Þessi sjúk­dómur er alvar­leg­ur. Ég sá oft örvænt­ing­una í aug­unum á sjúk­ling­unum sem vissu að þeir voru að fara í önd­un­ar­vél. Það voru svo hræði­legar fréttir búnar að ber­ast að utan um örlög fólks sem þurfti á þannig með­ferð að halda. Eitt af því sem ég minn­ist sér­stak­lega þegar ég lít til baka er hvað allir voru hrædd­ir. Það var og er svo mikil óvissa með þennan sjúk­dóm.“Við vitum hvað gerð­ist svo. Önnur og svo þriðja bylgja COVID-19 skall á. Sú þriðja olli aftur gríð­ar­legu álagi á gjör­gæsl­una og aðrar deildir Land­spít­al­ans. Sam­tals hafa 53 sjúk­lingar með COVID þurft á gjör­gæslu­með­ferð að halda frá því far­ald­ur­inn hófst í lok febr­ú­ar.29 hafa lát­ist vegna sjúk­dóms­ins hér á landi, þar af nítján í þriðju bylgj­unni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent