Samsett mynd Verkalýðshreyfingin 2020
Samsett mynd

Fólk sem hefur „svitnað fyrir góðærið“, þátttaka í mótun samfélagsins – og lobbíismi á bak við tjöldin

Árið 2020 verður lengi í minnum haft sem fordæmalaust. Tugir þúsunda sáu fram á að verða án atvinnu á árinu og mörg fyrirtæki stóðu frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau kæmu til með að lifa eða deyja. Kjarninn hitti á haustmánuðum fulltrúa launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála og hvernig best væri að komast út úr því ástandi sem upp er komið.

Íslenskt sam­fé­lag, sem og heim­ur­inn all­ur, hefur gengið í gegnum erfitt ár og standa margir höllum fæti eftir að hafa misst lífs­við­ur­væri sitt. Ríkið er búið setja mikla fjár­muni í að takast á við þá stöðu sem nú er uppi í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs en aðgerðir stjórn­valda eru þó ekki óum­deildar og telja vissu­lega margir að betur megi ef duga skuli.

Kjarn­inn hitti for­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í byrjun vetrar og ræddi við þá um stöð­una og hver fram­tíð­ar­sýn þeirra væri varð­andi íslenskt sam­fé­lag.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, benti á að fólk hefði „sann­ar­lega svitnað fyrir hag­vöxt­inn, svitnað fyrir góð­ærið og á ekki nokkurn skap­aðan hlut. Á ekki þús­und krónur inni á banka­reikn­ingum sínum þegar atvinnu­leysið kem­ur. Þetta veldur mér gríð­ar­legu hug­ar­angri og ef stjórn­völd fara ekki að taka sig á og við­ur­kenna þessa bláköldu stað­reynd, að það getur eng­inn kom­ist af á svona lágum fjár­hæð­um, og bregð­ast við þá sé ég bara fyrir mér hræði­lega hlut­i.“

Þá spurði hún hvort sam­fé­lagið væri til­búið til þess að sætta sig við það að byrð­arnar væru lagðar á fólkið sem hefur ekk­ert til saka unn­ið. „Ég held ekki. Ég held að við viljum ekki svo­leiðis sam­fé­lag,“ sagði hún.

Auglýsing

Þakkar bar­áttu þeirra sem á undan komu

Sól­veig Anna spurði enn fremur hvort nú ekki væri kjörið tæki­færi fyrir stjórn­völd að sýna póli­tíska og sið­ferði­lega getu og for­ystu til að leysa það vanda­mál sem liggur mest á að leysa; að tryggja það að fólk hefði nóg á milli hand­anna til þess að sjá fyrir sér og sín­um. Hún sagði að fram­tíðin myndi ráð­ast af því hvernig Íslend­ingar myndu tækla það ástand sem nú er uppi.

„Á tímum sem þessum þakka ég mjög fyrir bar­áttu þeirra sem á undan okkur fóru í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og verka­lýðs­bar­átt­unni. Ég horfi til baka á síð­ustu öld og þær stór­kost­legu fórnir sem fólk færði og þá ótrú­legu bar­áttu sem var háð,“ sagði hún.

Þá taldi Sól­veig Anna það vera mik­il­vægt að búa í landi þar sem að þegar högg­bylgjan fer í gegnum hið kap­ít­al­íska kerfi og vinnu­aflið byrjar að hrist­ast af skrímsl­inu þá væri sann­ar­lega eitt­hvað sem tæki á móti því. Að fólk lenti ekki marg­brotið á göt­unni.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Bára Huld Beck

Hún sagð­ist jafn­framt vera þakk­lát fyrir það á stundum sem þessum að á Íslandi væri stór verka­lýðs­hreyf­ing sem í krafti stærðar sinnar – og þess gríð­ar­mikla fjölda sem innan hennar er – getur kraf­ist þess að hafa aðkomu að aðgerðum stjórn­valda. Þær aðgerðir sem gagn­ast hafa vinn­andi fólki núna í þess­ari COVID-kreppu væru aðgerðir sem hreyf­ingin hefði lagt áherslu á og með því að stíga fram sterk náð að keyra í gegn.

Fólkið í land­inu þarf að hafa meira um hlut­ina að segja

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands og 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að fólkið í land­inu þyrfti að hafa meira um það að segja hvernig sam­fé­lagið ætti að mót­ast áfram. „Það á að vera á for­sendum þess hvernig við rekum þetta sam­fé­lag – en ekki fjár­magns­ins. Við þurfum að taka höndum saman í því að vinna áfram á þeim for­send­um.“

Aðgerðir stjórn­valda komu í nokkrum aðgerða­pökkum og sagði Krist­ján Þórður að honum hefði lit­ist vel á margt sem rík­is­stjórnin hefði gert til að stemma stigu við ástand­inu. „Sér­stak­lega í tengslum við kjara­samn­inga sem voru gerðir fyrir ári síð­an. Það er margt í þessu sem skiptir okkar fólk miklu máli – en auð­vitað er það líka alltaf þannig að maður er ekki sáttur við allt sem er gert. En svona heilt yfir þá eru þarna atriði sem skipta veru­legu máli.“

Hann tók nokkur dæmi um það sem hann taldi hafa verið vel gert en meðal þess var breyt­ing á tekju­skatts­kerf­inu. „Það var mjög mik­il­vægt skref fyrir okkar fólk, sem og leng­ing á fæð­ing­ar­or­lofi.“ Hann nefndi sér­stak­lega verk­efnið „Allir vinna“ en hann sagði að það hefði reynst félags­mönnum hans gríð­ar­lega vel. Verk­efnið gekk út á það að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fallið á virð­is­auka­skatti á vinnu við við­halds­verk­efni íbúð­ar­hús­næðis og í bif­reiða­geir­anum en það var fram­lengt út næsta ár.

Auglýsing

„Þetta verk­efni skiptir gríð­ar­lega miklu máli fyrir okkar félags­menn. Þetta hefur ýtt undir fleiri verk­efni í okkar grein­um. Við höfum séð að fólk hefur verið mjög dug­legt í nýta sér þetta og sinnt til dæmis við­haldi á bíl­um. Fólk hefur einnig verið mjög dug­legt að fara í fram­kvæmdir heima fyrir og fara í við­halds­fram­kvæmdir á eigin hús­næði. Þetta klár­lega ýtir undir það að verk­efna­staðan sé nokkuð góð í dag,“ sagði hann.

Mik­il­vægt að fólk geti tekið þátt í sam­fé­lag­inu – þrátt fyrir tekju­missi

Krist­ján Þórður árétt­aði að nauð­syn­legt væri að taka á þáttum sem snúa að fólk­inu sjálfu. Þar tók hann sem dæmi atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð og atvinnu­leys­is­bæt­ur.

„Við höfum kallað eftir því að þarna verði gripið inn í: Að bætur verði hækk­að­ar, sem og tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bæt­ur. Við teljum að það sé rétta leiðin til að takast á við svona ástand, eins og það sem við erum að upp­lifa núna, til þess að koma í veg fyrir enn meiri sam­drátt í hag­kerf­inu. Þá skiptir það sköpum að þrátt fyrir atvinnu­missi þá geti fólk samt sem áður tekið þátt í sam­fé­lag­inu með nokkurn veg­inn eðli­legum hætti.

Því við vitum alveg að þegar þú missir atvinn­una þá í fyrsta lagi lækkar þú alltaf í tekjum niður í 70 pró­sent af því sem þú hafð­ir. Í öðru lagi er þakið á tekju­tengdu atvinnu­leys­is­bót­unum það lágt að fólk, eins og innan okkar raða, er að með­al­tali að falla um 40 til 50 pró­sent í tekj­um. Það er auð­vitað aug­ljóst að ef þú verður fyrir slíku tekju­tapi þá muntu þurfa að draga saman í öllu sem þú ger­ir.“

Kristján Þórður
Bára Huld BeckHefur áhyggjur af unga fólk­inu

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­maður Banda­lags háskóla­manna, sagði að sú hætta væri raun­veru­lega fyrir hendi að ungt fólk fyndi ekk­ert að gera eftir nám. „Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svip­aðar og í sunn­an­verðri Evr­ópu þar sem atvinnu­leysi ungs fólks er gríð­ar­legt. Þetta má ekki ger­ast hér. Við getum ekki boðið nýjum kyn­slóðum upp á það að þau komi út úr sinni skóla­göngu og að ekk­ert sé í boð­i.“

Sagð­ist hún hafa miklar áhyggjur af unga fólk­inu sem er í háskóla og þeim sem koma út á vinnu­markað við aðstæð­urnar sem eru uppi í dag.

Lausnin liggur í því, að hennar mati, að horfa til lengri tíma og ákveða hvernig atvinnu­upp­bygg­ing eigi að vera hér á landi. „Við höfum langa reynslu af nátt­úru­auð­linda­nýt­ingu og hún er að sjálf­sögðu ástæða þess að við getum búið í þessu landi. Við eigum orku­lindir og fisk í sjónum og svo er upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar ein útgáfa af auð­linda­nýt­ingu. Næstum allir ferða­menn sem koma til Íslands segj­ast gera það vegna þess að þeir vilja sjá nátt­úr­una og þetta stór­kost­lega land.

En nátt­úru­auð­linda­nýt­ingin getur hrunið í einu vet­fangi eins og dæmin sanna. Þess vegna er nauð­syn­legt að byggja atvinnu­lífið líka á stoðum sem ekki er hægt að kippa undan okkur sí svona. Það er ekk­ert nýtt í því og engin geim­vís­indi. Það snýst um rann­sókn­ir, hug­vit, þekk­ingu, nýsköp­un, nýjar útflutn­ings­greinar og svo fram­veg­is,“ sagði hún.

Þórunn Sveinbjarnardóttir
BHM

Þór­unn von­að­ist til þess að Íslend­ingar yrðu færir um það að byggja upp fjöl­breytt atvinnu­líf sem gæfi af sér sjálf­bæran hag­vöxt og vel­ferð, og góð störf fyr­ir. „Við þurfum að horfa til langs tíma. Það krefst upp­stokk­unar og nýrrar hugs­unar en ég er von­góð um að við getum gert þetta,“ sagði hún.

Mik­ill lobbí­ismi á bak við tjöldin

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sagði að nú væri nýtt fólk í brúnni með hug­myndir sem honum fynd­ist í sjálfu sér vera ógn við þá sam­fé­lags­mynd sem hann sá fyrir sér og vildi sjá. „Þar kemur ein­hvern tónn og ein­hver stemn­ing eða hug­ar­far sem mér finnst ég ekki hafa séð áður og það hræðir mig mjög.“ Með þessum orðum átti hann við það sem hann kall­aði nýja kyn­slóð stjórn­enda fyr­ir­tækja og for­ystu­fólks í Sam­tökum atvinnu­lífs­ins.

Þetta lýsti sér í ákveð­inni hörku gagn­vart samn­ings­rétti fólks, að mati Ragn­ars Þórs, og í því að fara yfir ákveðnar línur og leik­reglur sem verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­lífið hefði sett sér síð­ustu ár og ára­tugi með því að ráð­ast gegn kjörum fólks en ekki gegn kröfu­höf­um. Þarna tók hann Icelandair sem dæmi og ákvörðun þeirra að fara harka­lega gegn kjörum félags­manna VR og segja upp öllum flug­freyjum á einu bretti í miðri kjara­bar­áttu og hóta að semja við annað stétt­ar­fé­lag.

Varð­andi aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar vegna COVID-19 far­ald­urs­ins þá sagði hann að þær væru mikið lit­aðar af sér­hags­mun­um. Sem dæmi nefndi hann að þrýst­ing­ur­inn hefði verið gríð­ar­lega mik­ill í byrjun sum­ars að opna landið og sömu­leiðis þegar því var aftur lok­að. Þannig væri lobbí­ismi fyrir ákveðnum aðgerðum mjög mik­ill á bak við tjöldin en einnig í sjálfri orð­ræð­unni.

Auglýsing

Ragnar Þór sagði enn fremur að þeir flokkar sem nú eru við völd – og þá sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn – stæðu fyrir sér­hags­muna­gæslu. Póli­tíkin virk­aði þannig. „Hún er mjög lituð af sér­hags­muna­gæslu, sama hvar hún drepur nið­ur. Við í verka­lýðs­hreyf­ing­unni erum ekk­ert und­an­skilin þessu í sjálfu sér. Við erum að lobbía allan dag­inn fyrir aðgerðum og aðgerða­pökkum og málum sem snerta hags­muni okkar félags­manna. Þannig að við erum hinum megin við borð­ið. Til dæmis erum við núna að þrýsta á um hærri atvinnu­leys­is­bætur – við erum að taka slag­inn við fólk sem hefur ofboðs­lega ógn­væn­lega sýn á það hvernig sam­fé­lagið ætti að vera byggt upp.“Taldi hann að verka­lýðs­hreyf­ingin væri þannig að takast á við nýja kyn­slóð af stjórn­endum og nýja kyn­slóð af for­ystu­fólki í Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og öllum þeim félögum sem þar eru innan borðs. 

Ragnar Þór Ingólfsson
Bára Huld Beck

„Sam­tök atvinnu­lífs­ins fara í raun gegn því að hækka atvinnu­leys­is­bætur í þessu ástandi vegna þess að þau telja hækk­un­ina letja fólk til vinnu þegar enga eða litla vinnu er að fá – sem er gríð­ar­lega alvar­legt fyrir íslenskt sam­fé­lag. Það er svo sjúkt hug­ar­far að vilja þrengja sultar­ól­ina til þess að halda fólki í ein­hvers konar kúg­un­ar­sam­bandi við atvinnu­lífið og við sam­fé­lag­ið,“ sagði hann og bætti því við að þetta væri litlu skárra í póli­tík­inni.

Hætta á í svona ástandi að ákveðin öfl vilji breyta sam­fé­lag­inu í grund­vall­ar­at­riðum

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, sagði að hættan í svona kreppu væri alltaf sú að ákveðin öfl færu af stað í þeim til­gangi að breyta sam­fé­lag­inu í grund­vall­ar­at­rið­um. „Þegar kreppa steðjar að þá á allt í einu að fara að snar­lækka skatta, einka­væða, selja rík­is­eignir og svo fram­vegis – allir þessir draumar ákveð­inna hópa finna sér allt í einu far­veg og fara að ræt­ast. Það er aðal­hættan við svona aðstæð­ur.“

Í stað­inn ætti sam­fé­lagið að styrkja stoðir sínar og grunn­kerfi. „Við verðum að vernda okkar mjólk­ur­kýr, hvort sem þær eru flug­völl­ur­inn eða banka­kerf­ið.“

Varð­andi það hvernig Drífa sér fyrir sér íslenskt sam­fé­lag í fram­tíð­inni þá benti hún á að hér á landi hefði verið byrjað að horfa til stytt­ingar vinnu­vik­unnar áður en far­ald­ur­inn skall á. „Það er risa­stórt mál. Það er risa­stórt lýð­heilsu­mál og risa­stórt umhverf­is­mál. Með auk­inni tækni ættum við einmitt að hafa svig­rúm til að stytta vinnu­vik­una. Þannig að það er fram­tíð­ar­sýnin og eitt­hvað sem við ættum að fara að stefna aftur að. Það er fátt sem bætir lífs­gæði jafn mikið og að stytta vinnu­vik­una – að hægja aðeins á takt­in­um. Við erum léleg í því Íslend­ingar að hægja á takt­in­um,“ sagði hún. „En við höfum mjög gott af því að hugsa með­fram þessum braut­u­m.“

Drífa Snædal
Bára Huld Beck

Fáum duld­ist að erf­iður vetur væri framund­an. Drífa sagði að Íslend­ingar myndu kom­ast í gegnum hann með því að gera meira en minna, en þar vitn­aði hún í orð fjár­mála­ráð­herra. „Við nátt­úru­lega erum í algjöru óvissu­á­standi og við verðum að vera með alls konar verk­færi til þess að kom­ast í gegnum vet­ur­inn.“

Þess vegna væri mik­il­vægt að styðja fólk til náms, aðstoða atvinnu­leit­end­ur, reyna að koma í veg fyrir frek­ari upp­sagnir og halda hluta­bóta­leið­inni áfram.

Einnig þurfti að vanda sig vegna þess að á ýmsum póstum magn­að­ist upp hræðsla og reiði í sam­fé­lag­inu, að hennar mati. „Þá hafa ýmis öfl hag af því að kynda undir þessa hræðslu. Þannig að ein­hvern veg­inn verður að taka til­lit til þess að fólk sé í við­kvæmri og örvænt­ing­ar­fullri stöðu. Það þarf að mæta fólki þar sem það er og ekki búa til sam­fé­lag þar sem fólkið upp­lifir sig ekki sem hluti af því en það er stór­hættu­legt ástand – senni­leg­ast hættu­leg­asta ástandið sem við gætum farið inn í nún­a.“

Drífa rifj­aði upp í þessu sam­hengi brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg í sum­ar, þar sem þrír lét­ust. Hún sagði að ákveð­inn vísir að þessu hættu­lega ástandi hefði birst eftir brun­ann. „Pól­verjar á Íslandi hugs­uðu: „Já, svona er farið með okk­ur? Af hverju eigum við að spila eftir reglum sam­fé­lags­ins þegar það fer svona með okk­ur?“.“

Hún taldi að mikið væri til í þessum vanga­velt­um. „Að ein­hverju leyti höfum við Íslend­ingar litið á útlend­inga sem einnota vinnu­afl. Þá finnst mér svaka­legt að heyra raddir þeirra sem eiga ekki rétt á atvinnu­leys­is­bótum eða eitt­hvað slíkt vegna þess að við sem sam­fé­lag berum ábyrgð á því fólki sem hér leggur hönd á plóg. Við hefðum ekki getað rekið sam­fé­lagið ein síð­ustu árin,“ sagði hún.

Auglýsing

Gefur lítið fyrir þá hug­mynda­fræði að hver sé sinnar gæfu smiður

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, sagð­ist hafna því alfarið að við ættum að lifa eftir þeirri hug­mynda­fræði að hver væri sinnar gæfu smið­ur. „Það virkar ekki svo­leið­is, það þarf að búa betur um fólk en svo og hjálpa til dæmis útlend­ingum að aðlag­ast sam­fé­lag­inu þannig að þeir fái sömu tæki­færi og mögu­leika.“

Henni fannst vanta mark­vissa stefnu hér á landi um það hvernig Íslend­ingar ætl­uðu að jafna mögu­leika og tæki­færi fólks með raun­veru­legum hætti.

Ástandið í sam­fé­lag­inu er flókið og erfitt fyrir marga og sagði hún að núna þyrftum við öll að læra að lifa með veirunni. „Ég hef trú á því að flest okkar muni standa saman í þessu verk­efni og vinna það þannig að við getum átt tíma­bil eins og sum­arið var þar sem við hlýddum fyr­ir­mælum og gátum þá verið frjáls­ari en við erum núna. Þó er gott að minna sig á að við hér á Íslandi erum nokkuð frjáls miðað við aðrar þjóð­ir. Börnin okkar mega fara út að leika og í skól­ann.“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir
BSRB

Hún benti enn fremur á að allt þetta ástand hefði minnt okkur á að heil­brigði væri það allra mik­il­væg­asta. „Við þurfum líka að gæta að umhverf­inu okkar og lifa í sátt og sam­lyndi við það. Ég von­ast til þess að þetta ástand breyti gild­is­mat­inu okkar og að það skili sér líka í breyttum áherslum og hvernig við ætlum að búa okkur í hag­inn til fram­tíð­ar.“

Ísland hefur ekki ávallt verið ríkt land og benti Sonja Ýr á að þjóðin hefði farið á met­hraða í gegnum þroska­ferli ann­arra ríkja. „Ég held að við getum bara byggt á þessum góða grunni og lært af mis­tök­unum og ekki end­ur­tekið þau. Svo ég er mjög bjart­sýn á að við náum vel í gegnum þetta ástand. Allir sér­fræð­ingar spá því nú að við­spyrnan verði fljót þegar við náum tökum á veirunni – og þá getum við aftur farið upp á við hratt og vel.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar