Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn Hafdís Bjarnadóttir
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Upplifði „allskonar tilfinningar“ í byrjun faraldursins

„Það eru allir í hálfgerðri sóttkví heima á milli vakta,“ segir Hafdís E. Bjarnadóttir sjúkraliði. Hún sinnir því mikilvæga starfi að sótthreinsa skurðstofur á Landspítalanum og tæki og tól sem notuð eru. Breyta þurfti verkferlum vegna COVID-19 og fann Hafdís fyrst fyrir hræðslu. Fljótt fór þó allt að ganga eins og vel smurð vél. „En mikið hlakka ég til að knúsa og kyssa börnin og barnabörnin.“

Ég hef það fínt þessa dag­ana en ég upp­lifði alls­konar til­finn­ingar á meðan við vorum að átta okkur á þessu ástand­i,“ segir Haf­dís E. Bjarna­dótt­ir, sjúkra­liði og tann­fræð­ing­ur, sem er hluti af skurð­stofuteym­inu á Land­spít­al­anum við Hring­braut. „Í upp­hafi fann ég stundum fyrir hræðslu, ég ótt­að­ist líka óviss­una sem öllu þessu fylgdi og spurði mig stöðugt hvort við værum að gera hlut­ina rétt, hvort við værum að verja okkur nógu vel.“



Haf­dís starfar á deild sem kall­ast 12 C D og sinnir því veiga­mikla hlut­verki að sótt­hreinsa tæki og tól, meðal ann­ars svæf­inga­vél­arn­ar.



Er far­aldur COVID-19 hófst voru ýmsar aðgerða­á­ætl­anir á Land­spít­al­anum virkj­að­ar. Ákveðið var að sjúk­lingum með COVID-19 yrði sinnt í Foss­vogi en til vara átti að flytja sjúk­linga með COVID-19 á Hring­braut. Þegar þeim hafði fjölgað hratt er far­ald­ur­inn var að ná hámarki voru nokkrir sjúk­lingar með sjúk­dóm­inn fluttir þang­að. Að auki lágu þar inni sjúk­lingar með grun um smit.

Haf­dís og aðrir starfs­menn sem sinna sótt­hreinsun á Hring­braut þurftu að end­ur­skoða alla verk­ferla. Þegar voru til staðar sér­stakir ferlar fyrir skurð­að­gerðir þar sem sjúk­lingar eru með sýk­ingar en „þetta var svo nýtt og ólíkt öllu því sem við þekkt­u­m,“ segir Haf­dís um fyrstu dag­ana og vik­urn­ar. „Þess vegna urðum við að finna nýjar leið­ir. Og það tók tíma að koma öllu á hreint, hvernig útfæra ætti vinn­una.“

Þegar verk­ferl­arnir voru klárir og tryggir var Haf­dísi létt og vinnan gekk vel og örugg­lega.



Auglýsing

Haf­dís er að norð­an. Hún lauk sjúkra­liða­námi á Akur­eyri árið 1981. Hún vann að því loknu á ýmsum deildum Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri áður en hún fór ásamt eig­in­manni sín­um, Jóni Rafns­syni, í frekara nám til Stokk­hólms. Haf­dís lærði tann­fræði og Jón var í tón­list­ar­námi. Þau bjuggu í Sví­þjóð í sjö ár.

Eftir heim­kom­una vann Haf­dís til skiptis sem sjúkra­liði og tann­fræð­ingur og var á tíma­bili með stofu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Drop­laug­ar­stöðum í Reykja­vík. Tann­fræð­ingar sinna að mestu fyr­ir­byggj­andi aðgerðum s.s fræðslu, hreinsun á tann­steini, að koma í veg fyrir og stoppa sýk­ingar í tann­holdi, fest­ingum tanna og munn­holi og fleiru. Haf­dís naut starfs­ins á Drop­laug­ar­stöðum með gamla fólk­inu og fannst gott að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arnar til að við­halda tann­heilsu þeirra og þar með lífs­gæð­um. „Tann­heilsa skiptir sköpum þegar kemur að því að nær­ast á efri árum sem og að dregur úr notkun verkja­lyfja. Þarna gat ég nýtt þekk­ingu mína og nám í botn,“ segir Haf­dís.

Hún var svo í sam­bandi við tann­lækna og tann­smiði sem hún gat leitað til þegar þörf var á.



Hafdís við störf sín á Landspítalanum við Hringbraut.
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

En svo kom hrun­ið.

Þá var ákveðið að skera niður á ýmsum sviðum hjá Reykja­vík­ur­borg og meðal ann­ars þá þjón­ustu sem Haf­dís hafði veitt á Drop­laug­ar­stöð­um. Hún barð­ist fyrir því að fá að halda henni áfram enda hafði hún náð góðum tengslum við sína skjól­stæð­inga, meðal ann­ars fólk með heila­bilun sem á margt hvert erfitt með snert­ingu. „Ég  fór til dæmis á morgn­ana inn til nokk­urra og hjálp­aði þeim sem á þurftu að halda að bursta tenn­urn­ar,“ rifjar hún upp.

En Haf­dís varð að játa sig sigr­aða, loka stof­unni á Drop­laug­ar­stöðum og fór að starfa sem sjúkra­liði á ný, meðal ann­ars í heima­hjúkrun í um sjö ár.

Breytt um kúrs

Haf­dís ákvað svo að hætta vinnu við umönnun þar sem hún var búin að vinna við það starf mjög lengi og fannst komið gott. Þannig gerð­ist það að hún fór að vinna á Land­spít­al­anum við að sótt­hreinsa verk­færi sem þar eru notuð og hreinsa skurð­stof­urn­ar. Á því hafði hún tölu­verða þekk­ingu bæði úr sjúkra­liða­nám­inu og tann­fræð­inni.

Í starfi Haf­dísar og sam­starfs­manna hennar felst aðra vik­una það að fara inn á skurð­stofur á milli aðgerða og fjar­lægja allt sem hefur verið notað og er óhreint, til dæmis maska, slöngur og fleira. Svo er fyllt á með nýjum og hreinum hlut­um. Einnig fer hún um allar stofur spít­al­ans við Hring­braut þar sem verið er að nota svæf­ing­ar­vélar til að tryggja að allt sé hreint og sótt­hreins­að.



Ein skurðstofa á Landspítalanum við Hringbraut var útbúin sérstaklega fyrir COVID-19 sjúklinga. Á efri myndinni má sjá viðbúnað starfsmanna í miðjum faraldri og á þeirri neðri stofuna tóma eftir að faraldurinn rénaði.
Tómas Guðjbartsson

 Hina vik­una sér Haf­dís um að taka á móti óhreinum verk­færum út af skurð­stof­unum og með­höndla þau rétt. Sumt fer beint inn í stórar þvotta­vélar sem eru á Hring­braut­inni en annað þarf að hand­þvo og með­höndla sér­stak­lega með ýmsum efnum og dauð­hreinsa.

Og nú í far­aldri COVID-19 hefur þurft að gæta þess út í ystu æsar að veiruna sé hvergi að finna, hvorki á tækjum eða tólum né á göng­um, veggj­um, í lyftum spít­al­ans og svo fram eftir göt­un­um. Haf­dís hefur ávallt verið und­ir­búin undir það að ein­stak­lingur sýktur af COVID þurfi á skurð­að­gerð að halda. Til þess hefur ekki komið sem betur fer en grunur um smit var hjá ein­hverjum sjúk­ling­anna og með­höndla þurfti þá á nákvæm­lega sama hátt og væru þeir smit­að­ir. „Þá förum við sem þrí­fum og tökum á móti verk­færum í hlífð­ar­bún­inga,“ segir Haf­dís um vinnu sína þá daga.

Skurð­stofa sér­stak­lega fyrir COVID-smit­aða

Ein skurð­stofan á 12 C D  var sér­stak­lega útbúin svo að hægt væri að sinna þar sjúk­lingum með COVID. Inni á henni er reynt að hafa aðeins það sem nauð­syn­legt er fyrir hverja aðgerð. Ef eitt­hvað vantar er það flutt inn á stof­una í gegnum sér­stakan skáp.

„Þegar tekið er á móti verk­færum út af skurð­stofu eftir svona aðgerðir þarf að fara mjög var­lega,“ segir Haf­dís. „Það þarf að færa þau beint inn í þvotta­vél sem þvær á miklum hita með sápu sem drepur veiruna. Á leið­inni frá skurð­stof­unni og inn í vél­ina þarf að gæta þess að verk­færi sem mögu­lega eru sýkt komi ekki nærri neinu öðru.“



Hafdís að undirbúa skurðstofu fyrir næstu aðgerð.
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Eftir aðgerð er skurð­stof­unni lokað og ekk­ert er tekið fram strax. Bíða þarf í hálf­tíma eftir að loftið setj­ist og hreins­ist. Þá má Haf­dís fara inn á stof­una, alklædd hlífð­ar­bún­aði, og sækja það sem þarf að sótt­hreinsa og henda öðru.

Verk­færi sem þarf að þrífa koma út af skurð­stof­unni í lok­uðum pok­um. „Það verður að tryggja að eng­inn hlekkur í keðj­unni fari í sundur svo að veiran, sé hún til stað­ar, sleppi ekki út. Út á þetta gengur allt okkar starf og allir okkar verk­ferl­ar.“

Sjúk­lingar eltir af ræst­ing­ar­fólki með spritt

Nokkrum sinnum þurfti að flytja sjúk­linga með COVID-19 af gjör­gæsl­unni og á röntgen­deild­ina. Sú leið liggur í gegnum hluta skurð­stofu­gangs­ins. „Þá þarf að loka gang­in­um, taka allt út sem hægt er að taka út og breiða yfir hluti sem ekki er hægt að fjar­lægja. Ræst­ing­ar­fólkið þarf að fara á eftir sjúk­lingnum og þrífa alla veggi og gólf með sótt­hreins­andi efnum jafn­óð­um, bæði á leið hans á röntgen­deild­ina og aftur upp á gjör­gæsl­una.“

Til að byrja með var að mörgu að huga að sögn Haf­dís­ar. „Við héldum til dæmis að við þyrftum að taka hluta úr svæf­ing­ar­vél­unum eftir hvern sjúk­ling og þvo, þurrka og setja í dauð­hreinsi­ofn og setja svo aftur sam­an. Við vorum byrjuð að gera þetta. En mik­ill léttir varð þegar kom í ljós, eftir sam­tal við fram­leið­anda erlend­is, að það þurfti ekki að gera þetta. Þetta var gríð­ar­leg vinna og tíma­frek, en nú kunnum við þetta alla vega,“ segir hún og hlær.

Almenn sótt­hreinsun á veggj­um, hurðum og öðru er ávallt mikil á sjúkra­húsum en hefur verið enn meiri núna. „Það eru margir lítr­arnir af spritti sem hafa verið not­aðir síð­ustu vik­urn­ar,“ segir Haf­dís.



Auglýsing

Verk­ferl­arnir hafa allir slíp­ast til og nú gengur Haf­dís ótta­laus og örugg til verka hvern dag. Álagið hefur verið öðru­vísi og meira en „við höfum ráðið vel við það, allt gengur eins og smurð vél. Við höfum líka sloppið við veik­indi meðal starfs­fólks­ins. Mér finnst mjög ein­kenn­andi hvað það er mikil sam­staða og sam­vinna á milli allra sem vinna á deild­inni. Allir hafa passað sig, eru ekki í sam­neyti við aðra en sína nán­ustu utan vinnu. Það eru allir í hálf­gerðri sótt­kví heima á milli vakta.“

Sjálf hefur Haf­dís fáa hitt utan vinnu að und­an­förnu og segir sam­skipti fara að mestu fram í gegn um síma og mynd­sím­töl. „Barna­börnin eru ofboðs­lega von­svikin að fá ekki að knúsa okkur og við söknum öll fjöl­skyldumat­ar­boð­anna. En maður tekur þetta ástand alvar­lega og vill að allt gangi upp því maður er einn hlekkur í þessu öllu. Ef maður er kæru­laus getur það haft vondar afleið­ingar fyrir svo marga,“ segir hún og bætir svo við: „En mikið hlakka ég til að geta farið að knúsa og kyssa börnin og barna­börnin aft­ur.“



Vinnan hefur verið í forgangi hjá Hafdísi eins og fjölmörgum öðrum heilbrigðisstarfsmönnum síðustu mánuði.
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Ekki þurfti að fjölga í hópi starfs­manna sem sinna sótt­hreins­un­inni á Hring­braut þar sem ákveðið var að skipta þeim í tvo hópa til að minnka líkur á smiti og sótt­kví.

Í næstu viku stendur til að hefja val­kvæðar skurð­að­gerðir á nýjan leik en þeim var frestað vegna far­ald­urs­ins. Það þýðir þó ekki að Haf­dís og aðrir sem vinna á skurð­stof­unum þurfi að slaka á sótt­hreins­un­inni og því að gæta ann­arra sótt­varna til hins ítrasta. „Svo við munum ennþá reyna að halda tveggja metra regl­unni og þar fram eftir göt­un­um,“ segir Haf­dís.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal